Fréttablaðið - 11.12.2004, Side 63

Fréttablaðið - 11.12.2004, Side 63
ER HÆTTULEGT AÐ BÚA NÁLÆGT HÁSPENNULÍNUM? SVAR: Við hönnun og lagningu á ís- lenskum háspennulínum er þess gætt að þær liggi ekki of nálægt öðrum mannvirkjum. Almennt gildir að fjarlægð á milli íbúðar- húss og háspennulínu skuli vera að minnsta kosti 10 metrar og meiri ef línan stendur hærra en mann- virkið. Upplýsingar um leyfilega fjarlægð má meðal annars finna á vefsíðu Löggildingarstofu. Ákvæði um lágmarksfjarlægð á milli mannvirkja og háspennulína eru sett í íslenska reglugerð nr. 264/1971 með áorðnum breyting- um vegna hættu sem getur stafað af því að háspennulínur sláist utan í mannvirki, til dæmis ef staurar brotna í illviðrum. Víða erlendis gilda ekki slíkar reglur. Mörk ICNIRP um segul- og rafsvið Alþjóðaráðið um varnir gegn ójónandi geislun (ICNIRP) hefur sett mörk um hversu mikið segul- svið og rafsvið megi vera í um- hverfi almennings. Það fer eftir ýmsu, meðal annars spennu og hæð staura, hversu mikið segul- svið og rafsvið er í kringum há- spennulínur. Gera má ráð fyrir að í kringum íslenskar háspennulín- ur sé styrkur sviðanna vel undir mörkum ICNIRP, jafnvel alveg undir línum. Mörk ICNIRP miðast við líf- fræðileg áhrif sem eru almennt þekkt og viðurkennd (til dæmis vegna upphitunar). Sumir hafa áhyggjur af því að segulsvið frá háspennulínum geti valdið krabbameini. Óvissa ríkir um það en athygli manna hefur helst beinst að barnahvítblæði að þessu leyti. Erfitt að kanna hvort segulsvið orsaki barnahvítblæði Alþjóðlega krabbameinsrann- sóknastofnunin (IARC) hefur metið þau gögn sem liggja fyrir um hugsanlega skaðsemi segul- sviða og flokkað segulsvið frá há- spennulínum sem hugsanlegan krabbameinsvald fyrir barnahvít- blæði. Ekki hefur tekist að fram- kalla áhrif í tilraunastofum eða á dýrum en þessi flokkun IARC er byggð á gögnum um tíðni barna- hvítblæðis hjá þeim sem búa við meira segulsvið en 0,3-0,4 µT (Míkrótesla, sem er einn milljón- asti úr tesla. Mælieiningin tesla er notuð til að mæla segulsvið eða þéttleika segulflæðis). Mjög erfitt er að skera úr um hvort segulsvið- ið sé í raun orsakavaldur þar sem barnahvítblæði er sjaldgæfur sjúkdómur og ekki er hægt að úti- loka aðrar orsakir. Hugsanleg tíðni krabbameins vegna háspennulína afar lítil Samkvæmt upplýsingum sænsku Geislavarnanna fær um það bil eitt sænskt barn af hverjum 25.000 barnahvítblæði á ári, samtals um 80 börn. Um það bil 25.000 börn í Svíþjóð búa nálægt háspennulín- um. Ef líkurnar á þessum sjúk- dómi tvöfölduðust hjá þeim mundi það þýða að tala sem ella væri 80 börn á ári mundi breytast í 81. Þessar tölur eru meðal annars at- hyglisverðar vegna þess að lagt hefur verið til á Alþingi hvað eftir annað að hefja rannsóknir hér á landi á áhrifum háspennulína á krabbamein. Hugsanleg tíðni krabbameins af þessum völdum er hins vegar svo lítil að við gætum aðeins gert ráð fyrir að finna hér á landi eitt dæmi um þetta á hverj- um 20-50 árum. Það yrði því býsna seinlegt að byggja marktækar rannsóknir á slíkum tölum. Þeir sem enga áhættu vilja taka varðandi segulsvið frá há- spennulínum þyrftu að búa svo langt frá þeim að segulsviðið væri orðið minna en 0,3-0,4 µT. Það fer eftir gerð háspennulínunnar hversu mikil fjarlægðin þarf að vera til þess en 75-100 metrar ættu að vera nóg fyrir flestar lín- ur eins og sjá má á skýringamynd- inni með dæmigerðum gildum frá sænsku Geislavörnunum. Segulsvið í heimahúsum Þess ber að lokum að geta að seg- ulsvið af sömu tíðni (50Hz) með þetta litlum styrkleika er víða í umhverfi manna af öðrum ástæð- um en frá háspennulínum eins og til dæmis má sjá á vefsíðu hjá Landsvirkjun (http:// w w w . l v . i s / a r t i c l e . a s p ? catID=182&ArtId=513). Á Vísindavefnum verður heim- ildaskrá birt með svarinu. Þorgeir Sigurðsson fagstjóri ójónandi geislunar hjá Geisla- vörnum ríkisins. LAUGARDAGUR 11. desember 2004 51 jólagjöf Hugmynd að fyrir alla Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is 20% afsláttur af brettapökkum Betti, bindingar og skór. Úrval af Sessions brettafatnaði. Vertu viss ...veldu Rossignol snjóbretti um gæðin... ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4 Segulsvið frá háspennulínum VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: Hvað merkir holið í Hollandi, hvenær var síðasta aftakan á Íslandi, hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu og hvernig verkar drullusokkur? Hægt er að lesa svörin við þessum spurningum og fjölmörg- um öðrum með því að setja efnisorð í leitarvél vefsins á slóðinni www.visindavefur.hi.is. HÁSPENNULÍNUR Segulsvið frá mis- munandi gerðum háspennulína í 0-150 m fjarlægð frá línunum. 62-63 (50-51) Helgarefni 10.12.2004 14:30 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.