Fréttablaðið - 08.10.2004, Síða 51
36 8. október 2004 FÖSTUDAGUR
Mr. Pink: Where's the commode in this dungeon? I gotta take a squirt.
Í Reservoir Dogs (1992) hafa krimmarnir nóg að tala um og komast haganlega að orði,
jafnvel þegar klósettferðir ber á góma.
Wimbledon
Internet Movie Database - 6,4 /10
Rottentomatoes.com - 62% = Fersk
Metacritic.com - 57 /100
Cellular
Internet Movie Database - 6,5 /10
Rottentomatoes.com - 55% = Rotin
Metacritic.com - 57 /100
FRUMSÝNDAR UM HELGINA
(DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM)
Egill Helgason hefur nú
fengið eigið vefsvæði inni á
nýjum Skoðanasíðum Vísis.
Bjóðum Egil velkominn á visir.is
• Hægt er að horfa á nýjasta þátt Egils, Silfur Egils á visir.is, skömmu eftir að útsendingu þáttarins
lýkur á sunnudögum. Auk þess verður hægt að skoða eldri þætti hans frá þessum vetri.
• Daglegir pistlar Egils verða á vefsvæðinu
• Blaðagreinar sem Egill skrifar
• Bréf til Egils og svör hans við þeim. Auk þess er hægt að senda Agli bréf beint af vefnum.
• Umfjöllun um menningu, hverju nafni sem hún nefnist kallar Egill Brotasilfur. Þar má finna
umfjöllun um bækur, kvikmyndir og aðra menningu
• Loks má finna Vængjuð orð, fleyg orð eða tilvitnanir, að vali Egils, á vefsvæði hans inni á visir.is
NR. 41 - 2004 • Verð kr. 599
FLJÚGANDI ÁST
9 771025 956009
Besta
dagskráin þín!
ÚR FITU!
ÉG VAR AÐ DREPAST
Magnús Ólafsson
laus við 58 kíló:
Bara í
Ungfrú Reykjavík
í skýjunum:
Davíð Oddsson í
framkvæmdahug:
BYGGIR
SUMARHÖLL VIÐ RANGÁ
7.-13.okt.
Pör og fjör á lokahófi KSÍ:
SJÁIÐ SÆTU
BOLTAPÖRIN! FAÐMAÐUROG LAMINN
Idol
á AkureyriFriðrik Þór:
Kirsten Dunst hefur tekið sér smá
frí frá loftfimleikum með Köngu-
lóarmanninum og er með báða
fæturna á jörðinni í Wimbledon
sem Sambíóin frumsýna í dag.
Þetta er rómanrísk ástarsaga sem
segir sögu tveggja einstaklinga
sem í fyrstu virðast eiga fátt sam-
eiginlegt en laðast hvort að öðru
og bæta hvort annað upp.
Dunst leikur tennisstjörnuna
Lizzie Bradbury sem hefur hug-
ann við það eitt að sigra á mótum
en fellur óvænt fyrir minnipoka-
manninum Peter Cold sem villist
inn á stórmót þótt hann sé í 119.
sæti á styrkleikalista og eigi yfir-
leitt ekki séns. Það er hinn mjög
svo sjarmerandi Breti, Paul Bett-
any, sem leikur Colt en hann er
þekktastur fyrir að hafa sýnt eðal-
leik á móti ástralska buffinu
Russell Crowe í myndunum A
Beautiful Mind og Master and
Commander.
Það segir meira en mörg orð um
anda myndarinnar að hlutverk
Bettanys var upphaflega skrifað
með Hugh Grant í huga fyrir löngu
síðan. Leikstjórinn Richard
Loncraine segir það þó hafa verið
af og frá að fá Grant í hlutverkið
þar sem hann sé einfaldlega orðinn
of gamall en Colt er ungur maður
sem hefur ýmislegt til brunns að
bera en hefur misst sjónar af því
hvað maður þarf að gera til að
vinna. Ástin og óvænt tækifæri til
að sanna sig blæs kappanum þó
kapp í kinn og það getur því allt
gerst á Wimbledon. ■
KIRSTEN DUNST OG PAUL BETTANY Fella hugi saman á Wimbledon. Bæði eru þau
tennisleikarar, hann vonlaus en hún efnileg en ástin setur varla svoleiðis smámuni fyrir sig.
Rómantík á tennisvelli
Dodgeball
„Hefst þá hin skemmtilegasta atburðarás sem
heldur manni brosandi allan tímann, það vantar
ekki. Og spenntum. En maður liggur aldrei afvelta
af hlátri, eins og maður bjóst við að maður myndi
gera. Ben Stiller er auðvitað fyndinn sem vaxtar-
ræktartröllið og orð-óheppni hans í mannlegum
samskiptum er einkar spaugileg, en það vantar
samt hina ótrúlegu fyndnu og beittu brandara sem
maður bjóst við að efniviðurinn og leikarahópur-
inn myndi færa manni. Ágætis mynd og skemmti-
leg, en undir væntingum.“
GS
Næsland
„Það er margt vel gert í Næslandi enda enginn
skortur á fagmönnum sem koma að framleiðsl-
unni. Kvikmyndatakan er flott, sviðsetningin á köfl-
um snilld, leikararnir standa sig upp til hópa prýði-
lega og tónlistin er fín en samt er eitthvað að
klikka þannig að eftir stendur áferðarfalleg mynd
sem er ekkert sérstaklega skemmtileg og ristir ekki
djúpt.“
ÞÞ
Collateral
„Í raun er hér um klassíska baráttu góðs og ills að
ræða. Að þessu sinni fer hún fram í leigubíl, á milli
níhilista sem fer um stórborgina drepandi fólk eins
og engill dauðans og er skítsama, og leigubílstjóra
sem trúir enn á drauma og hið góða í lífinu. Og
spennan er klassísk: hvort aflið verður hinu yfir-
sterkara? Collateral er mjög vel leikin, innihaldsrík í
söguþræði, uppfull af bitastæðum smáatriðum, vel
skrifuð og vel útfærð. Hvað getur maður sagt
meira?“
GS
Man on Fire
„Þrátt fyrir tómahljóðið í söguþræðinum má vel
hafa gaman af Man on Fire, sérstaklega ef maður
er veikur fyrir hefndardrama og nýtur þess að sjá
óþokka þjást en í bestu atriðum myndarinnar níð-
ist Creasy heldur ruddalega á óvinum sínum.“
ÞÞ
Girl Next Door
„En myndin kemur bara nokkuð skemmtilega á
óvart á vitsmunalega sviðinu, og það er hennar
styrkur. Og hún er líka nokkuð fyndin og tónlistin
er góð. Svo eru líka ágætis pælingar í henni, til
dæmis um siðferði og pólitík.“
GS
Anchorman
Ef bíó á að leysa einhverjar lífsgátur þá er þessi
mynd auðvitað tímaeyðsla. Það er ekkert merkilegt
í henni. En ef fólk vill akkúrat sjá eitthvað þannig –
svona sæmilegan fíflaskap með kæruleysislegu
yfirbragði – er hægt að mæla með þessari.
GS
The Terminal
„Spielberg kann auðvitað öðrum fremur að spila á
tilfinningar áhorfenda og því er nánast óhjákvæmi-
legt annað en að gleðjast og þjást með Viktori.
Það eykur svo enn á samkenndina með persón-
unni að Tom Hanks, sem á það til að vera hund-
leiðinlegur, er í toppformi og gerir aðalpersónunni
prýðileg skil.“
ÞÞ
Dís
„Myndin er í raun runa af misfyndnum og
skemmtilegum atriðum sem mynda frekar veika
heild. Dís skilur því ekki mikið eftir sig en er hins
vegar fyrirtaks skemmtun og þar sem Íslendingum
er ekkert sérstaklega lagið að gera skemmtilegt
bíó er ekki hægt að segja annað en að Dís sé
himnasending. Skemmtilegar persónur og skondn-
ar uppákomur eru aðall myndarinnar sem fær fólk
oft til þess að skella upp úr.“
ÞÞ
Þórarinn Þórarinsson
Guðmundur Steingrímsson
[ SMS ]
UM MYNDIRNAR Í BÍÓ
DODGEBALL Gagnrýnandi Fréttablaðsins
skemmti sér vel á myndinni en tók ekki
bakföll af hlátri eins og hann hafði fyrir-
fram reiknað með.