Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 12
12 iTÍMINN Sunnudagur 6. janúar 1974 Framtíðarhús þverrandi hei Efst á baugi meðal þjöða heims er orkuskorturinn. Má raunar segja, að augu almennings, og það sem mikilvægara er, vald- hafa einstakra rikja um allan heim, hafi fyrst opnazt svo um munaði fyrir þvi, hve uggvænlegt ástand orkumála er nú, með yfir- lýsingu oliufurstanna arabisku um takmörkum oliuframleiðslu sinnar, að loknu striði Araba og tsraelsmanna i haust. Það mál þarf ekki að rekja frekar, en lik- lega er þetta eitt af örfáum strið- um mannkynssögunnar, sem orðið hefur verulega til góðs að einhverju leyti. Slfkt er flóð alls kyns fræði- eða vlsindarita á markaðinn nú á dögum, að það er að kæfa menn. Fólk stendur ráðvillt og veit ekki hverju það á að trúa, en oftast fer svo, að það setur undir sig haus- inn og fer sina gömlu götu, án þess að gefa gaum, að „þessum furðulegu vlsindakenningum”. Verst er, að ráðamönnum fer yfirleitt eins, þeir eru jú aðeins mannlegir. Þótt mönnum sé sagt, að hindrun og hætta sé á næsta leiti, paufast þeir áfram i myrkr inu, unz þeir reka sig óþyrmilega á steinvegginn. Auðvitað eru sérfræðingar mis- vitrir eða misáreiðanlegir eins og gerist og gengur. En þegar ekki er einu sinni tekið tillit til niður- staða margra ára alþjóðlegra rannsókna, er einstefnuaksturinn orðinn of alvarlegur. Þetta á við um rannsóknir á auðlindum og orkuforða, sem svo fjölmargt annað. Það þurfti hvorki meira né minna en strið til i þessu tilfelli. Nú viðurkenna hinar ýmsu þjóðir þó fyrirhyggjuleysið i orkumálum, annað væri lika nautaspeki. Við tslendingar meg- um þakka fyrir að eiga svo ein- dæma orkurikt land, sem raun er á. En getum við litið með svo mikilli hreykni yfir farinn veg i nýtingu orkuauðlinda okkar? Það er anzi vafasamt. Sem dæmi næg- ir að benda á, hvilika firna óframsýni það sýnir, að ekki skuli hafa verið rannsökuð og siðan beizluð fyrir mörgum árum þau jarðhitasvæði hér á höfuðborgar- svæðinu og Suðurnesjum, sem kunn hafa verið, en látin liggja ónotuð. Peningaleysi er vinsælt viðkvæði, en hér er það engin af- sökun. Að Hafnarfjörður og Kópavogur t.d. skuli fyrst nú vera I þann veginn að fá hitaveitu, — það er lygilegt. Það er ekki einu sinni hægt að hlæja að slikum sofandahætti. Meðan tekin hafa verið lán hjá erlendum lánastofnunum til ólik- legustu hluta, hefur miður verið hugsað til nýtingar hinnar stór- kostlegu orku, sem i landinu er, þessarar höfuðforsendu tækni- vædds þjóðfélags. ,, Ca mbridge-húsið’ ’ Hérlendis eru hús mjög óviða hituð upp með jarðhita. Oliu- og rafmagnshitun eru algengastar. Orkuskorturinn kemur ekki sfzt við húsahitunina, og I sumum löndum hefur i sparnaðarskyni verið farið fram á, að fólk lækki hitastigið i húsum sinum um fáein stig. Olian var orðin afar dýr og stór kostnaðarliður við húshaldið vlða um heim. Stórhækkun hefur orðið á siðustu mánuðum eins og menn vita, og engar horfur eru á, að oltuverðið fari lækkandi i framtiðinni, öðru nær. Það er þvi ekki að ósekju, að leitað er á ný miðí þessu sambandi. Þegar hef- ur verið vikið að kostum þeim, er Island býr yfir með tilliti til raf- orku og jarðhita, en ekki eru mörg lönd, sem búa yfir sliku. A undanförnum árum hefur mikið verið rætt um og kannað, hvort takast mætti á hagkvæman hátt að virkja þann langsamlega mesta, augljósasta, og um leið óþrjótandi orkugjafa, sem við jarðarbúar njótum, þ.e. sólarork- una. Takist þetta með góöu móti, er óhætt að segja, að gjörbylting verði I orkumálum heimsins. Fleiri atriði komu tii greina i sambandi við orkuvinnslu. I arkitektaskólanum við Cambridge University I Englandi er nú verið að vinna að tilrauna- húsi, sem á að verða algerlega óháð hinum venjulegu orkugjöf- um. Það verður hitað upp með sólarorku, fær rafmagnið frá vindknúnum rafli og gas úr sorpi. Ef til vill er hér á ferðinni hús framtiðarinnar. Rannsóknir og tilraunir i þessu sambandi hafa staðið yfir I tvö ár, en húsið á að vera fullgert eftir 2-3 mánuði. Visindaráðið brezka styrkir þessar tilraunir með 25.000 sterlingspundum og um- hverfismálaráðuneytið með 6.000 pundum. Að likindum verður hús- ið látið standa I ein þrjú ár, en að þeim tima liönum ættu fullnægj- andi niðurstöður að liggja fyrir, í orku- mi sem hægt verður þá að hagnýta almennt ef húsið gefur góða raun. Sólarorka við húshitun Flest venjuleg hús njóta nægi- legrar sólargeislunar til þess, að hún geti hitað þau upp og einnig hitað upp vatn. Vandamálið er að safna saman og varðveita þennan sólarvarma. Vísindamennirnir I Cambridge reyna ýmsar leiðir til þessa. Ein þeirra hefur þegar verið reynd á sólrikari breiddar- gráðum. Aðalkjarni hennar er bárujárnslag, sem málað er svart, til þess að það sjúgi betur i sig sólargeislana. Yfir bárujárn- inu er siðan glerlag til þess að halda varmanum betur inni, á sama hátt og i gróðurhúsi. Vatn, sem seitlar niður renn- urnar á bárujárninu, flytur varmann burt af plötunum. Með þessari aðferð er hægt að fylla geymi af heitu vatni á fáum minútum á sólskinsdegi, einnig að vetrarlagi. Þegar ekki er sólskin, er hita- söfnunin mikilvægust. Aðferðinni svipar til næturhitunar, sem þeg- ar þekkist i mörgum húsum, en þar er hitarinn (oliu- eða raf- magnskynding) notaður til að hita upp vatn i geymi á næturnar. Við sólarhitun er hins vegar um að ræða lengra timabil, eða nokkra daga i stað fárra klukku- stunda. Griðarstór vatnsgeymir og blástur í Cambridge-húsinu mun hita- söfnunin að likindum fara þannig fram, að griðarstórum, einagruð- um geymi, sem rúmar allt að 40.000 íitra, verður komið fyrir undir húsinu. Þegar skilyrðin eru nógu hagstæð, á vatnið að renna i hringrás gegnum söfnunarkerfið, þar til það hefur náð um það bil 50 stiga hita (á Celsius). Þegar svo þörf verður fyrir upphitun húss- ins, verður loft látið blása yfir geyminn, og þaðan i einstök her- bergi. Ekki þyrfti endilega að nota vatn við varmasöfnunina. Cam- bridge-flokkurinn hefur gert tilraun með að nota lag af blaut- um sandi, sem hitaður var með krókóttum rörum, en gegnum þau var leitt vatn, sem sólin hafði hitað upp (eins og fyrr var lýst). Til að minnka varmatapið sem mest, er mikilvægt að notuð séu hin beztu einangrunarefni. Vegg- ir og þak eru klædd með allt að tuttugu sentimetra þykku lagi af glerull eða froðuplasti. Tvöfalt gler verður að vera i öllum glugg- um, og nokkrir þeirra einnig með einangraða hlera til að draga úr varmatapinu, þegar dimmt er. ,,Að sjóða graut með sorpi” Það regn, sem kemur af þak- inu, á að vera nægilegt til að full- nægja vatnsþörf hússins. En þvi vatni, sem notað er i böð upp- þvott og tauþvott, er safnað sam- an og það hreinsað i litlu hreinsi- kerfi, en i þvi er meðal annars sandsia, og siðan fer það inn i hringrásina aftur. Sorpið og skólpið verður ekki meðhöndlað i venjulegri rotþró, heldur I nokkurs konar ,,melt- ara”, þar sem bakteriurnar, sem orsaka é.framhaldandi efnaklofn- un, mynda gastegundina metan (CH4).Þessa gasframleiðslu er siðan hægt að auka með þvi að setja úrgang úr eldhúsinu i „meltarann”, eða sérstök efni, eins og t.d. sojabaunir. A þennan hátt á að vera hægt að framleiða nægilegt gas til þess að sjá fyrir þörfum eldhússins. Þess ber að geta, að enda þótt Framhald á 37. slöu. 1 ORT Á ÖXI Ingimar Erlendur Sigurðsson: Ort á öxi Ijoö Bókaútgáfan Kjölur 1973 Ingimar Erlendur Sigurðs- son hefur sent frá sér aðra ljóðabók sina, en hún kemur á eftir smásagnasafni og tveim skáldsögum, sem athygli vöktu á sinni tið. Þær komu út árin 1965 og 1967 hjá Helga- felli, en siðan hefur allt verið hljótt þar til nú, að ort er á öxi — áttatiu og fimm siður. Fyrir okkur, sem lesum ljóð helzt I rúminu, er Ort á öxi nokkuð svakaleg bók. Hún er full af klámi, speki og undar- legri gleði — já og djöfullegri ró og þú skelfur i bælinu undir hrimaðri súð og heldur áfram að fletta blöðum með áferju og fara i löng ferðalög með skáld- inu og öðrum villingi, sem heitir Walt Withman, sem Einar Benediktss. byrjaöi að þýða fyrir mörgum árum, Úr grasblöðum. Ingimar þýðir úr hans XVI. bók. Svo eru i bók- inni þýðingar á vögguljóði eft- ir James Agee og eilifri þrenn- ingu Tove Ditlevsen, sem er með brókarsótt. Annað er frumsamið Ingimar Erlendur kemur viða við i þessari bók. Undan leirugu fjallinu brýzt skað- ræðisfljót I sólbráðinni og flæðir yfir bakka sina hams- laust og litað af blóði og mold það urgar i grjóti. Stundum skilurðu ekki allt, þvi þú hefur refsaugu núna og hjarta úr steini. Þetta er handa börn- um: A meðan dreymdi mig drauminn um okkur ræktaði blóm á jöklum lagði veg til stjarnanna ntcð varanlegu slitlagi. — En hver veit. Kannske skiljum við það lika. Oft er manni til efs, að ljóð- formið sé hentugasta form fyrir Ingimar Erlend. Ljóð sumra eru nostursamleg, fin- legt nudd við hin smáu form. Aðrir segja sinn sannleik kannske hvað bezt með sprengiefni og loftborum, eða fimmtiu tonna jarðýtum. Hið beljandi fljót Ingimars er ekki sem hentugast til virkjunar, fullt af grjóti og skit og ýmist flóir yfir bakka þess, eða það er svo til þurrt, og þá standa safnvirkin auð og vatnslaus. Þá er komið haust. og Bráðum kemur kvöldið köldum skuggafingrum leik- ur: strýkur kyrrð af strengjum fljótsins Ingimar Erlendur Sigurðsson dregur húm úr djúpum hafsins rauiar Ijóð á lúður vindsins, meðan vakir máni bleikur. Og þótt ég legði sóttheitt enni á fjalhögg þitt — hver þeirra megnaði að lyfta þér? spyr skáldið á einum stað, þegar það ávarpar fallöxina með geislandi egg. Einna auðskildast virðist mér, þegar Ingimar fer i stjarnferðir með lesandann. Hann gengur á konubrjóstum, /þvi mjúkt skal það vera, /blómálfar og stjarnguðir voru hjú okkar, /unnu kaup- laust upp i eilifðina. Og allt i einu ferð þú að skilja, að þetta er háleitur skáldskapur, og þú verður að hætta að lesa á nærbuxunum undir kaldri súð. Þú verður að ná andanum og drekka mikið kaffi og reykja. Með þessari bók sýnir Ingi- mar Erlendur að hann getur orðið mikið skáld. Sumt i bók- inni hefði betur orðið eftir heima, eins og prósaljóðin, sem fullorðið fólk tekur naum- ast alvarlega: ,,sagði Nixon rómklökkur yfir likinu af Fyrrum forseta striðsglæpanna: Truman.........” Og ég þakka Ingimari lest- urinn og segi við hann úr hans eigin bók: Fætur þinir og hryggur eru nógu sterkir til ,að bera þig nógu sterkir til að bera him- ininn”. Jónas Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.