Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 21

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 21
Sunnudagur 6. janúar 1974 TÍMINN 21 Miklavatnsmýraráveitu og að nokkru frá Flóaáveitunni. Sakir þess hversu stór áveitu- löndin voru og vel hagað til túnræktar, var landið kjörið til kúabúskapar. Oft veitir litil þúfa.... Bændum á þessum slóðum var auðvitað kunnugt um þau rjóma- bú, sem efnt hafði verið til annars staðar og hver tekjuaukning fylgdi hærra smjörverði, en þó er svo sagt, að atvik, sem henti einn bændanna.og var i rauninni ekki ýkja merkilegt, hafi orðið þess valdandi að ráðist var i að koma á fót Baugsstaðabúinu, svo snemma. Gisli Pálsson i Kakkarhjáleigu var á ferð i Reykjavik eitt sinn þeirra erinda að selja smjör, sem hann hafði meðferðis i tveimur kössum. Honum veittist erfitt að koma út smjörinu. Einkum voru menn tregir til þess að kaupa smjörið úr öðrum kassanum, sem i var hvitt vetrarsmjör, fáir vildu lita við. Gisli hét sjálfum sér þvi að fara ekki fleiri ferðir slikar til Reykjavikur. Eftir þetta hóf hann að hvetja menn eystra að bindast sam- tökum um að stofna rjómabú og fékk hann marga i lið með sér, svo sem séra Einar Pálsson i Gaulverjabæ og Ólaf Árnason kaupmann á Stokksyeri, svo að tveir séu nefndir. Þeir félagar nutu stuðnings og ráða Sigurðar ráðunauts Sigurðssonar um fyrirkomulag búsins og fram- kvæmdir allar. Rjómabúið stofnað Á stofnfundinn hinn 8. otk. 1904 komu 40 bændur og þar af gerðust 29 félagar þegar i stað, en siðar slógust 19 i hópinn, svo að félagar i rjómabúinu urðu alls 48 fyrsta árið. Félagsmenn hófust handa þegar i stað. Reistur var rjóma- skáli og búinn vélum. Vélarnar voru knúnar með vatnsafli og af þeim sökum þurfti að grafa 1400 metra langan vatnsveituskurð. Búið var fullbúið og tók til starfa hinn 21. júni 1905, og starfaði siðan óslitið til ársins 1952 að undanteknum árunum 1925 og 1927, en það ár mun hafa verið nokkurt los á félagsskapnum vegna mjólkur- og rjómasölu til Reykjavikur. Alit til ársins 1928 starfaði rjómabúið aðeins á sumrin, en eftir það allt árið. Þegar Mjólkurbú Flóamanna var stofnað árið 1929, komst nokkur rót á starfsemi Baug- staðabúsins, þvi að sumir félags- manna gerðust aðilar á mjólkur- búinu, en aðrir ráku rjómabúið áfram. t lögum þeim, sem rjómabúinu voru sett á stofnfundinum 1904, er svo á kveðið, að það sé sam- eiginieg eign félagsnvanna og hver félagi sé skyldur að taka til- tölulegan þátt i kostnaði við stofn- un þess og rekstur. Tilgangurinn er að sjálfsögðu sá, að bæta verk- un smjörsins, auka framleiðslu og útvega eins góðan markað og tök séu á. Lýsing á rjómabúinu Rjómaskálinn var og erhöfuð- bygging búsins. Hann stendur við svokallað Þórðarsker skammt frá Baugsstaðaá. Láglent er um- hverfis skálann, en útsýni fagurt til fjallanna og hafsins með Vest- mannaeyjar að útvörðum. Rjómaskálinn er sex sinnum sjö metrar að flatarmáli og við hann var aukið skúr, sem siðar var hækkaður tiljafns við húsið. Þar er mótor, klefi til fitu- mælinga og geymslu og á loftinu vörugeymsla. Skálinn er nokkuð grafinn i jörðu og veggir eru klæddir með steinsteypu utanvert til varnar gegn ágangi vatns. Gólf er steinsteypt en húsgrindin er úr viði klædd með bárujárni að utan. en þiljuð innanvert. Skálinn er þriskiptur. Þegar inn kemur verður fyrst fyrir móttökuher- bergi með suðupotti og áhöld ýmis, tunnur og önnur ilát. Inn af og suður af móttökuklefanum er vinnuherbergi með hnoðunarvél, strokk og öðru, semytil heyrir. Austan á húsinu var stórt yfir- fallshjól: og vatni veitt úr skurðinum á hjólið. Það var á járnás, sem gengur inn undir gólfið, en á ásnum var hjól og lá reim af þvi á ás uppi undir loftinu. Á þeim ási eru önnur hjól, sem reimar hafa legið af og á strokkinn og hnoðunarvélina. f þessu herbergi er einnig þró, sem fyllt er með saltvatni. þar sem ostur var afvatnaður. Hægra megin við móttöku- klefann var ibúðarherbergi, búið húsgögnum og hitað með kaminu. Jón Gestsson frá Villingaholti var yfirsmiður við skálasmiðina. Kælihús var reist árið 1910. Það var torfkofi litill eða 3 sinnum fjórir metrar að grunnmáli. Hann var að hálfu notaður undir is eða snjó að vetrum, en að hálfu til geýmslu á sm jörkvartelum . Kofinn var notaður i einn áratug, en siðar stækkaður og breytt i geymsluhús. Rjómabússtýrur voru alls sex. Hin siðasta var Margrét Június- dóttir, sem verið hefur rjóma- bússtýra lengur en nokkur önnur kona á fslandi. Eftir að MBF kom til sögu stýrði hún einnig pöntunarfélagi og rak ferða- mannaverzlun, keypti egg og seldi nauðsynjavörur ýmsar i húsinu log það mun hafa bjargað þvi, eftir að halla tók undan fæti fyrir rjómabúinu sem sliku. Þess vegna stendur húsið nú með öllum ummerkjum og tækja- búnaði. Yfirfallshjólið hafði þó fúnað niður, þegar áhugamenn ýmsir tóku höndum saman til þess að varðveita frá glötun þetta rjómabú, sem nú stendur eitt eftir hér á landi, en Ólafur Gunnars- son .á Baugsstöðum, sem smiðaði fyrsta yfirfallshjólið- 1936, hefur nú smiðað nýtt. Samtök rjómabúinu til bjargar Stofnað var árið 1970 félag, sem hafði að markmiði að varðveita rjómabúið og hlúa að þvi og gera við það, sem látið hefði á sjá. Aðilar að þvi voru Búnaðarsam- band Suðurlands, Byggðasafn Arnessýslu og búnaðarfélög þeirra hreppa, sem rjómabúið tók yfir. Stefán Jasonarson i Vorsabæ er formaður, en ritari Helgi tvarsson i Hólum og gjaldkeri Páll Lýðsson i Litlu-Sandvik. Lóðarréttindi létu Baugstaða- bændur i té og félagið fékk búið til eignar með öllum gögnum og gæðum. Alþingi veitti fimmtiu þúsund krónur i þrjú ár til endurnýjunar á búinu og hreppurinn, sýslan og Búnaðarsamband Suðurlands hafa einnig lagt fram fé. Nú er þvinæst lokið viðgerðum og það er von forkólfa félágsins, að hægt verði að opna búið al- menningi til sýnis á sumri kom- anda. — Það er von okkar að þetta framtak minni komandi kynslóðir á gengna tima, sagði Stefán Jasonarson, þegar hann sýndi blaðamanni Timans rjómabúið, og verði þeim til nokkurs Brúsar eins og þessi komu til sögu upp úr 1920. Þeir voru kallaðir ,,læstir brúsar”, af þvi að þeim inætti læsa, svo að ekki fór niður rjóminn, þótt þeir dyttu á hiiðina, og þóttu hin mestu þing. Tii voru 10, 15 og 20 litra brúsar. Inn af móttökuherberginu er vélaherbergið. t horninu vinstra megin er strokkurinn, en fyrir miðri mynd smjörhnoðarinn. Yfirfallshjólið knúði hjólin, sem sjá má uppi á veggnum til hægri. Þaðan lágu svo rcimar yfir á hjólin á vélunum. i þessum kofa var gcymdur ostur og is, sem höggvinn var af tjörnum f grenndinni og notaður til þess að kæla, smjör að sumarlagi, eða eins lengi fram eftir sumri og hann entist. fróðleiks, sem gefa sér tima til þess að staldra hér og skoða búið. Rjómabúinmörkuðu fyrstu vél- væðinguna i islenzkum iand- búnaði og þau eru tákn merkilegs áfanga i sókn islenzkra bænda i átt til aukinna framfara. Timinn vill taka undir þessi orð Stefáns. Við værum auðugri að menningasögulegum minjum, ef fleiri væri sama sinnis og þeir félagar, sem standa að endur- nýjung rjómabúsins að Baugs- stöðum, hinu eina sinnar tegund- ar á landinu. HHJ tók saman. Ljósmyndir: Róbert Ágústsson GIös til filumælinga. Það vantar ekki einu sinni trcskóna rjómabússtýrunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.