Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2004, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 11.12.2004, Qupperneq 77
LAUGARDAGUR 11. desember 2004 65 Jólaóratórían eftir Jóhann Sebast- ian Bach er eitt stórbrotnasta tón- verk sem samið hefur verið í til- efni jólahátíðarinnar. Margir geta hreinlega ekki hugsað sér undir- búning jólanna án þess að hlýða á þessa undurfögru tónsmíð. Í dag og á morgun verður fyrri hluti Jólaóratoríunnar fluttur í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 báða dagana, en það er alþjóðleg barokksveit frá Hollandi, The Hague Inter- national Baroque Orchestra, sem flytur verkið ásamt kammerkórn- um Schola cantorum og fjórum ungum íslenskum einsöngvurum undir stjórn Harðar Áskelssonar. „Ég áttaði mig ekki á því, þeg- ar ég var beðin að koma með þessa hljómsveit hingað, að þetta er í fyrsta skipti sem þetta verk er flutt í þessum búningi hér á landi,“ segir Guðrún Hrund Harðardóttir, sem leikur á víólu í alþjóðlegu barokksveitinni frá Haag. Hún er eini Íslendingurinn í hljómsveitinni, sem notar ein- göngu hljóðfæri frá barokktíman- um, ýmist upprunaleg eða smíðuð eftir gömlum forskriftum. Erlendis er mjög algengt að verk frá barokktímanum séu flutt á upprunaleg hljóðfæri og söngur- inn taki einnig mið af þeim söngstíl sem tíðkaðist á þessum tíma. Hér á landi færist slíkur flutningur einnig í vöxt, en þetta er í fyrsta sinn sem fólki gefst kostur á að hlýða á hina þekktu Jólaóratóríu eins og hún hljómaði á dögum Bachs. „Það verður blæbrigðamunur á tónlistinni, áferðin er allt önnur. Til dæmis eru notaðir girnis- strengir á strengjahljóðfærin og öðruvísi bogar. Það verður líka annar hljómur í trompetum og þverflauturnar eru úr tré. Ein- hvern veginn verður meiri létt- leiki yfir tónlistinni, hún verður gegnsærri.“ Guðrún Hrund, sem er dóttir Harðar Áskelssonar, organista í Hallgrímskirkju og stjórnanda á þessum tónleikum, stundar nám við barokkdeild konunglega lista- háskólans í Haag eins og aðrir hljóðfæraleikarar í barokkhljóm- sveitinni. Einsöngvararnir fjórir, þau Elfa Margrét Ingvadóttir sópran, Guðrún Edda Gunnarsdóttir alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Benedikt Ingólfsson bassi, hafa öll sungið með Schola cantorum. Jafnframt eru þau öll í fram- varðasveit yngri kynslóðar ís- lenskra söngvara. ■ Hljómurinn verður tærari Jólaóratóría Bachs verður flutt í barokkbúningi í Hallgríms- kirkju í dag og á morgun. Alþjóðleg barokksveit kemur til landsins til að taka þátt í flutningnum. FRÁ ÆFINGU Í HALLGRÍMSKIRKJU Hörður Áskelsson stjórnar alþjóðlegri barokk- hljómsveit sem flytur Jólaóratóríu Bachs í Hallgrímskirkju ásamt Schola cantorum og fjór- um ungum einsöngvurum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 76-77 (64-65) menning 10.12.2004 19:44 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.