Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 19
Sunnudagur C. janúar 197-1 TÍMINN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisíason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18:100-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i Iausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. 35% kaupmáttaraukning á þremur árum í áramótagrein sinni ræddi Ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, m.a. um þróun kaup- máttar launþega i stjórnartið núverandi rikis- stjórnar. Þar kom fram, að áætlað er að kauptaxtar launþega hafi hækkað að meðaltali milli ár- anna 1972 og 1973 um 23-24% en tekjur sjó- manna hafa hækkað nokkru meira en það vegna hækkana fiskverðs, þrátt fyrir rýrnandi afla á þorskveiðum. í heild er áætlað að brúttótekjur einstaklinga hafi hækkað um 29% á árinu 1973 og er þá fólks- fjölgun meðtalin. Ráðstöfunartekjur heimil- anna munu hafa hækkað um 28% á síðasta ári. Miðað við siðustu áætlanir um hækkanir á verðlagi einkaneyzlu, hefur kaupmáttaraukn- ingin orðið um 4% á árinu 1973, en einkaneyzla er talin hafa aukizt meira eða um 6%. Á árunum 1971, 1972 og 1973 hefur kaupmátt- ur ráðstöfunartekna heimilanna i heild aukizt um 35%, en á sama tima hefur raunveruleg aukning þjóðartekna numið 28%. Þessi mikla aukning kaupmáttar kemur i kjölfar 15% aukningar kaupmáttar ráðstöfunartekna á ár- inu 1970. Ekkert samfellt fjögurra ára timabil siðasta ársfjórðung hefur skilað meiri al- mennri aukningu kaupmáttar. Nú þegar á móti blæs ber launþegum að hafa " þessar staðreyndir i huga. Fyrirsjáanlegt er að þjóðarbúið verður að taka á sig stórfelldar byrðar vegna hækkana á oliu og mikilla hækk- ana á öðrum innfluttum vörum. Fyrst og fremst vörum, sem unnar eru úr oliu eða við orku, sem framleidd er við oliubrennslu. En einnig vegna almennra verðlagshækkana er- lendis af völdum verðbólgu og stórfelldra hækkana á ýmsum mikilsverðustu hráefnum. Auðvitað vonum við öll, að þessar hækkanir og þau efnahagsáföll, sem þeim fylgja, verði okk- ur sem léttbærust. En við verðuni að vera raunsæ og hyggilegast að búast við hinu versta þótt menn voni hið bezta. Að svo komnu máli er mjög erfitt og raunar ógerlegt að segja til um, hve mikil áhrif þetta mun hafa á islenzkan þjóðarbúskap á þessu nýbyrjaða ári. En vitur- legt hlýtur að teljast að fara nú að öllu með gát og varfærni og átt a sig til hlitar á þvi, að stóru stökkin i kaupgjaldsmálunum gætu orðið hæp- inn stundargróði, sem þjóðarbúið yrði tilneytt með einum eða öðrum hætti að taka til baka, ef of miklar kaupgjaldshækkanir valda koll- steypu i efnahagslifinu. Erfitt er að meta til fulls, hver áhrif eldgosið i Eyjum hefur haft á afkomu þjóðarbúsins á sl. ári. Þau eru þó veruleg og skertu að sjálfsögðu vaxtargetu þjóðarbúsins. I áramótagrein sinni sagði forsætisráðherra um gosið i Eyjum: ,,Bein og óbein áhrif þess á þjóðarbúið hafa einnig aukið á verðbólguvandann. Á næstu árum hlýtur endurreisnarstarfið i Vest- mannaeyjum ennfremur að kalla á verulegt framtak og fjármuni, sem ella hefði mátt ráð- stafa til annars. Höfðingleg aðstoð annarra þjóða og langfremst hið drengilega framlag rikisstjórna og annarra á Norðurlöndum til Viðlagasjóðs, hefur dregið verulega úr þvi efnahagsáfalli, sem eldgosið var Vestmanna- eyingum og þjóðinni allri.” — TK Poul AAöller, Berlingske Tidende: Hartling skortir ekki hyggindi Enginn skyldi því vonmeta hann Þoul llarllinn Höfundur þessarar greinar var um skeið formaður danska thaldsflokksins og fjármálaráðherra, en varð að láta af störfum vegna hjarta- sjúkdóms. Hann ritar nú stjórnmálugreina r i Berlingske Tidende. HINN nýi forsætisráðherra Danmerkur er vingjarnlegur maður. Vingjarnleikinn hel'ir verið svo sterkt einkenni á Poul Hartling að ýmsir hal'a haldið, að þar væri hann allur. En raunin er allt önnur. Góðlyndið eru einkum á yfir- borðinu. Hartling leggur ekki á sig erfiði vegna vinsamlegs viðmóts við þá, sem til hans leita.'og lætur það ekki þjaka sig. En i viðmóti er hann afar aðlaðandi og það hefir stundum orðið honum til trafala. En að baki vinsemdarinnar, sem er ærin á yfirborði, býr sterkur vilji, sem ekki má gleymast. Hartling á erfitt með að sætta sig viö annað en að hann ráði mestu og hefir aldrei lagt hömlur á Irama- girni sina, sem nú er sennilega fullnægt. Þetta hefir skýrt komið fram við ýmis tækifæri, sem óg hefi haft til þess að fylgjast með honum. Hann var hvergi nærri ánægður þegar hann varð utanrikisráðherra árið 1968. Ég fékk það hlutskipti að fara til hans og segja honum, að við ihaldsmenn myndum til- nefna Hilmar Baunsgaard sem forsætisráðherra. Hartling var greinilega óánægður, en var auðvitað ljóst, að þetta væri eölilegt einsogástóð, endagekkhann ekki að þvi gruflandi, að ihaldsmenn stóðu ekki i neinni þakkarskuld við hann. ÞEGAR Hartling var orðinn lormaður Vinstri flokksins sumarið 1965 hélt hann sina fraegu ræðu i Svanninge, og margir ihaldsmenn tóku hana sem tákn um það, aö þar með væri lokið margra ára náinni samvinnu Vinstri flokksins og thaldsflokksiiis. En Hartling naut þess greinilega, hve ræðan hafði fengið góðar viötökur. Honum virtist koma á óvart, að hún skyldi hafa haft þau áhrif á forustumenn Jhaldsflokksins, að þeir völdu Baunsgaard sem forsætisráð- herra, þegar tækifærið gafst. Myndun rikisstjórnarinnar var hins vegar á okkar valdi og það tók Hartling til greina. Minningin um þetta atvik 1968 hefir ef til vill ráðið mestu um, að Hartling ákvað nú að mynda hreina flokksstjórn Vinstri flokksins. Hann er þannig gerður, að hann gleymir ekki, el' honum viröist sér gert rangt til. Þó má vera, að hann sé ekki einungis að þakka ihaldsmönnum fyrir siðast með þeirri framkomu, sem þeir verða að sætta sig við, ofan á hrakfarirnar i kosningunum. Ef til vill er andúð Hartlings á samstjórn Vinstri flokksins og Ihalds- flokksins af öörum og dýpri rótum runnin. Mér virðist að minnsta kosti sennilegast, að andúð hans á thaldsflokknum hafi verið tekin að erfðum þegar i bernsku. HARTLING er fyrsti Kaup- mannahafnarbúinn, sem veitir stjórn Vinstrimanna forustu. Hann er alinn upp á heimili Vinstrimanna og faðir hans, sem siðar varð kennslu- málaráðherra, varð oft að þola aðkast l'yrir tryggð sina við Vinslri flokkinn, sem átti ekki upp á pallborðið i kennarastolum i Kaupmanna- höfn á árunum 1920-1940, þegar niðurskurðarstefna Madsens Mygdals hafði mikil áhrif i borginni og ekki sizt meðal kennara. Vinstrimenn i stórborginni lylltust nálega óslökkvandi hatri i garð thaldsflokksins, sem var drottnandi borgara- flokkur þar. Ég hefi olt orðið var svipaðra tilfinninga hjá ihaldsmönnum til sveita, ef þeir voru atdir upp i byggðar- íögum, þar sem vinstrimenn litu niðurá ihaldsmenn eins og þeir væru óæðri verur. Og Hartling er allt i cinu orðinn lorsætisráðherra, en flestir hcfðu talið þá spá lélegt grin mánuði áður. Nú beinist áhugi manna efalaust fremur að öðru en þvi, hvort tállaus stjórnmál eða gamlar, áunnar flækjur ráða mestu um afstöðu hans til thalds- flokksins. VIÐ vorum saman i stjórn á sinni tið og þá varð þess aldrei vart, að Hartling hyggði á svik. Hann var einlægur sam- starfsmaður i rikisstjórninni, viðurkenndi undanbragða- laust tilveru rikisstjórnar Baunsgaards sem stjórnmála- staðreynd og stefndi að þvi einu að gera sitt bezta. Hartling lagði ótvirætt fram sinn skerf og var góður utan- rikisráðherra. Vinsamlegt viðmót hans naut sin einmitt vel á þvi sviði. Diplomatar eiga aö vera vinsamlegir að minnsta kosti á yfirborði, hvað sem innifyrir kann að búa. Og Hartling var vin- gjarnlegur bæði við ókunnuga og samstarfsmenn sina i stjórninni. Hann dró aldrei dul á skoðanir sinar og undir lokin varð þess greinilega vart, að hann var ekki sérlega hrifinn af stefnunni, sem fylgt var. En hann lét vantrú sina aldrei i ljós utan rikisstjórnarinnar, nema ef til vill i flokki sinum, en það veit ég ekkert um. Þeirvanmeta Hartling, sem telja hann ófæran til þess erfiða verks, sem hann hefir nú tekið að sér og raunar stefnt visvitandi að undan- gengnar vikur. Hartling er einmitt vel til verksins fallinn. Staðgóð þekking hans á sögu og stjórnmálum er honum gott veganesti og mun koma lands- mönnum i góðar þarfir. Auk þess hel'ir hann þroskaða kimnigáfu. Ef til vill skiplir ekki sköpum að hann er talinn bezti tækifærisræðumaður, sem völ er á. Hann er einnig músikalskur vel og það kemur honum að notum i stjórn- málunum, enda lörlast honum ekki að nema, hvaða tón hann eigi að viðhafa hverju sinni. Ilann hefir allan lónstigann t.vimælalaust á valdi sinu, en ég á þó eri'itt með að trúa, að hann geti nolað mjög grófan tón. Ef lil þess kæmi væri aðsleðjandi öflum efalaust um að kenna, enda hlyti lónninn þá að verða falskur, þar sem hann væri i andstöðu við alla gerð mannsins. SÚ var lið, að blöðin nefndu llartling helzt i sambandi við stjórnmál i niðurlægjandi tón og þá i sambandi við mein- og gagnslitið kirkjumálaráðu- neytið, en þessu er ekki til að dreifa framar. Hann hefir lyrir löngu sýnt, að hann er þroskaður og reyndur stjórn- málamaður, sem hel'ir full tök á flokki sinum. Yfirborðið er mjúkt og slélt, en undir þvi vakir sterkur vilji. Framsögn- in er mjúklát og prestleg, en undir niðri er gnægð verald- legra stjórnmálahygginda. Svipurinn er rómantiskur gullaldarsvipur, hárið hrokkið og skáldagleraugu á nefinu, en fljótt kemst viðmælandinn að raun um, að inni fyrir er raun- hyggju stjórnmálamaður á nútima visu, sem gerir sér fullvel ljóst, aö stjórnmál eru kröfuhörð iðja og þar þarf helzt aö vera fyrri til að sýna klærnar. Hartling er óneitanlega dáiitið mótsagnakenndur og margbreytilegur. Hver og einn, sem telur sig hafa skilið hann til fulls, verður óðar en liður var við alveg nýja og óþekkta hlið á honum. Þarna er ef til vill að finna skýring- una á þvi, að honum hefir tekizt i niu ár að stjórna Vinstri flokknum, sem oft er fullur ókyrrðar, án þess að nokkur hafi i alvöru reynt að keppa við hann. Fyrst skákaði hann Henry Christensen til hliðar, enda þótt hann hefði á ýmsan hátt sýnt ágæta og eðli- lega hæfileika til að taka við af Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.