Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 17
Sunnudagur fi. janúar 1974 Bátnum var haldiö við brot- jaðarinn. Kom þá mikið ólag og braut það yfir allan togarann. Þegar ólagið var afstaðið. reru þeir lifróður að skipinu og köst- uðu kastlinu til skipbrotsmanna og drógu bátinn að siðunni. Þegar skipbrotsmenn sáu til björgunarmannanna á léttbátn- um, kölluðu þeir eitthvað á flæmsku, sem bátsverjar ekki skildu. Jafnframt þustu þeir út að lunningunni. Allir voru með lif- belti. Varðskipsmenn spurðu á ensku, hvað margir menn væru i togaranum. Togaramenn kváðust vera 14 og þeir þeir heyrðu, að taka átti átta menn með i bátinn, köliuðu þeir einum rómi: — ,,The boy! The boy!” Komu þeir svo með litinn dreng, á að gizka 12 ára gamlan. Var drengurinn grátandi o$ >l*a haldinn. Siðan komu sjömenrr lil viöbótar i bátinn. Báru sumir sig nrjög illa og lögðust niður i austr- ið i bátnum. Var nú róinn lifróður frá togaranum. Bátsskelin, sem nú var yfirhlaðin af mönnum, seig löturhægt fyrir afturstafn togarans — út á dýpið. Hann var ekki kominn langt frá þegar ólag Hóf sig upp og munaði minnstu að brotið þrifi bátinn. En hann slapp. Saup nokkuð sjó, en ekki að ráði, og var nú róið yfir i varðskipið, þar sem það lá og rykkti drauga- lega i akkerisfestina á öldunni. Báturinn komst klakklaust út og voru skipbrotsmennirnir nú settir um borð. Þar tóku ótal hendur á móti þeim, þvi að þeir voru orðnir þrekaðir. Nu var fenginn einn maður til viðbótar i léttbátinn til að sækja þá sjö.sem eftir voru i togaranum. Var siöan lagt af staö. Þegar léttbáturinn nálgaöist togarann, virtust aðstæður enn hafa versnað. Hvert ólagið rak nú annað og virtust litil hlé á milli þeirra. Bátsverjar biðu ólögin af og héldu við á árum utan við brimgarðinn eins og áður. Loks tóku þeir lag og reru lifróður aö togaranum. Togaramenn fylgd- ust vel með, og sáu, að mikið myndi i húfi, að báturinn tefðist ekki við siðuna. Héngu þeir allir utan á borðstokknum, þegar bát- inn bar að. Tók það ekki nema tvær minútur eða svo að koma þeim niður i bátinn og róa út aftur. Þessar tvær minútur virt- ust þó vera heil eilifð, og ekki mátti tæpara standa, þvi rétt er báturinn var sloppinn fyrir aftur- stafn togarans hóf sig upp stór- hrot og færði togarann nær þvi i kaf. Það var eins og náttúruöflin vildu nú sýna mátt sinn eftir mik- ið umburðarlyndi við veika kænu varðskipsmanna. En vist er það, að hér mátti ekki sekúndu muna, þvi að báturinn hefði ekki staðið af sér þvilikt ólag. Var nú haldið áleiðis um borð aftur. Togarinn var nú mannlaus og von bráðar myndi hann hljóta sömu örlög og önnur skip, er þarna hafa farizt — hverfa. Skipbrotsmenn voru margir mjög iila haldnir og þrekaðir af vosbúð. Voru þeir þakklátir hinni giftusamlegu en naumu björgun og hlýjum mót- tökum um borð i Óðni. Jón Jóns son, sem var einn þeirra, er reru vfir i togarann, ritaði nokkrar linur sér til minnis um atburð þennan. Hann segir: ....Þegar við komum um borð til okkar og vorum búnir aö koma mönnunum upp, tók belgiski skip- stjórinn um hálsinn á skipstjóra okkar og kyssti fyrir hjálpina, og var afar klökkur....” Til Reykjavikur Klukkan var langt gengin niu, þegar léttháturinn kom úr seinni ferðinni yfir i togarann. Skip- brotsmennirnir voru þegar færðir i þurr föt og gefinn heitur maður. Hresstust þeir fljótt. Varðskipsmenn fóru nú að taka upp bátana og létta akkerum Sást þá til mannaferða efst á bjargbrúninni. Voru þar komnir björgunarmenn frá Slvsavarna- lélaginu undir forustu Jóns Berg- sveinssonar, þáverandi erindreka Slysavarnafélagsins. Höfðu björgunarmenn brotizt yfir veg- leysur á strandstaðinn með útbúnað sinn á svo ótrúlega skömmum tima. Þegar akkeri voru uppi, var haldið af stað áleiðis til Reykja- vikur. Siðast sást það til togar- ans. að hann nötraði á skerinu undan brimþunganum. Þegar Óðinn sigldi fvrir Garöskaga mættu þeir togara. Reyndist togari þessi vera frá sama útgerðarfélagi og Jan Vald- ers. Var togarinn á leiðinni á strandstaöinn. Var þegar látið vita. að mennirnir væru komnir yfir i Óðin. Þeytti togarinn þá eimpipu sina og skipverjar veif- uðu til varðskipsins. Nokkrir skipbrotsmanna komu upp á þilfar og veifuöu á móti og Óðinn svaraði með eimpipu sinni. Varðskipið Óðinn lagðist að bryggju i Reykjavikurhöfn um kl hálftvö á aðfangadag. Rúmlega þrettan klukkustundum eftir að það lét úr höfn. A bryggjunni var fjöldi manns aman kominn til þess að fagna strandmönnum, sem þóttu úr helju heimtir. Belgiski knsúllinn i Reykjavik, Ólsen. var þar fyrir og tók strand- mennina i sina vörzlu. Klukkan hálf fjögur sama dag kom Tryggvi gamli (togarinn) til Reykjavikur. Hafði skipið komið á strandstaðinn hálfum öðrum tima eftir að varðskipið yfirgaf hann. Var togarinn þá að mestu i kafi i sjó, svo mjóu hefur munað. JÓI Það er liðið á aðfangadaginn. Skammdegismyrkrið færist yfir og fólkinu fækkað óðum á götun um. Jólahelgin er að koma. Fólk- ið,sem kom niður á bryggjuna til að heilsa strandmönnum, er löngu horfið heim aftur. Óðinn liggur á sama stað og skipverjar fara að tinast um borð. Sumir leiða eiginkonur sinar eða unnustur og ganga hægt, eins og til að draga kveðjustundina. Aðrir koma einir og ganga greitt niður að skipinu. Von bráðar gefur skipherrann fyrirmæli um að sleppa landfestum og skipið sigur frá. Það skriður þungum skriði út hafnarmynnið og út sundin. Hjálmurinn af jólaljósum Reykvikinga dvinar, þegar skipið fjárlægist. Slög vélanna eru þung og viss. Vörðurinn á stjórnpallinum og i vélarrúminu er hljóður og menn- irnir, sem ganga frá landfestun- um og sjóbúa, eru þögulir og vinna störf sin af sama hraða og gaumgæfni og vant er. 1 Faxaflóa er akkerum varpað og jólin koma eins og svo oft áður á sjón- um. Ilmur af jólamatnum berst um skipið... Engir fengu betri jólagjöf en þessir vösku sjómenn, er fyrr um daginn björguðu 14 samherjum sinum úr greipum dauðans. Það á að draga upp akkerið i birtingu og halda sem leið liggur vestur á firði, svo að viðstaðan verður ekki löng. Björgunarmenn Það fer vaialaust bezt á þvi hér aö láta lesandanum eftir að draga sinar ályktanir af þessari stuttu sögu. Hér var mikil mildi og mikil hamingja i starfi. Samt er rétt að fara fáeinum orðum um þá menn, sem að björguninni unnu, stjórn- urðu henni og skipulögðu. Þó hér verði aðeins nefnd nöfn þeirra manna, er komu beinlinis við sögu, þá megum við samt ekki gleyma þeim, er ekki fengu hlut- verk, heldur biðu fyrirskipana yfirboðara sinna um borð i varð- skipinu. Eigi var hér heldur sögð saga björgunarsveitar Slysavarna- délagsins, sem kom á strand- staðinn eftir að hafa brotizt yfir vegleysur i torfæru hrauni, rétt i þann mund - er björgun skipshafnarinnar var lokið. Sem geta má nærri, vakti björgun þessi athygli og Leopold Belgiukonungur sæmdi nokkra skipverja á óðni heiðursmerkj- um. Þessir voru heiðraðir af konungi: Jóhann P. Jónsson skip- herra, Þórarinn Björnsson, 1. stýrim., Guðbjörn Bjarnason, 2. stýrimaður, Lýður Guðmunds- son. loftskeytamaður, Jón Jóns- son, háseti, Magnús Björnsson, yngri: háseti, Guðmundur Sigurðsson, háseti, Skafti Jóns- son. háseti. Um aldrif togaramanna er ekki vitað, en vafalaust hefur þessi að- fangadagur orðið þeim minnis- stæðari en flest annað. Þess má að lokum geta, að siðar, er Þórarinn Björnsson fór á þessar slóðir i björtu og góði veöri til að kanna strandstaðinn, varð ekki með neinu móti séð hvar tog- arinn hafði staðið, þvi að engin ummerki voru eftir á klöppunum. Svo rækilega hafði brimið afmáö vegsummerki. TÍMINN 17 Alla íyigi^ onur t með Tímarrum A Kópavogsbúar tilkynning um sorphauga Athygli skal vakin á þvi að frá og með 1. janúar 1974, eru sorphaugar Kópavogs á sama stað og sorphaugar Reykjavikur — við Gufunes. Það skal tekið fram að frá sama tima -er Kópavogsbúum óheimilt að fara með hverskonar sorp eða úrgang á sopr- haugana sunnan Hafnarfjarðar. íbúum Kópavogs, sem þurfa að koma frá sér úrgangi, er þvi bent á að fara með allt slikt á sorphaugana við Gufunes. Leiðin að sorphaugunum við Gufunes er þessi: Eftir að komið er upp Ártúnsbrekku er ekið um 2. km. eftir Vesturlandsvegi, siðanbeygtaf honum (skilti: Gufunes) til vinstri á veg sem liggur að Gufunesi og farið eftir honum um 4 km. leið að sorphaugunum. Sorphaugarnir við Gufunes eru opnir, sem hér segir: Mánudaga— laugardaga, kl. 8,00-23,00. Sunnudaga, kl. 10,00 — 18.00. Rekstrarstjóri Kópavogs Ileilbrigðisfulltrúi Kópavogs. JÁNÚAR LAUNAGREIÐENDUR vinsamlega veitið eftiriaiandi erindi athygli: Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 19. janúar. Það eru til- mæli embættisins til yðar, að þér ritið allar upplýsingar rétt og greini- lega á_ miðana og vandið frágang þeirra. Með því stuðlið þér að hag- kvæmni í opinberum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSUÓRI LAUNAGREIÐENDUR! Munið að tilgreina nafnnúmer launþega á launamiðanum. Með því sparið þér yður og skattyfirvöldum dýrmætan tíma og tryggið, að launa- greiðslurnar verði frádráttar- bærar til skatts.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.