Fréttablaðið - 11.12.2004, Side 10
10 11. desember 2004 LAUGARDAGUR
DOMINÓ SPILAÐ Í BRÓÐERNI
Karl Bretaprins spilaði dominó við bændur
í Muker, Englandi á barnum Farmers Arms
þegar hann heimsótti þorpið í gær.
Framsóknarflokkur:
Frumlegar hugmyndir til að leysa vandann
BYGGÐAMÁL Það er frumleg nálgun
hjá sveitastjórum í sjávarbyggð-
um að leggja til að veiðigjald á
kvóta renni til byggðanna og að
skuldir þeirra í félagslega íbúða-
kerfinu verði afskrifaðar. Þetta
segir Hjálmar Árnason, formaður
þingflokks framsóknarmanna,
eftir fund með sveitastjórunum.
Þingflokkur framsóknarmanna
hefur rætt hugmyndirnar og þær
verða skoðaðar nánar á næstunni.
„Þarna er um háar fjárhæðir að
ræða,“ segir Hjálmar, „en sveita-
stjórarnir undirbjuggu þetta vel
og færðu fín rök fyrir máli sínu.
Tekjur þessara sveitarfélaga hafa
vissulega minnkað vegna hagræð-
ingar sem fylgdi upptöku kvóta-
kerfisins. Það eru ákveðin rök.“
Hjálmar segir að ákvörðun um
þetta verði ekki tekin á næstunni
en að þetta sé ný nálgun á lausn
fjárhagsvanda sjávarbyggða og
því sé það þess virði að skoða
hana vandlega.
Talið er að byggðirnar myndu
fá hátt í tíu milljarða króna ef
skuldir þeirra vegna félagslega
íbúðakerfisins verða lagðar niður
og árlegar tekjur af veiðigjaldi
yrðu um 700 milljónir.
- ghg
Stríð og fátækt hrjá
rúman milljarð barna
Stjórnvöld hafa svikið loforð sín við æskuna, sagði framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna um þær raunir sem rúmur milljarður barna um heim allan mega þola.
BRETLAND, AFP Annað hvert barn í
heiminum þjáist af fátækt, stríðs-
átökum eða alnæmisfaraldrinum
að því er fram kemur í ársskýrslu
Barnahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna. Þetta þýðir að meira en millj-
arður barna á um sárt að binda.
„Þegar helmingur barna
heimsins vex úr grasi vannærður
og heilsutæpur, þegar skólar
verða skotmörk og heilu þorpin
tæmast af völdum alnæmis höfum
við svikist um að efna loforðið við
æskuna,“ sagði Carol Bellamy,
framkvæmdastjóri Barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna.
Bellamy gagnrýndi ríki heims
fyrir að uppfylla ekki þau réttindi
barna sem kveðið er á um í barna-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna frá
1989. Hún sagði að þetta væri að
hluta til vegna þess að stjórnvöld
hefðu brugðist í efnahagsum-
bótum og því að bæta stöðu mann-
réttindamála en fleira kæmi þó
til. „Of margar stjórnir taka með-
vitað ákvarðanir sem skaða börn,“
sagði hún og vísaði þar meðal ann-
ars til stríðsreksturs.
Helmingur þeirra 3,6 milljóna
einstaklinga sem hafa fallið í
stríðsátökum hafa verið á barns-
aldri. Að auki hafa sex milljónir
barna orðið fyrir varanlegum lík-
amlegum skaða.
Það er ekki aðeins í vanþróuð-
um löndum og þróunarlöndum
sem börn stríða við erfiðleika. Fá-
tækt fer vaxandi í ellefu af þeim
fimmtán iðnvæddu ríkjum sem
greinarhöfundar höfðu upplýsing-
ar um. Þar hefur hlutfall barna
sem elst upp í fátækt farið hækk-
andi. 22 prósent bandarískra
barna búa við fátækt og 16,6 pró-
sent í Póllandi.
Ríki heims settu sér það mark-
mið með samþykkt þúsaldaráætl-
unar Sameinuðu þjóðanna að
draga úr dauðsföllum barna undir
fimm ára aldri um tvo þriðju frá
1990 til 2015. Í nýju skýrslu
Barnahjálparinnar er komist að
þeirri niðurstöðu að ríkin sunnan
Sahara í Afríku og lýðveldi fyrr-
um Sovétríkjanna nái þessu mark-
miði ekki. Í dag látast 29 þúsund
börn daglega, flest af völdum við-
ráðanlegra sjúkdóma. ■
Guðlaugi Þór svarað:
Birting einnar
skýrslu leyfð
STJÓRNMÁL Guðmundur Þóroddsson,
formaður Orkuveitu Reykjavíkur,
fullyrðir í yfirlýsingu sem hann
sendi frá sér í gær að Guðlaugur
Þór Þórðarson, stjórnarmaður í
Orkuveitunni, hafi
farið með rangt mál
í frétt í Fréttablað-
inu á fimmtudag.
Í fréttinni sagði
Guðlaugur Þór að
Og Vodafone hefði
ekki lagst gegn
því að endurskoð-
unarskýrslur vegna
Linu.nets væru
afhentar stjórnar-
mönnum í Orku-
veitunni. „Óskar
Magnússon...taldi eðlilegt að láta í
hendur síðustu endurskoðunar-
skýrslu þar sem þar kæmi fram það
sem máli gæti skipti.“
Óskar Magnússon vill ekki tjá
sig um málið en vísar í tölvupóst
sinn til Guðlaugs Þórs: „Ég taldi
bara síðasta bréfið skipta máli og
hafði ekkert á móti því að það væri
afhent.“
Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor-
maður Orkuveitunnar, segir að
hann líti svo á að Guðlaugur Þór sé í
alvarlegri tilvistarkreppu eftir að
Lína.Net var seld frá Orkuveitunni.
„Hann veit ekki sitt rjúkandi ráð
þegar þetta eina viðfangsefni hans í
pólitíkinni hverfur af vettvangi
Orkuveitunnar.“ - ás
jólagjöf
Hugmynd að
fyrir hann
Smáralind
Sími 545 1550
Glæsibæ
Sími 545 1500
Kringlunni
Sími 575 5100
www.utilif.is
Liðatreyjur
Jólatilboð,5 gerðir.
Verð áður 7.990 kr.
Verð 4.990 kr.
HJÁLMAR ÁRNASON
Formaður þingflokks Framsóknar-
flokks segir að hugmyndir sveitar-
stjóra um lausn á fjárhagsvanda sjáv-
arplássa frumlegar og vel rökstuddar.
ALFREÐ ÞOR-
STEINSSON
Segir Guðlaug
Þór vera í alvar-
legri tilvistar-
kreppu.
BÖRN INNAN UM HERMENN Í KONGÓ
Stríðið í Kongó kostaði þrjár milljónir manna lífið þau fimm ár sem það stóð yfir. Íbúar
gjalda þess enn þar sem heilbrigðisþjónusta er í molum og vígasveitir og hersveitir láta
enn til sín taka.NOKKUR HELSTU VANDAMÁL
· 640 milljónir barna skortir öruggt skjól.
· 400 milljónir barna hafa ekki aðgang
að öruggu drykkjarvatni.
· 270 milljónir barna njóta engrar heil-
brigðisþjónustu.
· 140 milljónir barna hafa ekki fengið
neina menntun.
STJÓRNMÁL Teikningar Sigmunds
Jóhannssonar endurspegla stöðu
kvenna í samfélaginu og viðhorfi
til þeirra í gegnum árin að mati
Katrínar Önnu Guðmundsdóttur,
talskonu Femínistafélags Íslands.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar
um að kaupa teikningar Sigmunds
í tilefni sextíu ára afmælis lýð-
veldisins er nokkuð umdeild og
sitt sýnist hverjum. Katrín segist
hafa alist upp við að skoða mynd-
irnar í Morgunblaðinu og því líst
henni vel á kaupin. „Mér finnst
hann skemmtilegur og hlutverk
hans er að birta þjóðfélagslega
ádeilu. Teikningarnar eru einmitt
það.“ - ghg
TEIKNING SIGMUNDS
Nýleg teikning hans af Eyrúnu Magnúsdóttur, eins umsjónarmanna Kastljóssins
í Sjónvarpinu.
Sigmund:
Endurspeglar
stöðu kvenna
10-11 10.12.2004 19:52 Page 2