Fréttablaðið - 11.12.2004, Side 77

Fréttablaðið - 11.12.2004, Side 77
LAUGARDAGUR 11. desember 2004 65 Jólaóratórían eftir Jóhann Sebast- ian Bach er eitt stórbrotnasta tón- verk sem samið hefur verið í til- efni jólahátíðarinnar. Margir geta hreinlega ekki hugsað sér undir- búning jólanna án þess að hlýða á þessa undurfögru tónsmíð. Í dag og á morgun verður fyrri hluti Jólaóratoríunnar fluttur í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 báða dagana, en það er alþjóðleg barokksveit frá Hollandi, The Hague Inter- national Baroque Orchestra, sem flytur verkið ásamt kammerkórn- um Schola cantorum og fjórum ungum íslenskum einsöngvurum undir stjórn Harðar Áskelssonar. „Ég áttaði mig ekki á því, þeg- ar ég var beðin að koma með þessa hljómsveit hingað, að þetta er í fyrsta skipti sem þetta verk er flutt í þessum búningi hér á landi,“ segir Guðrún Hrund Harðardóttir, sem leikur á víólu í alþjóðlegu barokksveitinni frá Haag. Hún er eini Íslendingurinn í hljómsveitinni, sem notar ein- göngu hljóðfæri frá barokktíman- um, ýmist upprunaleg eða smíðuð eftir gömlum forskriftum. Erlendis er mjög algengt að verk frá barokktímanum séu flutt á upprunaleg hljóðfæri og söngur- inn taki einnig mið af þeim söngstíl sem tíðkaðist á þessum tíma. Hér á landi færist slíkur flutningur einnig í vöxt, en þetta er í fyrsta sinn sem fólki gefst kostur á að hlýða á hina þekktu Jólaóratóríu eins og hún hljómaði á dögum Bachs. „Það verður blæbrigðamunur á tónlistinni, áferðin er allt önnur. Til dæmis eru notaðir girnis- strengir á strengjahljóðfærin og öðruvísi bogar. Það verður líka annar hljómur í trompetum og þverflauturnar eru úr tré. Ein- hvern veginn verður meiri létt- leiki yfir tónlistinni, hún verður gegnsærri.“ Guðrún Hrund, sem er dóttir Harðar Áskelssonar, organista í Hallgrímskirkju og stjórnanda á þessum tónleikum, stundar nám við barokkdeild konunglega lista- háskólans í Haag eins og aðrir hljóðfæraleikarar í barokkhljóm- sveitinni. Einsöngvararnir fjórir, þau Elfa Margrét Ingvadóttir sópran, Guðrún Edda Gunnarsdóttir alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Benedikt Ingólfsson bassi, hafa öll sungið með Schola cantorum. Jafnframt eru þau öll í fram- varðasveit yngri kynslóðar ís- lenskra söngvara. ■ Hljómurinn verður tærari Jólaóratóría Bachs verður flutt í barokkbúningi í Hallgríms- kirkju í dag og á morgun. Alþjóðleg barokksveit kemur til landsins til að taka þátt í flutningnum. FRÁ ÆFINGU Í HALLGRÍMSKIRKJU Hörður Áskelsson stjórnar alþjóðlegri barokk- hljómsveit sem flytur Jólaóratóríu Bachs í Hallgrímskirkju ásamt Schola cantorum og fjór- um ungum einsöngvurum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 76-77 (64-65) menning 10.12.2004 19:44 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.