Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2004, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 11.12.2004, Qupperneq 2
2 11. desember 2004 LAUGARDAGUR Þrumuveður suður af landinu: Mikill ljósagangur af eldingum síðustu daga VEÐURFAR Síðustu daga hefur geng- ið mikið þrumuveður suður og suðaustur af landinu. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á sér- þjónustudeild veðursviðs Veður- stofunnar, segir mesta veðrið hafa verið á fimmtu- dag. „Þetta kemur fyrir allnokkrum sinnum á hverjum vetri og er í sjálfu sér ekki óvenju- legt,“ segir Þórður og bætir við að þrumuveðrið orsakist af óstöðugu lofti. „Þegar kalt loft er ofan á hlýrra lofti leiðir það til þess að hlýrra loftið rís. Þá myndast þrumuveður.“ Þórður segir vetrarþrumu- veður algengari hér en sumarþrumuveður. „En það er öfugt í heit- um löndum þegar þrumuveður eru helst bundin við heitasta tíma ársins.“ Guðni Kolbeinsson, kennari og þýðandi, var á leið frá Þorláks- höfn til Reykjavíkur seint á fimmtudags- kvöld og lenti í mikl- um ljósagangi í Þrengslunum. „Stund- um var þetta svo að bjart var sem á degi. Samkennari minn einn sem kom í bíl nokkuð á eftir mér sagði eina hafa verið svo öfluga að það hefði verið eins og flassbirta, þannig að hann fékk ofbirtu í aug- un og blindaðist í smá- stund. Ég lenti nú ekki í svo öflugu, en man ekki eftir að hafa lent í svona miklum ljósa- gangi vegna eldinga áður,“ sagði hann. - óká STJÓRNMÁL Framsóknarþingmenn- irnir Kristinn H. Gunnarsson og Dagný Jónsdóttir sátu hjá þegar frumvörp menntamálaráðherra um að heimila hækkun skrásetn- ingargjalda í ríkisháskóla voru samþykkt á Alþingi. Kristinn segir að verið sé að lauma skóla- gjöldum bakdyramegin. „Ég er ekki tilbúinn að styðja að hækka skráningargjöld umfram verð- lagsþróun því ég tel að þá sé verið að hefja þróun í átt að skólagjöld- um. Ef menn vilja skólagjöld, sem ég er að vísu andsnúinn, eiga menn að ræða það opinskátt.“ Stjórnarandstöðuþingmenn kröfðust nærveru menntamála- ráðherra við umræðurnar. Björg- vin G. Sigurðsson, Samfylkingu, sagði að verið væri að skóla- gjaldavæða íslenskt skólakerfi, ekki aðeins í ríkisháskólunum þremur heldur einnig í Tækni- skóla Íslands. „Það er verið að vinna óhæfuverk á íslenska skóla- kerfinu og ráðherra verður að standa fyrir máli sínu.“ Hörð hríð var svo gerð að Þorgerði Katrínu þegar hún kom í þingsal. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, krafði ráðherra svara um hvort hún væri tilbúin að beita sér fyrir því að Lánasjóður íslenskra náms- manna lánaði fyrir skráningar- gjöldunum. „45 þúsund krónur eru töluvert fé fyrir manneskju sem er í námi,“ sagði Össur. Þorgerður Katrín benti í svari sínu á að aldrei þessu vant hefði stjórnarandstæðingur kallað skráningargjöld sínu rétta nafni í stað þess að kalla þau skólagjöld. „Lánasjóðurinn lánar aðeins fyrir skólagjöldum,“ sagði ráðherrann. Búast má við að ágreiningur verði einnig eftir áramót þegar lög sem greiða fyrir sameiningu Háskólans í Reykjavík og Tækni- skóla Íslands verða afgreidd frá Alþingi. Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, segist greiða atkvæði gegn lögunum. „Ég er andvígur því að tekin séu upp skólagjöld í skólum þar sem ekki eru skólagjöld nú. Ég óttast að verið sé að opna fyrir þann mögu- leika að til dæmis Verkfræðideild Háskóla Íslands verði gerð að sjálfseignarstofnun og skólagjöld innleidd. Það er ekki hægt.“ a.snaevarr@frettabladid.is Fjármálaeftirlitið: Herðir eftirlit VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið (FME) ætlar að herða eftirlit með útlán- um bankanna. Í gær sendi stofn- unin frá sér umræðuskjal þar sem kemur fram að há veðsetn- ing í fasteignalánum og lán gegn veði í hlutabréfum knýi á um hert eftirlit. Til stendur að endurskoða kröfur um eiginfjárhlutfall bank- anna í því skyni að draga úr áhættu í bankakerfinu. FME vekur einnig athygli á at- hugasemdum sínum við skilmála fasteignalána og kynningu þeirra og telur sérstaka ástæðu til að minna lánastofnanir á að allir skil- málar og skilyrði liggi ljós fyrir þegar einstaklingum eru kynntir lánamöguleikar. ■ STALÍNÍSKAR AÐFERÐIR Rússnesk stjórnvöld beita stalínískum að- ferðum til að hræða fólk, sagði Svetlana Bakhmina, næstæðsti yfirmaður lögfræðideildar Yukos, eftir að þrír starfsmenn deildarinnar voru handteknir. Hún sagði engan vafa á að sak- sóknari hefði hafið allsherjar- herferð gegn Yukos og starfsmönnum fyrirtækisins. BÍLLINN SPRAKK Franskur mað- ur slasaðist þegar bíll hans sprakk í loft upp við það að mað- urinn reyndi að opna dyr bílsins með rafrænum lykli þegar hann var nokkra metra frá bílnum. Talið er að neisti úr öryggiskerfi bílsins hafi kveikt í gaskútum sem hann geymdi í skotti bílsins. ■ EVRÓPA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Þingi frestað: Alþingi í 6 vikna leyfi STJÓRNMÁL Alþingi Íslendinga fer í jólafrí í dag og kemur ekki saman til fundar á ný fyrr en 24. janúar 2005. Þetta er 44 dagar eða rúmar 6 vikur. Frumvarp um skatta- lækkanir ríkisstjórnarinnar, hækkun skrásetningargjalda í ríkisháskóla og mörg frumvörp önnur voru samþykkt sem lög frá Alþingi seint í gærkvöldi og þá var einnig lokið umræðu um þingsályktunartillögu formanna stjórnarandstöðunnar um að hætta stuðningi Íslands við inn- rásina í Írak. - ás SILVIO BERLUSCONI Forsætisráðherrann var sýknaður af einni ákæru og önnur felld niður. Spillingarmál: Berlusconi sýknaður ÍTALÍA, AFP Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, var sýknað- ur af einni ákæru og önnur ákæra á honum felld niður í úrskurði í spillingarmáli gegn honum. Dómarinn komst að þeirri nið- urstöðu að Berlusconi væri sak- laus af ásökunum um spillingu í að koma í veg fyrir sölu á ríkis- reknu matvælafyrirtæki til hans 1985. Þá vísaði hann frá ákæru á hendur forsætisráðherranum fyr- ir mútugreiðslur til dómara og sagði sakir í því máli fyrndar. ■ Allt er það nú með hóflegasta móti. Hér eiga sér stað allt annars konar og alvarlegri lagasmíðar en ég hef verið þátttakandi í til þessa. Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, var kvaddur til sem varaþingmaður á Alþingi. SPURNING DAGSINS Jakob, er stuð á alþingi? Gunnar I. Birgisson: Mörður Árnason læri kurteisi STJÓRNMÁL Gunnar I. Birgisson, formaður menntamálanefndar, ávítti Mörð Árnason, þingmann Samfylkingarinnar, fyrir dóna- skap við gesti nefndarinnar, rekt- ora ríkisháskólanna. „Mörður varð Alþingi til skammar“ segir Gunnar I. Birgisson. Hann hótaði því að slíta fundi og halda ekki annan fyrr en Samfylkingin skip- aði nýjan fulltrúa í stað Marðar eða forseti Alþingis gripi til aðgerða. „Ég lagði til við forseta Alþingis að Mörður Árnason kæmist á námskeið í mannasið- um.“ Mörður Árnason gerði á- vítur nefndarformannsins að umræðuefni í ræðustól og kvartaði sáran yfir meðferð Gunnars.“Gunnar I. Birgisson fer villur vegar. Það urðu hvöss orðaskipti milli okkar í lok fund- ar, það hefur gerst áður og ekki að ástæðulausu. Hins vegar þverneita ég ásökunum hans um dónaskap við gesti nefndarinn- ar.“ - ás MÖRÐUR ÁRNASON Mörður var sakaður um dónaskap við gesti menntamálanefndar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ELDINGAKORT VEÐURSTOFUNNAR Á vef Veðurstofu Íslands er að finna upplýsingar um eldingar á landinu og í nágrenni við það. Kortið sýnir stöðuna á hádegi í gær, en rauðir deplar eru eldingar frá því í gær, appelsínugulir frá því í fyrradag (þegar Guðni var á ferðinni) og grænir og bláir deplar sýna eldri eldingar. GUÐNI KOLBEINSSON DAGNÝ JÓNSDÓTTIR Dagný sat hjá við atkvæðagreiðslu um hækkun skrásetningargjalda í ríkisháskóla, líkt og Kristinn H. Gunnarsson. Andvíg skólagjöldum Hörð átök urðu um frumvörp menntamálaráðherra um hækkun skráningar- gjalda í ríkisháskóla. Stjórnarandstæðingar segja gjöldin skólagjaldavæðingu og óhæfuverk gegn menntakerfinu. KONA VELTIR BÍL Kona um sex- tugt velti fólksbíl á Skeiða- og Hrunamannavegi við Áshildar- mýri klukkan tvö í fyrrinótt. Konan er grunuð um ölvun. Hún meiddist ekki og litlar skemmdir urðu á bílnum. 02-03 10.12.2004 20.30 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.