Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 6. janúar 1974 Sló tvær flugur í einu höggi fyrir þrem árum — náðisérí konu og stofnaði eigið fyrirtæki Pétur og Valdls. VIÐ erum i heldur seinna lagi meö kynningu á brúð- hjónum nóvembermánað- ar, en nú hefur Timinn á annað ár heiðraö brúðhjón mánaðarins með fjárupp- hæð. Þegar vinningurinn var dreginn út i þetta skipti kom upp hlutur ungra hjóna úr Vogunum, en það er i fyrsta skipti, sem vinn- ingurinn hafnar á Suður- nesjum. Það ætlaði að ganga erfiðlega að ná í brúðhjónin til að tilkynna þeim úrslitin. Síminn á heimili þeirra hjóna var úr sambandi og húsbóndinn lá veikur. En skilaboðin kom- ust sina boðleið og þau eru núna stödd hérna hjá okkur og ætla að leyfa okkur að forvitnast dálítið um sína hagi. Brúðguminn Pétur Pétursson er 21 árs, sonur hjónanna Péturs Jónssonar húsvarðar og Huldu Biering. Pétur er fæddur i Vogun- um, þarsem hann hefur alið allan sinn aldur og vill hvergi annars staðar búa. Brúðurin Valdis Skúladóttir er 19 ára, dóttir Skúla Vigfússonar bifreiðarstjóra og Ingu Ingólfs- dóttur. Valdis er aftur á móti fædd og uppalin i Keflavik, en fluttist i Vogana þegar þau Pétur stofnuðu heimili. Látlaus gifting — Við giftum okkur núna i september og það var séra Björn Jónsson i Keflavik, sem vigði okkur segir Valdis. — Þetta var látlaus athöfn, engir gestir viö- staddir, aðeins við tvö og prestur- inn og orgelleikari. Vigsluvott- orðið var handskrifað. Um kvöld- ið buðu tengdaforeldrar minir, okkur i mat. Þar sem ég hef aldrei átt þvi láni að fagna að hlotnast vinning- ur, hvorki i happadrætti eða öðru sliku þar sem heppnin ræður, leikur mér íorvitni á að vita hvernig fólk bregzt við slikri lrétt. — Við vorum auðvitað himinlif- andi, segir Pétur. — £cg var á leið heim akandi innan úr Reykjavik, þegar ég sé systur Péturs standandi á tröppunum heima hjá sér veif- andi, heldur Valdis áfram. Ég trúði henni nú ekki l'yrst i stað en l'lýtti mér heim til að segja Pétri fréttirnar. Hann var þá i svefn- rofunum, en glaðvaknaði þegar hann heyrði tiðindin. — É)g get ekki neitað þvi, að hugurinn var búinn að hvarfla til vinningsins, heldur Valdis áfram. Það birtist lika i Timanum i þess- um sama mánuði brúðarmynd af bróður minum og við gáfum bæði vinningnum hýrt auga, ég varð þó hlutskarpari i þetta skiptið. Stofnar eigið fyrirtæki — Tómstundaráhugamál? — Það er fljótsagt segir Pétur. Þungavinnuvélar, gröfur og önn- ur slik tæki. — Hann fer jafnvel út á kvöldin og ekur um til að skoða gröfur skýtur Valdis inn i, en Pétur held- ur áfram. — Frá þvi að ég lauk gagn- fræðaprófi hefur allur minn áhugi beinzt að þungavinnuvélum, og ég stefndi alltaf að þvi að stofna mitt eigið fyritæki með slikar vél- ar. Fyrir þremur árum rættist sá draumur. Ég, ásamt tveim vinum minum og eiginkonum þeirra, stofnuðum hlutaféiagið Land- verk. Áður hafði ég unnið á gröfu i nokkur ár. Hjá þeim félögum hefur verið mikið að gera i allt sumar eins og i öðrum greinum islenzks at- vinnulifs. Og Valdis hefur sömu sögu að segja, og svo margar aðr- ar heimavinnandi eiginkonur þegar atvinnulifið blómstrar, að hún sér varla mann sinn nema yf- ir blánóttina. Þetta unga fyrir- tæki hefur haft nóg að gera. Vest- mannaeyingar sóttu mikið til Keflavikur á sinum tima og Við- lagasjóður reisti sin fyrstu hús þar. Landverk h.f. tók að sér að annast frágang á lóðum þessara Viðlagasjóðshúsa. — Við mokuðum grunnana og erum núna að leggja gangstéttir við húsin og ganga frá öðru þvi, sem þarf að gera fyrir lóðirnar, annað en það, sem bæjarsjóður sér um. Við erum þegar búin með 38 hús, en húsin verða 55. Lentu i hrakningum i Landmannalaugum Það kemur upp úr kafinu, að þau hjónin eru mikið áhugafólk um ferðalög og hafa ferðazt mikið hér innanlands. Þau eru i félagi við hóp af ungum áhugaferða- löngum af Suðurnesjum. Til þess að fullnægja þessari ferðaþrá hafa þau keypt sér Bronco, þvi það er ekki auðveldasta leiðin, sem þrædd er á þessum ferðalög- um. Torfærur og erfið yfirferð freista þeirra mest, og i siðustu útivist sinni urðu þau að súpa seiðið af þvi, þvi að þá komust þau heidur betur i hann kappann. Mönnum er enn i fersk minni ..glæfraferð" ferðafólks i Land- mannalaugar- i siðasta mánuði. þegar átján ungmenni tóku sig upp og ætluðu að dveljast þar frá laugardegi til sunnudags. Það fór öðru visi en ætlað var, og á mánu- degi var farið að óttast um þau flugvél var send af stað.til að svipast um eftir þeim, og Slysa- varnarfélagið sendi út leitar- flokk. — Hvernig stóð á þvi að þið vor-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.