Fréttablaðið - 13.01.2005, Page 14

Fréttablaðið - 13.01.2005, Page 14
14 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR EKKI Í ÞEIRRA NAFNI Breskir Evrópuþingmenn voru meðal þeirra sem mótmæltu á Evrópuþinginu í Strassburg í gær, þegar Evrópuþingið ákvað með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða að styðja fyrstu stjórnarskrá Evr- ópusambandins og hvatti ríkisstjórnir ESB að gera hið sama. Fljótsdalslínur 3 og 4: Fjórir buðu í stálvírinn IÐNAÐUR Fimm tilboð bárust Lands- virkjun í stálvír fyrir Fljótsdalslín- ur 3 og 4, en þau voru opnuð á mánu- dag. Hæsta boð kom frá Westfälische Drahtindustrie GmbH upp á 71,4 milljónir króna. Var það eina tilboðið sem var yfir kostnað- aráætlun, sem hljóðaði upp á rétt rúmar 64 milljónir króna. Næst- hæst bauð BYKO hf., eina íslenska fyrirtækið sem tók þátt, 62,4 millj- ónir. Lægst bauð hins vegar sænska fyrirtækið Swedwire, rúmar 54 milljónir og með frávikstilboð upp á rúmar 50 milljónir króna. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að Landsnet, sem annast á flutning á raforku, semji við verkfræði- og fram- kvæmdasvið Landsvirkjunar sem sjái um útboðið. „En þetta var nátt- úrlega boðið út í okkar tíð,“ sagði hann og bjóst við að verkefni tengd Kárahnjúkavirkjun sem byrjað hefur verið á myndu verða áfram á forræði verkfræði- og fram- kvæmdasviðsins. Friðrik taldi tilboðin flest hafa verið hagstæð og kvaðst sannfærð- ur um að línurnar yrðu mun ódýrari en ráð hafi verið fyrir gert þegar upp væri staðið. - óká Loðnuveiðar: Mokveiða góða loðnu AFLI Loðnuveiðar hafa gengið mjög vel úti af Norðausturlandi síðustu sólarhringa og er mikið magn af loðnu á svæðinu. Að sögn Freysteins Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra útgerðar Síldar- vinnslunnar, er gott hljóð í sjó- mönnum og útgerðarmönnum eftir að fiskifræðingar gáfu í skyn að kvótinn yrði aukinn verulega. „Loðnan er mjög góð og hafa skip- in verið í mokafla en við frystum alla þá loðnu sem berst til Nes- kaupstaðar,“ sagði Freysteinn. - kk Fannfergi á Vestfjörðum: Órólegur snjór miðað við magn SNJÓÞYNGSLI Í SÚÐAVÍK Þeir félagar Elmar Garðarsson, Jón Arnór Þorsteinsson, Sigurgeir Garðarsson og Þórir Gari- baldi Halldórsson, voru bara hressir með snjókomuna í Súðavík þegar ljósmyndari hitti þá fyrir á mánudaginn. Þá töldu þeir ekki eftir sér að grípa í skófluna og hjálpa til við mokst- urinn svo greiðfært væri um bæinn. SNJÓKOMA Meira hefur verið um snjóflóð á Vestfjörðum undan- farið en snjódýptartölur segja til um, að sögn Trausta Jónsson- ar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. „Snjórinn hefur verið órólegur miðað við magn,“ segir hann og bætir við að í þessum efnum skipti máli lagskipting snjósins og skafrenningur. „Svo getur nú líka verið að meiri snjór sé til fjalla en mælingar í byggð segja til um.“ Trausti segir hins vegar að oft hafi snjóað meira á Vestfjörðum en nú. Þar mældist þó í byrjun vikunnar 60 til 65 sentímetra djúpur jafnfallinn snjór og taldi hann að snjór í slíku magni myndi valda algjöru umferðar- öngþveiti á höfuðborgarsvæð- inu. „Tölurnar miða við jafnfall- inn snjó þannig að búast má við miklum sköflum. Í þorpum er oft minni vindur vegna húsa og að- fenni meira.“ - óká LOÐNUVEIÐAR Vel hefur gefið á miðunum síð- ustu daga og meira er af loðnu en búist var við. FLJÓTSDALSLÍNUR 3 OG 4 Hér má sjá legu Fljótsdalslína 3 og 4 um Skriðdal framhjá bænum Eyrarteigi á leiðinni frá Kárahnjúkavirkjun niður í Reyðarfjörð. TILBOÐ Í STÁLVÍR fyrir Fljótsdalslínur 3 og 4 frá Kárahnjúka- virkjun í álver í Reyðarfirði. Bjóðandi Upphæð tilboðs Westfälische Drahtindustrie GmbH 71.427.490 kr. BYKO hf. 62.435.418 kr. Bridon Internationa Ltd. 55.958.022 kr. Swedwire, Svíþjóð 54.211.815 kr. Swedwire, Svíþjóð (frávikstilb.) 50.522.196 kr. Kostnaðaráætlun ráðgjafa 64.029.000 kr. AP M YN D EVRÓPA Þrír létust þegar stormur gekk yfir norðanvert Bretland og Norður-Írland í fyrrinótt og gær- dag. Vindurinn reif tré upp með rótum og felldi símastaura. Mest- ur mældist vindurinn á Vestureyj- um Skotlands og náði 198 kíló- metra hraða í hvössustu hviðun- um í Skotlandi. 60 þúsund Skotar voru rafmagnslausir af völdum óveðursins. Um tíma var óttast um afdrif nítján skipverja spænsks togara sem var saknað en hann fannst í gær. Mikið óveður gekk yfir Noreg í gær. Víða á vesturströndinni flæddi sjór um götur bæja og borga og inn í hús, meðal annars í Björgvin og Álasundi. Vindurinn mældist mestur 37 metrar á sek- úndu í hviðum. ■ BEÐIÐ BROTTFLUTNINGS Flóð hafa valdið miklum skemmdum í Bretlandi. Þessi maður beið þess að ónýtir innan- stokksmunir yrðu fluttir á haugana. Bretlandseyjar: Þrír létust í veðurofsa

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.