Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 31

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 31
Sunnudagur 6. janúar 1974 TÍMINN 31 Hér sést atgeirinn mundaöur, og bifreiöin er skorin og rifin nifiur á nokkrum mlnútum SÆNSK undrasmið getur bók- staflega allt sem þarf til aft losa fólk úr bila- og flugvélaflökum á svipstundú. Hauði kross islands liefur gefið slíkt tæki nokkrum stofnunumhérá landi, og ætlazt er til, að atgeir þessi sé i sjúkra- og lögreglubifreiðuin og yfirleitt öll- um björgunarfarartækjum. A ráðstefnu Rauða kross ts- lands um sjukraflutninga, sem haldin var að Hótel Loftleiðum i nóvember s.1., var kynnt tæki, sem aðeins vegur tæplega 4 kg, en er þó hreinasta undratæki við björgunarstörf. Sýning var haldin á tækinu i porti Vöku, þar sem bifreið var bókstaflega skorin og rifin i sundur á nokkrum minútum af einum manni, og sýndi hann, hvernig hann lyfti framhluta bif- reiðarinnar á svipstundu, svo að hjól námu ekki við jörð. Luku áhorfendur einróma lofsorði á tækiö að sýningu lokinni. Rauði krossinn færði siðan Slökkviliði Reykjavikur, Lögregl- unni i Reykjavik, Slysavarna- félagi Islands, Almannavörnum rikisins, Flugbjörgunarsveitinni og Landssambandi hjálparsveita skáta eitt tæki hverjum að gjöf til kynningar. Tækið er sænsk smið úr mis- munandi hörðu síáliog getur bök- staflega allt sem þarf til að losa fólk úr bila: eða flugvélaflökum á svipstundu. Það getur t.d. lyft nokkrum tonnum án verulegs átaks, sem það notar. Tækið hefúr fengið islenzkt nafn og kallast „björgunar-atgeir''. Atgeirnum fylgir sérstaklega hönnuð ól. sem m.a. er gerð til að lyfta þungu hlassi ofan af manni. Ætlazt er til að atgeir þessi sé i öllum björgunarfarartækjum, og hefur honum þegar verið komið fyrir i öllum sjúkrabifreiðum i Reykjavik. Rauði kross lslands hefur séð um útvegun á atgeir þessum. og kostar tækið 20 þús- und krónur til kaupanda. —kr — Atgeirinn mundaður til björgunar — Nýrri tækni beitt við björgun fólks úr bifreiðum og flugvélum (íat höggvið á þak. Sigurður M. Þorsteinsson tekur við atgeirnum, gjöf Rauða kross islands til Flugbjörgunarsveitarinnar. Þak skorið af án neistaflugs. Virar, leiðslur og fl. skorið I sundur. Björgun manns, sem hefur fcstst undir stýrinu. Fáein sýnishorn af möguleikum atgeirsins og fylgiólarinnar:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.