Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur (i. janúar 1974 írski verndar- dýrlingurinn var ekki írskur! Þeir halda þvi vist ekki á lofti æstustu kaþólsku Irarnir, að aðalverndardýrlingur þeirra, sem þeir ákalla, þegar mest liggur við, — er alls ekki irskur að uppruna. Hann var franskur og fæddist i Tours og hét réttu nafni Succat. Faðir hans hét Calpurnius, en móðir hans var systir Marteins erkibiskups i Tours. ★ Sovézkt tímarit Um tungumdl Gyðinga Arið 1961 hófst i Moskvu út- gáfa mánaðarrits i n s „Soviethish Heimland”, sem kemur út á málinu jiddisch og fjallar aðallega um bókmenntir og listir. Timaritið er 12 prent- aðar arkir að stærð, skreytt myndum og eftirprentunum. Upplagið er 25 þúsund eintök. Ekkert annað timarit á jiddisch kemur út i svo stóru upplagi. Hluti upplagsins er sendur til dreifingar i öðrum löndum svoj sem Bandarikjunum, Kanada, Uruguay, Frakklandi og tsrael. * Pizzu-saga í þrem þdttum Robert McLean veit engan mat betri en italska pizzu, sem nú er mikill tizkuréttur víða um heim (hefur jafnvel borizt hingað til lands). Hann lét sér þvi ekkert bregða, þegar lögreglumaður kom skyndilega inn á veitinga- stað, þar sem hann sat að pizzu- áti, og tilkynnti honum, að bill- inn hans hefði runnið niður brekku og lent á steinvegg. McLean fór i hægðum sinum út, náði i bilinn og kom honum fyrir á öruggari stað. Siðan hélt hann inn og hélt áfram að borða pizzuna sina. Nokkrum minútum siðar kom sami lögregluþjónninn aftur inn á veitingastaðinn, og enn átti hann erindi við McLean. Nú hafði hann þær fréttir að færa, að fyrrnefndur bill stæði i björtu báli. Og McLean átti ekki ann- ars úrkosta en yfirgefa pizzuna i annað sinn. Slökkvilið var kall- að á vettvang og tókst að slökkva eldinn. Ekki var þvi fyrr lokið, en McLean flýtti sér inn til að ljúka við pizzuna. m DENNI DÆMALAUSI Elskan, við getum ekki haldið áfram að hittast svona. Að minnsta kosti ekki hérna hjá okk- ur, það er áreiðanlegt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.