Fréttablaðið - 11.12.2004, Page 65

Fréttablaðið - 11.12.2004, Page 65
LAUGARDAGUR 11. desember 2004 53 BESTA SPILIÐ FYRIR ÞÁ SEM NENNA AÐ HUGSA Carcassonne hefur broti› bla› í sögu bor›spila. Í sta› fless a› spilinu sé ra›a› upp í byrjun, er a›eins lag›ur ni›ur einn lítill reitur(ferningur). fiátttakendur ra›a sí›an sjálfir upp spilinu me› flví a› draga ferninga, sem byggja upp spilabor›i› og spila jafn- framt út sínum förunautum á bor›i›. Reglurnar eru einfaldar og fljótlær›ar mi›a› vi› d‡pt spilsins. Í hverju spili er uppi n‡ sta›a og möguleikarnir eru síst færri en í skák. Ómissandi vi›bót fyrir alla a›dáendur Carcassonne, me› fjölmargar spennandi og áhættusamar n‡jungar. Kóngar, krár og kirkjur er vi›auki vi› grunnspili›. • Margver›launa› spil • Eitt mest selda spili› • Spil ársins í Evrópu • Einfaldar reglur Sigurvegari Íslandsmótsins í Carcassonne 2004, Georg Haraldsson (í mi›ju), fór á heimsmeistaramóti› í fi‡skalandi í október s.l. www.spil.is Kóngar, krár og kirkjur Iris Murdoch var greind með alzheimer 76 ára gömul. Árið áður hafði hún sent frá sér skáldsöguna Jackson's Dilemna sem varð síðasta bók hennar. Nú hefur breskur taugasér- fræðingur gert sam- anburðarrannsókn á þessari síðustu skáldsögu Murdochs og fyrri verkum hennar og notað til þess tölvu. Niðurstaðan er sú að Murdoch hafi verið þjáð af alzheimer þeg- ar hún skrifaði Jackson's Dilemna. Sérfræðingurinn segir að orðaforðinn í þess- ari síðustu skáldsögu sé fátæklegri en í þeim fyrri og textinn mun einfaldari. Skýringa sé að leita í sjúkdómnum sem hafi haft áhrif á skrif skáldkonunnar nokkru áður en læknar greindu hann. Ekkill skáldkonunnar, John Bailey, segir niðurstöð- una ekki koma sér á óvart, hann hefði ætíð haft á tilfinningunni að skáldsagan væri öðruvísi en aðr- ar bækur konu sinnar. Skáldsag- an kom út árið 1995 og fékk óblíð- ar viðtökur hjá mörgum gagn- rýnendum. Dylan Thomas, ljóðsnillingurinn frá Wales, lést árið 1953 fertug- ur að aldri. Fram að þessu hefur verið talið að drykkjusýki hafi orðið honum að aldurtila en í nýrri ævisögu skáldsins er því haldið fram að Dylan hafi látist úr lungnabólgu. Dylan var staddur í New York þegar hann fór á fyllirí, en það var eftirlæt- isiðja hans. Hann sagðist hafa drukkið 18 viskísjússa það kvöld og gantaðist með að hafa slegið eigið met. Stuttu seinna veiktist hann og var fluttur á sjúkrahús. Læknir taldi hann þjást af delirium tremens og gaf honum morfín. Eftir þriðja morfín- skammtin féll Dylan í dá og lést fjórum sólarhringum síðar. Hin nýja ævisaga Dylan Thomas er skrifuð af ævisagna- ritaranum David Thomas og lækninum Simon Barton. Þeir hafa rannsakað sjúkraskýrslur og komist að því að Dylan Thomas lést úr lungnabólgu sem hann fékk enga meðferð við. Áður en hann veiktist hafði hann drukkið átta viskísjússa, ekki átján eins og hann stærði sig af. ARNALDUR INDRIÐASON „Ég er líka helst á því að hann vinni þetta – mönnum finnst vera kominn „tími til“...“ segir Egill Helgason. Spáir Kleifar- vatni sigri Egill Helgason gerir tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaun- anna að umtalsefni á heimasíðu sinni. Um tilnefndar fræðibækur segir hann: „Þarna er sittlítið af hverju – náttúrulífsbók eins og venjulega, ljósmyndabók, svo hef- ur vantað eitthvað eftir konu og þá er valin bókin um Ólöfu eski- móa. Hún rís á engan hátt undir tilnefn- ingunni, en það skiptir svosem ekki máli – það er löngu vitað að bókin hans Halldórs Guð- mundssonar um Laxness vinnur.“ Og um tilnefnd skáldverk segir Egill: „Mest kemur á óvart að Bítlaávarpið eftir Einar Má skuli vera valið – bókin hefur fengið hroðalega dóma. Hún er örugg- lega með lökustu verkum höfund- arins. Og allt í einu er farið að snobba voða mikið fyrir spennu- sögum – spaugilegt að sjá hvað allir voru sammála að fagna því að Arnaldur skyldi fá tilnefningu. Ég er líka helst á því að hann vinni þetta - mönnum finnst vera kom- inn „tími til“...“ Mary Poppins eftir P.L. Travers.Mary Poppins er eftirlæti allra sem kynnast henni og því er mikið fagnaðarefni að bókin um hana hef- ur verið endurútgefin. Bók sem öll börn verða að lesa. Allt í senn, fynd- in, frumleg og hjartnæm. Vonandi verða framhaldsbækurnar um þessa dásamlegu fóstru einnig endurút- gefnar. NÝJAR BÆKUR Veikindi og skriftir IRIS MURDOCH Greina má merki alzheimer í texta síð- ustu skáldsögu hennar. Drykkjan drap ekki Dylan Thomas DYLAN THOMAS Áfengið varð honum ekki að bana heldur lungnabólga. EGILL HELGASON 64-65 (52-53) bækur 10.12.2004 19:34 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.