Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 7
Leifur Aðalsteinsson sölumaður viö sýningarborö hjö Skrifvéiinni að Suðuiiandsbraut 12. Lcifur hefur starfað í 12 ár hjá Skrifvélinni og hefur orðið mikla reynslu I kynningu og sölu skrifvéla og reiknivéla. Leifur er meistari i skriftvélavirkjun. þekkja. Annars var þetta ekki löggilt iðngrein þá, og varð það ekki fyrr en 1952, að mig minnir. Þá fór ég i Iðnskólann. Það var nú ekki fjölmennt hjá Ottó Michelsen þá, þvi við vorum aðeins tveir, sem unnum þarna, fyrir utan forstjórann. Sigurður Hákonarson hét hinn maðurinn, og hann vinnur núna hjá Lands- simanum. Um þetta leyti var þetta ekki orðið fag, eins og sést af þvi, að þegar ég fór i Iðnskól- ann, var enginn skriftvélavirki útskrifaður þaöan, og vorum við Sigurður Guðmundsson fyrstu mennirnir, sem tókum próf i þessu fagi frá Iðnskólanum. Þegar námi lauk, hélt ég áfram að vinna fyrir' Ottó, og var samtals hjá honum i sjö ár á verkstæði hans. Seldi bilog steypti moldar- gólf — stofnaði nýtt fyrir- tæki Þetta var fjölbreytt nám. Ég var til dæmis tæpt ár úti i Sviþjóð að læra, en siðan vann ég, sem áður sagði, áfram i þrjú ár á verkstæðinu. Þá hætti ég hjá honum og seti sjálfur upp verk- stæði á Bergstaðastræti 3, i gamla Sjúkrasamlagshúsinu, sem margir nefna svo. Þarna var ég einn i fyrstu og hafði enga verzlun, heldur aðeins viðgerðir. Ég varð að byrja á að moka út moldargólf og steypa i það. Reyndar hafði nú verið trégólf i húsinu, en það var alveg búið. Þarna kom ég mér svo fyrir af litlum efnum. Það vildi mér til happs, að ég átti ágætan bíl. Ég gat selt hann með talsverðum hagnaði, eins og þá var oft hægt, og fyrir peningana setti ég á stofn verkstæðið. Ég átti eitthvað af verkfærum, annað keypti ég notað. SiS — fyrsti kúnninn — engin umboð laus — Það var ósköp litið að gera hjá mér til að byrja með. Það kom þetta ein og ein vél til viðgerðar. Fyrsti kúnninn var held ég Sambandið (SIS), eða vélar, sem ég fekk til viðgerðar frá Sambandinu. Ég held, að þær hafi verið frá Samvinnutrygging- um. Þeir voru örugglega minir fyrstu viðskiptavinir, og eru nú minir beztu viðskiptavinir, eða i hópi þeirra alla vega. Þetta gekk ósköp rólega fyrst i stað. Ég var fjávana, og þótt ég setti mig ekki i skuldir meðan ég var að læra þetta, þá var ég alveg auralaus, þannig séð, og hver króna fór i að byggja upp verk- stæðið, en það gekk hægt. Það má segja, að vinnan hafi alltaf verið að aukast. Um raun- verulega þróun var þó ekki að ræöa. Það var þétt setinn bekkur- inn. öll gömlu umboðin voru setin fyriraf ágætum fyrirtækjum, það er að sega mekaniskar skrifvélar (til aðgreiningar frá elektrónisk- um). Ég leitaði mikið og skrifaði eftir umboðum, þvi mér varð ljóst, að rekstur svona fyrirtækis varö að byggjast að verulegu leyti á ákveðinni gerð véla, sölu á þeim og þjónustu við kaupendur og notendur þeirra. Bylting í reiknivélum — Canon Árið 1970, eða um það leyti, varð bylting i skrifvélatækninni. Þá komu elektróniskar skrifvélar i stað gömlu mekanisku vélanna. Þó er ef til vill réttara að segja, að þessi nýja tækni hafi farið að ryðja sér tií rúms hér á landi. Þá skynjaði ég — og eflaust margir fleiri, — að nú voru að opnast nýjar leiðir. Ég skrifaði hreint út um allt til framleiðenda elektrón- iskra reiknivéla. Ég held að Japanir hafi verið frestir i þessari nýju tækni, og ég pantaði ailmargar gerðir af vélum hjá ýmsum fyrirtækjum. Það varð ofaná, að ég tók Canon — umboðið japanska. Mér leizt bezt á þeirra vélar og þurfti ekki að sjá eftir þvi, þvi þeir eru með langmestu framleiðsluna, og þá beztu. Reiknaö á broti úr sekúndu — Hver er munurinn á mekan- iskri vél og elektróniskri? — Það er reginmunur á þessu tvennu. Hraði elektrónisku vél- anna til dæmis miklu meiri. Dæmi, sem tæki mekaniska vél eina minútu að vinna niður, leysir sú elektróniska á broti úr sekúndu. Þar að auki vinnur hún algjörlega hljóðlaust (að reikningnum), en hávaði verður alltaf nokkur frá mekaniskri vél. 1 þriðja lagi er það svo verðið. Elektrónisk vél er miklu ódýrari i framleiðslu, og sem dæmi má taka, að sjálfvirkur calculator kostaði 60.000 krónur, en elek- trónisk vél, sem skilar sama verkefni, kostar 18-20.000 krónur. Þetta verður til þess, að mekanisku vélarnar munu al- gjörlega detta út af markaðnum hér. Auðvitað verður þeim haldið gangandi enn um hriö. Bæði var mikið magn til af þessum vélum i landinu og i birgðum hjá seljend- um, en þær munu ekki verða endurnýjaðar með mekaniskum vélum, þegar þær hafa sungið sitt siðasta vers. Ný tækni og þjónusta viö elektrónískar vélar — Hvað um viðgerðarþjón- ustu? — Hún er fyrir hendi hér. Ég hefi hins vegar ekkert lært sér- staklega á elektróniskar vélar. Ég er hættur viðgerðum, þvi ég hef i svo mörgu öðru að snúast. Þvi miður, liggur mér oft við að segja. Hins vegar hafa skriftvéla- virkjar tileinkað sér þessa nýju tækni. Við hér sendum menn til náms ytra á hverju ári. Það er nauðsynlegt, þótt það sé kostnaðarsamt. Einnig er byrjað að kenna þessa tækni i Iðnskólan- um. 1 upphafi varð nokkur ágreiningur um það, hverjum bæri að annast viðgerð og þjón- ustu á elektrónisku vélunum. Útvarpsvirkjar gerðu kröfu til þeirra, en það varð úr, að skrift- vélavirkjar fengu þessi nýju tæki á sitt fagsvið. Það má segja, að nú höfum við þessa tækni á okkar valdi, ráðum við þessi tæki. Þetta kostaði vitanlega mikið fé, þvi að verk- stæðin urðu að kaupa allskonar mælitæki og búnað til að sinna þessum nýju vélum. Það er ekki hægt að gera við þessi tæki nema hafa oscilloscope og digitalmæla, svo eitthvað sé nefnt. Nú kennir Iðnskólinn undirstöðuna i þessum fræðum, og fyrirtækin senda menn til útlanda til að kynnast nýjungum. — Hvað með tölvur? — Þessar stóru tölvur hafa aldrei heyrt undir þetta fag. Þró- unin virðist vera sú, að sérstakir menn iæri að umgangast þær og þjóna, þótt auðvitað sé þelta skylt, og sami hlutur að mörgu leyti. Sumir þessara sérfræöinga hafa þó réttindi sem skriftvéla- virkjar, en þeir sinna ekki öðru en stórum tölvun. Canon á islandi — Hvað með Canon-umboöiö? — Canon-verksmiðjurnar sendu mér samning til undir- skriftar á gamlársdag árið 1970, og þá undirritaði ég samninga.tók að mér umboð fyrir þá og pantaði fyrstu vélarnar. I marz 1971 komst svo sala á þessum vélum i fullan gang, og þá um sumarið var stór sýning á skrifstofutækj- um i Laugardalshöllinni. Þar var Valgarður Valgarðsson og Pétur Óskarsson skriftvélavirkjar, að störfum I viðgeröaverkstæöi Skrifvélarinnar. Margskonar elektrónísk mælitæki eru nú nauðsynlcg til viögeröa á skrifstofuvélum. Skrifvélin sendir menn á hverju ári til náms og starfs- þjálfunar ytra, til aö fylgjast með nýjungum. lslenzk fyrirtæki f skrif vélatækni hafa þegar náð valdi á rafeindatækni þcirri, er notuð er viö elektrónískar reiknivélar, sem nú hafa rutt sér til rúms á þessu sviði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.