Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 8
Texti: Jónas Guðmundsson AAyndir: Gunnar V. Andrésson Sigurþór Gu&mundsson sölumaöur aö kynna reiknivélar. Gissur Simonarson, forstjóri Gluggasmiöjunnar, var aö skoöa vélar, þegar fréttamann Tfmans og ljós- myndara bar aö garöi hjá Skrifvélinni. Hér sést hann á tali viö Hjálmar örn, framkvæmdastjóra, sem kynnir honum vasadiktafón. Þetta handhæga tæki er rafhlööuknúiö og kemur i staö smámiöa og vasa- bókar viö ýmis störf. Lagermenn lesa inn talningar I hilium og kössum og skrifa upp sföar, matsmenn lýsa tjóni á diktafóninn, og slöan er hægt aö skrifa upplýsingarnar upp á eftir meö þvl aö tengja spólurn- ar viö ritvélar-diktafón. Þeir sem hafa tileinkaö sér þessa tækni, eiga ekki nógu sterk orö til aö lofa hana. Skrifvélin Suöurlandsbraut 12. Þarna er á einum staö verzlun, viö- geröaþjónusta og sýningaraöstaöa fyrir allskonar vélar, til skriftar og reiknings. Canon með stóra deild með öllum mögulegum tækjum. Þessi sýning varð mjög mikilsverð fyrir sölu Canon-vélanna, þvi þarna var tækifæri til að kynna þær almenn- ingi. Greiddi það mjög fyrir sölunni. Þetta fyrsta ár seldi ég um 500 vélar, og næstu ár um 700 vélar, og aukningin heldur áfram. Auk þessa seljum viö svo ritvélar og Ijósprentunarvélar og aðrar skrifstofuvélar, eins og t.d. dikta- fóna og fl. Við seljum t.d. BROTHER-raf- magnsritvélar. Við erum ekki umboðsmenn fyrir neinar ritvél- ar, en seljum þær og höfum með þjónustu á þeim að gera. Ennfremur ANTARES-ferðarit- vélar og LUMOPRINT-ljós- prentungarvélar, en i öllum þess- um tækjum er mikil sala og tryggur markaður. Skrifvélin. flytur á Suður- landsbraut 12 Það kom nú að þvi, að of þröngt varð um starfsemina á Berg- staðastrætinu. Við unnum þarna fimm manns og bjuggum við mikil þrengsli. Þá fékk ég hús- næði hér á Suðurlandsbraut 12, þar sem við höfum rúmgóða verzlun og 170 fermetra verk- stæðispláss. Þetta nýja húsnæði gjörbreytti vinnuaðstöðunni. Hér er rúmt um viðgerðaþjónustuna, og við höfum sýningarpláss fyrir vélarnar, sem var mjög tak- markað á Bergstaðastrætinu. Einnig hefur verið unnt að bæta við tækjum, eins og ljós- prentunarvélum, svo eitthvað sé nefnt. Tollalækkun og lægra verð — Hvað veldur fyrst og fremst þessari miklu sölu á Canon- reiknivélum? — Það er margt, sem veldur þvi. Mekanisku vélarnar voru mjög dýrar i framleiðslu, og hin- ar nýju vélar voru ódýrari. Þar við bættist, að tollar lækkuðu úr 65% i 35% — að visu i áföngum — og þessar verðlækkanir áttu eflaust sinn þátt i að margir réðust i vélakaup, sem ella hefðu orðið að biða um sinn. — Hvað starfa margir hjá þér núna? — Hjá Skrifvélinni starfa nú að staðaldri tiu manns: Tveir sölu- menn, einn skrifstofumaður og sex manns eru i viðgerðaþjónust- unni. — Hvað kostar dýrasta reikni- vélin hjá ykkur núna? Borðtölva á 240.000 kr. — Dýrasta vélin, sem við erum með núna, kostar um 240.000 krónur. Það er eins konar borð- tölva. Hún er með 100 geymslu- verk. Hvert geymsluverk hefur möguleika á að geyma 20 stafi. Siðan er hægt að „prógrammera” hana með gataspjöldum, og það eru 600 prógramm-skref, sem hægt er að nota. Svona vélar eru mest notaðar af stórum verk- fræðistofurn. T.d. hefur Reykjavikurborg svona tæki, og eru þau notuð til úrvinnslu og út- reikninga á götum og vegakerfi og ýmsu fleira. Ennfremur við burðarþolsreikninga. Háskólinn hefur að visu ekki keypt þessa dýrustu vél, en er hins vegar með flestar „prógrammeruðu” vélarnar. Þessar vélar eru notaðar mest til kennslu og i allskonar smærri út- reikninga, en þeir hafa, sem kunnugt er, stóra tölvu til sinna þarfa. Stærðfræðiþjónusta Skrifvélin hefur i sinni þjónustu verkfræðing, sem „prógrammer- ar” fyrir okkur og viðskiptavin- ina, en til þess að geta selt marg- brotnar reiknivélar, er nauðsyn- legt að hafa stærðfræðing til leið- beiningar. Við höfum ekki næga þekkingu sjálfir t.d. til að „prógrammera". Tækin koma beint frá Japan, gegnum vöruhús Canon i Amster- dam. Japanirnir koma i heimsókn öðru hverju og gefa ráð og leiðbeiningar og þeir hafa mjög góðu starfsliði á að skipa. Eg hef hins vegar ekki farið til Japan. Þeir eru búnir að bjóða mér þangað i vor, en ég veit ekki ennþá, hvort af þvi getur orðið. Borðtölvur í skólum — Hverjir nota þessar nýju vélar mest? — Þeir sem hafa orðið hrifn- astir af þessum nýju elektrónisku vélum. Það er háskólinn og menntaskólarnir. 1 sambandi við að kenna mönnum að nota tölvur. Þessar „prógrammeruðu” vélar hafa verið keyptar til skólanna og valda mikilli hrifningu nemenda, og þeim verður ljóst, að rafreikn- ar geta gert ótalmargt, sem þeir vissu ekki um. Svokallaðar vasatölvur eru mikið notaðar i skólum landsins, og núna eru t.d. að koma vasa- tölvur, sem geyma kvaðratrót, kubikrót og hornaföllin, svo eitt- hvað sé nefnt, og þetta sparar nemendum mikla vinnu. Segja má, að vasatölvan sé að útrýma reikningsstokknum, sem áður var ómissandi til allra reikninga. Borðtölvur til atvinnuveg- anna — En atvinnuvegirnir? — Borðtölvur gefa atvinnuveg- unum auðvitað nýja möguleika. Mörg viðfangsefni, sem áður varð að fara með i stóra rafreikna, er nú unnt að vinna i fyrirtækjunum sjálfum. Sem dæmi má nefna, að útreikningar á vinnulaunum i frystihúsunum, eftir bónuskerfi, er mikill og flókinn. Þetta varð að reikna i stórum tölvum. Nú geta frystihúsin sjálf reiknað þetta i borðtölvu, og þurfa þvi ekki leng- ur að senda það frá sér til út- reikninga. Um þetta leyti erum við einnig að kynna forskrift, sem reiknar vixilvexti, og aðra banka- útreikninga. Bankarnir hafa sýnt þessu mikinn áhuga, en þar eð sameiginleg reikningsstofnun bankanna er nú i undirbúningi, er ekki vitað, hvaða leið verður far- in, hvort þeir leysa sin mál með borðtölvum, eða einni stórri tölvu, sem þá annast allan reikn- ing. Þó má slá þvi föstu, að elek- tróniska reiknivélin hefur ekki einasta gjörbylt fagi skriftvéla- virkjans og þeim fyrirtækjum, er sinna reiknivélum. Hún hefur einnig gjörbreytt fjölmörgum vinnustöðum og skrifstofuhaldi almennt. Verzlunarmenn segja mér t.d., Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.