Fréttablaðið - 08.10.2004, Page 43
Þann 16. október verða liðin 120
ár frá stofnun Listasafns Íslands.
Í tilefni tímamótanna stendur nú
yfir í safninu sýning á forvörslu
listaverka, Forvarsla, og á laug-
ardaginn verður haldið málþing
um varðveislu myndlistararfs-
ins, þar sem fjallað verður um
hvernig staðið er að innkaupum
listaverka, söfnun og varðveislu
íslenskrar myndlistar í dag.
„Þetta eru tvö mál sem við
ætlum að ræða; annars vegar
söfnun og innkaup á íslenskri
myndlist og svo hvernig við
varðveitum menningararfinn,“
segir Ólafur Kvaran, safnstjóri
Listasafns Íslands, og bætir því
við að það sé tilvalið að ræða
þessi mál á tímamótum í sögu
safnsins.
Ólafur segir að varðveislu-
hlutverk Listasafnsins hafi ekki
komið til sögunnar fyrr en
nokkru eftir stofnun þess. „Safn-
ið var stofnað í kringum gjöf frá
Bjarna Benediktssyni sýslu-
manni og var upphaflega safn
norrænna listaverka. Safnið varð
svo nátengt Þjóðminjasafninu í
nokkra áratugi en árið 1928 er
menntamálaráð stofnað og þá
fær safnið sérstakar fjárveiting-
ar til listaverkakaupa.“
Ólafur segir að þegar hugað
sé að því hvernig myndlistarsag-
an er varðveitt í stofnunum og
söfnum fari fólk um leið að ræða
pólitískar ákvarðanir eins og
fjárveitingar til innkaupa. „Við
höfum rúmlega 11 milljónir á ári
til innkaupa og sú tala hefur ver-
ið óbreytt í áratug.“ Ólafur segir
að þessi upphæð dugi safninu
ekki til að sinna hlutverki sínu
eðlilega og það megi túlka skort-
inn á fjárveitingum á þann veg að
nokkurs skilningsleysis gæti hjá
fjárveitingavaldinu. Peningarnir
dugi engan veginn til að sinna
varðveislu íslenskrar myndlist-
arsögu. „Það má ekki gleyma
mikilvægi þess að myndlistararf-
urinn sé aðgengilegur þjóðinni og
það má ganga svo langt að segja
að það sé lýðræðisleg krafa þjóð-
ar að hún hafi greiðan aðgang að
listaarfi sínum.“
Ólafur segir að það sé mjög
eðlilegt að vekja athygli á verð-
veisluhlutverki safnsins á þess-
um tímamótum og vekja athygli
á því hversu mikilvægt það er að
söfn hafi aðstöðu til þess að varð-
veita menningararfinn. „Safnið á
núna um 10.000 listaverk. Söfn-
unin er stórt og mikilvægt verk-
efni og það þarf að búa vel að
þessum þætti í rekstri safnanna.
Þetta er eitt af mörgum ósýnileg-
um verkefnum í söfnunum en ég
hef til dæmis verið spurður að
því hvað við gerum eiginlega
þegar við erum búin að setja upp
sýningar.“
Málþingið fer fram í sal 3 í Listasafninu á
morgun á milli klukkan 11 og 13 en
frummælendur eru Eiríkur Þorláksson
forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur,
Níels Hafstein forstöðumaður Safna-
safnsins, Svalbarðsströnd, Dr. Ólafur
Kvaran safnstjóri Listasafns Íslands og
Viktor Smári Sæmundsson forvörður
Listasafns Íslands.
28 8. október 2004 FÖSTUDAGUR
CHEVY CHASE
Gamanleikarinn sem er eiginlega alveg hættur
að vera fyndinn á afmæli í dag og er 61 árs.
Ósýnilegu verkin eru miklvæg
LISTASAFN ÍSLANDS: VERÐUR 120 ÁRA Í OKTÓBER
„Ég er Chevy Chase og þú ert það ekki.“
- Minnimáttarkenndin er ekkert að flækjast fyrir afmælisbarni
dagsins sem er mjög hress með að vera sá sem hann er.
timamot@frettabladid.is
AFMÆLI
Guðrún Greipsdóttir,
Klapparstíg 11, Njarð-
vík, er 60 ára í dag.
Hún og sambýlismað-
ur hennar Sigurður
Lárusson taka á móti
ættingjum og vinum
laugardaginn 9. októ-
ber klukkan 15.30 í
Sjálfstæðishúsinu Hólagötu 15, Njarðvík.
Bryndís Hlöðversdóttir, alþingismaður,
er 44 ára.
ANDLÁT
Sveinn Birgir Sigurgeirsson, Háaleitis-
braut 18, Reykjavík, lést 1. október.
Helgi Guðbjörnsson, Kárastöðum, Þing-
vallasveit, lést 4. október.
JARÐARFARIR
13.00 Hjálmar Sveinsson, fyrrum bóndi
á Syðra-Vatni, Efribyggð, Skaga-
firði, síðast til heimilis á Norður-
götu 60, Akureyri, verður jarð-
sunginn frá Mælifellskirkju.
13.30 Ari Árnason, frá Setbergi, Horna-
firði, verður jarðsunginn frá Hafn-
arkirkju.
13.30 Sighvatur Kristjánsson, Hjarðar-
slóð 4c, Dalvík, verður jarðsung-
inn frá Dalvíkurkirkju.
13.30 Valdimar Hildibrandsson, Dun-
haga 17, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju.
13.30 Minningarathöfn um Jóhann F.
Sigurðsson, fyrrum svæðisstjóra
Flugleiða í Bretlandi, verður hald-
in í Dómkirkjunni.
15.00 Benjamín Magnús Sigurðsson, frá
Eyjum, Strandasýslu, Engihjalla
11, Kópavogi, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju.
ÓLAFUR KVARAN „Okkur er líka algerlega fyrirmunað að safna inn erlendri myndlist, sem er eðlilega mjög mikilvægt fyrir safn af
þessu tagi. Það vantar því skilning á því hvernig menningararfurinn verður til og mikilvægi þess að stofnanir og söfn hafi aðstöðu og
getu til að eignast þau verk sem talið er æskilegt að séu í vörslu þeirra.“
8. október 1999
Ráðstefnan Konur og lýðræði við árþúsundamót hófst í Reykjavík en
hana sóttu um 300 manns, þar á meðal Hillary Clinton, forsetafrú
Bandaríkjanna. Koma Hillary til Íslands vakti að vonum mikla athygli
en hún staldraði við yfir helgi og flutti lokaávarp á ráðstefnunni en
notaði tímann einnig til að kynnast landi og þjóð.
Hún fór til Þingvalla í fylgd Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og
þau gengu saman niður Almannagjá en Hillary sagði að það væri
sér sérstök ánægja að heimsækja þennan stað sem væri tákn frelsis
og lýðræðis.
Á Þingvöllum færðu íslensk börn Hillary tvo íslenska hesta, Reimar
og Spaða, sem Davíð Oddsson sagði að væru gjöf íslenskra barna til
bandarískra barna.
Hillary hafði ætlað að fljúga til Vestmannaeyja og heilsa upp á kvik-
myndastjörnuna Keikó en hætt var við ferðina vegna veðurs þannig
að forsetafrúin spókaði sig á Laugaveginum í staðinn og gaf sig á tal við vegfarendur. Á Reykjavíkurflakki
sínu snæddi hún hádegisverð á Café París, keypti sér skó hjá Steinari Waage í Kringlunni, skoðaði handrit í
Árnastofnun og fór um borð í víkingaskipið Íslending sem var þá bundið við festar í Reykjavíkurhöfn.
HILLARY CLINTON Kom víða við er
hún heimsótti Ísland í tengslum við ráð-
stefnuna Konur og lýðræði árið 1999.
ÞETTA GERÐIST
RÁÐSTEFNAN KONUR OG LÝÐRÆÐI VAR SETT Í REYKJAVÍK
Hillary ræðir konur og lýðræði
MERKISATBURÐIR
1871 Eldsvoði brýst út í Chicago
og eyðileggur 17.450 bygg-
ingar. 250 manns láta lífið
og 90.000 manns missa
heimili sín.
1918 Alvin C. York liðþjálfi fellir
25 þýska hermenn nánast
einn síns liðs og handtekur
132 til viðbótar í Argonne-
skógi í Frakklandi.
1966 Bandaríkjastjórn lýsir því
yfir að LSD sé hættulegt og
ólöglegt efni.
1970 Sovéski rithöfundurinn Al-
exander Solzhenitsyn hlýt-
ur bókmenntaverðlaun
Nóbels.
1982 Öll verkalýðsfélög eru
bönnuð í Póllandi.
1996 Jóhannes Páll páfi II gengst
undir vel heppnaða botn-
langaskurðaðgerð.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Tómas Guðmundsson
rafvirkjameistari, Hrafnistu Hafnarfirði, síðast til
heimilis að Austurvegi 16 Grindavík
verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn
9. október kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda
Ingeburg Guðmundsson.
Tilkynningar um
andlát og jarðarfarir
eru velkomnar á síður
Fréttablaðsins.
Sími: 550 5000
Athafnamaðurinn Ármann Reynis-
son gefur út fjórðu vinjettubókina
sína á föstudaginn eftir viku.
Vinjettum er sennilega best lýst
sem örstuttum frásögnum sem
hverfast oftar en ekki um eitt
ákveðið höfuðatriði með það að
leiðarljósi að sýna myndir af at-
burðum. Ármann byggir sögur sín-
ar stundum á eigin reynslu og hik-
ar ekki við að vera gagnrýninn á
sjálfan sig eða samfélagið ef svo
ber undir.
„Þetta hefur gengið frábærlega
hjá mér og undrast það margir að
mér takist að gefa út sjálfur og
selja um 3.000 bækur á ári. Í ár
ákvað ég að gefa út öskju fyrir
Vinjettur 1 til 4 þannig að nú verð-
ur til fyrsta vinjetturitröðin í ís-
lenskum bókmenntum.“
Vinjettur Ármanns hafa vakið
athygli út fyrir landsteinana og
þannig hefur finnskt forlag ákveð-
ið að
g e f a
ú t
bæk-
u r n -
ar fjórar. Þær verða tvítyngdar en
textinn verður bæði á finnsku og
ensku. Finnarnir hafa því sama
hátt á og Ármann því bækur hans
eru bæði á íslensku og ensku en
Martin Regal, dósent við Háskóla
Íslands, hefur þýtt vinjetturnar.
En hvernig rötuðu
vinjetturnar inn á borð
finnsks bókaútgef-
anda? „Ég hef haft
það til siðs að senda
nokkrum valinkunn-
um vinum mínum,
bæði austan hafs og
vestan, bækurnar til
að fá viðbrögð. Einn
af þeim er þekktur
fjöllistamaður í Finn-
landi og hann var svo
hrifinn af vinjettunum að
þau hjónin
fóru að
taka upp
á því að lesa eina sögu á milli
rétta í matarboðum og þau segja
að ég hafi bjargað selskapslífinu
hjá þeim. Einhvern tíma var
finnskur útgefandi á meðal gesta
og honum fannst vinjetturnar
óvenju sérstakar og öðruvísi en
allt annað sem hann hafði heyrt.
Hann fékk bækurnar lánað-
ar og ákvað að gefa þær út
með mínu leyfi eftir að
hann las þær. Ég bauð
honum að velja úrval af
sögum úr bókunum fjór-
um til þess að gefa út í
einni bók. Forlagið vildi
gefa þær allar út og byrj-
ar á fyrstu bókinni, sem
ætti að vera tilbúin
haustið 2005.“ ■
ÁRMANN REYNISSON „Flestir sem lesa bæk-
urnar mínar vita ekki hver ég er og fyrir þeim
eru þetta sögur. Þeir sem þekkja til mín líta
kannski öðruvísi á frásagnirnar en ég tel
mig vera að miðla lífsreynslu.“
Ármann hyggur á landvinninga