Fréttablaðið - 13.01.2005, Page 57
Dýrkeyptur for-
sætisráðherrastóll
FIMMTUDAGUR 13. janúar 2005
Það er oft vandi að sitja í annars
manns skjóli. Það fær Halldór
Ásgrímsson að reyna þessa dagana
og er jafnvel kallaður „forsætis-
ráðherra í ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar“. Þeir birtast sem póli-
tískir eineggja tvíburar og sjálf-
stæðismenn ná öllum óskamálum
sínum fram. Má heita að stefnumál
framsóknarmanna séu fullkom-
lega fótum troðin í þessu sam-
starfi. Talað er um „Litla íhaldið“,
hópinn sem nú ræður Framsóknar-
flokknum og fylgir formanninum í
undirlægjuhættinum við Sjálf-
stæðisflokkinn.
Ef fram heldur sem horfir verð-
ur það hlutskipti Halldórs Ás-
grímssonar sem yfirmanns einka-
væðingarnefndar að selja Símann.
Gallup gerði í mars 2002 skoðana-
könnun um afstöðu þjóðarinnar til
þeirrar sölu. Rétt 64% kjósenda
Framsóknarflokksins voru henni
andvíg og yfir 60% allra lands-
manna vildu að Síminn yrði áfram
í opinberri eigu. Fjöldi framsókn-
arfélaga um allt land hefur ályktað
gegn sölunni.
Öllum ætti að vera ljóst að í svo
fámennu og dreifbýlu landi verður
aldrei raunveruleg samkeppni í
grunnþjónustu fjarskipta. Síminn
skilar 2-3 milljarða arði í ríkissjóð
árlega svo ekki er hann nú baggi á
eigendunum. Þvert gegn vilja
meginþorra framsóknarmanna og
mikils meirihluta þjóðarinnar
ætlar Halldór Ásgrímsson að lúta
í gras fyrir frjálshyggjuöflum
Sjálfstæðisflokksins og selja Sím-
ann. Framsóknarmenn ættu að
stöðva formann sinn í þessu máli.
Pólitísku tvíburarnir tóku einir
ákvörðun um stuðning við innrás-
ina í Írak. Að þjóðinni forspurðri
settu þeir Ísland á lista hinna
vígfúsu ríkja. Aldrei áður hafa
íslenskir ríkisborgarar þurft að
skammast sín á alþjóðavettvangi
og jafnvel leyna þjóðerni sínu til
að tryggja öryggi sitt á ferðalögum
eða í hjálparstörfum. Um þetta
höfum við nú staðfest dæmi frá
Írak auk fjölmargra landa Asíu og
Afríku.
Samkvæmt nýrri skoðanakönn-
un Gallups eru 84% þjóðarinnar og
um 80% framsóknarmanna á móti
stuðningi Íslands við innrásina í
Írak Halldór Ásgrímsson lét að því
liggja í fréttum að almenningur
skildi ekki málið. Hann er augljós-
lega orðinn viðskila við sinn eigin
flokk eins og raunveruleikann.
Eftir hina makalausu fram-
göngu í fjölmiðlamálinu hefði mátt
vænta þess að forystumenn ríkis-
stjórnarflokkanna reyndu að end-
urheimta sátt við þjóðina í um-
gengni við lýðræðið og stjórnar-
skrá landsins. Forysta Sjálfstæðis-
flokksins hefur þó valið að snið-
ganga stjórnsýslulega stöðu for-
setaembættisins og sýna því lítils-
virðingu. Er skemmst að minnast
ræðu forseta þingsins við setningu
Alþingis í haust og fjarveru megin-
þorra þingmanna og ráðherra
Sjálfstæðisflokksins í boði forseta
á Bessastöðum 1. desember sl.
Um miðjan síðasta mánuð til-
kynnti Halldór Ásgrímsson að
hann hygðist skipa nefnd til að
endurskoða stjórnarskrána. Í bréfi
sem formönnum stjórnmálaflokk-
anna var sent með beiðni um til-
nefningu voru engin skilyrði sett
fyrir vinnu nefndarinnar. Eitthvað
hefur þetta farið fyrir brjóstið á
aftursætisbílstjóranum því í næsta
bréfi sagði að stjórnarskrárnefnd-
in ætti einkum að endurskoða þá
kafla, sem lúta að stöðu forseta-
embættisins. Forysta Sjálfstæðis-
flokksins ætlar sér að afnema mál-
skotsrétt forsetans og herða svo
á reglum um þjóðaratkvæða-
greiðslur að þær verði óvirkar.
Það hlýtur að vera nöturlegt
fyrir framsóknarmenn að einnig í
stjórnarskrármálinu skuli formað-
urinn ganga gegn vilja þeirra en
fylgja kröfum sjálfstæðismanna,
sem eru kampakátir. En margur
framsóknarmaðurinn hlýtur að
vera dapur og finnast forsætisráð-
herrastóllinn dýru verði keyptur. ■
Fjölgum liðum
í efstu deildinni
Nú þegar nálgast 59. ársþing KSÍ,
sem haldið verður laugardaginn
12. febrúar, er í lagi að taka þá
umræðu um að fjölga liðum í
efstu deild úr 10 í 12. Það er alveg
ljóst í mínum huga að það er tíma-
bært. Það er auðvelt að færa rök
fyrir því. Undanfarin ár hefur
KSÍ gert átak í þjálfaramálum og
er það undantekning ef þjálfari
yngri flokka eða meistaraflokks
er ekki íþróttamenntaður á
einhvern hátt eða hefur lokið ein-
hverjum þjálfaranámskeiðum á
vegum KSÍ. Þannig eru nú fleiri
hæfir þjálfarar að búa til fleiri
leikmenn. Aðstaðan hefur batnað
og knattspyrnuhallir hafa gert
góða hluti. Á síðustu árum hefur
aðstaða flestra félaga batnað
töluvert og auk þess hafa knatt-
spyrnuhallir verið að bæta æf-
ingaaðstöðu að vetri til. Iðkendum
hefur fjölgað margfalt síðustu ár.
Eins og þeir vita sem fylgjast með
knattspyrnu hefur iðkendum
fjölgað mikið á síðustu árum og er
knattspyrna vinsælasta íþróttin á
Íslandi í dag. Þessi fjölgun iðk-
enda gerir það að verkum að fleiri
góðir leikmenn eru til. Áhorfend-
um hefur fjölgað á leikjum í efstu
deild og ekki spurning um að þeir
fagna því að fá að sjá fleiri leiki
með sínu liði. Síðast en ekki síst
vilja knattspyrnumenn freka
spila leiki en vera á æfingu. Það
eru ýmsar leiðir sem hægt er að
fara við að fjölga liðum í efstu
deild. Hægt er að spila tímabilið
þéttar en gert hefur. Það er hægt
að lengja tímabilið fram á haustið
eða byrja tímabilið fyrr og nota þá
íþróttahallirnar í fyrstu umferð-
um. Blanda þessu saman og lengja
jafnframt keppnistímabilið í
heild. Fyrir stjórnarmann liðs og
þá sem eru að vinna við leikina
eru þetta tveir leikir sem spilaðir
yrðu á heimavelli eða í knatt-
spyrnuhöll. Fyrir stuðningsmann
liðs er þetta fjölgun um fjóra
leiki, það sama á við leikmenn og
þjálfara. Það er ekki spurning
hvort heldur hvenær á að fjölga
liðum í efstu deild. Vonandi
verður sú ákvörðun tekin á þessu
ársþingi KSÍ. ■
JÓN BJARNASON
ALÞINGISMAÐUR
UMRÆÐAN
STJÓRNARSAMSTARFIÐ
Það er oft vandi að
sitja í annars manns
skjóli. Það fær Halldór Ás-
grímsson að reyna þessa
dagana og er jafnvel kallað-
ur „forsætisráðherra í ríkis-
stjórn Davíðs Oddssonar“.
,,
ÓMAR STEFÁNSSON
FORSTÖÐUMAÐUR ÍÞRÓTTAVALLA Í
KÓPAVOGI
UMRÆÐAN
KNATTSPYRNA