Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 32

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 6. janúar 1974 Þegar eldurinn slokknaðí ÞAÐ eru mörg þúsund ár síðan þetta gerðist. Dreng- ur nokkur sat fyrir utan stóran helli og var að höggva tinnu með steinexi. Drengurinn var sjö vetra gamall. Framundan hellismunn- anum var dálíðtið rjóður í frumskóginum og rann á ekki alllangt i burtu. ,, Pabbi sjáðu, það er eld- ur í steininum", kallaði strákhnokkinn og hjó svo hratt, að neistarnir flugu í allar áttir. Þrekvaxinn maður, skeggjaður, með skinn um lendar gekk fram úr hell- inum, það var Wawa, höfð- inginn. ,,Jæja Swar litli, þú hef- ur veitt því athygli, að eld- töfrar búa í steinunum", sagði hann. ,,Það er ekkert nýtt, skal ég segja þér, við höfum allir vitað það fyrir ævalöngu". ,, En hvers vegna búið þið þá ekki til eld með hon- um", spurði Swar undr- andi. ,,Það getur enginn, jafn- vel ekki mestu töfra- menn", svaraði Wawa, ,,en það væri óskandi. að við gætum það, ekki sizt núna undir veturinn". Að svo mæltu gekk hann inn í hell inn aftur til þess að líta eftir ættarbálinu. Um þessar mundir hafði maðurinn ekki lært að gera sér eld. Bálin, sem fjöl- Swar og Wawa, faöir hans Wawa dansaöi um hellinn meö Swar á háhesti skyldurnar sátu við, áttu rót sína að rekja til eldinga og skógarelda, þangað sóttu forfeður okkar nokkrar logandi trjágrein- ar og báru heim í kalda hellana eða jarðholurnar, þar sem þeir höfðust við. Það var hið mesta óhapp, ef eldurinn slokknaði. Ungu stúlkurnar áttu að gæta hans, þær tíndu sam- an greinar og sprek og stunduðu arininn með hinni mestu kostgæfni. Swar sat og hjó tinnu sína. Hann hafði hugsað sér að gera úr henni exi mikla, því að hann ætlaði að leggja stóran mammút að velli, þegar honum yxi fiskur um hrygg og var nú farinn að búa sig undir það. Allt í einu kom dreng- ur hlaupandi innan úr skóginum. AAóður og más- andi kallaði hann: ,,Hirtir! Það er stór hjartahópur niðri við fljótið, þar sem þeir eru vanir að drekka". Á augabragði voru allir komnir á kreik. Út úr hell- inum hlupu karlar, konur og börn. Veturinn var fyrir DAN BARRY f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.