Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 36

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 6. janúar 1974 8 stafir — fjörar reikniaðferðir + -r x : ennfremur fljótandi komma og konstant. MX8 reiknirinn er með NiCad rafgeymum og hleðslutæki. Einnig fylgir taska. BOWMAR er nýjung á Islandi. BOWMARerbrautryðjandi í framleiðslu vasa- rafreikna. BOWMAR er mest seldi vasarafreiknirinn í Ameriku. Verðið er aðeins kr. 11.580,00. TheSlBowmar Brains ... W TILBOÐ óskast í eftirtaldar bifreiöar, er veröa til sýnis þriöjudag- inn 8. janúar 1974 kl. 1-4 i porti bak viö skrifstofu vora Borgartúni 7: Chevrolet sendibifreið....................... árg. 1966 Willys 4x4 frambyggður....................... árg. 1965 Willys jcppi................................. árg. 1962 Gaz 69 torfærubifreiö......................... árg. 1957 Volkswagen 1200 .............................. árg. 1965 Chevrolet sendiferöabifreiö................... árg. 1966 Land Rover benzin............................ árg. 1967 Land Kover diesel............................ árg. 1963 Volvo 144 fdlksbifreiö....................... árg. 1971 Ford D-600 vörubifreiö....................... árg. 1970 Ford Transit Kombi 8 m........................ árg. 1969 Ford Transit sendiferöabifreiö............... árg. 1968 Mercedes Benz 18 m. fólksbifreiö.............. árg. 1965 AustinGipsy................................. árg. 1965 Chevrolet sendiferöabifreiö................... árg. 1963 Taunus Transit sendiferöabifreiö.............. árg. 1966 Volkswagen fólksbifreið....................... árg. 1972 Honda bifhjól................................ árg. 1966 Tilboðin veröa opnuö sama dag kl. 5.00 aö viöstöddum bjóöendum. Réttur áskilinn til aö hafna tilboöum, sem ekki teljast viöunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 ERUM VIÐ HÆTT AÐ LÁTA BÓKVITIÐ I ASKANA? I.KNGI hefur viljað loöa við hcr- lendis, að til sérhæfðra starfa vcljist menn með undirmenntun, eða þá mcnn mennlaðir i annarri grcin en þeirri, er starfa skal við. Var þetta altitt fyrr á öldinni og átti sér eðlilegar orsakir. Mjög hefur dregið úr sllkum stöðuveit- ingum, og veldur þar um vaxandi framhoð á sérmenntuðu fólki til sérfræðilegra starfa. En jafn- framt hafa störf orðið sérhæfðari og ýmis ný myndazt. Skilningur á gildi sérmenntunar virðist einnig hafa aukiz.t töluvert. Sá skilningur speglast m.a. i viðhorfi rikisvaldsins til þeirra stofnana, sem sérþekkingu veita, og til þeirra einstaklinga, sem hennar leita. Sem dæmi má nefna, hve miklum mun betri lánakjör og styrkir til náms- manna eru nú en fyrir svo sem áratug. Menntun þegnanna er þjóðfélaginu dýr, en flestir telja þó, aö hin margvislega sérþekk- ing, sem þjóðin nýtir siðan, standi fjárhagslega fyrir sinu. Stöku sinnum er þó aðeins um til- kostnaöinn aö ræða. Ýmsir náms- menn hafa tekið sér bólfestu og valið sér starfsvettvang erlendis, eftir aö þeirra eigið þjóðfélag hef- ur lagt ærið fé til menntunar þeirra. Er mikil eftirsjá að brott- flutningi slikra manna úr landi. Nú má enginn ætla, að menntunar afii menn sér ein- göngu innan ramma skólakerfis- ins. Flestir menn eru haldnir þekkingarþörf i meiri eða minni mæli og bæta stöðugt við menntun sina. Gildir þetta bæði um lang- skólagengna menn og hina, sem styttri skólagöngu eiga að baki. Um sérmenntun gegnir nokkuð öðru máli. Ef við höfum nú þá trú á mennt- un og~sérþekkingu, sem árleg rekstrarfjárhæð Háskóla Islands og sifelldur vöxtur hans gefa til kynna, þá mætti ætla, að við byggjum sérlega vel að þeim, sem kyrrir eru heima eða snúa aftur heim að loknu námi, reiðu- búnir að miðla fósturjörðinni af þeirri þekkingu, sem svo miklu var kostað til að öðlast, bæði af einstaklingsins sjálfs hálfu og þjóöfélagsins. Vist eru mörg dæmi þess, að menn séu gripnir til starfa, um leið og þeir ljúka námi eða jafnvel áður, og fá þannig tækifæri til að starfa að hugðarefnum sinum og nýta sér- þekkingu sina i þágu þjóðfélags- ins. Að visu er þeim búin misgóð aðstaða, eins og búast má við i fá- mennu þjóðfélagi, sem reynir að halda til jafns við hin fjölmenn- ari, eftir þvi sem föng eru á. Um hið gagnstæða eru þó dæmi, og viljum við gera eitt slikt að um- ræðuefni okkar hér. 1 sumar er leið var auglýst laus til umsóknar staða amtsbóka- varðar á Akureyri. Rétt er að geta þess, að Amtsbókasafnið á Akureyri er stærsta almennings- bókasafn landsins utan Reykja- vikur. Hlutverk þess er að veita ibúum Akureyrarkaupstaðar og nágrennis sömu þjónustu og Borgarbókasafnið i Reykjavik veitir ibúum höfuðborgarinnar. Amtsbókasafnið á Akureyri er þó engan veginn fullkomlega hlið- stætt safn Borgarbókasafni Reykjavikur, þar sem það verður einnig að rækja skyldur rann- sóknarbókasafns. Þetta má skýra betur með eftirfarandi: t Reykja- vik eru þrjú stór söfn: Borgar- bókasafn Reykjavikur, Háskóla- bókasafn og Landsbókasafn. Af þessum þrem söfnum eru tvö byggö upp efnislega með þeim hætti, að þangað megi leita rita til fræðiiðkana og visindastarfa, jafnvel hinna sérhæfðustu. Söfn af þessu tagi nefnast samkvæmt eðli sinu rannsóknarbókasöfn. Hlutverk Borgarbókasafns er ólikt hlutverki þessara safna. Hlutverk þess er fyrst og fremst að sjá fólki fyrir sem fjölbreytt- ustum kosti fagurbókmennta og aðgengilegum fræðiritum af margvislegu tagi. Safn af þeirri gerðþarf ekki að leggja áherzlu á dýpt greina, heldur vidd þeirra og fjölbreytileika. Markmið þess er að hafa jafnan eitthvað handa öll- um. Borgarbókasafn og Háskóla- bókasafn hafa auk þess fjölda úti- búa á Reykjavikursvæðinu. 1 Reykjavik er ennfremur töluvert af sérsöfnum, sem flest eru i tengslum við einhverja stofnun eða stofnanir, og er það sam- merkt með þeim, að þau kaupa hvert um sig rit fárra fræði- greina, en þau rit eru alla jafna mjög sérhæfð. Viðleitni hefur verið i þá átt að velja svo starfslið til þessara safna, að sérþekking komi að not- um. Frumskilyrði hefur verið tal- ið mjög góð almenn menntun, og hefur þá viðmiðun oftast verið háskólapróf eða hliðstætt próf frá sérskóla. Undirstöðumenntun undir slikt nám er stúdentspróf, sem enn er talið veita allgóða al- menna menntun. Nú hefur litillega verið gerð grein fyrir safnamálum á höfuð- borgarsvæðinu. Þar eru starfandi ýmsar tegundir safna, sem gerð- ar eru ólikar kröfur til um þjón- ustu, og eru byggð upp hvert á sinn veg, svo að þau megi koma að sem mestum og beztum notum hverjum notendahópi. Á Akureyri er þessu á annan veg farið. Þar sem Amtsbókasafnið á Akureyri er eina alsafnið á Akureyri, og raunar á Norðurlandi, verður það að rækja tvi- eða jafnvel þriþætt hlutverk, þ.e.a.s. almennings- bókasafns og rannsóknarbóka- safns (þar með talin sérsöfn). Það eru þvi margþættar skyld- ur, sem forstöðumanni þess eru lagðar á herðar, og miklar kröfur verður að gera til hans. Við get- um varla búizt við, að hann geti tekizt á við þær 'og leyst þær giftusamlega af hendi, nema hann búi yfir haldgóðri almennri menntun og meiri eða minni sér- þekkingu að auki. Lágmarks- menntun, svo sem skyldunám eða gagnfræðapróf, dugar hér ekki til. Við verðum að gera þær kröf- ur til hans, að hann standi um menntun jafnfætis meginborra þeirra manna, sem sækja safnið. t hópi safnnotenda hljóta að vera mennta- og tækniskólakennarar, kennarar á öðrum skólastigum, sérfræðingar við ýmsar stofnan- ir, námsmenn og fleiri eða færri ibúar kaupstaðarins. Hann verður ennfremur að standa þeim framar að bókfræöi- legri þekkingu, islenzkri sem er- lendri. Með bókfræðilegri þekk- ingu er ekki átt við að kunna utan að titla svo og svo margra rita, það er nokkuð, sem lærist fyrir- hafnarlitið i starfi, og verður auk þess sVarað af spjaldskrám safna (þar sem þær eru til). Nei, með þvi er átt við, að bókavörðurinn þekki vel ýmiss konar uppsláttar- rit, handbækur og bókaskrár, ennfremur helztu undirstöðurit i ýmsum greinum, fylgist náið með, hvað nýtt kemur út, sé fær um aö meta gæöi þess og velja til safnsins og veita upplýsinga-og heimildaþjónustu. Hann verður að hafa lært stjórnun og verður að þekkja til hlitar öll þau störf, sem unnin eru daglega i safninu, kunna að gera áætlanir, bæði starfsáætlanir, starfsmannaáætlanir og fjár- hagsáætlanir. Hann verður að geta metið kunnáttu og hæfni starfsliðs og skipað i störf eftir þvi mati. Hann verður aö búa yfir þeirri þekkingu á einstökum starfsþáttum i safninu, að hann geti rætt hin vandasömustu jafnt og hin litilvægustu verkefni við hvern einstakan starfsmann og verið ráögefandi um úrlausn þeirra, ef með þarf. Auk þess verður maður i slikri stöðu að geta talað og ritað erlend tungu- mál, svo sem dönsku, ensku, hrafl i rómönskum málum og/eða þýzku. Fleztum mun vera ljóst, hvað varðar siðastnefnda atriðið, að stúdent stendur þar mun betur að vigi en gagnfræðingur. Hið sama er að segja um almenna menntun alla. Hvað varðar hið fyrrtalda, þ.e.a.s. þekkingu á rekstri, stjórnun, bókfræði og einstökum starfsþáttum safns (svo sem flokkun og skráningu, ef fátt eitt er nefnt), þá falla þeir þættir und- ir þá sérmenntun, sem ýmist er fengin i háskóla eða sérskóla. Ef við efumst um þaö, þá getum við einnig leyft okkur dáli.tlar efa- semdir um tilgang háskólans, og hvarflar þá ef til vill að einhverj- um sú spurning, hvort ekki fari að verða timabært að leggja hann niður. Það hlýtur að vera eitthvað meira en litið bogið við þá menntastofnun, er veitir próf- gráður, sem enginn tekur mark á. En sú afstaða kom einmitt skýrt fram hjá ráðamönnum á Akur- eyri, þegar ráðið var i umrædda stöðu við Amtsbókasafnið á Akur- eyri. Þetta er auðvelt að rökstyðja. Umsækjendur um stöðuna voru alls fjórir, og skulu þeir nú upp taldir i stafrófsröð, og nokkur grein gerð fyrir starfsreynslu þeirra og menntun: 1) Andrea Jóhannsdóttir tók stúdentspróf frá Menntaskólan- um á Akureyri árið 1968. Hún lagði siðan stund á bókasafns- fræði i þrjú ár við Statens biblio- tekskole i Osló með stjórn al- menningsbókasafna sem aðal- grein. Lauk hún þaðan prófi vorið 1972. Andrea starfaði um eins árs skeið við Borgarbókasafn Reykjavikur, áður en hún hóf bókavarðarnám i Osló, og starf- aði ennfremur hálft ár að námi loknu við sama’safn. Hún hafði nýlega verið ráðin i bókavarðar- starf við Amtsbókasafnið á Akur- eyri, er staða amtsbókavaröar var veitt Lárusi Zóphoniassyni, bókbandsmeistara. Hún hefur nú sagt starfi sinu lausu. 2) Norma Mooney tók stúdents- próf við Menntaskólann á Akur- eyri árið 1968 og lauk vorið 1972. B.A.-prófi frá Háskóla Islands i ensku, bókasafnsfræði og is- lenzku. Norma starfaði um tima við Borgarbókasafn Reykjavikur. Að afloknu B.A.-prófi hóf hún störf við Amtsbókasafnið á Akur- eyri og vann þar á annað ár. Norma vann markvisst að flokk- un og skráningu safnsins, meðan hún starfaði þar, og hefði verið þörf á að halda þvi verki áfram. Hún hefur nú verið ráðin bóka- vörður. við Borgarbókasafn Reykjavikur. 3) Lárus Zóhoniasson tók gagn- fræðapróf á Akureyri árið 1944. Hann hóf iðnnám að gagnfræða- prófi loknu og tók sveinspróf i bókbandi árið 1948. Hann réðst til Amtsbókasafnsins árið 1963 og var fastráðinn árið 1964. Hann hefur unnið við bókbandsstörf og afgreiðslu á safninu siöan. Á sið- ustu árum hefur Lárús að minnsta kosti tvivegis veitt safn- inu forstöðu i forföllum. 4) Þráinn Bertelsson varð stú- dent frá Menntaskólanum i Reykjavik árið 1965. Hann hefur lagt stund á háskólanám i trlandi. Hann hefur m.a. ritað þrjár skáldsögur. Um umsækjendur má segja þetta: Þrir þeirra hafa augljós- lega undirstöðumenritun, sem kalla má haldgóða, almenna menntun (stúdentspróf). Þar af hafa tveir sérmenntun i þeirri grein, sem miðar að bókasafns- rekstri. Þrir umsækjenda hafa starfsreynslu i bókasafni. Einn umsækjandi hefur iðnskólapróf. Þegar staða amtsbókavarðar var veitt, virðist sem umsækjend- ur hafi verið metnir i öfugu hlut- falli við hæfni, starfsreynslu og þekkingu. Lárusi Zóhoniassyni var veitt umrædd staða þrátt fyr- ir tilmæli forystumanna um bókasafnsmál um, að ráðinn yrði sérmenntaður maður. Ef þeir menn, sem réðu þessari stöðu- veitingu, fóru eftir sannfæringu sinni og báru hag Amtsbóka- safnsins fyrir brjósti öðru frem- ur, vilja þeir þá ekki gera meira fyrir svo góðan málstað, t.d. leggja til við menntamálaráð- herra og háskólarektor, að lögð verði niður kennsla i bókasafns- fræði vð Háskóla Islands? Fleira skynsamlegt kynni þeim og að detta i hug. Gróa Björnsdóttir Guðrún Karlsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.