Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 6. janúar 1974 STRANDAÐ A JÓLANÓTT Belgískur togari strandar á Reykjanesi á aðfangadag árið 1933 1933. — Þaft var Þorlákstncssa i Heykjavik og þrátt fyrir heims- kreppuna og aft frentur kalt væri i veðri, þá voru götur miftbæjarins lullar af fólki, þvi verzlanir voru opnar til miðnættis. Menn voru aft Ijúka við fátækleg jólainnkaupin og annan undirbúning jólanna. Aðeins steinsnar frá ysi og önn verzlunarhverfisins var höfnin, hljóð og sveipuð myrkri. Undir kolakrananum i austanverðri höfninni lá varðskipið Óðinn og þegar leið að miðnætti fóru mannaferðir að aukast við skipið, þvi það átti að sigla um miðnætt- ið. Skipverjar voru að tinast um borð. Sumir leiddu konur sinar eða unnustur og gengu hægt, eins og til þess að treina kveðjustund- ina sem mest, þvi skipið átti að vera úti um jólin. Aðrir komu einir til skips og þeir gengu greitt. Á slaginu kl. 24.00 var landfest- unum sleppt lausum og grámál- aða skipið seig hægt frá bryggj- unni. Fólkið, sem stóð á bryggj- unni, dokaði við um stund og veif- aði. Jóhann P. Jónsson skipherra á Óðni stóð i brúnni meðan skipið óð vindbáruna út hafnarmynnið og sundin. Himinninn var skýjaður og svart myrkur grúfði yl'ir. Það átti ekki að fara langt, þvi ráðgert hafði verið að liggja fyrir akkeri i Faxaflóa yfir nóttina, en halda siðan sem leið liggur til Vest- fjarða með birtingu um morgun- inn. Ljóshjálmurinn frá bænum dofnaði þegar skipið fjarlægðist og skipverjar voru þögulir. Þeir myndu verða fjarri heim'ilum sin- um þessi jól. En jólin eru ef til vill sá timi arsins, þegar flestir vilja dveljast i hópi ástvina sinna og vandamanna. Þeir, sem ekki voru á vcrði á stjórnpalli eða i vólarrúmi, fóru nú að taka á sig náðir, hurlu undir þiljur, en skip- ið hélt sinum skriði og slög vólar- innar voru þung og markviss. Neyðarskeyti Loflskeytamaðurinn á varð- skipinu ætlaði að fara að leggjast lil svel'ns og var kominn i her- bergi sitt, scm var undir þiljum. Ilann var að koma ýmsu dóti lyrir, áður en hann færi að soía. 1 hcrbergi loftskeytamannsins var það nýmæli, að hátalara frá við- tæki i loltskeytastöðinni hafði verið komið þar fyrir. Gat loft- skeytamaðurinn þá hlustað eltir merkjum, enda þótt hann væri ekki á verði i loftskeytastöðinni. Loftskeytamaðurinn hafði sett hátalara þennan sjálfur, en hefur þó vafalaust ekki grunað, að þetta lyrirkomulag ælti eftir að sanna ágæti sitt svo Ivimælalaust, sem raun varð á, þvi skyndilega heyrðusl greinileg neyðarmerki frá skipi i sjávarháska. Reyndist það vera brezkt flutningaskip, sem var i hættu statt. Var það statt um 15 sjómilur norðaustur af Heykjanesi. Hafði skipið fengið sjó i eldsneytisoliuna og var dautt undir kötlunum. Itak skipið stjórnlaust fyri sjó og vindi. Það var um klukkan 01.40, sem neyðarmerkin heyrðust frá brezka skipinu. Á svipstundu breyttist allt lifið um borð i varð- skipinu. Drungi brottfararstund- arinnar hvarf, allir glaðvöknuðu og vélarnar voru settar á fulla ferð. Skipherrann gaf fyrirmæli til manna sinna, að þeir skyldu vera reiðubúnir til þess að taka brezka skipið i tog. Og þannig hófst að- íangadagur jóla um borð i varð- skipinu Óðni þessa ógnandi desembernótt. Af loftskeytamanni var það hins vegar að segja, að þegar hann heyrði neyðarmerkin, flýtti hann sér upp stigana til loft- skeytastöðvarinnar og innan fárra minútna var hann kominn i samband við nauðstadda skipið. Hélt hann eftir það upði stöðugu sambandi við það. Það var von bráðar kominn drjúgur skriður á Óðin, 14 hnúta meðalhraði, sem var mikil ferð á skipi árið 1933. Klukkan tvö um nóttina var siglt framhjá Garð- skagavita og stefnan sett suður með landinu. Óðinn hafði ekki lengi siglt, þegar bar til tiðinda. Enn heyrð- ust neyðarmerki frá sk4pi. Heyndist nú vera meiri hætta á ferðum en hjá brezka flutninga- skipinu, og ekki heldur langt und- an, þvi neyðarskeytið var frá belgiska togaranum Jan Valders, sem var strandaður „einhvers staðar á Reykjanesi”. Þar sem staðsetning togarans var ónákvæm, þá var hann þegar i stað miðaður með radio-miðun- arstöðinni og reyndist vera i stefnu á Eldey frá varðskipinu. Jan Valders finnst Það þarf varla að taka það fram, að nokkurn ugg setti að skipverjum á varðskipinu við þessi tiðindi. Reykjanes var ein- hver hættulegasti staðurinn, sem skiþ gátu strandað á. Svartir, lágir hamrar, svarrandi brim og hyldýpi aðeins steinsnar frá skerjum og urðasnögum undir bergveggnum. Berangur og hraunbreiður efra. Skipsflök áttu skamma ævi þarna. Holskeflurn- ar muldu þau upp við klettana og svo skriðu þau niður bratlan botnhallann og sukku i hyldýpið framan við björgin. Janvel i björtu og góði veðri stóð sjómönn- um ógn■af,.Húllinu” en svo nefpö sjómenn siglingaleiðina fyrir Reykjanes. Þegar i stað var hafin leit að Jan Valders. Brezka flutninga- skipið var látið eiga sig i bili, þvi að' skipshöfnin þar var ekki i bráðri lifshættu, og skipið var ekki langt undan, ef það þyrfti á skjótri hjálp að halda. En það er hins vegar af þvi að segja. að skömmu siðar réðu skipverjar bót á vandræðum sinum og er þá skipið úr sögunni. Það liðu ekki nema 10 nyvntur frá þvi að fyrstu neý'ð?* merkin heyrðust frá belgiska >°garanum þar til loftske^^töð hans þagnaði skvn^^öga að fullu og öllu. Skimé-nar a varðskipinu ræddu á milli um það, hvað komiA"nefði fyrir. Hvað var nú á sevO\ um borð i Jan Valders? aizkuðu flestir á, að sjór hefði Hætt J loftskeytastöð togararis. eða mieð öðrum orðum vonuðu það bezta, enda þótt merkin heyrðust ekki lengur. Leitinni að Jan Valders v.e' hagað þannig, að siglt var Bett með landinu suður fr- t'arb- skaga. Komin var vp,~dn 8°ia °§ nokkur undirald" var a sjónum. Enda er mæl'- dð aldrei de-vi vest- anbára y:d Róýkj^nes. P)ai - íJósin i Sandgeröi og Höfn- y,. sáust, en ekkert, sem benti til þess. að strand hefði orðið á fjör- um. Við og við var lýst með Ijós- kastara, ef það mætti gefa skip - brotsmönnum eínhverja vis- bendingu. ef þeir gætu gert vart við sig á einhvern hátt. Klukkan fjögur um morguninn sáust ljósblossar úr landi þar sem heitir Stóra-Sandvik. Var stefni þegar snúið að landi og sást þá. að þarna var togarinn strandaður. Hafði hann strandað i sunnanverðri vikinni undir lágum hömrum. Hann var alveg upp undir hamraveggnum. þvi að dýpi er þarna mikið. Varðskipið varpaði nú akkerum fyrir framan strandstaðinn eins nærri og ráð- legt var talið og i geislanum frá kastljósinu sást, að skipverjar höfðu búið um sig undir bakkan- um. Togarinn var allur i sjó að aftanverðu og virtist brjóta nær látlaust yfir hann þar.' Björgunartilraunir Það varð strax ljóst, að skipinu yrði ekki bjargað. Það mundi verða til þarna. Var þegar i stað hafizt handa um að reyna að bjarga mönnunum, þvi aðstæður voru þannig, að vafasamt var, hvort togarinn tylldi lengi á sker- inu. Mjög aðdjúpt er aiveg undir klettana. Gat þvi svo farið, fyren seinna, að skipið rynni af skerinu og sykki þá á svipstundu. Tveir bátar, stór vélbátur og lipur léttbátur, voru settir i sjo, mannaðir 6 mönnum. Fjórir fóru i vélbátinn, en tveir i léttbátinn. Bátarnir höfðu meðferðis linu- byssu (linueldflaugar) og annan björgunarútbúnað. Það var allt annað en uppörv- andi að sjá þessar gráu bátskelj- ar, sem ultu og hjuggu á öldunum með björgunarmennina sex inn- anborðs. t svarta myrkri héldu þeir i áttina að brimsorfinni klettaströndinni. Eins og sakir stóðu var þetta eina von mann- anna, sem nú biðu örlaganna i stafni to'garans, þar sem vindur gnauðaði og brimið þrumaði. Á að gizka 100 metra frá togar- anum varpaði vélbáturinn akk- eri, en hafði léttbátinn i eftir- dragi. Léttbáturinn var einnig fastur ii liðlega taug, sem fest var um borð i Óðin. Bátsxterjum var það ljóst, að ekki kom til mála að reyna að róa léttbátnum upp að hlið togarans og selflytja mennina þannig yfir i vélbátinn, eins og ætlað hafði verið, þvi að það braut nær lát- laust yfir togarann aftanverðan. Var nú gripið til linubyss- unnar i þeirri von, að unnt myndi að draga mennina i björgunar- stóli yfir brimgarðinn. En rétt i þann mund, er þeir ætluðu að skjóta, urðu þeir varir við, að bát- ana var að reka upp i brim- garðinn. Höfðu bátarnir dregið legufærin. Varð nú að draga þau inn hið bráðasta og leggja þau aftur utar. Þegar þvi var lokið, var reynt að skjóta linu. Tvö fyrstu skotin geiguðu. Að visu fóru bæði yfir togarann, en linan fauk undan vindinum og féll hún i sjóinn skammt frá togaranum. Þriðja skotið heppnaðist og féll linan niður á loftnetið, sem strengt var milli mastranna. Sáu bátsverjar þegar skipbrotsmenn skáru á hlauparann, svo að loft- netið féll niður á þilfarið ásamt linunni. Togaramenn byrjuðu strax að draga inn til sin linuna og björg- unartaugina, sem var hringuð niður i léttbátinn, en hinn endinn var festur um borð i Óðni. Það tókst ekki sem bezt, þvi að björg- unartaugin festist i hrjúfum botn- inum og þar sat hún föst og varð ekki dregin um borð i togarann. Urðu bátsverjar nú að draga alla linuna til sin aftur. Hin veiku legufæri þoldu það ekki og rak bátana nú aftur i átt til brim- garðsins. Svo illa tókst til, að tóg- iðfór i skrúfuna á vélbátnum, svo að hún stóð föst. Þá varð ekk' komizt hjá þvi að bátarnir ‘0.u að skilja. þrir menn seÞ~.01 undir árar i léttbátnum, p- nin|r drógu vélbátinn frá *-‘irngarðinum á tauginni, se- lest var 1 varðskip- ið. z.agt til atlögu Það varð nú að ráði, að þeir á léttbátnum reru eins nærri togar- anum og unnt var, eða alveg að brimgarðinum. t kastljósinu frá varðskipinu sást þá, að togarinn lét afar illa á skerinu. og var naumast annað sýnilegt en að hann myndi brotna i spón þá og þegar. Hevrðust hróp frá mönn- unum, þar sem þeir hnipruðu sig saman fremst undir bakkanum. Nú fór að skima af degi og varð þá ögn kyrrara við togarann. Oðru hverju skullu þó brotsjóirnir yfir hann-með gný og braki og skipið hnykktist til á klöppinni. Mennirnir þrir á léttbátnum réðu riú ráðum sinum. Það var ekki fýsilegt að hætta upp að siðu togarans á lagi Þó ákváðu þeir að gera tilraun til að ná mönnun- um á þennan ofdirfskufulla hátt. Og látið var til skarar skriða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.