Fréttablaðið - 11.12.2004, Síða 2
2 11. desember 2004 LAUGARDAGUR
Þrumuveður suður af landinu:
Mikill ljósagangur af eldingum síðustu daga
VEÐURFAR Síðustu daga hefur geng-
ið mikið þrumuveður suður og
suðaustur af landinu. Þórður
Arason, jarðeðlisfræðingur á sér-
þjónustudeild veðursviðs Veður-
stofunnar, segir
mesta veðrið hafa
verið á fimmtu-
dag.
„Þetta kemur
fyrir allnokkrum
sinnum á hverjum
vetri og er í sjálfu
sér ekki óvenju-
legt,“ segir Þórður
og bætir við að
þrumuveðrið orsakist af óstöðugu
lofti. „Þegar kalt loft er ofan á
hlýrra lofti leiðir það
til þess að hlýrra loftið
rís. Þá myndast
þrumuveður.“ Þórður
segir vetrarþrumu-
veður algengari hér en
sumarþrumuveður.
„En það er öfugt í heit-
um löndum þegar
þrumuveður eru helst
bundin við heitasta
tíma ársins.“
Guðni Kolbeinsson,
kennari og þýðandi,
var á leið frá Þorláks-
höfn til Reykjavíkur
seint á fimmtudags-
kvöld og lenti í mikl-
um ljósagangi í
Þrengslunum. „Stund-
um var þetta svo að
bjart var sem á degi.
Samkennari minn einn
sem kom í bíl nokkuð á
eftir mér sagði eina
hafa verið svo öfluga að
það hefði verið eins og
flassbirta, þannig að
hann fékk ofbirtu í aug-
un og blindaðist í smá-
stund. Ég lenti nú ekki í
svo öflugu, en man ekki
eftir að hafa lent í
svona miklum ljósa-
gangi vegna eldinga
áður,“ sagði hann. - óká
STJÓRNMÁL Framsóknarþingmenn-
irnir Kristinn H. Gunnarsson og
Dagný Jónsdóttir sátu hjá þegar
frumvörp menntamálaráðherra
um að heimila hækkun skrásetn-
ingargjalda í ríkisháskóla voru
samþykkt á Alþingi. Kristinn
segir að verið sé að lauma skóla-
gjöldum bakdyramegin. „Ég er
ekki tilbúinn að styðja að hækka
skráningargjöld umfram verð-
lagsþróun því ég tel að þá sé verið
að hefja þróun í átt að skólagjöld-
um. Ef menn vilja skólagjöld, sem
ég er að vísu andsnúinn, eiga
menn að ræða það opinskátt.“
Stjórnarandstöðuþingmenn
kröfðust nærveru menntamála-
ráðherra við umræðurnar. Björg-
vin G. Sigurðsson, Samfylkingu,
sagði að verið væri að skóla-
gjaldavæða íslenskt skólakerfi,
ekki aðeins í ríkisháskólunum
þremur heldur einnig í Tækni-
skóla Íslands. „Það er verið að
vinna óhæfuverk á íslenska skóla-
kerfinu og ráðherra verður að
standa fyrir máli sínu.“
Hörð hríð var svo gerð að
Þorgerði Katrínu þegar hún kom
í þingsal. Össur Skarphéðinsson,
formaður Samfylkingarinnar,
krafði ráðherra svara um hvort
hún væri tilbúin að beita sér fyrir
því að Lánasjóður íslenskra náms-
manna lánaði fyrir skráningar-
gjöldunum. „45 þúsund krónur
eru töluvert fé fyrir manneskju
sem er í námi,“ sagði Össur.
Þorgerður Katrín benti í svari
sínu á að aldrei þessu vant hefði
stjórnarandstæðingur kallað
skráningargjöld sínu rétta nafni í
stað þess að kalla þau skólagjöld.
„Lánasjóðurinn lánar aðeins fyrir
skólagjöldum,“ sagði ráðherrann.
Búast má við að ágreiningur
verði einnig eftir áramót þegar
lög sem greiða fyrir sameiningu
Háskólans í Reykjavík og Tækni-
skóla Íslands verða afgreidd frá
Alþingi. Kristinn H. Gunnarsson,
Framsóknarflokki, segist greiða
atkvæði gegn lögunum. „Ég er
andvígur því að tekin séu upp
skólagjöld í skólum þar sem ekki
eru skólagjöld nú. Ég óttast að
verið sé að opna fyrir þann mögu-
leika að til dæmis Verkfræðideild
Háskóla Íslands verði gerð að
sjálfseignarstofnun og skólagjöld
innleidd. Það er ekki hægt.“
a.snaevarr@frettabladid.is
Fjármálaeftirlitið:
Herðir eftirlit
VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið (FME)
ætlar að herða eftirlit með útlán-
um bankanna. Í gær sendi stofn-
unin frá sér umræðuskjal þar
sem kemur fram að há veðsetn-
ing í fasteignalánum og lán gegn
veði í hlutabréfum knýi á um
hert eftirlit.
Til stendur að endurskoða
kröfur um eiginfjárhlutfall bank-
anna í því skyni að draga úr
áhættu í bankakerfinu.
FME vekur einnig athygli á at-
hugasemdum sínum við skilmála
fasteignalána og kynningu þeirra
og telur sérstaka ástæðu til að
minna lánastofnanir á að allir skil-
málar og skilyrði liggi ljós fyrir
þegar einstaklingum eru kynntir
lánamöguleikar. ■
STALÍNÍSKAR AÐFERÐIR Rússnesk
stjórnvöld beita stalínískum að-
ferðum til að hræða fólk, sagði
Svetlana Bakhmina, næstæðsti
yfirmaður lögfræðideildar
Yukos, eftir að þrír starfsmenn
deildarinnar voru handteknir.
Hún sagði engan vafa á að sak-
sóknari hefði hafið allsherjar-
herferð gegn Yukos og
starfsmönnum fyrirtækisins.
BÍLLINN SPRAKK Franskur mað-
ur slasaðist þegar bíll hans
sprakk í loft upp við það að mað-
urinn reyndi að opna dyr bílsins
með rafrænum lykli þegar hann
var nokkra metra frá bílnum.
Talið er að neisti úr öryggiskerfi
bílsins hafi kveikt í gaskútum
sem hann geymdi í skotti bílsins.
■ EVRÓPA
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
Þingi frestað:
Alþingi í 6
vikna leyfi
STJÓRNMÁL Alþingi Íslendinga fer í
jólafrí í dag og kemur ekki saman
til fundar á ný fyrr en 24. janúar
2005. Þetta er 44 dagar eða rúmar
6 vikur. Frumvarp um skatta-
lækkanir ríkisstjórnarinnar,
hækkun skrásetningargjalda í
ríkisháskóla og mörg frumvörp
önnur voru samþykkt sem lög frá
Alþingi seint í gærkvöldi og þá
var einnig lokið umræðu um
þingsályktunartillögu formanna
stjórnarandstöðunnar um að
hætta stuðningi Íslands við inn-
rásina í Írak. - ás
SILVIO BERLUSCONI
Forsætisráðherrann var sýknaður af einni
ákæru og önnur felld niður.
Spillingarmál:
Berlusconi
sýknaður
ÍTALÍA, AFP Silvio Berlusconi, for-
sætisráðherra Ítalíu, var sýknað-
ur af einni ákæru og önnur ákæra
á honum felld niður í úrskurði í
spillingarmáli gegn honum.
Dómarinn komst að þeirri nið-
urstöðu að Berlusconi væri sak-
laus af ásökunum um spillingu í
að koma í veg fyrir sölu á ríkis-
reknu matvælafyrirtæki til hans
1985. Þá vísaði hann frá ákæru á
hendur forsætisráðherranum fyr-
ir mútugreiðslur til dómara og
sagði sakir í því máli fyrndar. ■
Allt er það nú með hóflegasta móti.
Hér eiga sér stað allt annars konar og
alvarlegri lagasmíðar en ég hef verið
þátttakandi í til þessa.
Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, var
kvaddur til sem varaþingmaður á Alþingi.
SPURNING DAGSINS
Jakob, er stuð á alþingi?
Gunnar I. Birgisson:
Mörður Árnason læri kurteisi
STJÓRNMÁL Gunnar I. Birgisson,
formaður menntamálanefndar,
ávítti Mörð Árnason, þingmann
Samfylkingarinnar, fyrir dóna-
skap við gesti nefndarinnar, rekt-
ora ríkisháskólanna. „Mörður
varð Alþingi til skammar“ segir
Gunnar I. Birgisson. Hann hótaði
því að slíta fundi og halda ekki
annan fyrr en Samfylkingin skip-
aði nýjan fulltrúa í stað Marðar
eða forseti Alþingis gripi til
aðgerða. „Ég lagði til við forseta
Alþingis að Mörður Árnason
kæmist á námskeið í mannasið-
um.“
Mörður Árnason gerði á-
vítur nefndarformannsins að
umræðuefni í ræðustól og
kvartaði sáran yfir meðferð
Gunnars.“Gunnar I. Birgisson
fer villur vegar. Það urðu hvöss
orðaskipti milli okkar í lok fund-
ar, það hefur gerst áður og ekki
að ástæðulausu. Hins vegar
þverneita ég ásökunum hans um
dónaskap við gesti nefndarinn-
ar.“ - ás
MÖRÐUR ÁRNASON
Mörður var sakaður um dónaskap við gesti menntamálanefndar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
ELDINGAKORT VEÐURSTOFUNNAR
Á vef Veðurstofu Íslands er að finna upplýsingar um eldingar á landinu
og í nágrenni við það. Kortið sýnir stöðuna á hádegi í gær, en rauðir
deplar eru eldingar frá því í gær, appelsínugulir frá því í fyrradag (þegar
Guðni var á ferðinni) og grænir og bláir deplar sýna eldri eldingar.
GUÐNI
KOLBEINSSON
DAGNÝ JÓNSDÓTTIR
Dagný sat hjá við atkvæðagreiðslu um hækkun skrásetningargjalda í ríkisháskóla, líkt og Kristinn H. Gunnarsson.
Andvíg skólagjöldum
Hörð átök urðu um frumvörp menntamálaráðherra um hækkun skráningar-
gjalda í ríkisháskóla. Stjórnarandstæðingar segja gjöldin skólagjaldavæðingu
og óhæfuverk gegn menntakerfinu.
KONA VELTIR BÍL Kona um sex-
tugt velti fólksbíl á Skeiða- og
Hrunamannavegi við Áshildar-
mýri klukkan tvö í fyrrinótt.
Konan er grunuð um ölvun. Hún
meiddist ekki og litlar skemmdir
urðu á bílnum.
02-03 10.12.2004 20.30 Page 2