Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 23

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 23
Sunnudagur 6. janúar 1974 TÍMINN 23 Þeir veiddu gaupu með berum höndum „Þetta cr villiköttur, nei ref- ur... Nci, héri. NEI... þetta cr gaupa!” Þannig voru orðaskiptin milli tveggja pilta i Finsas i Noregi, þegar þeir sáu eitthvað lireyfa sig undir runna skammt frá skólauum. Þaðhefði sennilega einhverjum vopnlausum hrosið hugur við að eiga við svo grimmt rándýr, Svein Erik Ramsöskar og Jan Erik Tangen, báðir 19 ára frá Þrándhiemi, voru ekki ragari en það, að þeir hófu eltingarleik með kjarkinn sem eina vopnið. Nokkrar spennandi minútur liðu. Dýrið hvæsti og sýndi tenn- urnar, en það stoðaði ekki. Það þurfti meira til að hræða þá. Þeir hröktu gaupuna upp að hlöðuvegg og um leið og dýrið glefsaði eftir vinstri hendi Ramsöskars greip hann með þeirri hægri i hnakka- drambið á dýrinu. Orfáum sekúndum seinna var gaupan komin ofan i bakpoka. Dýrir vóg 5—6 kg. Það var með öðrum orðum hálfs árs gamall kettlingur, og fyrst þegar piltarn- ir höfðu sett dýrið ofan i pokann datt þeim i hug, að móðirin væri kannski i nágrenninu. Það hrisl- aðist kaldur straumur eftir bak- inu á þeim, en fullorðið dýr er ekkert lamb að leika sér við. Með bitlausa vasahnifa og gaupuung- ann á bakinu flýttu þeir sér i burtu. Þeim fannst þeir ekki vera öruggir fyrr en þeir voru komnir nærri skólanum i Finsas. Dýrið hamaðist i pokanum, en þótt undarlegt megi virðast, klóraði það sig ekki út úr honum. t skólaeldhúsinu hleyptu þeir dýr- inu úr pokanum. Svo undarlegt sem það virðist, var það rólegra i hinu nýja umhverfi. Til að ná vináttu fangans var borið fyrir hann mjólk og flot. Þá varð gaupan órólegri en áður og þaut yfir stóla, borð og skápa. Dýriö róaðist aftur þegar lifandi hænu var slepptinntil þess. Þau stóðu hvort i sinu horni og fylgd- ust vandlega með hreyfingum hvors annars. Hænan var tekin burtu aftur og gaupan varð strax æstari. Þó að öll pottablóm hefðu verið tekin úr tómstundaherberg- inu og eldhúsinu. þá komust nem- endurnir að raun um, að þetta var ekki góður dvalarstaður til fram- búðar fyrir gestinn. Fyrstu nótt- ina geymdu þau dýrið i kassa, sem gerður var fyrir grisi, sem átti að flytja til slátrunar, en seinna fékk það hagkvæmari samastað i útihúsi hjá skólanum. Gaupan drekkur blóð með óseðjandi tist og hænur renna ljúflega niður, ef þær eru reyttar áður. Yfirleitt unir gaupan hag sinum furðu vel, en er villtarni en nokkru sinni. Hvorki Ramsóskar eða Tangen ! hafa nokkru sinni skotið gaupu. Þeir eru báðir náltúruunnendur, og þeir veiða ekki. Nú gera þeir sér vonir um, að þeir geti komið þvi til leiðar, að gaupa verði friðuð i Noregi. Háskólinn á Blindern hefur lát- ið i Ijós áhuga sinn á að taka gaupuna i sina vörzlu til að gera vlsindalegar rannsóknir á henni. Þar hafa þegar verið gerðar ráðstafanir með húsnæði handa dýrinu og fólk til að gæta þess, en vandinn er einungis fólginn i að flytja það. Skotverðlaunin nema um 33 þúsund islenzkum krónum og það finnst veiðimönnunum þeir eiga skilið. Ef þeir fá þau ekki, hafa þeirhugsað sér að sleppa dýrinu. Háskólinn hefur ekki þessa fjár- hæð á reiðum höndum til að geta leyst út dýrið. Dýragarður hefur einnig látið i ljós áhuga á að fá gaupuna, en veiðimennirnir hefðu kosið, að ’ hún fengi annan samastað. Áður en rannsóknir geta hafizt á gaupunni verður að temja hana. Ef dýrið verður sent til háskól- ans, verður það að vera i haldi i tvö ár, áður en rannsóknir geta I hafizt. Prófessorarnir hafa eink- um áhuga á að fá nánari vit- neskju um fæðu og atferli gaup- unnar og rannska skyldleikann með norsku gaurunni og gaupu-7 tegundunum i Finnlandi og ' Alaska. En enn er allt óvist um framtið gaupunnar, sem piltarnir tveir veiddu. Piltarnir tveir, Svein Erik Ramsoskar og Jan Erik Tangen með gaupu- ungann, sem þeir veiddu. Fyrst héldu þeir, aö þeir stæöu andspænis villiketti. Billill Ljómi Sköfnungs Brynjólfur Bjarnason: MEÐ STORMINN í FANGIÐ I og II Mál og menning 1973 ÞAÐ ER alþekkt fyrirbæri, að mönnum þyki bækur vondar, ef þeir eru ósammála skoðunum, sem þær boða. 011 höfum við heyrt og lesið um valdhafa, sem brenna bækur eða banna út- komu þeirra, af þvi að þeir ótt- ast, að þær kunni að hafa áhrif, sem þeim þykja óæskileg. Og reyndar þurfum við ekki ýkja- langt að leita til þess að rekast á dæmi þess. að fólk geti helzt ekki litið bækur réttu auga, ef það er þeim skoðanalega ósam- mála. Um langt árabil átti stór hluti islenzku þjóðarinnar erfitt með að viðurkenna það skáld okkar. sem skrifað hefur óbund- ið mál islenzkt af mestri iþrótt það sem af er þessari öld, — mestan part vegna þess, að menn sögðu það hafið yfir allan efa, að höfundurinn byggi yfir skoðunum. bókmenntalegum og pólitiskum, sem þeir töldu hinar hættulegustu. En fyrst þroskaður skáld- skapur þarf að sætta sig við slikan misskilning i þjóðfélagi þar sem skoðanamyndun á að heita alfrjáls, hvers mun þá að vænta um ræður og ritgerðir stjórnmálamanna, sem orðið hafa til á orrustuvellinum miðj- um, i sjálfum hita bardagans? Er ekki sjálfgefið, að slik bók þyki engum góð, nema skoðana- bræðrum höfundarins? Svo þarf þó ekki að vera. Stundum eru ræður stjórnmálamanna svo vel samdar, að þa>r verða hin bezta lesning, hvort sem menn eru sammála höfundinum eða ekki, Svo aftur sé tekið dæmi af Hall- dóri Laxness, má minna á, að hann skrifaði þau orð fyrir hart- nær fjörutiu árum, að stjórn- málaritgerðir Jónasar frá Hriflu myndu lifa — sem bók- menntir — löngu eftir að deilu- málin, sem þar er fjallað um, væru gleymd. Þessar hugsanir verða óhjá- kvæmilega áleitnar, þegar maður les bók Brynjólfs Bjarnasonar, Með storminn i fangið. Að meginstofni til eru þetta greinar og ræður um stjórnmál, og ná yfir timabilið frá 1937 til 1972, að báðum árum meðtöldum. Einnig eru nokkrar afmælis- og minningargreinar um samferðamenn, og fremst i fyrra bindi er „stutt sögulegt yf- irlit.” Á það þarf ekki að minna, að þessir áratugir eru langmesta umbrotatimabil islenzkrar sögu, og þótt viðar sé leitað. All- ir hlutir breyttust, og um flestar breytingarnar var deilt og bar- izt, oft af mikilli hörku. Þar var Brynjólfur Bjarnason jafnan i fremstu viglinu og dró ekki af sér. A sextugsafmæli Brynjólfs orti lika eitt af fremstu Ijóð- skáldum þjóðarinnar um hann kvæði, sem hefst á þessum lin- um: t dagshrið vorrar aldar af brandi þinum bar hinn bleika ljóma Sköfnungs.. Auðvitað ber bók Brynjólfs, Méð storminn i fangið, þess merki, að hún er verk baráttu- manns.samin i hita bardagans. Þetta veit höfundurinn vel. Hann segir svo i formála: „Það sem kann að vera ofsagt, bið ég menn að virða á betri veg. Þeg- ar andstæðum i þjóðfélaginu lýstur saman, þá kemur það niður á mönnum með holdi og blóði. En mér hefur alltaf þótt fyrir þvi að þurfa að standa i striði við menn.” Og hann endar formálann með þessum orðum: „Ollum góðum mönnum vil ég að lokum þakka fyrir samver- una i þessum heimi og sam- feröamönnum öllum, jafnt sam- herjum sem andstæðingum, bið ég velfarnaðar. Ég vona að mér gefist styrkur til að geta „með bróðurbrosi boðið öllum góða nótt.”” — Þessara orða ættu menn að minnast, ef þeim skyldi hitna i hamsi við aö lesa stjórnmálaræður Brynjólfs Bjarnasonar. Um hitt þarf ekki að deila, að bókin er ágætlega skrifuð, og þvi þarf engum að leiðast, sem les hana. Það er ekki heldur neitt vafamál, að þrjátiuára gömul þingræöa er sannari heimild um liðinn tima en endurminning, sem skrifuð er þrjátiu árum eftir að at- burðirnir gerðust. Maðurinn sem endurminningarnar skrif- ar, er þá óneitanlega orðinn þrjátiu árum eldri, og vafalitið farinn að lita atburðina öðrum Hrynjólfur Bjarnason augum en hann gerði á þeirri stundu, sem hann lifði þá. Það hefur verið sagt um Brynjólf Bjarnason, að hann hafi verið ofmetinn af samherj- um sinuin, hataður af and- stæðingum sinum, en ótrúlega misskilinn af hvorum tveggja. Hér skal ekki lagður neinn dóm- ur á ofmat manna eða hatur á Brynjólfi, enda munu þessi orð hafa verið skrifuð i gamni, að minnsta kosti að öðrum þræði. Hitt er vist, að maðurinn hefur verið mjög misskilinn. Lengi vel var það visl skoðun fleslra, að hann væri aðeins hinn harðvit- ugi baráttumaður, en þegar Brynjóllur fór, fyrir mörgum árum, að senda frá sér bækur, þar sem fjallað var á visinda- legan og heimspekilegan hátt um möguleikana fyrir lif.i eftir likamsdauðann, sáu menn, að hér fór ekki aðeins stjórnmála- maður, heldur einnig djúpvitur hugsuður og ágætur rithöfund- ur. Þótt þessar bækur séu alls ólikar þeirri, sem Brynjólfur sendir nú frá sér, er ástæöa til þess að minná á þær. „Forn og ný vandamál,” „Gátan mikla” og „Á mörkum mannlegrar þekkingar”, eru að sjálfsögðu harla ólikar bókinni „Með stórminn i fangið,” en þrátt fyr- ir það er bæði gagnlegt og skemmtilegt að bera saman stil þeirra og orðaval og annað það, sem gerir menn að rithöfund- um. Vitanlega hljóta margir að verða ósammála þessari nýju bók Brynjólfs Bjarnasonar og þeim niðurstöðum, sem höfund- ur kemst að. Slikt liggur i hlutarins eðli, allt annað væri óeðlilegt. Engu að siður mun mörgm þykja næsta fróðlegt að lesa áratugagamlar ræður þess stjórnmálamanns, sem einna vopndjarfastur hefur verið ,,i dagshrið vorrar aldar.” -VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.