Fréttablaðið - 13.01.2005, Side 24
Bush Bandaríkjaforseti hefur
miklu fleiri mannslíf á sam-
vizkunni en Osama bin Laden.
Tölurnar liggja fyrir. Rösklega
þrjú þúsund manns týndu lífi í
árásum hryðjuverkamanna á
New York og Washington 11.
september 2001. „Óvinurinn
réðst á okkur,“ sagði Bush og
sendi Bandaríkjaher fyrst inn í
Afganistan og síðan inn í Írak,
enda þótt Írakar kæmu hvergi
nálægt árásunum 11. september.
John Kerry, frambjóðandi
demókrata, lýsti þessu ágætlega
fyrir forsetakosningarnar í
nóvember: þetta var eins og
Roosevelt forseti hefði brugðizt
við árás Japana á Pearl Harbor
í desember 1941 með því að
ráðast inn í Mexíkó.
Og hvernig er nú umhorfs á
vígvellinum í Írak? Bandaríkja-
menn hafa misst nálega fjórtán
hundruð manns auk 10.000
særðra; tölurnar hækka dag frá
degi. Um mannfall meðal Íraka
er minna vitað með vissu, þar eð
hvorki innrásarliðið né bráða-
birgðastjórnin í Írak hefur hirt
um að safna upplýsingum um
það. Brezkir tölfræðingar athug-
uðu málið, þeir fóru hús úr húsi
og spurðust fyrir um fjölda fall-
inna og gizkuðu í eyðurnar með
sömu aðferðum og beitt er við
skoðanakannanir. Þeir birtu
niðurstöðurnar í læknablaðinu
Lancet. Stríðið hafði þá kostað
um 100.000 óbreyttra borgara
lífið, sögðu Bretarnir. Það var
fyrir mörgum mánuðum.
Mannfallið meðal Íraka er að
vísu að mestu leyti af völdum
Íraka sjálfra. Það liggur í hlutar-
ins eðli. Bandaríkjamenn máttu
vita það, að stríð við hermdar-
verkamenn lúta öðrum lögmál-
um en millilandastríð. Hryðju-
verkamenn berjast með því að
hræða eigið fólk frá samstarfi
við óvininn. Þannig fór t.d. Mau
Mau hreyfingin í Keníu að því að
bola Bretum burt úr landinu á
sinni tíð. Hryðjumenn drápu 20
sinnum fleiri innfædda en Evr-
ópumenn 1952-56 og höfðu sitt
fram: Bretarnir fóru heim,
Kenía fékk sjálfstæði, og friður
komst á. Bush forseti ber höfuð-
ábyrgð á mannfallinu meðal
Íraka nú að því leyti, að innrás
Bandaríkjahers og Breta leysti
hermdarverkin úr læðingi – með
fulltingi Dana, tveggja Íslend-
inga, Ítala, Norðmanna, Pólverja
og fáeinna annarra „staðfastra“
og „fúsra“ bandamanna.
Hvaða vit er í því að hefna
þeirra rösklega þriggja þúsunda,
sem féllu 11. september, með
stríði, sem hefur kostað meira en
100.000 manns lífið og ekki sér
enn fyrir endann á? Með þessu
árásarstríði eru Bandaríkin að
kalla yfir sig ófrið eins langt og
augað eygir fram í tímann. Þetta
hefndarstríð – Bush forseti
hefur jafnvel kallað það kross-
ferð – gengur þar að auki í ber-
högg við siðferðishugsjón krist-
inna manna, enda varla við öðru
að búast af forseta, sem gengur
að eigin sögn til allra verka með
guðs orð á vörum. Þetta er þó
ekki í fyrsta sinn, sem Banda-
ríkjamenn gera sig seka um að
sjást ekki fyrir í stríði.
Robert McNamara, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna
1961-68, hefur lýst því offorsi,
sem Bandaríkjamenn beittu
Japana eftir árásina á Pearl
Harbor. Vitnisburður hans birt-
ist í kvikmyndinni The Fog of
War (2004), þar sem McNamara
talar tárvotur við myndavél í
næstum tvo tíma. Hann lýsir
loftárásum Bandaríkjahers á
japanskar borgir með því að
heimfæra eyðilegginguna á
sambærilegar borgir í Banda-
ríkjunum. Talnaflóðið fær hárin
til að rísa á höfði manns: loft-
árásirnar eyðilögðu 56% af
Baltimore, 69% af Boston, 35%
af Chicago, 40% af Los Angeles,
51% af New York, 36% af Mi-
ami, og þannig áfram borg úr
borg – og það áður en Hírósíma
og Nagasakí voru jafnaðar við
jörðu. McNamara lýsir þeirri
skoðun, að Bandaríkjamenn
hefðu verið dæmdir fyrir stríðs-
glæpi í hrönnum, hefðu þeir
tapað stríðinu. En þeir bættu
Japönum skaðann eftir stríð, að
svo miklu leyti sem það var
hægt, enda hafa þjóðirnar æ síð-
an verið nánir bandamenn. Það
er erfitt nú að gera sér í hugar-
lund, að Bandaríkjamenn og
Írakar geti náð sambærilegum
sáttum innan tíðar. Hitt virðist
líklegra, að Bandaríkjamenn
hrökklist burt frá Írak eins
og þeir hrökkluðust burt frá
Víetnam 1975.
Osama bin Laden gengur
laus. Honum tókst að egna
Bandaríkin til árásar og reka
fleyg milli þeirra og Evrópu.
Bandaríkjamenn ættu að hug-
leiða örlög Ísraelsríkis. Sú var
tíð, að Ísrael naut óskiptrar vel-
vildar víða um heiminn sem sak-
laust fórnarlamb illra afla. Svo
er ekki lengur. Ísraelsmenn hafa
með harðýðgi sinni fyrirgert
gamalli samúð. Fjölda fólks
stendur á sama um mannfallið
fyrir botni Miðjarðarhafs: menn
horfa undan eins og þeir hafi
gengið af slysni fram á tvo
fyllirafta að fljúgast á. Banda-
ríkjamenn eiga það á hættu, að
heimsbyggðin horfi undan og
hósti, þegar hryðjuverkamenn
gera næstu árás á Bandaríkin. ■
Davíð Oddsson setti fram hugmynd á fundi með flokks-systkinum sínum um að þeir fjármunir sem fáist fyrirsölu Símans verði notaðir til þess að byggja hátækni-
sjúkrahús. Víða hafa menn fagnað þessari hugmynd ráðherrans
og talað um hana eins og ákvörðunin hafi verið tekin.
Því fer fjarri, eins og sjá má á viðbrögðum ýmissa þing-
manna stjórnarliðsins. Hins vegar er það svo að í huga almenn-
ings hefur ákvörðunin verið tekin. Hefð stjórnartíðar Davíðs
Oddssonar er með þeim hætti að hann hefur getað sett fram
hugmyndir og komið þeim í gegn, þrátt fyrir andstöðu við þær
í eigin flokki og hjá samstarfsflokknum. Tök hans og máttur á
þingflokknum og lagni við að koma málum sem forsætisráð-
herra í gegnum ríkisstjórn hafa séð til þess að flest mál sem
hann hefur látið sig varða hafa náð alla leið. Undanskilin eru
fjölmiðlalögin, sem stoppuðu ekki fyrr en á Bessastöðum.
Áhugamenn um að ráðist verði í byggingu hátæknisjúkra-
húss geta velt því fyrir sér hvort tök Davíðs séu enn hin sömu
nú, eftir að hann sté úr stóli forsætisráðherra. Einnig má velta
því fyrir sér hvort sá stjórnunarstíll og hefð sem hefur mynd-
ast í tíð Davíðs, að hugmyndir settar fram án undangenginnar
umræðu séu nánast orðnar að lögum, samræmist almennum
hugmyndum um lýðræðisleg vinnubrögð.
Hinu verður vart neitað að útspil Davíðs nú er klókt. Innan rík-
isstjórnarinnar eru enn skiptar skoðanir um sölu Símans; hvað
eigi að selja og hvaða kvaðir eigi að fylgja með í kaupunum.
Einnig eru skiptar skoðanir um hvernig beri að verja þeim fjár-
munum sem fást við sölu Símans. Yfirlýsingin gerir úrtölumönn-
um erfitt fyrir. Andstöðu við sölu Símans og öðrum hugmyndum
um hvernig verja beri fjármunum sem losna við söluna verður
eflaust snúið upp í andstöðu við byggingu hátæknisjúkrahúss.
Davíð slær fleiri flugur í þessu höggi. Hann tekur enn á ný
frumkvæðið af Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra.
Ákvörðun um að ráðast í byggingu hátæknisjúkrahúss er dæmi-
gert útspil forsætisráðherra í áramótaávarpi. Halldór kom ekki
með neitt slíkt í sínu ávarpi og skildi eftir autt svæði fyrir leið-
toga samstarfsflokksins.
Hugmyndin sem slík er góðra gjalda verð og verðskuldar það
að verða rædd af alvöru. Fyrir liggur að með slíkri byggingu
myndi sá kostnaður sem hlýst af núverandi óhagræði í rekstri
Landspítala Háskólasjúkrahúss víða um borgina lækka tölu-
vert. Arðsemi byggingarinnar er því augljóslega nokkur. Við
þetta bætist að undirbúningstíminn þarf að vera langur og því
kæmu áhrif slíkrar framkvæmdar ekki inn í hagkerfið á núver-
andi þensluskeiði.
Miklu máli skiptir að grunnkerfi velferðarríkisins virki vel
og á sem hagkvæmastan hátt. Nýtt hátæknisjúkrahús er liður í
því að halda þjóðinni í fremstu röð í heilbrigðismálum. Þar eig-
um við að vera. ■
13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
HAFLIÐI HELGASON
Getur nokkur verið á móti hátæknisjúkrahúsi?
Snjall er hann
FRÁ DEGI TIL DAGS
Innan ríkisstjórnarinnar eru enn skiptar skoðanir
um sölu Símans; hvað eigi að selja og hvaða kvaðir eigi
að fylgja með í kaupunum. Einnig eru skiptar skoðanir
um hvernig beri að verja þeim fjármunum sem fást við
sölu Símans. Yfirlýsingin gerir úrtölumönnum erfitt fyrir.
,,
Í DAG
STRÍÐIÐ Í ÍRAK
ÞORVALDUR
GYLFASON
Augu fyrir auga
Halldór hrifinn
Gagnrýnendur dagblaðanna hökkuðu í
sig jólaleikaleikrit Þjóðleikhússins, Öxina
og jörðina. Ekki er víst að óbreyttir áhorf-
endur séu sama sinnis; að minnsta kosti
er ekkert lát á aðsókn að sýningunni.
Einn úr hópnum var svo ánægður að
hann sá ástæðu til að
hringja í nýja þjóðleikhús-
stjórann, Tinnu Gunnlaugs-
dóttur, til að lýsa hrifningu
sinni. Það var Halldór Ás-
grímsson forsætisráðherra
og hafa skilaboð
hans, sem sam-
stundis voru send
öllum leikendum,
að vonum mælst
vel fyrir í húsinu.
“Þetta lið“
Hilmar Jónsson, leikstjóri Axarinnar og
jarðarinnar, var erlendis þegar verkið var
frumsýnt. Þegar leikdómarnir höfðu birst
sendi hann leikendum orðsendingu í
tölvupósti, sem virðist hafa farið víðar um
netið því hann barst meðal annars til rit-
stjórnar Fréttablaðsins. Hilmar tekur til
varna og kveður fast að orði: „Blaðagrein-
ar þessara fyrrum virtu fjölmiðla eru illa
skrifaðar, til háborinnar skammar og
dæma sig sjálfar. Við hljótum að
eiga heimtingu á því að um verk
okkar sé fjallað af virðingu, kurt-
eisi og fagmennsku þó að þetta
lið telji að okkur hafi tekist illa til.
Sú fagmennska er því
miður ekki til á fjöl-
miðlunum í dag“.
Sirkus mætir
Síðar í orðsendingunni til leikaranna
segir Hilmar Jónsson: „Úthaldsleysi
þeirra sem um sýninguna fjalla er ...
aumkunarvert og óskiljanlegt. Steininn
tekur þó úr þegar sirkusinn mætir í
bæinn með Jón Viðar Jónsson sem
notar sinn tíma í að kasta rýrð á verk
Ólafs Gunnarssonar sem á allt gott skil-
ið fyrir það afrek sem bókin er. Þetta sá
ég ekki fyrir og það hryggir mig. En
kæru leikarar látum þetta offors ekki
slá okkur út af laginu stöndum með
þessu verki okkar minnug hlýlegra orða
Ólafs í okkar garð í lok generalprufunn-
ar. Fyrst hann er ánægður erum við að
gera eitthvað rétt „þrátt fyrir alla
dóma“ eins og maðurinn sagði.“
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105
Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT:
Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS