Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 11
Sunnudagur 6. janúar 1974 TÍMINN 11 ~' í+A. 'v. Kristján Ólafsson leiðbeinir þeim hjónum við val á borðstofuhúsgögnum. Pétur grandskoðar hér stól og spyr úr hverju hann sé, því það á ekki aö kaupa köttinn i sekknum. uð ekki með talstöð i bilnum Pét- ur? — bað kom ekki til af góðu. Við vorum búin að reyna mikið til að verða okkur úti um eina slika, en allt kom fyrir ekki. Það var ómögulegt að fá nokkra, hvorki i Reykjavik, Kópavogi né Kefla- vik. — Ykkur hefur ekki orðið meint af volkinu? — Nei, við vorum á átta bilum og á leiðinni slóst sá niundi i hóp- inn. Tveir kennarar frá Hvolsvelli röktu slóð okkar. Við dvöldumst i upphituðum bilunum aðfaranótt mánudagsins og um morguninn ókum við af stað og keyrðum stanzlaust i einn og hálfan sólar- hring, þar til að við komum heim á þriðjudagskvöld. Það var ekk- ert farið að óttast um okkur, þvi að við höfðum sagt aðstandend- um okkar, að þeir gætu allt eins búizt við okkur á miðvikudegi, þvi að það væri allra veðra von á þessum árstima. Það var niundi billinn, sem fjaðrafokinu olli, þvi að bróðir stúlku, em var i þeim bil, hóf leitina. Eiga einn son Andrés Skúla Svo kemur hin sigilda spurning, hvar og hvenær kynntust þið? — Við vorum búin að þekkjast i eitt ár þó að það yrðu aldrei náin kynni, segir Valdis, það var ekki fyrr en á dansleik fyrir þremur árum, að alvara fór að færast i leikinn. Sambandið endaði með trúlofun og i desember i fyrra stofnuðum við okkar eigið heim- ili. Þau eiga eitt barn, tveggja ára son. Andrés Skúla. Ég get ekki stillt mig um að spyrja, hvort þau séu búin að gera áætlun um það hvað fjölskyldan eigi að verða stór. — Viö erum nú ekki búin að gera neina fjölskylduáætlun, seg- ir Pétur og hlær við, en ætii börn- in verði ekki tvö til þrjú að lokum. Valdis kink-ar kolli til samþykkis. Hún á sjálf átta systkini og finnst það heldur stór hópur að annast. Við höldum spjallinu áfram og talið berst að stöðu konunnar i þjóðfélaginu, og ég nota tækifærið og spyr Pétur hvort hann sé rauð- sokkur. — Neei, segir hann og dregur seiminn. Annars veit ég það ekki, ég er samþykkur mörgu af þvi, sem þær hafa fram að færa. — Það hefur litið reynt á það, gripur Valdis fram i, — Ég hef verið heima allan okkar búskap, en hann hefur unniö úti, svo það er ekki hægt að ætlast til þess að hann taki þátt i heimilisstörfun- um, þegar hann kemur heim á kvöldin. Ætla að búa áfram i Vogunum Þau eru svo heppin að hafa aldrei átt við nein húsnæðisvand- ræði að etja, eins og svo margir, sem eru að stofna heimili. Þau leigja hjá föður Péturs og þegar ég spyr, hvort þau séu ekkert að hugsa sér til hreyfings með ibúðarbyggingu, eins og annað ungt fólk, hrista þau bæði höfuðið og segja að þeim liggi ekkert á. — Þegar við byggjum verður það i Vogunum, segir Pétur. Val- dis litur á hann kimin, en leggur ekkert til málanna. Hún er þegar búin að láta að þvi liggja, að henni finnist nú dálitið einangrað þarna. Keyptu sér borðstofuhúsgögn Þau fengu borðstofuskáp i brúðargjöf og hafði alltaf langað til að eignast borðstofustóla og borðstofuborð, sem passaði við skápinn. Þau voru þvi ekki lengi að ákveða, hvað þau ætluðu að gera við peningana. Það var ekið beint upp i Vörumarkað i Ármúla. Þar var mikið úrval af borðstofu- húsgögnum, sem voru grand- skoðuð. Að lokum urðu þau ásátt um að velja fallegt sex manna sænskt beisað borðstofusett úr birki, sem var hægt að stækka með aukaplötu. Húsgögnunum var siðan pakkað niður. Það var rétt svo að Valdis og Pétur gátu meö lagi smeygt sér inn i Broncó- inn eltir að húsgögnunum hafði verið haglega fyrirkomið. inni i bilnum. Eftir að við höfðum kvatt þau hjónakornin og óskað þeim góðs gengis óku þau af stað suður i Voga. kr— Hross f óskilum í Kjósarhreppi er i óskilum: 1. Rauð hryssa 4-5 vetra, mark vaglrifa framan vinstra. Er með merfolaldi. 2. Rauðstjörnótt hryssa vetur gömul, ómörkuð. Hreppstjóri Kjósarhrepps. OSRAM ljós úr hverjum glugga OSRAM vegna goeðanna Vinningsnúmerin i happdrætti Styrktarfélags vangefinna eru: 1. R 21950 Mercury Comet 2. R 27870 Volvo 144 2. R 6529 Saab 196 4. R 22181 Peugeot 104 5. Ö 1424 Sunbeam Styrktarfélag vangefinna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.