Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 55
40 8. október 2004 FÖSTUDAGUR
Hefur þú
fengið þér
sextíu
sjö í dag&
Keflavík
Hefur þú
fengið þér
sextíu
sjö í dag&
Neskaupstaður
Skemmtistaðaflóra miðbæjarins heldur áfram að blómstra þrátt fyrir
kólnandi tíð. Það fer hins vegar eftir smekk fólks á hvaða staði það
leyfir haustvindunum að feykja sér.
Heitustu staðir haustsins
Kaffibarinn: Þessi staður er „celeb-sightseeing“ staður okkar Íslendinga. Þarna má sjá
Forest Whitaker, Juliu Stiles og íslenska leikaravini þeirra um hverja helgi og þar af leiðandi er
staðurinn heitari en allt sem heitt er þessa dagana. Kaffibarinn nær toppnum þegar Árni eða
KGB eru að spila og færa okkur meðal annars fönkí diskósmelli á silfurbakka. Ef ekki væri
fyrir lítið danspláss og skrambans VIP-röðina væri staðurinn fullkominn.
Fastagestir: Baltasar Kormákur og leikaravinir hans.
Vinsælast á barnum: Stór bjór og Svartur Rússi.
Prikið: Staðurinn var bestur fyrir nokkrum árum þegar Robbi Chronic tryllti lýðinn reglulega
með flottustu hiphop-tónunum og fólk dansaði uppi á borðum. Kári mætir samt þarna stund-
um og rokkar húsið af og til eins og Robbi forðum. Þarna má sjá menntaskólakrakka ásamt
samtíningi af sautján-liði, fyrirsætum og hiphop-fólki.
Fastagestir: Jón Arnór NBA-stjarna, strákarnir í Vinyl, Dóri DNA, Hemmi feiti og Jón Mýrdal.
Vinsælast á barnum: Gin í tónik og bjór.
Kaffi 11: Þetta var aðalrokkarastaðurinn en hingað flykkjast núna háskólatöffarar í flokkum. Þarna
rokkar meðal annars dj Hædí húsið reglulega með góðum tónum. Þarna eru líka ýmis skemmtileg kvöld
haldin af og til eins og Rolling Stones-kvöld og nú er One Hit Wonder-kvöld í sjónmáli. Fótboltaspilið á
efri hæðinni skapar skemmtilega stemningu og er góð tilbreyting frá venjulegu djammlífi og tjútti.
Fastagestir: Ágætis blanda af alvörurokkurum og amatör-rokkurum.
Vinsælast á barnum: Gin og tónik og bjór.
Skemmtistaðurinn 22: Jón Sæmundur og félagar ráða nú ríkjum þarna og draga að sér ýmsa
rokkara. Uppi á efstu hæðinni er Dead-herbergi sem er veggfóðrað með hauskúpum. Staðurinn var í
lægð en er að koma til aftur. Stuðið byrjar hins vegar ekki fyrr en um 3-4 og því fínt að skella sér þang-
að í seinni kantinum. Palli í Maus spilar reglulega og er tónlistin gamalt rokk í bland við nýtt.
Fastagestir: Strákarnir á X-inu, Helgi Björns, Megas, Björn Jörundur og Mínus-strákarnir.
Vinsælasti drykkurinn: Pineapple Breezer.
Kapital: Þetta er aðalstaður breakbeat-senunnar íslensku og eru haldin breakbeat-kvöld þar reglulega.
Þarna er líka mikið spiluð house-tónlist og haldin hiphop-kvöld af og til og er því í rauninni öll flóran sem
sækir þennan stað. Á Kapital má ósjaldan sjá fólk í transi á dansgólfinu í sveittasta fíling sem hugsast getur.
Vinsælast á barnum: Smirnoff Ice.
Sirkus: Þetta er staður artí-liðsins og ungra tónlistarmanna. Þangað koma listatýpurnar til að
sýna skrítnu fötin sín og sjá skrítnu fötin sem hinir eiga. Tónlistin er oftast í eldri kantinum eða þá í
formi góðrar raftónlistar. Á Sirkus er hægt að eiga tryllt kvöld með góðum plötusnúð og er Björk
nokkur líka þekkt fyrir að kíkja inn og þeyta skífum þarna án nokkurs fyrirvara.
Fastagestir: GusGus-liðið, Sigur Rós, Singapore Sling og alls konar listamenn.
Vinsælast á barnum: Rauðvín.
Vegamót er vinsæll staður í hádeginu enda má þar finna ágætis úrval af mat. Þá sækir staðinn
fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum.
Um helgar sækja staðinn hins vegar ungar stúlkur í efnislitlum fötum, fegurðardrottningar, útlend-
ingar og strákar sem eru eldri en stelpurnar. Þar er mikið um fólk sem tengist NTC-verslunarkeðj-
unni á einhvern hátt; hvort sem það vinnur þar eða verslar.
Tónlistin er fjölbreytt og oft í léttari kantinum – flakkar allt frá rappi og R&B yfir í diskó.
Fastagestir: Chloé, Elva Björk, Robbi Chronic og Quarashi-strákarnir.
Vinsælast á barnum: Gin og tónik.
Hverfisbarinn er staður fyrir íþróttatöffarana. Þar hittast þeir, fá sér stóran bjór eða
kaptein Morgan í kók og ræða um allt það nýjasta sem er að gerast í boltanum. Fallegar stelpur
láta líka sjá sig þarna í von um að hitta til dæmis einn atvinnumann í fótbolta. Eigendur staðar-
ins eru Skagatvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir.
Fastagestir: Eiður Smári Guðjohnsen og Allan Borgvardt úr FH.
Vinsælast á barnum: Gin og tónik og bjór.
101 Hótel er staður fræga og fína fólksins. Enginn skyldi láta sér bregða að rekast á
Harrison Ford, Juliu Stiles eða forseta Íslands á veitingastaðnum á góðu kvöldi. Stemningin er
heimsborgaraleg og yfirveguð; gestirnir komnir til að hverfa inn í annan heim. Í bakgrunni
ómar lounge-tónlist hótelsins og eltir mann inn á klósett. Alls staðar sama „chillaða“ andrúm-
ið innan um heldri gesti og hinn almenna, forvitna borgara á aldrinum 28 til 48.
Fastagestir: Leynigestir....
Vinsælast á barnum: Kælt hvítvín og flottir kokkteilar.
Rex er einn af nýju kúl stöðunum í bænum. Rólegheit og aðstaða til fegurðarblunda er á
neðri hæðinni en á þeirri efri ríkir stuð og gleði. Þeir sem hafa gaman af lífinu, að hitta gömul
andlit og ný, ásamt því að taka sér ærlegan snúning fara á Rex. Í hátölurunum heyrist
„commercial“-tónlist í bland við gamalt diskó og fönk. Stemningin er í senn afslöppuð og hlað-
in kynorku, enda gestirnir á aldrinum 24 plús og oftar en ekki í leit að betri helmingnum.
Djamm- og daðurstaður uppa og framapotara.
Fastagestir: Nadia Banine, Kitty Johansen, Júlli Kemp og Ásgeir klippari á Bossanova.
Vinsælast á barnum: Mojito og gin í tónik.
Ölstofan: Fastakúnnar segja Stofuna vera mjög góða í miðri viku en eru ekki mjög sáttir
þegar úthverfaliðið birtist um helgar. Þetta er staður þar sem fólk ræðir málin við lágværa tón-
list við einhvern rauðan bjarma frá eftirlegujólaljósunum frá í fyrra. Þarna safnast saman nokk-
uð af blaðamönnum, ungum stjórnmálamönnum og reytingur af listafólki.
Fastagestir: Ari Sigvaldason, Ásgeir Friðgeirsson, Eyrún Magnúsdóttir, Illugi Gunnarsson og
Katrín Júlíusdóttir.
Vinsælast á barnum: Stór bjór.
f35260
204