Fréttablaðið - 08.10.2004, Side 41

Fréttablaðið - 08.10.2004, Side 41
26 8. október 2004 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… Belgísku Kongó eftir Braga Ólafsson í Borgarleikhúsinu í kvöld... DUENDE - FLA- MENCO FUSIO, bræðingi klass- ískrar flamenco- tónlistar og nú- tímalegra strauma í flamenco-tónlist, í Salnum í Kópavogi í kvöld... Málþingi um framtíðarvarð- veislu myndlistararfsins á Laugar- dagsstefnu í Listasafni Íslands á morgun, klukkan 11.00 til 13.00... Leiðsögn Þorbjargar Br. Guð- mundsdóttur um sýningu Errós í Listasafni Íslands á sunnudaginn klukkan 15.00... Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar verða afhent í sjötta sinn í Höfða í dag, klukkan 17.00. Borgarstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, afhendir verðlaunin, sem eru veitt annað hvert ár. Alls bár- ust 63 handrit í samkeppnina, skáldsögur, smásögur, leikrit og ljóð og við athöfnina gerir Árni Sig- urjónsson, formaður dómnefndar, grein fyrir niðurstöðu nefndarinnar. Dómnefnd um verðlaunin skipuðu Árni Sigurjónsson, bókmennta- fræðingur og formaður dómnefnd- ar, tilnefndur af borgarráði, Þor- gerður E. Sigurðardóttir, bók- menntafræðingur, tilnefnd af menningarmálanefnd og Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands. Kl. 20.00 Frumsýning í Íslensku óperunni á Sweeney Todd eftir Stephen Sondheim. Verkið er flutt á íslensku í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. menning@frettabladid.is Bókmenntaverðlaun afhent í dag Bergur Þór Ingólfsson og Hanna María Karlsdóttir segja leikritið Héra Hérason vera saga um mömmu okk- ar allra. Gamanleikritið Héri Hérason verður frumsýnt í Borgarleikhús- inu í kvöld og skal tekið fram að þrátt fyrir titilinn er það ekki barnaleikrit. Verkið er franskt og er höfundur þess hin franska Coline Serreau sem þekktust er fyrir verk sitt Þrír menn og barn sem rataði frá fjölunum í Frakk- landi inn á hvíta tjaldið í Hollywood. Fjölskyldan er við- fangsefni Coline í Héra Hérasyni þar sem mamman er miðpunktur- inn. „Þetta er fjölskyldusaga um mömmu okkar allra og hversu nauðsynlegur partur hún er í lífi hvers manns,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem leikur hlutverk Héra Hérasonar. Mamman er annar þeirra föstu punkta í lífi hins unga Héra Héra- sonar sem er dæmigerður ung- lingur sem á erfitt með að finna sig í tilverunni. Vísindaskáldsög- ur eiga hug hans allan enda er hann frá annarri plánetu. „Það kannast margir við það á ung- lingsárum og jafnvel lengur að eiga einhvern veginn hvergi heima, en Héri hefur fundið sinn fasta punkt annarsvegar hjá mömmu sinni og hinsvegar á þessari plánetu,“ segir Bergur Þór. „Allir í fjölskyldunni þurfa á mömmu að halda og við búum til guð því hann tekur við því sem mamma ræður ekki við. Mamma hvers manns er hálfguð, sem heldur utan um mann og passar. Hjá þessari fjölskyldu sem birtist í leikritinu þá fúnkerar enginn nema hún sé nálægt, þótt það sé ekki nema á klósettinu, og fólk þarf að vita hvar hún er til að finna til öryggis í þessum heimi,“ segir Bergur Þór. „Já, þetta er mamma með stóru emmi,“ segir Hanna María Karls- dóttir brosandi og kinkandi kolli til að sýna að hún sé sammála Bergi. Hún leikur mömmu Héra. „Hún er sko stóra öryggið í raf- magnstöflunni, þessi litlu mega detta út en ef það stóra fer, þá erum við í vondum málum,“ segir Hanna María. kristineva@frettabladid.is ! Þór Tulinius • Eggert Þorleifsson • Dásemd • Sigrún Edda Björnsdóttir • Hilmar Guðjónsson Torfi H. Tulinius hefur ritað bók um Snorra Sturluson og Egils sögu sem varpa nýju ljósi á miðaldir og sagnaritun „Þegar ég var að skrifa doktors- ritgerðina mína sem var um Forn- aldarsögur Norðurlanda, kom Eg- ils saga óvart til mín og varð að rúsínunni í pylsuendanum hjá mér í doktorsritgerðinni. Frá því að ég varði hana 1992 hef ég verið að skrifa þessa bók um Egils sögu,“ segir Torfi H. Tulinius en bók hans „Skáldið í skriftinni – Snorri Sturluson og Egilssaga“ kom út í gær hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi . Í bókinni heldur Torfi því fram að Snorri Sturluson hafi samið Egils sögu á árunum 1239 til 1241 til að stuðla að sáttum meðal Sturlunga. Meðal þess sem Torfi sýnir fram á er að sagan sé gegnsýrð kaþólskum viðhorfum og þar að auki mun persónulegra verk en áður hef- ur verið talið. Snorri hafi með sögunni viljað bæta fyrir þær syndir sem hann drýgði í deilum sínum við Sighvat bróður sinn og Sturlu son hans. „Til þess að skrifa bókina þurfti ég að leggjast í viðamiklar rannsóknir, þá einkum á eðli mið- aldasamfélagsins og er að reyna að beita nýjum aðferðum til þess að skilja samfélag Sturlungaaldar. Ég les Egils sögu með augum kaþ- ólsks manns á miðöldum vegna þess að Snorri Sturluson var mið- aldamaður og kaþólikki og með þessari aðferð kemst ég að öðrum skilningi á sögunni; hvað hún merkir og hvernig hún tengist Snorra Sturlusyni og dramatísk- um atburðum í ævi hans. Til dæm- is átökum við bróður og bróður- son um kvonfang og föðurarf, barnamissi og mikilvægi skáld- skaparins í lífinu.“ Þegar Torfi er spurður hvort við höfum litið framhjá þýðingu trúar- innar í túlkun okkar á miðaldabók- menntum segir hann að líklega höf- um við ekki gert okkur grein fyrir því hvað siðaskiptin voru mikil rof í menningunni. „Vegna þessa rofs er kannski ýmislegt sem blasir við kaþólikkum í dag en er ekki sýni- legt okkur sem erum mótuð af lút- herstrúnni. Ég vitna stundum til Halldórs Laxness í bók minni. Hann var menntaður í kaþólsku klaustri og var því glöggskyggn á margt sem aðrir sáu ekki í fornsög- unum, þar á meðal Egils sögu. Ég fór alla leið og reyndi að kryfja Egils sögu niður í kjölinn, ekki bara út frá kaþólskum sið, heldur einnig út frá þeirri samfé- lagsmynd sem hún endurspeglar og komst að þeirri niðurstöðu að þetta er ekki bara saga byggð á munnlegum frásögnum um stór- karlalegan víking, heldur þaul- hugsað bókmenntaverk sem hefur djúpa merkingu.“ Þú talar um eðli miðaldasamfé- lagsins. Var það frábrugðið þeim hugmyndum sem við höfum hingað til haft af því? Það sem ég geri er að beita ný- legum félagsfræðikenningum til þess að greina þetta samfélag og reyna að skilja betur stöðu skáld- skapar og sagnaritunar í menning- unni. Með því vil ég gera það skilj- anlegra hvernig meistaraverk á borð við Eglu og aðrar fornsögur gátu orðið til.“ sussa@frettabladid.is Með augum kaþólsks manns á miðöldum TORFI H. TULINIUS Líklega höfum við ekki gert okkur grein fyrir því hvað siðaskiptin voru mikil rof í menningunni. Förum saman á sinfóníutónleika! Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Fyrstu tónleikar Tónsprotans, nýju tónleikaraðar fjölskyldunnar, eru á morgun. Nú geta pabbi, mamma og krakkarnir öll farið saman á jólatón- leika, kvikmyndatónleika eða upplifað ævintýri úr öllum heimshornum. Verð fyrir 4 frábæra tónleika er aðeins 3.400 kr. fyrir 16 ára og yngri og 5.100 kr. fyrir þá eldri. Verð á stökum miðum er 1.000 og 1.500 kr. Malcolm Arnold ::: Tam O’Shanter, op. 51 Johannes Brahms ::: Ungverskur dans nr. 5 Manuel de Falla ::: Elddansinn úr El amor brujo Sergej Prokofiev ::: Troika úr Kitsje lautinanti Pjotr Tsjajkovskíj ::: Kínverskur dans úr Hnotubrjótnum Aaron Copland ::: Hoe-Down úr Rodeo Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba HÁSKÓLABÍÓI, LAUGARDAGINN 9. OKTÓBER KL. 15.00Tónsprotinn #1 ER BAKHJARL TÓNSPROTANS HANNA MARÍA KARLSDÓTTIR OG BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON Þetta er sprenghlægilegur gamanleikur um öll heimsins vandamál. Mamma hvers manns er hálfguð FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.