Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 28

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 6. janúar 1974 38 daga á reki í litlum plastbáti Skipbrotsfólkið tekið um borð i japanska skipið. Þau voru örmagna af þreytu og banhungruð. A litiu teikningunni sést, hvernig þau bjuggu f bútnum i 20 daga. 1. Flotholt, 2. Körfur með skjaldbökukjöti og fiski, 3. Fiskispjót, 4. Austurtrog, 5. Miðþófta, 6. Vatnskanna, 7. Vatn, 8. Dósir meö skjaldbökukjöti og fiski, 9. Afturþófta, 10. Arar, 11. Kaðalhankir og 12. er sæti vaktmanns. t SAMA mund og háhyrningarnir réðust á skútuna, var I.yn Kobertson stödd miðskips og var að bursta i sér tennurnar. Hragð- ið af tannkrcminu var siðasta snerting liennar við eðlilegt lif næstu 42 sólarhringana. Það gerðist klukkan 9.54 á fimmtudagsmorgni þann 15. júni 1972: og skútan sökk á sextiu sek- úndum. 1 janúarlok 1971 hafði Robert- son-fjölskyldan yfirgefið Fal- mouth i Englandi og lagt upp i hnattsiglingu. Dougal Robertson var þaulvanur sjómaður og Lyn var hjúkrunarkona og ljósmóðir. Það var þvi vandalaust fyrir þau að fá vinnu á þeim stöðum, þar sem þau komu við, til að fá pen- inga fyrir áframhaldandi sigl- ingu. Fyst sigldu þau til Lissabon, siöan til Kanarieyja, og þaðan yf- irhafið til Bahamaeyja. Þar hitti dóttirin, Anna, ungan Kanada- mann, varð ástfangin og ákvað i febrúar 1972 að verða eftir i Nass- au. 1 stað hennar kom um borð Robin Williams frá Wales, 22 ára námsmaður, sem einnig var i hnattferð. Þegar óhappið varð, sat Neil, annar tviburinn, i iúkarnum og las, en hinn, Sandy, var uppi á vakt með bróður sinum, Douglas. Tviburarnir voru 12 ára, en Douglas 18. Robertson sjálfur var að reikna út nákvæma staðará- kvöröun skútunnar og komst að þvi, að Galapagos-eyjarnar voru 300 km að baki. Lyn var ekki sérlega hress þennan morgun. Hún hafði átt ó- rólega nótt og oltið fram úr rúm- inu hvað eftir annað vegna sjó- gangs. — Seinast lagðist ég bara á gólfið, segir hún, — en ég svaf lit- ið betur þar. ftg var búin að þvo upp eftir morgunmatinn og var að laga mig til, þegar höggið kom. Það var eins og sprengja hefði hitt skútuna. Ég stóð með tannburst- ann i munninum og starði forviða á sjálfa mig i speglinum. Þá fann ég að vatn skvettist á bakið á mér. Ég snarsneri mér við og sá, að vatnssúla stóð upp um gat á gólfinu, og ósjálfrátt setti ég fót- inn fyrir það — eins og slikt kæmi að gagni gegn kröftum Kyrra- hafsins. Svo hrópaði ég: — Doug- al, við erum að sökkva. Neil, vektu Robin! Það var mikið að gera næstu minúturnar: allir hrópuðu og kölluðu og hvinur heyrðist, þegar gúmmiflekinn fyíitist sjálfkrafa af lofti. Einhvern veginn komust þau öll sex yfir á flekann. Við hann var bundinn litill plastbátur, sem maraði i hálfu kafi. Hann hafði hlotið nafnið Ednamair i höfuðið á tveimur systrum Lyn, og var keyptur fyrir fyrstu laun Lyn sem hjúkrunarkona á sjúkrahúsi i Mi- ami. En skútan Lucette var sokk- in. Eins og þunn dýna Dougal leit á úrið sitt, sem enn gekk. Klukkuna vantaði eina minútu i tiu, þegar Robertson- fjölskyldan gerði sér grein fyrir, að hún hafði misst allt — nema lifið. En hve lengi gætu þau haldið þvi hér úti á miðju Kyrrahafinu? Lyn sat með sinn handlegginn um hvorn tviburanna, sem grétu sáran. Hún er litil og grönn, að- eins 160 sm. Ljósa hárið hékk i blautum flyksum niður á andlitið. Eina flikin sem hún var klædd, var ljósblár nælonsloppur, sem auðvitað var rennblautur og limdist óþægilega við likama hennar. Karlmennirnir voru klæddir sundbuxum og baðm- ullarbolum, og öll voru þau ber- fætt. — Við Dougal störðum bara hvort á annað yfir höfuð tvibur- anna, og við vorum eins og stein- runnin, segir Lyn. — Ég hefði get- að faðmað Robin að mér, þegar hann tók ofan gleraugun, þurrk- aði af þeim og sagði: — Jæja, við skiptum um lest á næstu stöð. Robin og Douglas tóku siðan að tina upp það sem flaut á sjónum, en það var fátt. Saumakarfan min, annað stórseglið af skútunni, nokkrar appelsinur og tveir plast- bollar. Og siðan byrjaði hræðileg sjóveiki, sem enginn slapp við. Robin og Neil voru enn mikið veikir, þegar myrkrið skall á. Flekinn hoppaði upp og niður á öldunum, sem voru um fimm metra háar, og stórir fiskar skullu öðru hverju upp i botn hans. Fram undan var tólf stunda myrkur á fleka, sem ekki var stærri en hjónarúm og á við þunna dýnu að þykkt. Á jöðrunum var loftpúðahringur, og ,,loft- pylsa” skipti flekanum i tvennt þvert um miðjuna. Yfir öllu sam- an var eins konar tjald, sem hélzt uppi af tveimur „loftpylsum”. — Tviburarnir voru þeir einu, sem gátu rétt almennilega úr sér, heldur Lyn áfram. — Við hin urð- um að sitja eða iiggja i keng, meira og minna hvert ofan á öðru, nema sá, sem átti vaktina. Hann varð að halda jafnvæginu einhvern veginn utan tjaldsins. Alls staðar var rennblautt. Það hafði verið skýjað um dag- inn, en þó heitt. Nú skulfum við öll af kulda i myrkrinu. Allt sem við höfðum borðað voru nokkrar þurrar kexkökur og þrúgusykur- biti á mann. Auk þess skiptum við appelsinu i sex hluta og fengum okkur þrjá vatnssopa. Við vorum bæði svöng og þyrst. Hugsanirnar i myrkrinu Atburðir siðustu átta klukku- stunda iiðu Lyn fyrir hugskots- sjónir, þar sem hún sat i myrkr- inu, —Ég sá fyrir mér Sandy litla i björgunarvesti i köldu vatninu. Ég kastaði neti með lauk, kexdós- um og þrúgusykri til hans og bað hann i guðs bænum að missa það ekki. Hann þrýsti pakkanum að sér og synti á bakinu að flekan- í 38 sólarhringa voru sex manneskjur á stjórnlausu reki um Kyrrahafið. Sagan um það, hvernig Robertson-fjöl- skyldan barðist við dauðann, er ein hrikalegasta hrakn- ingasaga vorra tima. Háhyrningar sökktu skútu fjöl- skyldunnar vestan Galapagos-eyja, og næsti farkostur sexmenninganna var fleki, en þegar hann sökk, urðu þau að fara yfir i þriggja manna plastbát. Það er Lyn Robertson, kona Dougals og móðir Douglas og tvibur- anna Neil og Sandy, sem segir söguna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.