Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 29

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 29
Sunnudagur 6. janúar 1974 TÍMINN 29 um. Hann var stoltur, þegar hann fékk þaö hrós, sem hann átti skil- iö. Ég hugsaöi um Neil, sem átti i erfiöleikum með að halda aftur af tárunum. vegna bangsans og allra leikfanganna. sem nú voru glötuð. Ég reyndi að hugga hann með þvi að dótið þeirra hefði nú eignazt nýtt heimili meðal alls þess skrýtna, sem lá á hafsbotni. Ég minntist þess. hvernig Rob- in. þrátt fyrir slæma sjóveiki, hafði öðru hverju litið upp og sagt eitthvað. sem kom okkur öllum til að brosa. Faðir hans var nýlát- inn. og móðir hans haföi verið þvi mótfallin, að hann færi frá Eng- landi. Mér var mikið i mun að Robin, sem ekki var einn af fjöl- skyldunni. yrði ekki útundan á nokkurn hátt. Ég hugsaði um manninn minn, elsku Dougal, sem fannst hann bera ábyrgð á ökkur öllum. Hann skildi til fulls.hversu alvarlegt á- standið var. Hann hafði verið yfirmaður i verzlunarflotanum, þegar við hittumst i Hong Kong fyrir 21 ári. Ég var þá hjúkrunar- kona. Nú vissi hann, að það var liklegt, að við yrðum hér til. En hann sagði ekkert, lagði aðeins handlegginn um axlir minar og hvislaði: — Við höfum haft það gott saman, ekki satt. Það var satt. Hann hafði hætt á sjónum, og viö gátum með ærnum sparnaði keypt jörð og farið að búa. t 17 ár lifðum við i mikilli fá- tækt, og vorum alltaf skuldum vafin, börnin okkar fjögur elsk- uðu okkur og heimili sitt. Nú höfðum við selt allt og lagt upp i hnattferð til að reyna að bjóða börnunum lif, sem ekki var eins erfitt. En yrði það kannski bara til þess að þrjú þeirra dæju? Ég hugsaöi um Douglas, sem varð til fyrir kraftaverk. Þrisvar var ég næstum búin að missa hann ófæddan, en hann fæddist loks, og enn var barizt fyrir lifi hans. Nú var hann stór og mynd- arlegur karlmaður, átján ára og stoð föður sins. Anna stóð mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Hún var ekki hér, svo hún myndi fá að lifa á- fram. Það var liklega ekki ætlun- in, að ekkert yrði eftir af okkur og lifsstarfinu. Kannski yrðu krafta- verkin fleiri, hugsaði ég. Það var lika staðreynd, að öll lifðum við þó enn. Það fyrsta, sem ég sagði við Dougal, þegar við vorum kom in um borð i flekann, var að við yröum að koma drengjunum til lands. — Auðvitaö gerum við það, svaraði hann rólega og greip um hönd mina. Meðan þessar hugsanir þutu um huga minn, bað ég stöðugt: Góði guð, leyföu börnunum aö lifa. Ég trúi á þig, en styrktu trú mina, með þvi að láta drengina ekki deyja. Fátt um vistir Loks tók að lýsa af degi. Viö gerðum okkur grein fyrir þvi, að enginn myndi sakna okkar fyrr en eftir einar fimm vikur. ömögu- legt var að fara aftur til Galapag- os, þvi að þangað voru 300 km móti straumi og vindi. Dougai sagðist ætla að reyna að setja segl á bátinn, þannig að hann drægi flekann. Við urðum að komast 600 kflómetra til norðurs, til þess að von væri að hitta fyrir skip. Þar myndi lika rigna! Þó að við hefðum ákveðið vatnsskammtinn fimm sopa á dag, voru strax búnar tvær af þeim átján flöskum sem voru i flekanum. t vistum flekans var einnig vitaminbætt kex og þrúgu- sykur. Þetta átti að nægja fimm mönnum i fjóra daga. Við gengum vandlega frá þvi, sem við höfðum náð með okkur af mat, tólf laukum. hálfu kilói af kexi, tiu appelsinum, sex sitrón- um, 250 grömmum af sultu og tveim litlum gerpökkum, sem verið höfðu i saumakörfunni. Annað, sem finnanlegt var á flekanum, var neyðarblys og flugeldar, svampar og skæri, og auk þess höfðum við eldhúshnif- inn, sem Douglas hafði skorið flekann með frá skútunni. 1 saumakörfunni var auk gers- ins og venjulegs saumadóts, fjór- ir prjónar. plastbolli. tveir plast- baukar og dálitið af koparþræði, álpappir, aspiringlas, skóhorn og blýantur — allt hlutir. sem gætu komið sér vel. Bara að ég hefði náð litla vasaáttavitanum eða nokkrum dósum af kjöti. Hugsun- in um það olli mér angri vikum saman. Sektarkennd og hræðsla Dougal átti við verri hugsanir að striða en ég. Ég sá, að hann var farinn yfir i litla bátinn og reyndi að búa til siglutré úr ann- arri árinni og segl úr stóra segl- inu af skútunni. Andlit hans var sem stirðnað, og mér leið illa af að sjá það. Ég vissi. að hann þjáð- ist af sektarkennd og reiði. Hvernig gat ég losað hann við það? Ég hafði séð hvernig hann tók utan um tviburana og réri fram og aftur. — Elsku synir minir. sagði hann með slíkri sorg i rómnum, að ég hefði getað grátið. Sennilega hefur hann ekki vitað, að hann sagði þetta upphátt. Ég sneri mér að Douglas. — Doug, við verðum að hjálpa pabba. Hann verður að skilja, að þetta er ekki honum að kenna — ekkert okkar heldur það. Ég held, að hann þjáist af sektarkennd. Doug hjálpaði mér. Okkur tókst i sameiningu að telja Dougal trú um, að ekki væri við hann að sak- ast. Andlitsdrættir hans mýktust og mér létti. En verra var að eiga við sjó- veikina i Robin og Neil, og ég hafði miklar áhyggjur. Þeir köst- uðu stöðugt upp, og likamir þeirra bókstaflega þornuðu upp. Ég leit á Neil litla, sem ekki gat einu sinni haldið niðri vatnssopa. Hann hafði alltaf verið veílli en bróðir hans. Ég vissi, að ef hann dæi, myndi ég aldrei láta hann siga niður i hafdjúpið. Þangað ætti ekkert barn að fara eitt. Um þetta hugsaði ég svo mikið, að ég hvislaði að Dougal: — Ef Neil deyr, þá læt ég hann ekki fara einan fyrir borð. Hann greip um hönd mina og svaraði: Ég held, að hann muni hafa það af, en þú gerir meira gagn með þvi að vera hérna á- fram. Hákarlar eltu okkur, og það fór hrollur um mig, þótt brennheit sólin veitti enga náð. Svo þröngt var um okkur, að við fengum iðu- lega krampa i fæturna, og ég varð oft að nudda fætur tviburanna til aö bæta úr þvi. Dougal hafði ekki misst vonina. Þaö sá ég á þvi, að hann greip blýantinn og tók að reikna út staðarákvarðanir á segldúk. Ég skrifaði önnu nokkur orð og Rob- in móður sinni — bara til 'öryggis, en við vorum viss um að lifa af. — Við munum lifa. Gerum það aö kjörorði okkar, sagði Dougal. Þegar röðin var komin að mér að standa vakt i tvo tima utan við tjaldið að næturlagi, sat ég og staröi á litla bátinn, sem dró okk- ur eins og hvitur fugl. Seglið, sem Dougal hafði komið upp. var þan- ið. Ég hugsaði um ættingja mina og komst að þeirri niðurstöðu, að ég væri af harðgeru fólki komin, sem þolað hefði sitt af hverju um dagana. Skjaldbökuveiðar með brauðhnif — Tiu dögum siðar vorum við enn að þráast við að halda lifinu, en baráttan harðnaði. Flekinn var farinn að leka, og á fimmtán minútna fresti urðu Douglas, Robin og Dougal að blása i hann lofti með munninum. Það þreytti þá mjög.og þeir fengu sár á tung- una. Svo mikið vatn kom inn, að einhver varð alltaf að ausa, daga og nætur. Þau verkjaði i öll liðamót af þrengslunum, sváfu sjaldan og voru alltaf blaut. Húð þeirra var þakin blöðrum. Neil og Douglas voru orðnir skinnlausir innan á lærunum, og Lyn reif hluta af sloppnum sinum til að binda um, þótt hún sjálf væri þakin bruna- blöðrum og saltsárum. En hún gat ekkert gert til að lina þjáningar Dougals. Bakið á honum var eitt brunasár af ann- arri gráðu, en það hafði hann fengið af sólinni, meðan hann var þrjár klukkustundir að drepa og gera til stóra skjaldböku, hún og hrár fiskur var nú það eina, sem gat bjargað þeim frá hungur- dauða. Skjaldbakan hafði komið nógu nærri til að Dougal náði henni upp i litla bátinn. Hún var 40 kiló. Þar hafði hann drepið hana með brauðhnifnum og Lyn gat bara horft á bardagann, sem fékk mik- ið á Dougal, bæði andlega og lik- amlega. Hann var ekki sterk- byggður. og átti þar.að auki mjög erfitt með að drepa nokkuð kvikt. Inni i skjaldbökunni voru tólf gullnar eggjarauður. og Lyn bjó til eggjahræru með prjónunum. Annars er hún litið fyrir að ræða um sin afrek. Dougal hefur skrif- að bók um þetta ferðalag, og þar lýsir hann hverjum degi i smáatr- iðum og skýrir itarlega frá hetju- skap konu sinnar. Bókin heitir „Vertu sælt, haf". Lifsvökvinn regn — Loks kom að þvi, að aðeins voru tvær hálfflöskur af vatni eft- ir, segir Lyn. Þá sátum við næst- um örmagna á flekanum, sem skoppaði á sex metra háum öldunum. Ég bað i örvæntingu minni um stilltan sjó og regn. Ég nauðaði á hinum að biðja lika, og loks varð Doug að stöðva mig. — Þetta er ekki rétt, Lyn, sagði hann. — Það verður hver að gera eins og hann vill. Tveimur dögum siðar tók að rigna. Itegnið fyllti munninn og skolaði saltsárin. — Nú veröum bátnum. Oft horfði ég rannsakandi á Douglas og Robin. Höfuð þeirra voru orðin likust hauskúpum og stórir, svartir baugar voru um augun. Tviburarnir voru orðnir eins og eldspýtur, og öll vorum við með eitthvað i augunum. En þrátt fyrir þetta eymdar- ástand, var dapurleikinn ekki við völd inni i tjaldinu. Við gátum stundum hlegið, og við fórum i spurningaleiki, og Douglas reyndi töframannshæfileika sina. En stundum fengum við skyndileg reiðiköst, bara af smá misskiln- ingi eða tómri þreytu. En yfirleitt voru það þó huggunarorð, sem fóru á milli okkar, og við töluðum mikið um, hvað við ætluðum að gera, þegar heim kæmi. Við lofuðum að gefa tviburunum sitt reiðhjólið hvor- um fyrir hetjuskapinn, og auðvit- að áttu allir að fá það bezta sem til var að borða. A fimmtánda degi var næstum orðið slys. Dougal, örþreyttur, horaður og þakinn sárum, var að berjast við stóran fisk þegar Douglashrópaði: — Pabbi, bátur- inn er laus! Aður en ég gat litið við, stakk Dougal sér i sjóinn og synti eins og pila á eftir bátnum. Aftur hrópaði Douglas: — Há- karl! Við sáum brúna uggana skera vatnið og nálgast Dougal. Tviburarnir hrópuðu og ég heyrði, að Robin skipaöi okkur að vera róleg. Mér fannst báturinn stöðugt fjarlægjast. — liann hafði það, sagði Doug- las alit i einu. Við sáum bátinn langt frá okkur, og það tók Dou- gal hálftima að róa til okkar með einni ár. Daginn eftir sátum við i mittis- djúpu vatni á flekanum, og næsta dag urðum við að yfirgefa hann. En hákarlarnir voru þarna enn — og biðu. Lyn varð stjörf af hræöslu viö þá tilhugsun að þurfa að yfirgefa sökkvandi flekann og fela sig litla bátnum upp á von og óvon. Hann var gerður fyrir þrjá, og þau voru sex! öldurnar voru metri á hæð, en einhvern veginn tókst öllum að komast upp i bátinn. Þau komu lika fyrir þvi litla, sem þau höfðu meðferðis. En báturinn var hættulega ylir- hlaðinn, og þau komust fljótlega að þvi, að enginn mátti hreyfa sig snögglega, ef báturinn átti að haldast á kilinum. — Haldið bátn- um réttum, skipaði Dougal, og þessi orð urðu lifsregla okkar og réðu hverri hugsun og hverri hreyfingu á næslu vikum. Aðeins voru sex þumlungar frá yfirborði sjávar upp að borð- st.okknum, og hákarlarnir sveim- uðu allt i kring. Þau vissu ekki þá, að þarna urðu þau að silja, næstum hrcyfingarlaus, i tuttugu og einn óendanlegan sólarhring, sex manns i niu feta báti, alveg óvar- in fyrir veðri og vindum. Meö liálíri meðvitund — Siðdegi eitt fimm dögum sið- ar tók að þykkna i lofti, og grænn sjórinn tók að lreyða. Veðrið versnaði, og hvað sem Dougal reyndi að gera, gaf alltaf á, þann- ig að vatniö náði okkur i hné, þar sem við sátum. Svo þröngt var i bátnum, að ómögulegt var að Dougal sýnir litla bátinn, sem var heimili sex manns i 21 sólarhring.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.