Fréttablaðið - 13.01.2005, Síða 62

Fréttablaðið - 13.01.2005, Síða 62
Þennan dag árið 1942 fékk Henry Ford einkaleyfi á bíl úr plasti. Plastið var tiltölulega nýtt efni á þessum árum en olli byltingu á mörgum sviðum sam- félagsins. Plast er reyndar ekk- ert eitt efni, heldur fremur flokkur óskyldra efna sem flest eru unnin úr jarðolíu, þótt plast- ið í Fordinum væri gert úr soja- olíu. Reyndar hafa þessi efni gengið undir þversagnakenndu nafni á íslensku: gerviefni. Ekki kom til framleiðslu á plastbíl Fords. Þótt yfirbygging hans væri úr plasti var hann aðeins 30% léttari en bræður hans sem gerðir voru úr stáli. Í hann var notað mikið magn af málmi og því var hann kannski ekkert sér- staklega hentugur til fram- leiðslu á stríðstímum. Seinna komu á markað bílar með yfir- byggingu úr plasti, af ýmsum tegundum, austan hafs og vest- an. Chevrolet Corvette er senni- lega frægasti ameríski plastbíll- inn, fyrst framleiddur 1953. Í Evrópu er þekktasti plastbíllinn eflaust Trabant 601. Ingvar Helgason flutti hann til Íslands, fyrst árið 1963 og seldi hann hér alla tíð síðan, meðan hann var framleiddur í Austur-Þýska- landi. Trabant átti forföður, P- 70, sem var fluttur hingað til lands á sjötta áratugnum. P-70 entist ekki sérstaklega vel en Trabant var furðu seigur og enn eru gangfær eintök til. (Heim- ildir m.a. sóttar í bók Sigurðar Hreiðars, „Saga bílsins á Íslandi 1904 – 2004“.) ■ 30 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR JAMES JOYCE (1882-1941) dó þennan dag. Plast-Fordinn og sporgenglar hans “Engin trúvilla né heimspeki vekur kirkjunni jafn mikinn viðbjóð og maðurinn sjálfur.“ Hann vakti ekki beinlínis fögnuð kirkjunnar manna. timamot@frettabladid.is Þennan dag 1950 rauk fastafull- trúi Sovétríkjanna í öryggisráði SÞ, Jakob Malik, á dyr í annað sinn á einni viku. Þetta voru við- brögð við niðurstöðu atkvæða- greiðslu um brottvísun ríkis þjóð- ernissinna sem eftir valdatöku kommúnista var takmarkað við Taívan eða Formósu. Nokkrum dögum fyrr hafði Malik gengið á dyr eftir að tillaga um aðild Kín- verska alþýðulýðveldisins að Sameinuðu þjóðunum var felld. Um leið og Malik gekk á dyr í seinna skiptið tilkynnti hann að Sovétríkin mundu hunsa fundi öryggisráðsins. Aðrir fulltrúar í ráðinu ákváðu að halda áfram starfsemi þess, þrátt fyrir brott- hvarf Sovétríkjanna. Þessi afstaða Rússa átti eftir að koma þeim í koll. 27. júní 1950, eftir að Norð- ur-Kórea réðst inn í Suður-Kóreu fluttu Bandaríkin tillögu um við- brögð af hálfu Sameinuðu þjóð- anna. Sovétmenn voru fjarver- andi og gátu því ekki beitt neit- unarvaldi sínu gegn tillögunni. Því var herliðið sem brást til varn- ar og Bandaríkin veittu forystu, undir fána Sameinuðu þjóðanna. Þetta sveið Sovétmönnum æ síð- an. Samkvæmt stofnskrá Samein- uðu þjóðanna höfðu stórveldin neitunarvald í öryggisráðinu. Þau voru – og eru – auk Sovétríkj- anna, Bandaríkin, Bretland, Frakk- land og Kína. Þetta fyrirkomulag hefur sætt vaxandi gagnrýni á seinni árum en á sér líka einarða stuðningsmenn. Jakob Malik greiðir atkvæði á fundi í öryggisráði SÞ. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1898 Grein Zola, J’accuse, birtist í frönsku blaði. 1942 Fulltrúar níu þjóða sem hersetnar voru af Þjóðverj- um samþykkja að þeir verði lögsóttir fyrir stríðs- glæpi að styrjöld lokinni. 1949 Fyrsta íslenska talmyndin í litum og fullri lengd, „Milli fjalls og fjöru“ eftir Loft Guðmundsson, frumsýnd. 1964 Karol Wojtyla verður bisk- up í Kraká. Hann varð seinna Jóhannes Páll páfi. 1968 Tet-sóknin hefst í Víetnam. 1975 Guðmundur Sigurjónsson verður stórmeistari í skák, 27 ára gamall. Hann var annar Íslendinga til þess að ná þessum titli. Fyrstur var Friðrik Ólafsson. 1976 Jarðskjálfti upp á 6,2 stig á Richter veldur skemmdum á Kópaskeri. Sovétríkin hunsa öryggisráðið Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir, bróðir og mágur, Jóhann Ásmundsson safnstjóri Minjasafns Egils Ólafssonar, Hnjóti, Örlygshöfn, sem andaðist á Líknardeild LSH í Kópavogi föstudaginn 31. desember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 14. janúar kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á safnreikning Minjasafns Egils Ólafssonar, Hnjóti, í Sparisjóði Vestfirðinga nr. 1118 05 402255, kt. 560184-0269. Magnea Einarsdóttir Árni Klemensson, Einar Dagfinnur Klemensson, Hildur Sonja Guðmundsdóttir Jenný Ásmundsdóttir, Guðmundur Benediktsson Hildur Hanna Ásmundsdóttir, Gylfi Jónsson Benedikt Grétar Ásmundsson, Kristín Jóhannesdóttir. Ástkær móðir okkar, amma og langamma Maj-Britt Stefánsson fædd Bülow, Lindargötu 66, 101 Reykjavík, áður Akureyri, lést á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, þriðjudaginn 11. janúar. Jarðarför hennar fer fram í kyrrþey. Percy B. Stefánsson, Stefán B. Sigtryggsson, Arnar, Alex, Sigtryggur, Stefanía, Maj-Britt, Aníta og Ilmur. Elsku litli drengurinn okkar, Karl Hannes Unnarson lést á heimili sínu sunnudaginn 9. janúar, Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 7. janúar kl. 13. Unnur Karen Karlsdóttir, fjölskyldan Langagerði 9 og aðrir aðstandendur. Ólafs Stefánssonar lögfræðings, Engihjalla 1, Kópavogi, Við þökkum innilega þeim fjölmörgu sem hafa sýnt okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 30. desember sl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og krabbameinsdeildar Landspítalans við Hringbraut. Soffía M. Sigurjónsdóttir, Bragi Ólafsson, Sigrún Pálsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Helgi Björn Kristinsson, Sigurjón Ólafsson, Arna Kristjánsdóttir og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir mín, dóttir, systir og mágkona, Kristrún Sigurvinsdóttir Georges Mentor, Ohio, USA, (Vesturbraut 11, Keflavík), lést á Háskólasjúkrahúsi Fossvogi 9. janúar. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 14. janúar kl. 11.00. Leo Georges, Christopher Georges, Jóhanna Karlsdóttir, systkini og makar. Útför frænda okkar Gunnars Páls Björnssonar frá Grjótnesi, fer fram frá Snartastaðakirkju laugardaginn 15. janúar kl. 14. Aðstandendur. AFMÆLI Margrét Nikulásdóttir, frá Ási í Keldu- hverfi, varð áttræð á þriðjudaginn, 11. janúar. Af því tilefni býður hún til kaffi- samsætis í Laugaborg á laugardaginn kemur klukkan 14.00. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, er fimmtugur í dag. Ingimundur Sigfússon sendiherra er 67 ára í dag. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari er 38 ára. ANDLÁT Dóróthea Fr. Ólafsdóttir, áður í Löngu- hlíð 3, Reykjavík, lést mánudaginn 10. janúar. Karl Hannes Unnarsson lést sunnudag- inn 9. janúar. Magnús Eiríksson vörubílstjóri lést sunnudaginn 2. janúar. Útförin hefur far- ið fram í kyrrþey. JARÐARFARIR 13.00 Óli Jóhannes Ragnarsson frá Skálum, Langanesi, Gyðufelli 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 13.30 Vildís Jónsdóttir, áður Dalsgerði 3b, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 14.00 Íris Birta Eyjólfsdóttir, Þverholti 14, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju. Henry Ford við plastbílinn sem hann fékk einkaleyfi á 1942. Trabant 601 er eflaust þekktasti plastbíllinn í Evrópu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.