Fréttablaðið - 13.01.2005, Síða 8
8 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Forseti ASÍ:
Gefum þessu tíma
IMPREGILO Miðstjórn ASÍ fjallaði
í gær um greinargerð sína
vegna Impregilo sem send var
félagsmálaráðherra um síðustu
helgi og segir Grétar Þorsteins-
son, forseti ASÍ, að ASÍ velti
fyrir sér næstu skrefum meðan
beðið sé eftir fundi með ráð-
herra.
„Ég lít svo á að nefnd ráðu-
neytisstjóra hafi verið sett á
laggirnar vegna þess að ríkis-
stjórnin telji málið mjög alvar-
legt. Ráðherra hefur líka sagt að
hann vilji að þetta verði unnið
hratt þannig að við gefum þessu
einhvern tíma,“ segir Grétar
Þorsteinsson.
Í greinargerð ASÍ kemur fram
að veiting atvinnuleyfa á grund-
velli umsókna Impregilo fari í
bága við fjölmörg ákvæði ís-
lenskra laga og reglur, mörg
ákvæði EES-samningsins og yfir-
lýsinga stjórnvalda í tengslum
við stækkun EES auk þess sem
ekki liggi fyrir formlegar upp-
lýsingar um verklag Vinnumála-
stofnunar við meðferð og af-
greiðslu atvinnuleyfisumsókna.
Grétar segir að mikil sam-
staða ríki í miðstjórn ASÍ um
málið og afskipti ASÍ af því fyrr
og síðar. Áhersla sé á að fylgja
málinu eftir af alvöru.
- ghs
Spyrja mátti um hernað
– ekki lista staðfastra
Ríkisstjórnin segir út í hött hjá Gallup að spyrja um lista staðfastra þjóða. Björn Bjarnason
segir að marktækt hefði verið að spyrja um hernað Bandaríkjamanna í Írak.
STJÓRNMÁL Mikill ágreiningur hefur
blossað upp hérlendis um lista sem
Bandaríkjamenn birtu í mars 2003
um þær þjóðir sem studdu innrás-
ina í Írak eftir að ljóst var að
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
legði ekki blessun sína yfir þá að-
gerð, meðal annars vegna hótunar
Frakka um að beita neitunarvaldi.
Ísland varð formlega hluti af
bandalagi staðfastra þjóða sam-
kvæmt yfirlýsingu Hvíta hússins.
Þar sagði: „Bush forseti hefur
safnað ríkjum í bandalag sem þegar
hefur hafið hernaðaraðgerðir til að
afvopna Íraka af gereyðingarvopn-
um.“ Þá ætti að reka Saddam
Hussein forseta frá völdum.
Tekið var fram að sumar þjóðir
legðu bandalaginu lið með herstyrk
en einnig var nefndur pólitískur
stuðningur, yfirflugsheimildir og
aðstoð við enduruppbyggingu. Í
ályktun bandarísku öldungadeild-
arinnar frá 27. mars 2003 var
Ísland sett í annan flokk bandalags-
ríkja af þremur yfir lönd sem
hefðu lýst því yfir að hætta stafaði
af Írak.
Ríkisstjórnin hefur gagnrýnt
Gallup: „Er Gallup að spyrja um
hinn svonefnda lista frá því
snemma árs 2003? Eru einhverjar
þjóðir lengur á þeim lista?“ spyr
Björn Bjarnason á heimasíðu
sinni.
Björn var beðinn að útskýra
þau ummæli og spurður hvort
hann hefði sætt sig við að spurt
hefði verið um hvort fólk styddi
hernað Bandaríkjamanna í Írak:
„Sú spurning hefði þó verið mark-
tæk.“
Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra sagði hins vegar í viðtali
við RÚV að spurningin væri
ómarktæk: „Ég er alveg viss um
það að Íslendingar eru því fylgj-
andi að við styðjum lýðræðis-
þróun í Írak, kosningarnar þar og
uppbygginguna sem er fram und-
an og það er að sjálfsögðu aðal-
málið.“
Ísland er hins vegar ekki eina
landið þar sem deilt hefur verið
hart um umræddan lista. Í þeim
löndum sem sendu her til Íraks
snerist umræðan að sjálfsögðu
um hvort kalla ætti hann heim.
Kosta Ríka hefur engan her frem-
ur en Ísland og þar fór vera lands-
ins á listanum fyrir stjórnarskrár-
dómstól. Hann úrskurðaði að það
væri stjórnarskrárbrot að styðja
hernaðaraðgerðir sem ekki nytu
fulltingis Sameinuðu Þjóðanna.
Hvíta húsið varð við beiðni stjórn-
ar landsins í kjölfarið. Björn
Bjarnason segist ekki þekkja
þetta mál: „Ég þekki ekki til
afstöðu Kosta Ríka, hvorki nú né
áður.“ a.snaevarr@frettabladid.is
DRUKKINN FLUGMAÐUR
Flugmanni easyJet lággjalda-
flugfélagsins hefur verið vikið
úr starfi tímabundið meðan
rannsakað er hvort hann hafi
verið drukkinn þegar hann
mætti til starfa í Berlín, höfuð-
borg Þýskalands, þaðan sem
hann átti að fljúga til Basel í
Sviss. Þetta er í fyrsta sinn sem
gripið er til þessa ráðs hjá flug-
félaginu.
HÚSEIGENDUR Í BRETLANDI
Breska stjórnin tilkynnti í gær
að hún hygðist ekki auka rétt
húseigenda til að verja heimili
sín gegn innbrotsþjófum. Mikil
umræða hefur verið um þetta í
Bretlandi en stjórnvöld segja
húseigendum einungis óheimilt
að beita óheyrilega miklu valdi.
BRESKIR HERMENN
Bretar ætla að fjölga hermönnum í Írak
fyrir kosningar í lok mánaðarins.
Innrásin í Írak:
Stuðningur í
lágmarki
BRETLAND, AP Innrásin í Írak hefur
aldrei notið minni stuðnings með-
al Breta en nú um stundir sam-
kvæmt nýrri skoðanakönnun Pop-
ulus. Einungis 29 prósent að-
spurðra sögðu það hafa verið
rétta ákvörðun að steypa Saddam
Hussein af stóli. Í apríl 2003,
skömmu eftir fall einræðisherr-
ans, voru 64 prósent Breta þessar-
ar skoðunar.
53 prósent sögðu það hafa ver-
ið ranga ákvörðun að beita her-
valdi í Írak og er það tvöfalt
hærra hlutfall en í apríl 2003, þeg-
ar 24 prósent töldu rangt að beita
hervaldi. ■
1Í hvaða borg voru skipverjarnirstaddir þegar þýska lögreglan og toll-
verðir réðust til inngöngu?
2Hvaða heimili geðsjúkra á að loka ummánaðamót?
3Hvaða íslenska kvikmynd heitir áspænsku Ojo por ojo?
SVÖRIN ERU Á BLS. 46
VEISTU SVARIÐ?
– hefur þú séð DV í dag?
ÓMAR ÖRVARSSON SKIPSTJÓRI VAR SJÁLFUR
TEKINN MEÐ 14 KÍLÓ AF KÓKAÍNI 1997:
Kafteinn
Kókaín á
dópskipinu
Hauki ÍS
Skipstjórinn í héraðs-
dómi í dag vegna 200
kannabisplantna
GRÉTAR ÞORSTEINSSON
Mikil samstaða er í miðstjórn ASÍ um af-
stöðuna til Impregilo. Beðið er eftir niður-
stöðu nefndar ráðuneytisstjóra og fundi
með félagsmálaráðherra.
GERÐ JARÐGANGA
Tilvonandi jarðgöng eru ekki háð
sölu Símans.
Vegbætur:
Göng óháð
Símasölu
RÍKISFJÁRMÁL Ráðstöfun peninga
sem fást fyrir sölu Símans hefur
ekki áhrif á vegbætur sem ákveð-
ið hefur verið að ráðast í, svo sem
Héðinsfjarðargöng eða jarðgöng
milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs-
fjarðar, að sögn Bergþórs Ólafs-
sonar, aðstoðarmanns samgöngu-
ráðherra.
Bent hefur verið á að í umræð-
um um sölu Símans hafi stjórn-
völd rætt um að nota ætti sölu-
hagnaðinn í vegbætur, en nú er
rætt um að eyða peningunum
frekar í byggingu hátæknisjúkra-
húss. „Jarðgangaáætlun liggur
fyrir og sala Símans tengist henni
ekki,“ sagði Bergþór. - óká
STJÓRNMÁL Leiðtogar staðfastra
ríkja fá ekki háa einkunn í ný-
legum greinaflokki Nicholas D.
Kristof sem skrifar pistla tvisvar
í viku á leiðaraopnu The New
York Times. Krystof ferðaðist til
nokkurra þessara ríkja og komst
að þeirri niðurstöðu að þeir sem á
annað borð styddu stefnu Banda-
ríkjanna í Írak gerðu það í eigin-
hagsmunaskyni.
Niðurstaða Kristofs eftir heim-
sókn til Eistlands í byrjun desem-
ber á síðasta ári var sú að Eistar
teldu að vera eistneskra her-
manna í Írak tryggði að Banda-
ríkin væru siðferðislega skuld-
bundin til að verja Eista gegn
Rússum. Hann bendir á að vinsælt
kosningaloforð Júsjenkós, nýkjör-
ins forseta Úkraínu, hefði verið að
kalla herinn heim frá Írak.
„Vandamálið við þetta bandalag
okkar er að það samanstendur að
mestu af leiðtogum sem treysta á
umbun, fremur en raunveru-
legum stuðningsþjóðum. Tony
Blair trúir á Íraksstríðið en önnur
bandalagsríki eru að langmestu
leyti tækifærissinnar sem eru að
koma sér í mjúkinn hjá stjórn
Bush.“ - ás
AP
M
YN
D
New York Times:
Staðföstu ríkin
tækifærissinnuð
KVARNAST ÚR HÓPI STAÐFASTRA RÍKJA
Ákveðið var í gær að kalla úkraínska hermenn heim frá Írak á næstu mánuðum eftir
mannfall í liði þeirra. Þetta er í samræmi við stefnu Viktors Júsjenkó, nýkjörins forseta
Úkraínu.
KEPPT Í FÓTBOLTA UNDIR KOSNINGAÁRÓÐRI
Halldór Ásgrímsson telur marktækt að spyrja um stuðning við kosningar og
uppbyggingu í Írak.
AP
M
YN
D
■ EVRÓPA