Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 8
8 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Forseti ASÍ: Gefum þessu tíma IMPREGILO Miðstjórn ASÍ fjallaði í gær um greinargerð sína vegna Impregilo sem send var félagsmálaráðherra um síðustu helgi og segir Grétar Þorsteins- son, forseti ASÍ, að ASÍ velti fyrir sér næstu skrefum meðan beðið sé eftir fundi með ráð- herra. „Ég lít svo á að nefnd ráðu- neytisstjóra hafi verið sett á laggirnar vegna þess að ríkis- stjórnin telji málið mjög alvar- legt. Ráðherra hefur líka sagt að hann vilji að þetta verði unnið hratt þannig að við gefum þessu einhvern tíma,“ segir Grétar Þorsteinsson. Í greinargerð ASÍ kemur fram að veiting atvinnuleyfa á grund- velli umsókna Impregilo fari í bága við fjölmörg ákvæði ís- lenskra laga og reglur, mörg ákvæði EES-samningsins og yfir- lýsinga stjórnvalda í tengslum við stækkun EES auk þess sem ekki liggi fyrir formlegar upp- lýsingar um verklag Vinnumála- stofnunar við meðferð og af- greiðslu atvinnuleyfisumsókna. Grétar segir að mikil sam- staða ríki í miðstjórn ASÍ um málið og afskipti ASÍ af því fyrr og síðar. Áhersla sé á að fylgja málinu eftir af alvöru. - ghs Spyrja mátti um hernað – ekki lista staðfastra Ríkisstjórnin segir út í hött hjá Gallup að spyrja um lista staðfastra þjóða. Björn Bjarnason segir að marktækt hefði verið að spyrja um hernað Bandaríkjamanna í Írak. STJÓRNMÁL Mikill ágreiningur hefur blossað upp hérlendis um lista sem Bandaríkjamenn birtu í mars 2003 um þær þjóðir sem studdu innrás- ina í Írak eftir að ljóst var að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna legði ekki blessun sína yfir þá að- gerð, meðal annars vegna hótunar Frakka um að beita neitunarvaldi. Ísland varð formlega hluti af bandalagi staðfastra þjóða sam- kvæmt yfirlýsingu Hvíta hússins. Þar sagði: „Bush forseti hefur safnað ríkjum í bandalag sem þegar hefur hafið hernaðaraðgerðir til að afvopna Íraka af gereyðingarvopn- um.“ Þá ætti að reka Saddam Hussein forseta frá völdum. Tekið var fram að sumar þjóðir legðu bandalaginu lið með herstyrk en einnig var nefndur pólitískur stuðningur, yfirflugsheimildir og aðstoð við enduruppbyggingu. Í ályktun bandarísku öldungadeild- arinnar frá 27. mars 2003 var Ísland sett í annan flokk bandalags- ríkja af þremur yfir lönd sem hefðu lýst því yfir að hætta stafaði af Írak. Ríkisstjórnin hefur gagnrýnt Gallup: „Er Gallup að spyrja um hinn svonefnda lista frá því snemma árs 2003? Eru einhverjar þjóðir lengur á þeim lista?“ spyr Björn Bjarnason á heimasíðu sinni. Björn var beðinn að útskýra þau ummæli og spurður hvort hann hefði sætt sig við að spurt hefði verið um hvort fólk styddi hernað Bandaríkjamanna í Írak: „Sú spurning hefði þó verið mark- tæk.“ Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði hins vegar í viðtali við RÚV að spurningin væri ómarktæk: „Ég er alveg viss um það að Íslendingar eru því fylgj- andi að við styðjum lýðræðis- þróun í Írak, kosningarnar þar og uppbygginguna sem er fram und- an og það er að sjálfsögðu aðal- málið.“ Ísland er hins vegar ekki eina landið þar sem deilt hefur verið hart um umræddan lista. Í þeim löndum sem sendu her til Íraks snerist umræðan að sjálfsögðu um hvort kalla ætti hann heim. Kosta Ríka hefur engan her frem- ur en Ísland og þar fór vera lands- ins á listanum fyrir stjórnarskrár- dómstól. Hann úrskurðaði að það væri stjórnarskrárbrot að styðja hernaðaraðgerðir sem ekki nytu fulltingis Sameinuðu Þjóðanna. Hvíta húsið varð við beiðni stjórn- ar landsins í kjölfarið. Björn Bjarnason segist ekki þekkja þetta mál: „Ég þekki ekki til afstöðu Kosta Ríka, hvorki nú né áður.“ a.snaevarr@frettabladid.is DRUKKINN FLUGMAÐUR Flugmanni easyJet lággjalda- flugfélagsins hefur verið vikið úr starfi tímabundið meðan rannsakað er hvort hann hafi verið drukkinn þegar hann mætti til starfa í Berlín, höfuð- borg Þýskalands, þaðan sem hann átti að fljúga til Basel í Sviss. Þetta er í fyrsta sinn sem gripið er til þessa ráðs hjá flug- félaginu. HÚSEIGENDUR Í BRETLANDI Breska stjórnin tilkynnti í gær að hún hygðist ekki auka rétt húseigenda til að verja heimili sín gegn innbrotsþjófum. Mikil umræða hefur verið um þetta í Bretlandi en stjórnvöld segja húseigendum einungis óheimilt að beita óheyrilega miklu valdi. BRESKIR HERMENN Bretar ætla að fjölga hermönnum í Írak fyrir kosningar í lok mánaðarins. Innrásin í Írak: Stuðningur í lágmarki BRETLAND, AP Innrásin í Írak hefur aldrei notið minni stuðnings með- al Breta en nú um stundir sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Pop- ulus. Einungis 29 prósent að- spurðra sögðu það hafa verið rétta ákvörðun að steypa Saddam Hussein af stóli. Í apríl 2003, skömmu eftir fall einræðisherr- ans, voru 64 prósent Breta þessar- ar skoðunar. 53 prósent sögðu það hafa ver- ið ranga ákvörðun að beita her- valdi í Írak og er það tvöfalt hærra hlutfall en í apríl 2003, þeg- ar 24 prósent töldu rangt að beita hervaldi. ■ 1Í hvaða borg voru skipverjarnirstaddir þegar þýska lögreglan og toll- verðir réðust til inngöngu? 2Hvaða heimili geðsjúkra á að loka ummánaðamót? 3Hvaða íslenska kvikmynd heitir áspænsku Ojo por ojo? SVÖRIN ERU Á BLS. 46 VEISTU SVARIÐ? – hefur þú séð DV í dag? ÓMAR ÖRVARSSON SKIPSTJÓRI VAR SJÁLFUR TEKINN MEÐ 14 KÍLÓ AF KÓKAÍNI 1997: Kafteinn Kókaín á dópskipinu Hauki ÍS Skipstjórinn í héraðs- dómi í dag vegna 200 kannabisplantna GRÉTAR ÞORSTEINSSON Mikil samstaða er í miðstjórn ASÍ um af- stöðuna til Impregilo. Beðið er eftir niður- stöðu nefndar ráðuneytisstjóra og fundi með félagsmálaráðherra. GERÐ JARÐGANGA Tilvonandi jarðgöng eru ekki háð sölu Símans. Vegbætur: Göng óháð Símasölu RÍKISFJÁRMÁL Ráðstöfun peninga sem fást fyrir sölu Símans hefur ekki áhrif á vegbætur sem ákveð- ið hefur verið að ráðast í, svo sem Héðinsfjarðargöng eða jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar, að sögn Bergþórs Ólafs- sonar, aðstoðarmanns samgöngu- ráðherra. Bent hefur verið á að í umræð- um um sölu Símans hafi stjórn- völd rætt um að nota ætti sölu- hagnaðinn í vegbætur, en nú er rætt um að eyða peningunum frekar í byggingu hátæknisjúkra- húss. „Jarðgangaáætlun liggur fyrir og sala Símans tengist henni ekki,“ sagði Bergþór. - óká STJÓRNMÁL Leiðtogar staðfastra ríkja fá ekki háa einkunn í ný- legum greinaflokki Nicholas D. Kristof sem skrifar pistla tvisvar í viku á leiðaraopnu The New York Times. Krystof ferðaðist til nokkurra þessara ríkja og komst að þeirri niðurstöðu að þeir sem á annað borð styddu stefnu Banda- ríkjanna í Írak gerðu það í eigin- hagsmunaskyni. Niðurstaða Kristofs eftir heim- sókn til Eistlands í byrjun desem- ber á síðasta ári var sú að Eistar teldu að vera eistneskra her- manna í Írak tryggði að Banda- ríkin væru siðferðislega skuld- bundin til að verja Eista gegn Rússum. Hann bendir á að vinsælt kosningaloforð Júsjenkós, nýkjör- ins forseta Úkraínu, hefði verið að kalla herinn heim frá Írak. „Vandamálið við þetta bandalag okkar er að það samanstendur að mestu af leiðtogum sem treysta á umbun, fremur en raunveru- legum stuðningsþjóðum. Tony Blair trúir á Íraksstríðið en önnur bandalagsríki eru að langmestu leyti tækifærissinnar sem eru að koma sér í mjúkinn hjá stjórn Bush.“ - ás AP M YN D New York Times: Staðföstu ríkin tækifærissinnuð KVARNAST ÚR HÓPI STAÐFASTRA RÍKJA Ákveðið var í gær að kalla úkraínska hermenn heim frá Írak á næstu mánuðum eftir mannfall í liði þeirra. Þetta er í samræmi við stefnu Viktors Júsjenkó, nýkjörins forseta Úkraínu. KEPPT Í FÓTBOLTA UNDIR KOSNINGAÁRÓÐRI Halldór Ásgrímsson telur marktækt að spyrja um stuðning við kosningar og uppbyggingu í Írak. AP M YN D ■ EVRÓPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.