Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 20
20 Mörður Árnason alþingismaður lagði á dögunum fram fyrirspurn á Alþingi um trúnaðarstörf sendiherra fyrir stjórnmálaflokkana í tilefni þess að Þorsteinn Páls- son, sendiherra Íslands í Kaup- mannahöfn, var skipaður fulltrúi Sjálfstæðisflokks í stjórnarskrár- nefnd. Vildi hann fá að vita hvort það til væru fordæmi fyrir slíku og hvort það hefði talist eðlilegt ef aðrir en núver- andi stjórnarflokkar hefðu skipað starfandi sendiherra í nefndina. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneyt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu, segist nokkuð viss um að til séu fordæmi fyrir nefndaskipan sem þessari. Eru til fordæmi þess að sendiherrar sinni trúnaðarstörfum fyrir stjórn- málaflokka? Þetta er ekki til á skrám hjá okkur. Meginreglan innan ráðuneytis er hins vegar sú að ef starfandi embættis- menn taka að sér trúnaðarstörf utan starfslýsingar, þá þarf leyfi utanríkis- ráðherra. Ég hef ekki dæmi á hrað- bergi, en ég er nokkuð viss um að til séu dæmi um nefndarskipanir sem eru að einhverju leyti pólitískt hugs- aðar. Hverjar eru skyldur sendiherra? Það er talsvert mismunandi eftir því hvar þeir starfa hverju sinni. Umfram allt er það að efla og styrkja sam- skipti við gistiríkið, verja hagsmuni Íslands og kynna land og þjóð. Hér heima fer það eftir því við hvaða verkefni viðkomandi sendiherra fæst. Það er því erfitt að vera með eina allsherjar kynningu á starfi sendi- herra. Almennt er það verkefni utan- ríkisþjónustunnar að verja hagsmuni landsins og kynna land og þjóð. ■ Nokkuð viss um fordæmi SENDIHERRAR AÐ STÖRFUM FYRIR STJÓRNMÁLAFLOKKA SPURT OG SVARAÐ Fulltrúar íslensku verkalýðsfélaganna hafa látið til sín taka undanfarið vegna aðbún- aðs, aðstæðna, kjara og ráðninga starfs- manna ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo á Kárahnjúkum. Hvenær urðu verkalýðsfélögin til? Á Íslandi urðu fyrstu verkalýðsfélögin til um aldamótin 1900 í kjölfar mikilla breytinga á atvinnulífi þjóðarinnar. Á tímum þegar Ísland var að breytast úr bændasamfélagi í nútímaþjóðfélag, tímum þegar fólk streymdi úr sveitum í þéttbýli og fjölmenn stétt verkamanna varð til. Verkamanna- félagið Dagsbrún var stofnað árið 1896 og tuttugu árum seinna var Alþýðusamband Íslands (ASÍ) stofnað. Alþýðusambandið er nú stærsta fjöldahreyfing launafólks í landinu. Félagsmenn þess eru tæplega 90 þúsund. Hvert er hlutverk verkalýðsfélaga? Sam- kvæmt lögum um stéttarfélög ráða þau málefnum sínum sjálf með ákveðnum takmörkunum. Meginhlutverk þeirra hefur verið og er að auðvelda baráttu félags- manna sinna fyrir bættum kjörum. Kjara- mál, starfsöryggi, góðar vinnuaðstæður, líkamleg og andleg vellíðan á vinnustað eru með mikilvægustu hagsmuna- og réttindamálum launafólks sem verkalýðs- félögin berjast fyrir. Hvers vegna eru verkalýðsfélögin að gagnrýna Impregilo? Verkalýðsfélögin telja að Impregilo fari ekki að íslenskum lögum hvað snertir kjaramál, réttindi og aðbúnað starfsmanna á Kárahnjúkum. Þá hafa þau líka gagnrýnt ráðningar fyrirtæk- isins á erlendum starfsmönnum í gegnum alþjóðlegar starfsmannaleigur. Telja þau að með þessum ráðningum sé Impregilo að hlunnfara starfsmenn með því að greiða þeim ekki samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Þar sem eitt af megin- hlutverkum verkalýðsfélaganna er að gæta hagsmuna launafólks gagnvart at- vinnurekendum og stjórnvöldum hafa þau látið til sín taka á þessum vettvangi. ■ Gæta hagsmuna launafólks FBL GREINING: VERKALÝÐSFÉLÖG 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Birtan er aðeins brot af því sem hún ætti að vera Rannsóknir íslenskra vísindamanna leiða í ljós að tíðni skammdegis- þunglyndis er lægri hér- lendis en á samsvarandi breiddargráðum enda þótt birta hér sé einungis sextíu prósent af því sem hún ætti í raun að vera. Skammdegisþunglyndi á Íslandi er ekki eins algengt og í löndum á svipaðri breiddargráðu og hefur sú staðreynd meðal annars verið út- skýrð með endurvarpi af snjó. Ný íslensk rannsókn leiðir hins vegar í ljós að dagsbirta á Íslandi er aðeins sextíu prósent af þeirri birtu sem hér ætti að vera og því er ekki hægt skýra þessa tegund þunglyndis með birtuskortinum einum saman. Flóknari ástæður búa að baki. Skammdegisþunglyndi er nán- ast óþekkt við miðbaug enda er birta þar stöðug árið um kring, þótt í raun og veru sé hún minni í heild en á svæðum nær pólunum. Eftir því sem nær heimskautunum dreg- ur hækkar tíðnin vegna þess hve veturnir eru myrkir. Þetta er þungamiðjan í svonefndri breidd- argráðukenningu. Ellefu prósent íslensku þjóðar- innar eru talin þjást af skammdeg- isþunglyndi, þar af eru 3,6 prósent illa haldin af þessum sökum. Þótt mörgum þyki þetta vera hátt hlut- fall er staðreyndin sú að tíðni þung- lyndis af völdum birtuskorts er mun lægri hérlendis en á svæðum á svipaðri breiddargráðu, til dæmis í Alaska. Þetta stangast augljóslega á við breiddargráðukenninguna. Til að koma öllu heim og saman hafa fylgismenn hennar á móti bent á að endurvarp vegna snjós bæti Íslend- ingum birtuskortinn upp. Í grein í nýútkomnu hefti vís- indaritsins International Journal of Circumpolar Health, hnekkja nokkrir vísindamenn við Háskóla Íslands breiddargráðukenning- unni, þeir Jóhann Axelsson, Sólveig Ragnarsdóttir, Jörgen Pind og Ragnar Sigurjónsson. Niður- stöður sínar byggja þeir á ljósmæl- ingum í Reykjavík sem sýnir svo ekki verði um villst að birta hér- lendis er síður en svo meiri en á samsvarandi breiddargráðum, hún er einungis sextíu prósent af því sem hún ætti að vera miðað við bestu aðstæður. Myrkrið hérlendis í desember er svo mikið að birtan þann mánuðinn er einungis 2,5 pró- sent af ljósinu sem við njótum í júní hvað sem snjóþekjunni líður. Í þessu ljósi er afar athyglisvert að tíðni skammdegisþunglyndis er lægri hérlendis en víðast hvar á svipuðum breiddargráðum, ekki hærri eins og búast mætti við fyrst birtan er okkur skömmtuð svo naumt. Greinarhöfundarnir benda á að vegna legu landsins á norðan- verðu Atlantshafinu þar sem lægðakerfi ganga stöðugt yfir þá sé birta afar breytileg hérlendis. Þannig getur ljósmagn verið svip- að á þungskýjuðum sumardögum og léttskýjuðum vetrardögum og því er sveiflan á milli sumars og veturs ekki eins afdrifarík og hún annars gæti verið. Það virðist því ljóst að það er ekki einungis skammdegið sem veldur myrkursmæðunni heldur er að líkindum hið gamalkunna sam- spil erfða og umhverfis hér enn einu sinni að verki, í bland við vet- ur og sumar, ljós og myrkur. Þótt fræðimenn viti ekki enn hver orsök skammdegisþunglyndisins ná- kvæmlega er þá færa niðurstöður íslensku vísindamannanna okkur skrefi nær svarinu. sveinng@frettabladid.is BRATTUR MIÐAÐ VIÐ BREIDDARGRÁÐU Svona var umhorfs í Reykjavík um hádegisleytið í síðustu viku. Samt sem áður er skammdegisþunglyndi ekki eins algengt eins og það ætti að vera sé miðað við legu landsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M TILRAUNIR Breskir vísindamenn áforma að nota pyntingar til að skilja betur áhrif sársauka og viðbrögð mannslíkamans við honum. Hundruð þátttakenda munu taka þátt í rannsókn- inni. Tilgangurinn er að kanna heilastarf- semi fólks þegar það upplifir líkam- legan sársauka á meðan það er við meðvitund. Sársauk- inn sem tilrauna- dýrin þurfa að gangast undir er þó ekki mjög mikill. Hlaupi blönd- uðu sílípipar verður smurt á handarbök þeirra og sjóðheitir bakstrar lagð- ir á húð þeirra. Vísindamenn munu á meðan kvölunum stendur rýna í heilalínurit fórnar- lambanna. Liður í rannsókn- inni er að kanna hvort trúað fólk bregðist á annan hátt við sárs- auka en trúleys- ingjar. Á meðan meðferðinni stend- ur verða þeim sýndar helgimynd- ir og ýmis trúar- tákn. Í viðtali við BBC segir formaður breska geðlæknasambandsins að ólík stig sársauka ráðist helst af líffræðilegum þáttum eins og hversu stór hluti líkamans er meiddur og hversu mikið endor- fín heilinn losar til að slá á sár- saukann. „Það er þekkt að trúaðir geta þolað miklar kvalir á meðan þær þjóna ákveðnum tilgangi og ég tel að skýringin felist í endor- fínlosun heilans“ segir formaður- inn en að hans sögn geta bænir og hugleiðsla framkallað þetta boð- efni. Talsmenn ensku biskupa- kirkjunnar taka undir þetta viðhorf og segja engan vafa leika á mætti trúarinnar. Auk vísindamannanna hugsa sérsveitir breska hersins sér gott til glóðarinnar því með tilraunun- um telja þeir að auðveldara verði að sigta út nýliða sem kvalist geta með bros á vör. - shg Breskir vísindamenn: Pyntingar notaðar við tilraunir GUNNAR SNORRI GUNNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.