Tíminn - 06.01.1974, Síða 18

Tíminn - 06.01.1974, Síða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 6. janúar 1974 Menn og máUfni Aukið mikilvægi umbótastefnunnar Pannig gckk fólk á skiðum i nágrenni Loftleiöahótelsins i kuldakastinu, sem gekk um garö i vikunni. — Timamynd: Gunnar. Hnignandi stefna Skömmu fyrir jólin, eða 21. f.m., birtist athyglisverö grein hér i blaðinu eftir ungan mennta- mann, Jón Sigurðsson skrifstofu- stjóra. Greinina nefndi Jón: Þjóðleg félagshyggja og fram- tiðarhorfur. í grein þessari ræddi Jón þróun stjórnmála i nágranna- löndum okkar með tilliti til úr- slita siðustu þingkosninga þar. M.a. vék hann að ósigrum jafn- aðarmannaflokkanna á Noröur- löndum. Niðurstaða Jóns var m.a. þessi: ,,Það er ljóst, að mörg megin- markmið jafnaðarmanna hafa þegar komizt i framkvæmd i svo- nefndum velferðarrikjum, og við- ast hafa hægri menn og ihaldsöfl tileinkað sér þau að nokkru, að svo miklu leyti sem þau geta samrýmzt einkarekstri og örum hagvexti. það er um leið ljóst, að vandi nútimavelferðar- og neyzluþjóðfélags verður ekki leystur með aðferðum hefðbund- innar jafnaðarstefnu. Jafnaðar- stefna og hægri stefna eiga það sammerkt, að þær vilja leysa fé- lagslegan vanda með aukinni framleiðslu og vaxandi neyzlu. Þeim er það lika sameiginlegt, að þær lita a' vöxt þéttbýlis sem framfaramerki. Hvor um sig stefnir að skipulagningu mann- lifs, þótt með ólikum hætti sé. Þessi stefna er nú að ganga sér til húðar. Visindamenn hafa meira að segja haldið þvi fram, aðhún sé mannkyni stórhættuleg, ef fram fer um skeið eins og verið hefur”. Ný forusta Þá segir Jón Sigurðsson: ,,I stað jafnaðarmanna gerist það þvi i hverju landinu af öðru, að félagshyggjumiðflokkar, eða vinstri sinnaðir flokkar aðrir, búa sig undir að taka forystuna. Fyrir aðeins nokkrum árum var allt tal um byggðastefnu og jafnvægi i byggð landsins álitið óráðshjal. Nú er svo komið, og viðar en á ts- landi einu, að allir vildu þetta sagt hafa. Fyrir nokkrum árum var hugmyndum um stöðugt samfélag og jafnvægissamfélag tekið sem hreinni afturhalds- stefnu. Nú sannfærast æ fleiri um að þetta sé ef til vill eina leiðin til að komast hjá hörmungum. Þeir flokkar, sem tekið hafa mið af smárekstri i frumframleiðslu- greinum, eins og landbúnaði og fiskveiðum, af handverki og smá- iðn, hafa að sama skapi siglt meðbyr að undanförnu. Þeir flokkar, sem lagt hafa áherzlu á byggðajafnvægi og tortryggt hafa hugmyndir um hömlulausan hag- vöxt, hafa aukið fylgi sitt. Og viða er nú svo komið, að þjóðleg sjón- armið ryðja sér til rúms á kostn- að allra þeirra ,,isma”, sem mest hefurboriðá á menningarsviði að undanförnu. Sé dæmi tekið af Islandi, er ekki annað að sjá en að hefðbundin sjónarmið framsóknarmanna fyrr og siðar séu nú óðum staðfest af sjálfri framvindunni, um leið og jafnaðarmenn eiga i vaxandi örðugleikum með að fóta sig i heimi eigin hugmynda. Fram- sóknarmenn þurfa og verða að gera sér grein fyrir þessu og kunna að bregðast við þessum að- stæðum”. Þjóðleg félags- hyggja 1 grein Jóns Sigurðssonar segir enn fremur: „Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt, að hefðbundin jafn- aðarstefna hefur runnið skeið sitt á enda sem forystuafl i velferðar- þjóðfélögunum. A sama tima hef ur það orðið ljóst, að þjóðleg fé- lagshyggja miðflokka og frjáls- lyndra vinstriflokka gefur tima- bær svör við þeim vanda, sem við er að glima i þjóðfélagi, sem ein- kennist af,æ sterkari rekstarein- ingum, örum hagvexti og neyzlu svo að til óskapa horfir og af rösk- un byggðajafnvægis. Nú er það beinlinis komið i tizku, og það i ó- likustu stjórnmálaflokkum, að hampa hefðbundnum Fram- sóknarsjónarmiðum um náttúr- legt mannlif, valddreifingu, byggðajafnvægi og smærri rekstrareiningar, samfara sam- vinnustefnu, félagslegu öryggi og þjóðlegum sjónarmiðum”. Grein sinni lýkur Jón Sigurðs- son með þessum orðum: „Það er hins vegar mikið undir þvi komið, að framsóknarmenn meti stöðuna rétt og eyði ekki tima sinum i ófrjótt stagl um slagorð, sem hafa misst gildi sitt. Það riður á miklu að þeir haldi stefnu sinni, þvi að breyttar að- stæður hafa gefið henni aukið gildi og nýtt mikilvægi, ef leysa skal þann vanda, sem framundan er”. Sígild sjónarmið Ef litið er til baka til áranna 1916—’30, þegar núverandi flokkaskipan var að mótast, verð- ur mönnum áreiðanlega ljóst, að það er stefna Framsóknarflokks- ins, sem bezt hefur staðizt dóm reynslunnar og er ekki siður I fullu gildi nú en þá. Þeir flokkar sem nú virðast i mestri sókn I heiminum, byggja einkum á mörgum þeim sjónarmiðum, sem hafa verið leiðarljós Fram- sóknarflokksins frá upphafi, eins og byggðajafnvægi, dreifingu valds, samvinnu og jöfnuði, sem tryggði andlegt og efnalegt sjálf- stæði sem allra flestra einstakl- inga. Framsóknarf lokkurinn þarfnast þvi ekki neins nýs hug- myndakerfis. Meginstefna hans er stöðugt i fullu gildi, þótt fram- kvæmdaatriðum verði að breyta með tilliti til breyttra aðstæðna. Hið sama verður ekki sagt um stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hún fólst upphaflega i sem allra mestu sjálfræði hinna svonefndu sterku einstaklinga. Rikið átti að skerða sem minnst athafnamögu- leika þeirra. Einkaframtakið átti að leysa allan vanda, og sam- hjálpin og samstarfið á vegum opinberra aðila eða félaga að vera sem minnst. Sjálfstæðis- flokkurinn hef ur hvað eftir annað orðið að hverfa aö úrræðum fé- lagshyggju og samneyzlu, þvi að hömlulaust einkaframtak leysir ekki hin sameiginlegu vandamál. Nákvæmlega hið sama er uppi á teningnum hjá Alþýðuflokkn- um. Hann trúði lengi vel á þjóð- nýtinguna sem hina mestu sálu- hjálp. Jafnaöarmenn hafa yfir- leitt alls staðar hafnað henni, þar sem þeir hafa komizt til valda. Þegar Kommúnistaflokkurinn kom til sögunnar, gekk hann enn lengra i þjóðnýtingarmálunum en Alþýðuflokkurinn. Hann hélt lika fram miklu róttækari aðgerðum á mörgum sviðum. Nú minnist arf- taki hans, Alþýðubandalagið, sjaldan orðið á þjóðnýtingar- stefnuna, og er i flestum málum talsvert til hægri við Alþýðuflokk- inn, eins og hann upphaflega var. Höfuðandstæð- ingur öfgastefna Af hálfu Framsóknarflokksins hefur þvi jafnan verið haldið fram, að hann væri höfuðand- stæðingur ihaldsins og ekki að- eins ihaldsins, heldur einnig kommúnismans, og raunar allra öfgastefna til hægri og vinstri. Þetta byggist á þeirri einföldu staðreynd, að flokkur sem vinnur á þróunargrundvelli að margvis- legum þjóðfélagsumbótum, vinn- ur bezt gegn ihaldi og kommún- isma. Hann eyðir þeim jarðvegi, sem skapar öfgastefnum mesta möguleika. Það er höfuðmisskiln ingur að telja ihaldsflokk mestan andstæðing kommúnistaflokks eða kommúnistaflokk mestan andstæðing ihaldsflokks. Þvert á móti hjálpa slikir flokkar oft hver öðrum. Ranglát ihaldsstefna skapar jarðveg fyrir kommún- isma. Hávaðasamur kommún- istaflokkur skapar hins vegar jarðveg fyrir öfgafulla ihalds- stefnu, eins og sýndi sig i Þýzka- landi á árunum 1928—’33. öfga- stefnum verður bezt haldið i skefjum með þvi að beita úrræð- um hófsamra vinstri flokka og umbótasinnaðra miðflokka. 1 hópi slikra flokka hefur F'ram- sóknarflokkurinn verið, auk þess sem hann hefur beitt sér meira fyrir byggðastefnu og valddreif- ingarstefnu en slikir ííokkar hafa gert annars staðar. At þessum á- stæðum hefur hann verið og er höfuðandstæðingur ihaldsstefn- unnar og annarra öfgastefna á Is landi, hvort heldur sem þær flokkast til hægri eða vinstri. íslenzk þróun Þegar litið er yfir sögu is- lenzkra stjórnmála siðan núver- andi flokkaskipan kom til sög- unnar, sést það ótvirætt, að það er stefna Framsóknarfl., sem mest hefur mótað stjórn- málaþróunina á þessum tima. Hér hefur ekki hafizt til valda sú ihaldsstefna, sem Sjálfstæðis- flokkurinn eða fyrirrennarar hans beittu sér fyrir i upphafi og fólst i þvi að einkaframtakið ætti að drottna og samneyzlan að vera sem minnst. Hér hefur ekki hafizt til yfirráða sú mikla þjóðnýt- ingarstefna, sem fyrst Alþýðu- flokkurinn og siðar Kommúnista- flokkurinn beittu sér fyrir. Hér hefur verið farið bil beggja, einkaframtakið fengið að njóta sin innan hóflegra marka, en samhjálp og samneyzla aukin á mörgum sviðum, einkum til stuðnings þeim, sem minna máttu sin. Jafnframt hefur verið haldið uppi margháttaðri starf- semi til að viðhalda landsbyggö- inni, eips og Framsóknarflokkur- inn beitti sér einn fyrir i upphafi. Þannig hefur það verið stefna hans, sem haft hef ur heilladrýgst áhrif á stjórnmálaþróunina. Þessi miklu áhrif Framsóknar- flokksins sjást þó næstum enn betur, þegar litið er á stefnumót- un stjórnmálaflokkanna um þess- ar mundir. Allir aðrir flokkar en Framsóknarflokkurinn hafa færzt mjög verulega frá hinni upphaflegu stefnu sinni og gengið meira og minna hil móts við sjón- armið Framsóknarflokksins. Þess vegna heyrist nú oft sagt, að erfitt sé að finna mun á stefnu flokkanna. Stefna Framsóknar- flokksins, hefur reynzt sigildasta stefnan, og þess vegna hafa aðrir flokkar horfið meira og minna til liðs við sjónarmið hennar i orði kveðnu. Aldrei mikil- vægara en nú Vissulega er það rétt, að oft er erfitt að gera mun á stefnu flokk- anna af framangreindum ástæð- um. En þetta má samt ekki villa neinn. Innst inni fylgja flokkarnir meira og minna hinni upphaflegu stefnu sinni, þótt þeir segi annað i orði. Þess vegna verður að taka slikum stefnuyfirlýsingum með varúð. Þeim flokki, sem bezt hefur fylgt upprunalegri stefnu sinni, er öruggast að treysta, og það þvi fremur, sem hún er i fullu samræmi við þau sjónarmið, sem menn eru nú sem óðast að gera sér grein fyrir, að eru hin réttu. Þá reynslu hefur tæknibyltingin og þéttbýlisvöxturinn fært mannkyninu. Sá boðskapur, sem Fram- sóknarflokkurinn hóf að flytja fyrir meira en hálfri öld, um byggðastefnu, samvinnu og jöfn- uð, átti mikið erindi til þjóðarinn- ar þá. Hann á þó enn erindi til þjóðarinnar nú. Hann er i fyllsta samræmi við kröfur og þarfir samtimans og framtiðarinnar. Hann er sá boðskapur, sem hugs- andi menn um heim allan sfiúast nú i sivaxandi mæli til fylgis við. Þvi hefur efling Framsóknar- flokksins aldrei verið mikilvæg- ari en nú. En efling hans er mikilvæg af fleiri ástæðum. Það kosninga- fyrirkomulag, sem þjóðin býr nú við, hefur víðast leitt til flokka- fjölgunar og vaxandi sundrungar. Þaö sýnir reynslan i Danmörku, Hollandi og Noregi. Þessi hætta er einnig yfirvofandi hér. Reynsl- an hefur sýnt, að Framsóknar- flokkurinn er eini flokkurinn, sem hefur getað og getur haft forustu um samstarf umbótaaflanna. Styrkur hanserbezta tryggingin fyrir þvi, að hér geti haldizt samstarf umbótamanna, sem tryggir framfarir og þróun og heldur öfgaöflum i skefjum. Þannig verður þjóðinni tryggt farsælast stjórnarfar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.