Fréttablaðið - 11.12.2004, Side 60
Vinir okkar urðu eitt spurn-ingarmerki er við sögð-umst ætla að fara í ferða-
lag til Afríku, nánar tiltekið til
Madagaskar sem er eyja í Ind-
landshafi um 400 kílómetra und-
an ströndum Mósambík. Ástæða
ferðalagsins er þrjátíu ára hjú-
skaparafmæli okkar hjóna og
sameiginlegur ævintýraþorsti.
Ferðin sem við völdum skiptist í
skoðunar- og gönguferðir um
þjóðgarða og svæði sem annað
hvort vernda dýr eða skóga, að
skoða villta náttúru svæðanna og
vinsæla staði með tilliti til lands-
lags og sérkenna sem þeir höfðu
upp á að bjóða.
Þrettán tíma flug
Sprautur og lyf fengum við hér
heima, sem er nauðsynlegt áður
en lagt er í ferðalag til svo fjar-
lægra staða. Nauðsynlega vega-
bréfsáritun keyptum við á flug-
vellinum við komuna til landsins.
Ferðin hófst í London og þar
sem við vorum stödd í brottfarar-
sal á Heathrow-flugvelli kom
glaðhlakkaleg kona út úr hópi
farþega og spurði um farþega á
leið til Madagaskar. Þarna safn-
aðist sextán manna hópur saman;
tveir Íslendingar, tveir Norsarar,
einn Ástrali og ellefu Bretar –
fimm karlar og ellefu konur.
Flogið var frá Heathrow, milli-
lent í Paris og síðan flogið með
Air Madagaskar í þrettán klukku-
stundir til höfuðborgarinnar Ant-
ananarivo. Þar með var hópurinn
kominn í umsjá fararstjóra sem
hélt styrkri hendi um ferðalang-
ana allan tímann með aðstoð inn-
fæddra fararstjóra sem lögðu sig
fram um að gera okkur ferðina
eftirminnilega og ánægjulega.
Allur farangurinn okkar var í
þeirra umsjá og þar sem ferðin
gekk út á að ferðast á milli svæða
bæði með flugi og rútum var
ómetanlegt að þurfa aldrei að
hafa áhyggjur af þessum hlutum
og töskurnar bornar til okkar á
herbergin hverju sinni.
Einstök eyja
Madagaskar er einstök eyja, um
það bil þrisvar sinnum stærri en
Ísland. Eyjan er nokkurs konar
björgunarfleki út frá meginlandi
Afríku, sem birtist bæði í plöntu-
og dýralífi hennar. Þar er til að
mynda engin af stóru rándýrum
meginlandsins, að krókódílum
undanskildum. Stórir snákar sem
eru eiturnöðrur annars staðar
eru hættulausir því bit þeirra er
ekki eitrað, svo dæmi sé tekið.
Það er margt forvitnilegt sem
fyrir augu ber, bæði í gróðurfari
og dýralífi, en á þessum árstíma,
í lok október, er vor á suðurhveli
jarðar og gróður í öllum regnbog-
ans litum.
Af ruslahaugum í þorp
Það sem situr hvað fastast í
minningunni eftir svona ferð er
hvernig fólkið í einu fátækasta
landi í heiminum lifir sínu dag-
lega lífi. Þrátt fyrir mikla fátækt
gátum við ekki merkt vannær-
ingu á fólki en lífsbaráttan er svo
sannarlega hörð, það má engu
skeika svo uppskeran misfarist
ekki. Hrísgrjón eru aðaluppi-
staðan í fæðu fólksins og hvar-
vetna var fólk að undirbúa jarð-
veginn fyrir næstu sáningu en
það fást tvær uppskerur á ári,
sem bæði karlar og konur undir-
búa. Ökrunum er skipt upp í reiti
sem voru mismunandi langt
komnir í undirbúningi til plönt-
unar. Konurnar sáu um reitina og
þær sukku næstum upp í klof við
það í rennandi votri og hlýrri
moldinni.
Menningarheimurinn sem
mætir Vesturlandabúum þarna
er gerólíkur öllu sem við þekkj-
um og mikill munur virðist vera
á aðstæðum fólks í borgum og úti
á landsbyggðinni. Fátæktin er
greinilega mikil í sveitunum en
lífið í borgunum virtist nú eng-
inn leikur heldur. Við komum í
„þorp“ sem er skipulagt af
argentínskum presti í Tana, sem
er stytting á nafni höfuðborgar-
innar. Presturinn hefur hjálpað
fólki sem lifði áður á ruslahaug-
um borgarinnar, því það fékk
ekki vinnu en var í mörgum til-
fellum búið að selja landið sitt í
sveitinni og átti því ekki aftur-
kvæmt þangað. Íbúarnir verða
að vera tilbúnir að fylgja þeim
reglum sem gilda í þorpinu en fá
í staðinn tækifæri til að lifa við
mannsæmandi aðstæður. Alls
hafa um 250.000 manns byrjað
nýtt líf með hjálp þessa sam-
félags.
Elskulegt fas
Heimsóknin í þetta „þorp“ var
eiginlega hápunktur ferðarinnar
og sýndi manni hvað hægt er að
gera mikið með góðu skipulagi og
skilningi á aðstæðum fólks. Hvar
sem við komum voru götur fullar
af fólki sem var að selja eitthvað,
ýmist á mörkuðum úr búðar-
krubbu eða bara á höndum, hand-
unnar vörur og muni eða matvöru.
Fyrst í stað var ágangur á okkur
mikill og litarhaft okkar vakti alls
staðar athygli. Fas og framkoma
heimamanna er alveg sérlega
elskulegt. Fólkið er bæði brosmilt
og fallegt og hefur alveg sérstaka
nærveru sem er eiginlega ekki
hægt að lýsa með orðum. Eftir
þessa ferð finnst mér eins og við
Vesturlandabúar höfum tapað
löngun til að kynnast því sem við
þekkjum ekki, löngun sem mér
fannst aftur á móti svo almenn
meðal þessa fólks. Það er mikil
lífsreynsla að heimsækja svona
fátækt og framandi land, maður
meðtók bæði með líkama og sál og
var oft örþreyttur að kvöldi.
Þak úr pálmablöðum
Við fórum víðs vegar um landið,
bæði á austur- og vesturströndina
auk þess að vera í höfuðborginni,
og ferðuðumst ýmist með rútum
eða flugvélum. Fyrsti áfangastað-
ur okkar eftir einnar nætur dvöl í
höfuðborginni var á suðaustur-
horni landsins. Fallegt og gróið
landsvæði. Þar sáum við fyrst að-
stæður hins venjulega fátæka
dreifbýlismanns. Húsakosturinn
er að gólffleti um 15 fermetrar,
48 11. desember 2004 LAUGARDAGUR
Linsunni beint að þriðja heiminum
Madagaskar er um 400 kílómetra frá meginlandi Afríku. Þar er einstakt dýra- og náttúrulíf og íbúarnir eru afar elskulegir
eins og Gunnar V. Andrésson ljósmyndari fékk að kynnast á ferðalagi sínu um eyjuna stóru.
ALLIR SAMAN Mannlífið í sveitinni á Madagaskar virðist vera í góðu jafnvægi þar sem börn og fullorðnir eru saman við leik og störf.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
60-61 (48-49) Ferðagrein 10.12.2004 14:34 Page 2