Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 24

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 6. janúar 1974 ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt 65 hún átti aö lokum enga ósk heitari en þá að verða hans að eilifu. Þau heyrðu fótatak og slepptu hvort öðru. Þau gengu áfram, héldust i hendur og hvisluðu ást- arorðum að hvort öðru. — Ég ætla að tala við föður þinn á morgun, sagði Jan. — Já, mig langar til þess að tala við hann áður. Ég er viss um að þetta mun gleðja hann. Hann hefuralltaf átt þá ósk heitasta að ég yrði hamingjusöm. Hún þagnaði augnablik en hélt siðan áfram: — En hann veröur sjálfsagt dá- litið leiður yfir þvi að ég skuli flytjast frá honum. Hann byggði húsið til þess að við gætum búið þar saman. — Þannig er lifið, Manúela min. — Já, ég veit það. Ég ætla samt að fara oft og heimsækja hann, þegar við erum gift. Annars eru nú tvö ár, þar til að ég flyt frá honum. — Þvi miður getum við búizt við þvi, að það verði tvö ár. — Tvö ár eru ekki svo ákaflega langur timi, sagði Manúela, þó svo að henni fyndist þveröfugt. Þau hringdu upp á nýtizkulega rammagnsbjölluna. Og þjónustu- stúlkan opnaði fyrir þeim eins og hún var vön. Þau þrýstu hvort annars hend- ur og buðu hvort öðru góða nótt. Jan blistraði og sveiflaði göngustafnum sinum og hélt heim á leið. Manúela reif af sér hattinn og þunna sumartreyjuna, og kastaði sér siöan i fangið á þjón- ustustúlkunni. Stúlkan hristi einungis höfuðið og hugsaði með sér, að svona væri fröken Manúela ekki vön að haga sér. Hún losaði sig úr faðmlögun- um og hengdi föt Manúelu upp á snagann en Manúela hljóp inn i vinnuherbergi Fritz. Hann sat og þýddi grein fyrir timarit. Fyrst var hann hálf ergilegur yfir að Manúela skyldi koma og trufla hann i miðjum kliðum, en svo átt- aði hann sig. Auðvitað var honum það einungis ánægjuefni að Manúela skyldi koma hlaupandi inn til hans, þegar hún kom heim. Hún var vön þvi, og hann vonaðist til þess að hún héldi þvi áfram. Hún Manúela, litla stúlkan hans, var aö verða fullvaxta stúlka. Hún Manúela hans, sem bráð- um, sem bráöum. .. Hann lagði frá sér pennann og leit brosandi upp til hennar. En brosið slokknaði á vörum hans. Þarna stóð hún Manúela , hans i kinnum og með nýjan gljáa i augunum. En hún gaf honum ekk- ert tækifæri til þess að skilgreina þetta nánar. Hún hljóp til hans, og lagði hendurnar um hálsinn á honum, eins og hún hafði verið vön að gera þegar hún var yngri, og hvislaði að honum frá sér numin af gleði! — Pabbi, ég er búin að trúlofa mig, ég er trúlofuð Jan Deleuran. — Hann svaraði henni ekki strax, en Manúela heyrði að hann dró andann ótt og titt. Siðan reis hann á fætur, dró hana að sér, og stundi: — Ég vil ekki missa þig, Manú- ela, ég get ekki lifað án þin. — Þú missir mig ekki, pabbi minn, hún tók ekki eftir þvi að hún hafði kallað hann pabba i fyrsta skipti i tvö ár. Við giftum okkur ekki fyrr en að tveim árum liðnum. Hann snökti með höfuðið upp að öxlinni á henni. Manúela var mjög undrandi, hún hafði búizt við öllu öðru en þessu. Það var alveg hræðilegt að hann Fritz skyldi taka þetta svona nærri sér. Allir giftust ein- hvern tima, Það átti við um flesta að minnsta kosti. Foreldrar voru tæplega vanir að taka giftingu barna sinna svona þunglega, að minnsta kosti ekki þegar um var að ræða annan eins ágætismann og hann Jan. Hún hafði enga hug- mynd hvað lá að baki þessum við- brögðum hjá Fritz, svo að hún endurtók aðeins: — Jálen, pabbi minn, þú missir mig alls ekki. Ég mundi alltaf vera hún Manuela þin, það breyt- ist ekkert við þaö að ég gifti mig. Eg skalheinsækja þig á hverjum degi ef þú vilt. Geðjast þér ekki að honum Jan'? Ég hélt að þér geðj- aðist að honum og ég — og ég ... Fritz stillti sig með herkjum. Hann leit upp, og þurrkaði sér um augun með annarri hendinni. — Til hamingju, stúlkan min, til hamingju. Auðvitað geðjast mér vel að honum Jan þinum, og ég vona að þið verðið mjög hamingjusöm. — Það er ég viss um að við verðum. — Þá er allt eins og það á að vera, Manúela min. Fritz sleppti henni svo skyndi- lega, að Manúela var næstum þvi dottin. Hann gekk að hornskápn- um, og tók fram glös og flösku af góðu vini. Hann hellti i glösin en hönd hans skalf svo að vinið skvettist úr glösunum og niður á blöðin á skrifborðinu. Hann rétti henni annað glasiö og lyfti sinu: — Til hamingju, elsku litla stúlkan min, sagði hann. Farðu nú að hátta. Klukkan er orðin margt og svona mikil gleði getur verið ofurlitið þreytandi. Manúela drakk i botn oe ætlaði siðan að leggja hendurnar um hálsinn á honum, en hann bandaði henni frá sér. — Héðan i frá er það Jan einn, sem á rétt á atlotum þinum, sagði hann hásum rómi. Manúela botnaði hvorki upp né niður i neinu, og brosti þvi aðeins og sagði: — Já, þú hefur á réttu að standa. Ég ætla að fara að hátta og hugsa um það hve hamingju- söm ég er, þangað til að ég sofna... Greininni, sem Fritz var að þýða varð aldrei lokiö, og Jan talaði fyrst við hann viku eftir að þetta átti sér stað. Fritz Herlufsen fékk skyndilega eitt af hinum svokölluðu skap- vonskuköstum sinum. Manúelu þótti þetta ákaflega leiðinlegt, en hún hafði þó i svo mörgu að snúast að hún hafði ekki mikinn tima til þess að velta þessu fyrir sér. Hún vildi varla kannast við það fyrir sjálfri sér, að raunverulega hugsaði hún eitthvað á þessa leið: Auðvitað þykir mér ákaflega vænt um pabba, en það verður samt sem áður léttir að sleppa við þessi geðvonzkuköst hans, satt að segja er ég ofurlitið hrædd við þau. 3. Afall það, sem hafði bugað Ellu svo gjörsamlega hafði þvert á móti hert John. Eftir samtal hans og Jean Pierre hafði öll sú harka og eigingirni, sem bjó með honum brotizt fram, þetta voru sennilega erfðir frá móður hans Þetta hafði án efa búið með honum en áhyggjulaus uppvöxtur hans hafði hindrað að þessir eiginleikar kæmu i ljós. Aður en hann hitti Ellu hafði ekkert höfðað til tilfinninga hans. Að visu átti hann móður á lifi, sem sá vel fyrir uppvexti hans., en hann sá hana sárasjaldan. Skólafriin i Danmörku voru alltaf ákaflega þægileg, stjúpfaðir hans korp ávallt vel fram við hann á sinn yfirborðslega máta. Eftir þvi sem timar liðu átti John að visu ákaflega erfitt með að skilja hvað móðir hans sá eiginlega við mann sinn, sem stóð henni langt að baki hvað gáfur snerti, en hann hafði hrundið slikum hugleiðingum frá sér, og hugsað með sér, að hér kæmi i Ijós sem svo oft áður hve vegir ástarinnar væru órannsakanlegir. Honum var þó ljóst aö móðir hans hafði hagað sér ákaflega skynsamlega, þegar hún tók bónorði Herbert v. Lúttens. Hún var ekkja með eitt barn og söngkona, og hafði vafalaust séð hag sinn i þessum ráðahag. Hvernig hefði annars farið fyrir henni þegar hún tók að eldast. Það hafði þó aldrei verið sérstaklega innilegt samband á milli Bellu og einkasonar hennar. Hann hafði alltaf undrazt það, hve mjög það virtist henni á móti skapi, þegar hann talaði um það að hann langaði að hafa samband við fjölskyldu hins látna föður sins. Hún sagöi honum þá alltaf hve mjög þetta fólk hefði sært stolt hennar, þegar hún einu sinni leitaði á náðir þess og hve hún hafði barizt i bökkum til þess að geta haldið yfirráðaréttinum yfir John, þegar hann var litill. Hann myndi særa hana mjög ef hann hefði samband við þetta fólk. John tók þessa skýringu góða og gilda og hagaði. sér samkvæmt óskum hennar. Samtalið við Jean Pierre olli straumhvörfum i lifi Johns.Að visu hafði aldrei verið náið samband á milli Johns og Bellu, sem ekki var von, þar sem hann var ekki alinn upp hjá henni, en þrátt fyrir það, hafði hann borið virðingu fyrir henni og sýnt henni sonarlega umhyggju eins og tiðkaðist á þeim timum. En nú varð þessum skoðunum hans á móður hans skyndilega kollvarpað. Móðir hans var honum gjörsamlega ókunn kona. Nei, það var verra en svo, móðir hans var lygari og svikakvendi, i stað þess að virða hana gat hann nú ekki annað en fyrirlitið hana af öllu sinu hjarta. Og ekki nóg með þetta, heldur rann litað blóð um æðar hennar. Jean Pierre hafði i fyrstu ekki ætlað að segja John frá þessu en það glopraðist út úr honum áður en hann vissi af þvi. John var alinn upp i engilsaxnesku landi og þar af kom, að honum varð verr við en ella, að fá að vita að litað blóð rynni um æðar hans. Honum varð verr við þá vitneskju en það, að Ella væri hálfsystir hans. Hann hafði að visu aldrei dvalizt i Bandarikjunum, en hann hafði starfað bæði i Asiu og Afriku, og þar var eins og engilsaxnesku löndunum litið svo á, að negrar stæðu hvitu mönnunum langt að baki að öllu leyti. Það var þessi staðreyndi sem ölli þvi að hann yfirgaf hús Deleuran fjölskyldunnar sem bugaður maður vorkvöldið góða. Það var fyrst þegar hann kom inn I tbúðina sina að þaö rann upp fyrir honum að Ella var honum að eilifu glötuð. Fyrsta konan sem hann hafði elskað af öllu sinu hjarta. Eina manneskjan sem hafði skipt hann nokkru máli. Hún var hálfsystir hans! í rauninni þótti honum þessi staðreynd ekki svo voðaleg. Honum fannst hún ekki vera systir sin, hann viðurkenndi hana ekki sem systur sina. Þar að auki var það hrein tilviljun, að þessi skyldleiki þeirra hafði uppgötvazt. Ef móðir hans hefði gefið hann nýfæddan, það hefði vel getað átt sér stað — og hann hefði verið alinn upp án þess að vita hverra manna hann væri, og ef hann hefði þá hitt Ellu, þá hefðu þau gifzt og búið saman án þess að npkkur hefði neitt við það að athuga. Eða ef hann hefði verið kyrr i Englandi og Ella komið þangað.... Ef móðir hans hefði aldrei búsett sig i Danmörku og... Það voru mörg ,,ef” HVELL G E I R I D R E K I iii ili r! 1 Sunnudagur 6. janúar 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. Danskir listamenn flytja. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10. Veðurfregnir). a. Tveir þættir úr Jólaóratoriu eftir Bach. Gundúla Janowitz, Christa Ludwig, Fritz Wunderlich, Franz Crass, Bach-kórinn og Bach- hljómsveitin i Munchen flvtia. 11.00 Messa i Kópavogskirkju. 12J5 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.15 Hugleiðingar um Hindúasið. Séra Röng- valdur Finnbogason flytur fyrsta hádegiserindi sitt: Eining og margbreytileiki. 14.00 Um rikisbankana, stjórn þeirra og stefnu.Fyrri hluti dagskrárþáttar I umsjá Páls Heiðars Jónssonar. Þátttakendur: Lúðvik Jósefsson viðskiptamála- ráðherra, bankastjórarnir Jóhanne s Nordal, Jóhannes Eliasson, Jónas Haralz og Stefán Hilmarsson, bankaráðsmennirnir Bald- vin Jónsson hrl., Ólafur Björnsson prófessor, Ragnar Ólafsson hrl. og Stefán Valgeirsson alþm., ennfremur Bjarni Guðnason alþm. og Hannes Pálsson formaður Sambands isl. bankamanna. 15.00 Miðdegistónleikar: Tón- leikar Sinfóniuhljómsveitar tslands i Háskólabiói 13. des. Hljómsveitarstjóri: Páll P. Pálsson. Einsöngv- ari: Guðrún A. Simonar.a. „Þjófótti skjórinn”, forleik- ur eftir Rossini. b. Polki, fúriant og trúðadans úr „Seldu brúðinni” eftir Smetana. c. Aria úr óper- unni „Samson og Dalilu” eftir Saint-Saens. d. Aria úr óperunni „Don Carlos” eftir Verdi. f. „Leðurblakan”, forleikur eftir Johann Strauss. g. „Bergensiana”, svita eftir Johan Halvorsen. h. „Saga úr vesturbænum”, tónlist eftir Leonard Bern- stein. — Jón Múli Árnason kynnir tónleikana. 16.15 Or poppheiminum Magnús Þrándur Þórðarson kynnir. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Barnatimi: „Skiðaferð i Skessugil”, leikrit eftir lngibjörgu Þorbergs. Leik- stjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur: Ólafur kennari: Róbert Arnfinnsson. Nonni: Þór- hallur Sigurðsson. Pétur: Sigurður Skúlason. Erla: Valgerður Dan. Anna Andrea: Margrét Guð- mundsdóttir. Jósi refabani: Rúrik Haraldsson. Siggi: Jón Júliusson. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Frcttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Leikhúsið og við.Helga Hjörvar og Hilde Helgason sjá um þáttinn. 19.35 „Sjaldan lætur sá betur, s e m e f t i r h e r m i r ”. Umsjónarmaður: Jón B. Gunnlaugsson. 19.50 Þrettándaskemmtun. Árni Tryggvason leikari tekur saman og fer með gámanvisur og gamanljóð ásamt Ómari Ragnarssyni og Sigriði Þorvaldsdóttur leikkonu. 20.15 Pianóleikur i útvarpssal: Selma Guömundsdóttir leikura. Prelúdiu og fúgu i cis-moll eftir Bach, — og b. Sónötu i a-moll op. 143 eftir Schubert. 20.50 Með jólapóstinn til Hveravalla Magnús Ólafs- son á Sveinsstöðum i Þingi segir frá ferð félaga úr björgunarsveitinni Blöndu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.