Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 6. janúar 1974 Merkileg heimild um einn þátt íslenzkrar atvinnu- sögu: llcr sér á húsiö austanvert. Niöri I skuröinum undir vinnupallinum er yfírfallshjóliö. Umhverfis húsiö er hlaöinn og steyptur varnarveggur, af þvi aö f aftakaflóöum flæddi upp aö þvf. RJOAAABUIÐ AÐ BAUGSSTOÐUM HIÐ EINA SEM VARÐVEITZT HEFUR Þessi mynd sýnir rjómabúiö, eins og þaö kom einhverjum ókunnum teiknara fyrir sjónir. Kinhver bóndinn er nýkominn i hlaö meö rjóma, og rjómabússtýran og aöstoöarkona hennar taka á móti honum fyrir dyrum úti. Gömul mynd af þeim Margréti Júnlusdóttur rjómabússtýru t.h. og Guðrúnu Andrésdóttur aöstoöarkonu hennar t.v. A milli þeirra sér á strokkinn. Guörún heldur á smjörhnif, sem notaður var viö mótum smjörsins, þegar skellt var i sundur stórum. skökum. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson UM siðustu aldamót rikti mikill umbóta- og framfarahugur i flestum efnum á íslandi. Bænd- um var það injög i mun að hefja landbúnað til aukins vegs og í þeim efnum sem mörgum öðrum varð mönnum tiðlitið til Danmerkur. Mjólkurframleiðsla Dana hafði aukizt mjög á siðustu aratugum nitjándu aldar og útflutningur á smjöri hafði færzt stórlega i vöxt. Höfuðforsenda þessara framfara voru mjólkurbúin. Þetta var forystumönnum is- lenzks landbúnaðar ljóst, og nokkrir menn héðan höfðu einnig tekizt ferð á hendur til Danmerk- ur, með tilstyrk Búnaðarfélags Islands, til þess að kynnast af eigin raun þeim framförum, sem orðið höfðu i dönskum laiid- búnaði. Þar á meðal var Sigurður Sigurðsson ráðunautur, sem hafði kynnt sér þessi mál i Danmörku og Noregi og siðan hvatt landa sina til þess að taka höndum saman og efna til hinna svökölluðu rjóma- eða smjörbúa. Þvi var þá frentur brugðið á það ráð að stofna rjómabú i stað mjólkurbúa, að mjólkurfram- leiðsla hér var litil, miðað við það sem gerðist ytra og örðugt um vik sakir str jálbýlis og lélegra samgangna, og höfuðverðmæti mjólkurinnar, var fólgið i rjómanum. Fyrsta rjómabúið Fyrsta islenzka rjómabúiö var stofnað að Seli i Hrunamanna- hreppi árið 1900. Bændur annars staðar voru fljótir að átta sig á gagnsemi þessarar nýlundu og rjómabúum fjölgaði skjótt, þannig að 1906, sex^árum eftir að hinufyrsta vará fot komið, voru rjóntabúin orðin :14. 1910 voru búin 33, en siðan fara þau að týna tölunni. svo að 1915 eru þau 24 og fer hraðlækkandi úr þvi. Þvi að má segja.að blómaskeið þeirra hafi verið tveir fyrstu áratugir þessarar aldar, þótt hið siðasta þeirra hafi verið við liði allt fram til ársins 1952. Rjómabúin hurfu úr sögunni, þegar þeim varð ofaukið vegna framfara i landbúnaðinum, og nú eru þau nær öll horfin og sá búnaður sem þeim fylgdi kominn út i veður og vind, þótt ekki séu margir áratugir liðnir frá þvi að þau voru upp á sitt bezta. Þetta er gömul saga, sem gerzt hefur æ ofan i æ. Þegar þeir hlutir úr- eltast, sem til skamms tima hafa veriö hversdagslegir, átta menn sig sjaldnast á þvi, að sá dagur kunni að renna, að okkur þætti fengir að þeim, og þess vegna er allt of oft litt eða ekki um þá skéytt, og þegar við rönkum við okkur er það oft um seinan. Rjómabúið að Baugs- stöðum Sem betur fer er þessu á annan veg farið en rjómabúin. Þau eru að visu flest horfin, en a.m.k. eitt stendur eftir ásamt öllum sinum búnaði. Þetta er rjómabúið að Baugs- stöðum við Stokkseyri, sem stendur þar við þjóðveginn. Það var stofnað 1904 og var stofnfundur haldin að Baugs- stöðum hinn 8. okt. það ár. Baugsstaðarrjómabúið tók yfir tvo hreppa, Gaulverjarbæjar- og Stokkseyrarhreppa. Land er mjög flatt á þessum slóðum, mýrar, og ntóar einkenna landslagið, og eru vel til túnræktar og áveitu fallnir. Að nokkru leyti var veitt á frá Yfirfallshjólið er nýsmiði — af þvi gamla voru fúaspýtur einar eftir, svo illa á sig komnar a'ð þvi varö ekki bjargaö. Ólafur Gunnarsson á Baugsstöðum, sent smiðaði fyrsta hjólið 1936, er llka höfundur að þessu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.