Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 39

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 39
Suiinudagur 6. janúar 197-1 TÍMINN 39 0 28 daga hrakningana. Hann hélt áfram á hverjum degi um borð i skipinu á leið til Englands. þar sem fullur strætisvagn af ættingjum fagnaði þeim og systur Lyn voru i broddi fylkingar. Robin Williams hafði tekið flugvél heim til móður sinnar frá Panama. Nú býr Robinson-fjölskyldan á sveitabæ, sem hún hefur keypt i Manchester. Douglas er kominn til sjós aftur, hann er á kaup- skipaflotanum. Þau Lyn eru að gera áætlanir um fleiri' bækur og þau eru sifellt að fara með litla bátinn sinn á bátasýningar viða um lönd. En hvaða áhrif hefur þetta allt haft á Lyn? Hún segist vera full þakklætis fyrir alla þá góð- mennsku og vináttu, sem hún hef- ur mætt. Hún veit lika. að hún hræðist ekki dauðann, til þess hefur hann verið allt of nálægur. En öðru hverju þjáist hún af ein- manaleikatilfinningu, sem hún hafði aldrei áður kennt. — Þarna úti á hafinu vissi ég, að nú væru svo náin tengsl milli okkar i fjölskyldunni, sem nokkru sinni myndu verða. Nú eru Anne og Douglas orðin fullorðin og farin að heiman. Dou- gal er önnum kafinn við bækurnar og bústörfin. Douglas er að fara i stýrimannaskólann, hann ætlar að helga lif sitt sjónum og tvi- burarnir eru ákveðnir i að verða fiskimenn. Fyrir kemur, að Lyn óskar þess að vera komin út á flekann aftur og mega njóta þeirra nánu fjöl- skyldutengsla, sem þar riktu. -ÞýttSB. Útlönd Erik Eriksen. Næst sigraði hann sveitamanninn Anders Andersen, ef til vill einmitt vegna þess, að hann var sjálfur frá stórborginni. Að lokum lenti hann i andstöðu við Erik Eriksen, sem hafði trúað þ"i i einlægni, að Hartling fylgdi fram stefnu hans um vinsamleg samskipti við thaldsflokkinn. Svo varð Hartling utanrikisráðherra og fórst það vel úr hendi, efalitið vegna hinnar miklu einingar um utanrikismálin, sem Sósialdemokrataflokkurinn virti. Margur hafði talið Hartling minna á ljóta andar- ungann, en nú er hann orðinn stoltasti svanur Dana, for- sætisráðherra þeirra. EIGINLEGA er þetta merkileg saga, ekki sizt þegar þess er gætt, að flokkur Hartlings hefir á forustutið hans beðið hvern ósigurinn af öðrum. Hann hefir orðið að sætta sig við tap i kosningum 1966, 1969 og 1971, og nú missti hann 8 þingfulltrúa en varð samt forsætisráðherra. Hann getur tekið undir hið forn- kveðna, að annarra ólán gangi næst eigin láni. Vera má þó, að þessir fjórir ósigrar valdi þvi undir niðri, að Hartling hættir sér nú út á þessa braut. Þegar Kristján fimmti lagði af stað i skánska striðið hafði verið málað skýrum stöfum á her- vagnana: ,,Nú eða aldrei". Svipuðu máli gæti gegnt um Vinstri flokkinn. Hann stefndi á sinni tið að hreinum meiri- hluta, en nú hættir hann sér i stjórn ef til vill i siðasta sinn með aðeins 22 þingmenn af 179. Þetta er dirfska. En þessarar dirfsku var einmitt að vænta af Hartling. Flestir gera ráð fyrir, að hann sé var- færnin holdi klædd. en hann lætur skeika að sköpuðu þegar tækifærið býðst og hann telur sig geta unnið flokki sinum gagn. Vonandi vinnur hann þjóð- inni einnig gagn. Óhætt er að fullyrða hiklaust, að óskyn- samlegt er að vanmeta mann- inn við stjórnvölinn, iafnvel þó að á honum finnist snöggir blettir, sem ekki verður frá sagt við þetta tækifæri. Komi þeir i Ijós fer það varla framhjá neinum, en ef þeir koma ekki fram þjónar engum tilgangi að vekja athygli á þeim. Gróska öðrum timum sparar hún mikla disilvinnslu. Orari þróun i orkunotkun norðanlands en búizt var viö ásamt töfum og stöðvun á framkvæmdum við Laxárvirkjun hefur orðið til þess að knappara er um rafmagn á Norðurlandi en ella. Laxárdeilan hafði sitt að segja og sú áherzla,sem lögð er á umhverf isvernd. Hins vegar verður að þvi mikil bót, þegar Lagarfossvirkjun fer i gang næsta ár. Að sögn Jakobs eru skoðanir skiptar i orkumálum, sumir vilja litlar virkjanir i héruðunum, en þeim fylgir sá ókostur, að verð hverrar orkueiningar frá þeim er mun hærra en frá stórum virkj- unum eins og þeim, sem nú eru á döfinni. Æ fleiri hita nú hús sin með raf- magni, sagði Jakob og það er ein helzta ástæða þess, að orkunotk- un hefur vaxið hraðar en ráð var fyrir gert. Orsökin er liklega sú, að stofnkostnaður við raf- magnshitun er allmiklu lægri en við vatnshitun. Þá hefur gróskan i atvinnulif- inu viða haft mikil áhrif á orku- notkunina. Yfirleitt er reynslan sú, að orkunotkun vex sveiflu- kennt. Reiknað er með þvi að orkunotkun vaxi aö meðaltali um 7% á ári, en það svarar til þess að hún tvöfaldist á áratug. Siðustu 1-2 ár hefur vöxturinn verið hraðari eða allt að 9% á ári, t.d. norðanlands, en var áður hægari. Þannig var vöxtur i notk- un almennrar orku á landinu i heildekki nema 1-2% árin 1967-68. Þannig er orkunotkunin spegil- mynd af sveiflum i efnahagslif- inu, sagði Jakob. Aukinn vöxtur efnahagslifsins að undanförnu hefur i för með sér aukna orku- notkun. Eins og ráða má af ummælum orkumálastjóra eru fullyrðingar sjálfstæðismanna og annarra stjórnarandstæðinga ekki annað en innihaldslausar pólitiskar fullyrðingar, sem enginn fótur er fyrir, enda er sannleikurinn sá að aldrei hefur kappsamlegar verið unnið að orkumálum en i tið nú- verandi stjórnar. O Skrifvélin að verkefni, sem áður tók þá klukkutima að leysa, renni nú i gegn á örfáum minútum og menn geta gert útreikninga, t.d. verðút- reikninga, á svipstundu. Þetta er dýrmætt, t.d. þegar sóttar eru stórar vörusýningar, og bera þarf saman verð á nýrri framleiðslu við þá, sem fyrir er á heima- markaði. — Hver er helzta nýjungin nú? — Það má segja, að við séum að drukkna i nýjum tiðindum. Hraðvirk samlagningavél fyrir endurskoðendur — A sviði reiknivéla er það lik- lega Canon hrað-samlangingavél. Hún er með samlangingu, frá- drætti, deilingu og margföldum, og er mjög hraðvirk. Þeir sem leggja saman stóra dálka, eins og t.d. endurskoðendur, eiga þar að fá vél, sem eykur hraða og öryggi þeirra til muna. Það hefur verið beðið eftir þessari vél nokkuð lengi — vél fyrir hraðskrift sér- staklega. Borðið er sérstaklega hannað á þessari vél, þannig að mesti hraði, sem hver og einn hefur i dálkauppskrift, nýtist til fulls. Það er ekki hægt að yfir- vinna hana á neinn hátt, en nú eru margir fljótari en vélarnar, sem þeir nota. A sumum vélum fram til þessa hafa verið sérstakir lás- ar, sem skammta hraða, en þarna er ný tækni notuð. Þetta er sem sagt vél fyrir endurskoðend- ur og aðra, sem taka upp langa dálka. — Hvað er liklegt aö það séu margar elektróniskar reiknivélar i gangi núna? — Það er erfitt að segja. Ég gæti imyndað mér, að þær væru milli 4 og 5000 talsins. Og þeim hlýtur að fjölga mikið. Við erum að byrja að tileinka okkur kosti þessara véla, og þær eru þegar orðnar ómissandi i daglegu iifi fjölda manna, segir Hjálmar örn Jónsson, framkvæmdastjóri Skrifvélarinnar, að lokum. — JG. 0 Trúlofun hefur orðið. eins liprir og við getum. Nú —en nýja unnustu eða unnusta getum við ekki látið þvi i té — svo fullkomin er þjónust- an ekki.þó að það væri óneitan- lega ákjósanlegt að geta bætt tjónið til fulls. Við verðum bara að láta við það sitja og kaupa hringana aftur. Eins og sjá má af þvi, sem sagt hefur verið, hefur hringtrúlofun talsverðan kostnað í för með sér, ekki sizt ef stofnað er til einhverr- ar tilbreytni að auki i mat og drykk. Og ekki er þvi að heilsa, að neinn skattfrádráttur fáist vegna hans. Aftur á móti er veittur skattfrádráttur. þegar fólk gengur i hjónaband og stofnar heimili. og var okkur sagt á skatt- stofunni. að hann yrði sennilega nálægt áttatiu þúsund krónum að þessu sinni. En þar mun ekki hafður i huga kostnaður við hringakaup og annað þess háttar, heldur pottarnir og pönnurnar ánýja heimilinu og annað, sem allra nauðsynlegast er við heimilisstofnun. © íþróttir maður, — það er ábyrgð, sem is- lenskir iþróttamenn hafa ef til vill ekki haft svo ýkja miklar áhyggj- ur af hingað til, en það er vissu- lega þörf á þvi, að við höfum i huga, að hér i okkar fámenni, þar sem allir þekkja alla, eins og stundum er sagt, eru tæplega fimmtiu þúsund manns innan vé- banda iþróttahreyfingarinnar, eða um fjórðungur þjóðarinnar, og það er þvi býsna stór hópur sem vitað er með vissu að fylgist mjög náið með þvi, sem gerist á sviði iþróttanna. Aö þessu sinni fengu alls tuttugu og átta iþróttamenn og konur stig i kosningunni, og er það nokkru hærri tala en oftast áður. Þá er það einnig athygli vert, að miklar breytingar hafa orðið á listanum yfir tiu efstu frá þvi i fyrra, og eru nú aðeins þrir iþróttamenn á listanum, sem lika voru þar i fyrra, en sjö eru á honum núna, sem ekki voru i fyrra, og sumir hafa aldrei náð svo langt að vera meðal tiu efstu fyrr en nú. — 1 ár er bilið milli efsta og neðsta sætis á listanum minna, en oft áður, og yfirleitt er mjótt á mun- unum hjá þeim, sem skipa tiu efstu sætin. Hins vegar er nokkur munur á tiu efstu, og svo aftur þeim, sem á eftir koma. — Og svo er það i þessari keppni, sem ann- arri, að það geta ekki allir sigrað. Sjálfsagt eru skoðanir skiptar, ekki einungís meðal okkar, sem staðið höfum að þessu kjöri, held- ur lika annarra, og ævinlega má um það deila hvort röðin á þess- um vinsældalista hefði átt að vera einhver önnur, hvort þessi eða hinn hefði frekar átt að vera i þessu sætinu eða öðru, — en sú er von okkar og trú, að með þvi að kjósa iþróttamann ársins, þá megi það verða þeim, sem þann titil hlýtur hverju sinni til ánægju og öðrum til eftirbreytni, og sú er einnig von okkar og trú, að þeir, sem skipa tiu efstu sætin á listan- um hverju sinni megi lita á það, sem hvatningu, og iþrótt sinni til framdráttar. — Nú verður þeirra getið, sem skipa tiu efstu sætin á listanum, og bið ég þá að koma hingað, er ég les upp nöfn þeirra, og verður þeim þá afhent bókargjöf frá Belti h.f. — árituð merkisbók, — Vestmannaeyjar, byggð og eld- gos, eftir Guðjón Armann Eyjólfsson, sem Isafold gaf út. í tiunda og niunda sætieru tveir ágætir iþróttamenn og félagar, jafnir að stigum, ba'ðir hlutu þeir 16 stig, — Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson. óþarft er að kynna þessa menn mörgum orðum. Þeir hafa báðir margsinnis keppt fyrir ls- lands hönd i handknattleik, bæði hér á landi og erlendis, og nú eru þeir i óða önn að búa sig undir Heimsmeistarakeppnina i hand- knattleik, sem verður eftir tæpa tvo mánuði, en þeir hafa báðir verið valdir til þess að verja þar heiður Islands með félögum sin- um. 1 áttunda sæti er Vilborg Július- dóttir, sundkona. Vilborg er eina konan, sem nú er meðal tiu efstu, — hún hlaut 17 stig. Vilborg hefur sýnt miklar framfarir i iþrótt sinni, — hún hefur margsinnis sett Islandsmet. og hún hefur keppt fyrir tslands hönd, bæði innanlands og utan. Hún gerði hlé á þátttöku sinni um hrið, en hóf svo æfingar og keppni á ný, sem er næsta fátitt meðal sund- kvenna, og enn fer henni fram. 1 sjöunda sæti er Stefán Hallgrimsson, frjálsiþrótta- maður. Hann hlaut 21 stig. Stefán hefur lagt mikla rækt við iþrótt sina. og framfarir hans hafa að undanförnu verið mjög örar, bæði I einstökum greinum frjálsra iþrótta, og i fjölþrautum. Hann hefur keppt fyrir Islands hönd á stórmótum erlendis, og eins hér á landi. 1 sjötta sæti er Gunnsteinn Skúlason, fyrirliði islenska lands- liðsins i handknattleik. Hann hlaut 22 stig. Gunnsteinn hefur verið fyrirliði landsliðsins undan- farin ár, og tekið þátt i keppni fyrir Islands hönd, bæði erlendis og hér heima. Þá hefur hann einnig orðið tslandsmeistari með liöi sinu, Val. Gunnsteinn var lika meðal tiu efstu i fyrra, og þá hlaut hann einnig sjötta sætið, en i ár fékk hann þremur stigum fleira, en i fyrra. t fimmta sæti er Svarar Carisen, júdómaður. Svavar hlaut 23 st. Hann hefur ekki fyrr verið meðal tiu efstu, en fram- farir hans og árangur i fyrra sýna, svo ekki verður um villst, að hann er þess fyllilega verðugur að skipa eitt af tiu efstu sætunum i ár. Hann vann sér það meðal annars til ágætis á árinu að hljóta silfurverðlaun i þungavikt á Norðurlandamótinu i júdó. Og hann er Islandsmeistari. Má mikils af honum vænta i fram- tiðinni, og vonandi verður hann enntilþessá ókomnum árum, að vekja alhygli á sinni ungu irþóttagrein hér. 1 fjórða sæti er Gústaf Agnars- son, lyftingamaður. Hann hlaut 38 stig. Gústaf var lika á listan- um i fyrra, og þá hlaut hann lika fjórða sæti, en nú fékk hann fimm stigum meira en i fyrra. Gústaf hefur með afrekum sinum á siðasta ári sýnt, að enn má mikils af honum vænta ,hann er enn ungur að árum , en hefur þegar skákað sér eldri og reyndari mönnum, og enn er okkur i fersku minni sá ágæti árangur, sem hann náði nú fyrir skömmu, og verður sannarlega áhugavert að fylgjast meðhonum i framtiðinni, og vonandi fær hann tækifæri til þess að spreyta sig á Alþjóða- mótum á þessu ári. Hann á það skilið.- Og þá er komið að þriðja, og reyndar öðru sæti einnig. Þar urðu jafnir að stigum þeir Geir llallsteinsson og Erlendur Valdi- marsson, og hlutu þeir 42 stig. Þeir félagar eru nokkuð ólikir iþróttamenn að öðru leyti en þvi að báðir hafa þeir unnið mörg og góð afrek, og báðir eru þeir vel þekktir, og báðir hafa þeir hlotið titiiinn lþróttamaður ársins — Erlendur 1970 og Geir 1968, og báðir hafa þeir verið meðal tiu efstu oftar en einu sinni, Geir allar götur frá þvi árið 1966, eða i átta ár. Erlendur setti glægilegt Islandsmet i kringlukasti á árinu.og stundaði æfingar af kost- gæfni, og hann keppti fyrir Is- lands hönd bæði á innlendum vett vangi og erlendum. — Geir hefur verið i Þýskalandi siðustu mánuðina, þar sem hann keppir með vestur-þýska liðinu Göpping- en, og þar hefur hann getið sér mjög gott orð, og verið sjálfum sér og þjóð sinni til sóma. Þá hef- ur hann einnig keppt i islenska landsliðinu, og ekki legið frekar á liði sinu þar — margir vilja meira að segja halda þvi fram, að hann hafi öðrum fremur komið Islandi i lokakeppni Heimsmeistara- mótsins með afbragðsleik sinum gegn Frökkum i Laugardals- höllinni 4. nóvember. — Báðir eiga þessir iþróttamenn enn eftir að láta að sér kveða,- Iþróttamaður ársins 1973 er Guðni Kjartansson, knattspyrnu- maður. Hann hlaut 45 stig. — Guðni Kjartansson er fþrótta- kennari að mennt, rösklega tvitugur að aldri. Hann á glæsi- legan iþróttaferil að baki, sem óþarft er að kynna hér, nema með fáum orðum. Guðni hefur verið fyrirliði islenska lands- liðsins i knattspyrnu undanfarin ár, og hann er fyrirliði 1. deildar- liðs tþróttabandalags Kefla- vikur, en sigurganga þess var nær óslitin i fyrra, eins og allir muna. — Guðni hefur hvað eftir annað sýnt ágæti sitt sem knatt- spyrnumaður, bæði i leikjum deiidarinnar hér heima, i lands- leikjum og i leikjum á Evrópu- mótum. En hann hefur lika sýnt á sér aðra hlið. Hann er góður félagi, hann hefur stjórnunar- hæfileika, hann er áreiðanlegur, hann virðir iþrótt sina, og hann er reglusamur. Ef til vill er Guðni Itka miög gott dæmi um hinn eiginlega áhugamann i iþróttum Iiann hefur stundað ælingar af mikilli kostgæfni, og hann hefur 'ekki látið sig vanta, þegar til hans hefur verið leitað lil keppni*. Gott daimi um það er, þegar hann var búinn að gera ráðstalanir til þess að sinna sinni eigin l'jöl- skyldu i sumar, þá varkallað.og hann brást ekki. Þannig hefur Guðni til að bera það, sem góðum iþróttamanni ber, og geta aðrir teikið hann sér til fyrirmyndar og ungir knattspyrnumcnn og aðrir iþróttaáhugamenn geta af hon- um lært,- Þetta er i fimmta skipti, sem flokkaiþróttamaður er kjörinn iþróttamaður ársins, og i fyrsta skipti, sem knattspyrnumaður hlýtur þennan titil,- Guðni, um leið og ég afhendi þér þennan farandgrip, og óska þér til hamingju með titilinn lþróttamaður ársins, vil ég þakka þér fyrir framlag þitt til iþróttanna, og árna , þér allra heilla i framtiöinni, bæöi i starfi og leik. Njóttu heill.- Netagerðar- maður óskar eftir vinnu úti á landi. Upplýsingar i sima 91-84016 næstu kvöld eftir kl. 19. Landrover til sölu diesel, árgerð 1970. — Upplýsingar i sima 3-26-96. Menntamálaráðuneytið, . _ „ 2. janúar 1974. TcratrriiarrX^ Laus staða Dósentsstaða i jaröeðlisfræöi viö jaröfræöiskor verk- fræöi- og raunvisindadeildar Háskóla Islands er laus til umsóknar. Fyrirhugaðar kennslugreinar eru aðallega i eölisfræði hinnar föstu jaröar. Umsóknarfrestur til 15. febrúar 1974. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um stööu þessa skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og náms- feril sinn og störf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.