Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 6. janúar 1974 Hjálmar örn Jónsson framkvæmdastjóri Skrifvélarinnar Suburlandsbraut 12. Hjálmar örn hefur meö fádæma dugnaöi komizt i röö fremstu manna, sem fást viö sölu og viögeröir á rafreiknivélum og öörum skrifvélum. Hjálmar örn lauk prófi f skriftvélavirkjun frá Iönskólanum áriö 1954, og var þá, ásamt öörum ncmanda, sá fyrsti, sem útskrifaöist I þessu fagi frá Iönskólanum. Hefur siðan áriö 1957 rekiö Skrifvélina. * Rætt við Hjálmar Örn Jónsson, framkvæmdastjóra Skrifvélarinnar, sem seldi bíl og steypti í moldargólf til að stofna eigið fyrirtæki: SKRIFVÉLINA SKRIFVÉLIN — Suðurlandsbraut 12 EITT þeirra fyrirtækja á tslandi, er teljast mega I fararbroddi inn- an sinnar greinar, cr Skrifvélin sf, en þaö fyrirtæki annast sölu og viðgeröir á skrifvélum, reiknum og allskonar lijálparvélum i nú- tima reikningshaldi. Samt er Skrifvélin tiltölulega ungt fyrir- tæki, jafnvel á islenzkan mæli- kvarða, og hefur verið byggt upp af elju og þolinmæði fyrst og fremst, fremur en fjárhagslegu bolmagni, aöstööu eða forréttind- um. Rætt við Hjálmar örn Jónsson framkvæmda- stjóra Eigandinn, Hjálmar örn Jóns- son, skriftvélameistari, veitir Skrifvélinni forstöðu, og hittum við hann að máli i skrifstofu hans, að Suðurlandsbraut 12, en Timinn kynnir fyrirtæki hans að þessu sinni. Sagðist Erni frá á þessa leið: — Ég fæddist á Dalvik árið 1932, en þar bjuggu foreldrar minir, Agústa Guðmundsdóttir og Jón Björnsson. Faðir minn var þarna smiður. Ég gekk i unglingaskóla á Dalvik, en fór siðan til sjós, þangað til ég var 18 ára gamall. Var á sild- veiðum og öllu mögulegu, og meira að segja á hákarlaveiðum með Jóhanni Guðmundssyni á Hólmavik, frænda minum. Hann gerði þá út á hákarl, en núna stundar hann mest rækjuveiðar. Ég var á sildveiðum þegar verst gekk hjá þeim atvinnuvegi. Það fékkst engin sild, og við fengum ekki einu sinni greidda kaup- trygginguna. Ég held við höfum aðeins einu sinni kastað þetta sumar, en það var á ufsatorfu á Skagagrunninu. Þá voru ekki til þessi fiskleitartæki, og aðeins var hægt að veiða vaðandi sild. Suður til að læra skrift- vélavirkjun — Ég fór hingað suður til Reykjavikur, og fór þá beint til að læra þessa iðn, skriftvélavirkjun. Ég lærði hana hjá þeim einstaka manni Ottó Michelsen, sem allir Skrifvélin er nú eitt umsvifamesta fyrirtæki landsins í e?#ktréniskum reiknivélum og borðtölvum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.