Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 30

Tíminn - 06.01.1974, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 6. janúar 1974 Lyn, Dougal og tvlburarnir ári eftir hina sögulegu ferö. Þau búa nú á sveitabæ f Engiandi. ausa. Viö sáum þ<5 enn, en þetta yröi hræðilegt, þegar birtan hyrfi. Það varð hræðilegt. Stormurinn hvein og þyrlaði upp hafinu i svört fjöll, sem gnæfðu i kringum okkur. Það stóð i sex voðalegar klukkustundir — við supum hvelj- ur, rákumst utan i og skrámuð- umst og gegnblotnuðum. Stund- um var eins og hljóðhimnurnar ætluðu að springa, en skyndilega hljóðnaði. Svo fór að hellirigna. Regnið var eins og svipuhögg á bakið, en ég varð að halda áfram að ausa, ausa og ausa . Hand- leggurinn á mér var einn einasti verkur, og vatnið fossaði sifellt yfir okkur. Ég fór að gráta og kalla á mömmu, en fékk ekkert svar, heyrði aðeins stunur Dougals. Hann vissi það ekki sjálfur, en hann stundi sárt i hvert sinn, sem hann togaði i reipin að seglinu. Ég kallaði á systur minar og imynd- aði mér, að þær svöruðu, að þetta væri ekki til neins, ég skyldi bara gefast upp. Auðvitað var það ég sjálf, sem sagði, að nú gæti ég ekki meira. En þá gerði ég mér grein fyrir þvi, að tviburarnir grétu og skammaði sjálfa mig fyrir að haga mér eins og aumingi. Þeir hlytu að vera enn hræddari en ég, og ég hélt austrinum áfram undir eldingaleiftrum og þrumugný. Ég jós og jós og reyndi að syngja sálma. 1 birtingu lagaöist veðrið.Dou glas var við stýrið, Dougal, Lyn og Robin lágu á hnjánum, hálf meövitundarlaus meö krampa i handleggjunum. En öll sex höfðu þau lifað veðrið af. Við munum hafa það! Á hverjum degi spurðu Dougal og Lyn, hvernig sálarástandið væri. Allir svöruðu: — Gott! En kjörorðið? — Við munum hafa þaö af. Já, þau vildu hafa það af og þau komust að þvi, að eldraun þessi hafði ýmislegt gott i för með sér. — Fyrir kom, að mér var hugs- að til gamalla hjóna, sem ég kynntist á sjúkrahúsi, segir Lyn. — Bæði voru þau um áttrætt og hann lá fyrir dauðanum. Hún vissi það, en var of heilsulaus til að heimsækja hann, en hún skrif- aði honum. Eitt ástarbréf, einfalt en indælt. Hann var hálf með- vitundarlaus, þegar ég las það fyrir hann, en hann skildi — það sá ég á augunum og þetta var eins og blessun. Oft velti ég þvi fyrir mér, hvort ég mundi fá svona ástarbréf á biðstofu dauðans og nú hafði ég upplifað það, mörgum sinnum. Þær stundir komu, að við Dou- gal urðum að horfast i augu við það að við drukknuðum öll og þá hugsuðum við um Onnu dóttur okkar, sem hafði farið i land til að vera hjá manninum, sem hún elskaði. Við sögðum hvort öðru, að Anna myndi eignast börn, barnabörn okkar og með þeim myndi ást okkar lifa áfram. Douglas færði okkur mikið. Ég sagði oft við sjálfa mig, að ef við hefðum ekki lent i þessu, hefðum við ef til vill aldrei kynnzt þessum syni okkar almennilega. Við töluðum við syni okkar um vonir okkar og drauma. Margt kom nú fram, sem aldrei hafði verið minnzt á fyrr og samband okkar varð dýpra og innilegra. Þarna kynntumst við slikri fegurð náttúrunnar, að aldrei gleymist. Regn, sem dansaði á haffletinum og fegurð sólarupp- risunnar á reginhafi, glitrandi tunglskin.Við sáum þetta allt og ég sagði tviburunum, að horfa á það, svo þeir gleymdu þvi aldrei. Við vorum orðin eins og hluti af hafinu. Lifið, sem við höfðum áð- ur lifað, var farið að gleymast. Við lifðum nú á og með hafinu. Stundum hugsaði ég um það sem móður, sem veitti okkur mat og flutti okkur heimleiðis. Slikar hugsanir skutu upp kollinum á stjörnubjörtum nóttum, þegar allt var kyrrt og við sátum og glöddumst yfir að vera enn lif- andi. En oftast áttum við þó fullt i fangi með að berjast fyrir lifinu. Það var alltaf svo mikið að gera. Dougal og Douglas veiddu skjald- bökur og fisk og stýrðu bátnum. Ég neri fætur tviburanna á hverj- um degi, svo þeir visnuðu ekki til skaða. Það sem við höfðum af segldúk og fötum, varð að þvo eins og hægt var, það þurfti að þurrka fiskinn og setja hann i piastbaukana og alit þetta varð að gera hægt og varlega svo bátn- um hvolfdi ekki. Auk þess stóðum við tveggja tima vaktir hvert. Það gerði aftur slæmt veður, þcim varð kalt, þau voru þyrst og krampinn kvaldi þau. Svo var rif- ist meira og meira. Eitt sinn, þeg- ar Lyn og Dougal þrættu, sagði Dougai: — Ef þú hættir ekki þessu þrasi, sting ég af og fer til sjós. — Asninn þinn, svaraði hún. — Þú ert á sjó. — Hættið, bað Sandy grátandi. — Þið eyðileggið i mér sálina. Engum fannst þetta broslegt, meðan á þvi stóð. Björgunin Faðir og sonur tóku að ræða um, hvernig þeir ættu að ná landi og komust að þeirri niðurstöðu, að bezt væri að fara að róa. Við sólsetur á 38. degi sátum við og ræddum um, hve langt væri til lands eftir útreikningum okkar. Við höfðum borðað kvöldverðinn, þurrkaðan fisk og hrátt skjald- bökukjöt. Fiskur, sem veiðzt hafði um morguninn, hékk til þerris. — Mér fannst viðbjóðslegt að hafa hann hangandi þarna, segir Lyn. — Blóðið úr honum lak ofan á okkur, en þetta var nauðsyn- legt. Ég var að enda við að nudda fótleggi tviburanna og ég hafði áhyggjur af Sandy, sem hafði ljótan hósta og svaf illa. Ég'leit á Dougal og hann leit skyndilega út, eins og hann hefði fengið opinberun. — Skip, sagði hann. — Ég sé skip! Þau hefðu átt að sleppa sér af gleði og.fögnuði, en þau höfðu ekki orku til þess og þorðu heldur ekki að trúa þvi, að þetta væri satt. Þau höfðu nefnilega séð skip áður, á sjöunda degi, en það sá ekki neyðarblys þeirra. Nú voru þrjú blys eftir. Myndi þetta skip aðeins sigla sinn sjó eins og hitt? Lyn bað tviburana að vera ró- lega, það væri alls ekki vist að skipið sæi þau. Dougal skipaði öll- um að sitja kyrrum, þar sem hann vildi ekki, að báturinn sykki núna. Lyn bað til guðs, þegar hann skaut fyrsta blysinu. Loks sáu þau, að skipið tók stefnuna til þeirra, eins og stór hvitur fugl i hálfrökkrinu. — Nú eru erfið- leikarnir á enda. sagði Dougal ró- lega. Björgunarmennirnir settu upp skelfingarsvip og virtust varla trúa sinum eigin augum. þegar þeir sáu, að börn voru i bátnum. Áköf hróp á framandi tungu heyrðust og stigum og köðlum var kastað út yfir borðstokk skipsins. Þegar Dougal lyfti tviburunum upp. kallaði hann til hinna, að halda bátnum i jafnvægi. Það varð að gæta alls til siðustu sekúndu, þvi hættan var ekki liðin hjá. Enn gát bátnum hvolft og hákarlarnir biðu... En þau voru eitt á eftir öðru dregin upp i öryggi stóra skipsins. Þau fundu þurrt þilfar undir fót- um og hlýjar, hjálparhendur um- hverfis sig. Engin orð þurfti Það var 300 lesta vélskip, sem hafði bjargað þeim — japanski styrjuveiðarinn Toka Maru II. Ahöfnin talaði ekki orð i ensku, en orð voru heldur ekki nauðsynleg. Sjómennirnir brostu bara og voru glaðir yfir að hafa bjargað þessu fólki, sem var svo illa á sig komið. Þeir skildu lika tilfinning- ar Dougals, þegar þeir ætluðu að skera á tangina til litla bátsins og þá hifðu þeir bátinn um borð Ifka. — Við kunnum varla að ganga, sagði Lyn — og við sátum bara á meðan Dougal staulaðist með skipstjóranum inn i kortaklefann til að segja honum, hvaðan við kæmum. Hvflik dásemd að finna, kaldan appelsinusafa renna niður háls- inn — eða fara i bað og fá hrein föt. Það er ólýsanlegt... Japanirnir báru tviburana með sér, böðuðu þá og greiddu þeim þegar við komum frá þvi að laga okkur til, sátu þeir brosandi hlið við hlið með brosandi Japana allt i kring um sig. Komið var með stóran bakka, hlaðinn brauði og smjöri og stóra kaffikönnu. Heitt kaffi! Ilmurinn var indæll og bragðið dásamlegt. Útbúin voru rúm handa okkur undir þiljum, en þessi skyndilegu þægindi, urðu okkur um megn. Okkur var of heitt og leið illa inni, svo við urðum að fara upp á þil- far. — Jafnskjótt komu Japanirnir til að athuga, hvað þeir gætu gert fyrir okkur. Þeir komu með ný- bakaðar bollur og kjöt. Dásam- legt! Við fengum prjóna til að borða með, en urðum að mata tvi- burana, þvi þeir kunnu ekkert á þessi verkfæri. öll þessi um- hyggja varð mér um megn. Ég fór hreint og beint að hágráta. Þessa fjóra daga, þar til Toka Maru kom til Panama, voru Japanirnir hreint ótrúlega góðir við okkur og hjálpuðu okkur á all- an hugsanlegan hátt. Þeir gáfu drengjunum augndropa og nudd- uðu öklana á mér með oliu, en þeir voru lengi bólgnir. Ef eitt- hvert okkar hrasaði aðeins, var strax komin hönd til stuðnings. Þeir voru stórkostlegir! Aftur til menningarinnar Endurkoma okkar til menn- ingarinnar gekk ekki hávaðalaust fyrir sig. Um leið og Toka Maru lagðist að bryggju, var allt orðið fullt af blaðamönnum og ljós- myndurum. Skipbrotsfólkið svar- aði ótal spurningum — en enginn gat spurt fleiri spurninga en Lyn og Dougai höfðu spurt sjálf sig um borð i litla bátnum. Það var ekki auðvelt að venjast lifinu á ný eftir rúman mánuð i baráttu fyrir þvi. Þau höfðu misst allt, áttu enga peninga, engin föt og ekkert heimili. Hvenær gátu þau byrjað að vinna aftur? Myndi þessi lifsreynsla setja merki sin á börrin? Það var heldur ekki auðvelt, að kveðja japönsku sjómennina. Sandy gerði sér ljóst, hvernig móður hans leið, greip um hand- legg henni og sagði i ströngum tón: — Nú mátt þú ekki fara að skæla. En þegar þau stóðu á hafnar- bakkanum og reyndu að þakka Japönunum á þeirra móðurmáli, voru það tviburarnir, sem fóru að gráta — þeir tóku ekkert eftir þvi, að móðir þeirra fór að dæmi þeirra i þvi efni. Mörg vandamálanna, sem Lyn og Dougal höfðu velt fyrir sér, leystust fyrir einstæða hjálpsemi brezka sendiráðsins. Sendiherra- hjónin gáfu þeim. föt af sjálfum sér, pöntuðu hótelherbergi og sögðu þeim að panta sér allan þann mat og drykk,.sem hugurinn kynni að girnast. Þab var ekkert smáræði og alls ekki það ódýrasta — og tviburarnir létu sér ekki nægja minna en þrjár máltiðir til að byrja með. Annars konar einmanaleiki Þegar um borð i Toka Maru hóf Dougai að skrifa bókina um Framhald á bls. 39. Fyrsta skemmtun þjóðhátíðar 1974 ÁLFA DAIIIS OP é Melavelli 6.janúar kl. 20.30 Fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fullorðna. 1. Borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir ísl. Gunnarsson, flytur ó- varp. 2. Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Stjórnandi Ólafur L. Kristjáns- son. 3. Álfakóngur og drottning koma með friðu föruneyti og syngja álfalög. Nemendakór Menntaskólans við Hamrahlið syngur með álfun- um. Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur taka þátt i gleði álf- anna og stiga dans. Hópur fimleikamanna kemur fram i gervi þjóðsagnapersóna og leikur listir sinar. 4. Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir kveðja börnin. 5. Stórkostleg flugeldasýning. Aðgöngumiðar seldir á Melavelli frá kl. 16.00 þann 6. jan. Verð aðgöngumiða kr. 100.00 fyrir fullorðna. Verð aðgöngumiða kr. 50.00 fyrir börn. Foreldrar, hafið börn ykkar vel klædd. is|iMf þjóöhátiöarnefnd Reykjavíkur 1974

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.