Fréttablaðið - 04.12.2004, Síða 67

Fréttablaðið - 04.12.2004, Síða 67
Þennan dag árið 1915 lagði bíla- kóngurinn Henry Ford af stað í leiðangur. Hann fór á eigin skipi, „Friðarskipi Fords“. Hann ætlaði sér að binda enda á fyrri heims- styrjöldina. Vígorðið var: „Upp úr skotgröfunum og heim fyrir jól“. Hann fékk góðar undirtektir heima í Bandaríkjunum en í Evrópu var hann ekki tekinn alvarlega. Hann sneri því vonsvikinn heim úr þess- um leiðangri. En hver var hann þessi karl? Hann var af bændafólki kominn, fæddur í bænum Dearborn í Michigan. Hann lærði vélvirkjun og fór að vinna hjá fyrirtæki Edi- sons. Þar gafst honum tækifæri til þess að sinna aðaláhugamáli sínu: Að búa til bíl. Eftir nokkrar tilraun- ir varð Ford-fyrirtækið til og hóf að framleiða bíla. Meðeigendur Henrys Ford voru á því að miða ætti bílaframleiðsluna við hinar betri og efnaðri stéttir. Ford var ekki sammála. Hann keypti hlut meðeigenda sinna og hófst handa við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. 1908 hófst framleiðslan á Ford T, bílnum sem olli samfélagsbylt- ingu. Þetta var bíll fólksins. Lykill- inn að þessu var ný framleiðsluað- ferð: Færibandið! Árið 1914 rann nýr T-Ford af færibandinu á 93 mínútna fresti. Þessi uppgötvun varð á skömmum tíma grundvallar- aðferð í öllum iðnaði. En Ford gerði fleira. Hann tvö- faldaði í einu vetfangi daglaun verkamanna sinna og stytti vinnu- daginn í átta tíma. Hann bannaði reykingar og kom á fót félagsmála- deild í fyrirtækinu. Viðskiptablaðið The Wall Street Journal kallaði þessa kauphækkun Fords „efna- hagslegan glæp“ en karl lét sig álit annarra engu skipta. En jafnframt þessu var hann algjörlega andvígur verkalýðsfélögum og það var ekki fyrr en hann yfirgaf fyrirtækið á gamals aldri árið 1945 að verka- menn hja Ford-verksmiðjunum náðu því fram eftir áralanga bar- áttu að fá að stofna verkalýðsfélög. Hann var líka frumkvöðull í markaðsmálum. Hann kom sér upp kerfi sjálfstæðra umboðsmanna um öll Bandaríkin, kerfi sem önnur fyrirtæki hafa síðan stælt með góð- um árangri. Hann setti líka upp ábatakerfi þeirra sem unnu hjá honum. Ford fór ekki troðnar slóðir og stundum varð þverúð hans honum að fótakefli. Hann hélt til dæmis iðulega áfram of lengi með bíl- tegundir, eins og Ford T og Ford A, sem leiddi til þess að keppinautar sóttu á. Hann hafði líka einstreng- ingslegar skoðanir og hann var sak- aður um gyðingahatur og samúð með þýskum nasistum. Hann lét Ford-fyrirtækið byggja verksmiðj- ur í Þýskalandi sem framleiddu hergögn fyrir Þriðja ríkið og var sæmdur einu af æðstu heiðurs- merkjum nasista. Henry Ford dó úr heilablóðfalli á áttugasta og fjórða aldursári í apríl 1947. ■ LAUGARDAGUR 4. desember 2004 39 F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 13:00–17:00 Hvort heldur flriggja e›a fimm dyra er Micran nett og au›velt a› aka henni og leggja í stæ›i. Innanr‡mi› er svo haglega hanna› a› fletta er rúmbesti bíllinn í sínum stær›arflokki. Micran er full af hugvitsamlegum lausnum sem gera aksturinn flægilegri og skemmtilegri. Nissan Micra – nútíminn á hjólum Primera og Almera – a›eins fyrir kröfuhar›a VETRARTILBO‹ Micra Visa 1,2i Beinskiptur 80 3 1.390.000 kr. 1.300.000 kr. Micra Visa 1,2i Beinskiptur 80 5 1.440.000 kr. 1.350.000 kr. Micra Visa 1,2i Sjálfskiptur 80 5 1.590.000 kr. 1.500.000 kr. Tilbo›sver› gildir frá 1. nóv. – 31. des. 2004 Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Ver›skrá Tilbo›sver› – á n‡jum Nissan KAUPAUKI Vetrardekk me› umfelgun fylgja öllum Nissan á vetrartilbo›i. Nissan Primera Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Primera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 4 Ver›skrá 2.380.000 kr. Tilbo›sver› 2.240.000 kr. Primera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 5 Ver›skrá 2.445.000 kr. Tilbo›sver› 2.305.000 kr. Nissan Almera Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Almera Visia 1,5i Beinskiptur 90 5 Ver›skrá 1.730.000 kr. Tilbo›sver› 1.620.000 kr. Almera Acenta 1,8i Beinskiptur 116 5 Ver›skrá 1.830.000 kr. Tilbo›sver› 1.690.000 kr. Almera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 5 Ver›skrá 1.930.000 kr. Tilbo›sver› 1.790.000 kr. Almera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 4 Ver›skrá 1.940.000 kr. Tilbo›sver› 1.800.000 kr. Var bílakóngurinn Henry Ford nasisti? HENRY FORD. Upphafsmaður færibandaframleiðslunnar. Hver eru þau? Kannast einhver við myndirnar? Myndir verða stundum viðskila við eigendurna. Enn sjaldgæfara er að fólk gleymi að ná í myndir sínar í framköllun í orlofsferðum erlendis. En allt getur gerst. Júlí- ana Helgadóttir kom til okkar á Fréttablaðinu og sagði okkur merkilega sögu. Hún var í orlofs- ferð á dögunum í Flórida og var stödd í K-Mart, sem margir Ís- lendingar þekkja. Þá spurði af- greiðslukonan hvort hún væri frá Íslandi. Það væru nefnilega myndir þarna í búðinni, sem eig- andinn hefði ekki sótt og grunur léki á að hann væri frá Íslandi. Konan vill endilega koma mynd- unum til skila. Við birtum eina myndina en grunur leikur á að eigandinn sé á henni. Konan í K- Mart bauðst til að senda mannin- um myndirnar, jafnvel án greiðslu. Júlíana Helgadóttir hef- ur allar upplýsingar og er í símum 568-5473 og 899-5473. Og við von- um að myndirnar komist í hendur rétts eiganda! ■ Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér á opnunni má senda á netfangið timamot@frettabladid.is Auglýsingar á að senda á auglysingar@fretttabladid.is eða hringja í síma 550 5000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.