Tíminn - 06.01.1974, Qupperneq 5

Tíminn - 06.01.1974, Qupperneq 5
Sunnudagur 6. janúar 1974 TÍMINN 5 Nýtt þjóðháttasafn í útborg Lvov i Vestur-XJkrainu risu upp einkennilegar bygging- ar fyrir nokkrum árum: Viðar- kirkja, kofi með stráþaki, vatnsmylla og fl. Þetta var úti- safn, sem sett var upp i Shevchenkovski Gai-garðinum. ★ Schevchenkovski Gai er tólfta safnið i Lvov. Borgarstjórnin hefur kostað uppsetninguna og viðhald safnsins. ★ Þar munu verða sýnd dæmi um hina gömlu viðarbyggingar- list, gömul verkfæri og út- búnaður. ★ Gestir safnsins munu geta ferðazt aftur i timann og kynnt sór lif og menningu forfeðra sinna. ★ Ný tegund af „Zaporozhet" Daglega renna 350 litlar bifreið- ar af gerðinni Zaporozhets eftir færibandinu i Kommunar-bif- reiðaverksmiðjunum i Zaporo- znye i Úkrainu. Það er nýja tegundin ZAZ-968, sem byrjað var að framleiða i marz 1972. Hafin var framleiðsla á nýju tefundinni, án þess að tækni- starf stöðvaðist. Nýja gerðin er þægilegri og traustari i notkun, heldur en sú eldri. Vélin er kraftmeiri, 40 og 45 hestöfl, og hægt er að ná 125 km hraða á klst. Framleiösla nýju bifreiðanna hefur verið endurskipulögð, til þess að hægt sé að standast fimm ára áætlunina, en i lok hennar er áætlað, að ársfram- leiðslan verði 150.000 bilar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.