Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 33

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 33
* ^ Sunnudagur 6. janúar 1974 TÍMINN 33 dyrum og áríðandi að geta safnað sem mestum forða í tæka tið. ,,Sjö spjót á hvern karlmann, kallaði Wawa hárri röddu. „Flýtið ykkur svo niður að f Ijótinu. Kvenfólkið verður að koma með okkur og draga veiðina heim að hellinum, annars hrifsa rándýrin hana frá okkur. Swar, þú verður að sjá um eldinn á meðan, hinir krakkarnir geta hjálpað þér". Swar var hreykinn yfir trúnaðarstarfi því, sem honum hafði verið falið á hendur. Hann hugsaði með sér að hann skyldi sýna föður sinum og hinu full- orðna fólkinu, að hann gæti líka kynt bál og sendi öll hin börnin af stað að tína greinar, sem fallið höfðu af trjánum inni í skógin- um. Það var f arið að rigna, en um það skeyttu litlu börnin ekki. Þau komu með hvert fangið af öðru og dengdu þvi á eldinn. Að lokum höfðu þau hlaðið stóran köst af greinum. Það átti að verða bál í lagi, fólkið myndi falla í staf i af undrun, þegar það sæi það. Þegar langt var liðið á kvöld kom allur hópurinn heim aftur glaður í bragði, því að veiðin hafði gengið vel. Wawa gekk fyrstur inn í hellinn, hann bar tvö stór- eflis dýr, en þegar hann kom auga á viðarhrúguna missti hann byrði sína af skelf ingu. ,,í nafni sólargeislans", hrópaði hann upp yfir sig, þið eruð búin að kæfa eld- inn með rökum greinun- um". Allt fólkið tók nú að rífa viðinn af eldstæðinu og kastaði honum burtu. Það vonaði, að ef til vill leyndist eldneisti undir hrúgunni, en árangurs- laust. Fólkið varð steini lostið. Hvar áttu karlmennirnir nú að herða spjótin sín? Hvar áttu konurnar að steikja kjötið? Hvað gat nú hlíft þeim i vetrarkuldun- um og hvernig átti ætt- flokkurinn að geta varizt villidýrunum? Það var ekki til neins að flengja aumingja Swar. Hann sat og grét úti horni. Þegar hann var hættur að gráta datt honum í hug eld- steinninn sinn. Hann fór aftur að höggva með steirn exinni á tinnusteininn — og neistarnir flugu glottandi um kaldan hellinn. Wawa stóð álengdar og horfði á drenginn sinn. Allt í einu stökk hann á fætur. Hann hafði séð neista falla á skrælnað laufblað og brenna dálítið gat á það. Hann safnaði í flýti nokkr- um þurrum laufblöðum af einum svefnpallinum, tók steininn og exina af Swar og fór að höggva tinnuna yfir blaðhrúgunni. Nokkru seinna heyrðust svo mikil fagnaðaróp að fólkið, sem lá og hvíldi sig, þaut á fætur. Wawa dans- aði fram og aftur um hell- inn með Swar á háhesti. í einu horninu brann dálítið bál úr blöðum og smá- greinum. Maðurinn hafði gjört eina af hinum allra stærstu uppgötvunum sín- um til þessa, — hann hafði lærf að gera eld. K U B B U R Kannske þú notir\' | ekki rétta hlaupvidd af vatni. / Vatnsbyssan min . erbiluð. . Fjárinn Það eru hunda sögur. Tóm della. Hundar kunna \ekki að lesa / Hvaða bók^ er þetta, Kubbur? /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.