Fréttablaðið - 13.01.2005, Síða 72
13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
■ TÓNLEIKAR
■ TÓNLEIKAR
■ ■ TÓNLEIKAR
12.15 Gunnlaugur Þór Briem leik-
ur á píanó á hádegistónleikum í
sal Tónlistarskóla Garðabæjar að
Kirkjulundi.
19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands
flytur verk eftir Haydn og György
Ligeti í Háskólabíó. Stjórnandi er
Ilan Volkov en rithöfundurinn
Pétur Gunnarsson les valda kafla
úr Passíusálmum Hallgríms Pét-
urssonar.
20.00 Ólafur Kjartan Sigurðarson
barítón, Sigrún Hjálmtýsdóttir,
sópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir,
mezzósópran, Sesselja Kristjáns-
dóttir, mezzósópran, Jóhann
Friðgeir Valdimarsson, tenór,
Snorri Wium, tenór og Jónas
Ingimundarson píanóleikari flytja
lög Sigvalda Kaldalóns á tónleik-
um í Salnum, Kópavogi, sem
haldnir eru í tilefni af útgáfu
geisladisksins Svanasöngur á
heiði.
20.30 Gítarleikararnir Sylvain Luc
og Björn Thoroddssen koma
fram á Nasa við Austurvöll.
22.00 Mike Pollock verður með
tónleika á Café Rosenberg.
22.00 Hljómsveitin Mal-
neirophrenia kemur fram á
Grand Rokk.
■ ■ LISTOPNANIR
17.00 Finnur Arnar opnar sýningu
á nýjum verkum í i8. Þetta er
fyrsta sýning listamannsins í
galleríinu.
■ ■ SKEMMTANIR
21.00 Bítlastemmning verður á
Kringlukránni þegar þeir Aron og
Daddi flytja Bítlalög ásamt göml-
um íslenskum útileguslögurum
og öðrum erlendum stuðlögum.
22.00 Einar Örn Konráðsson
trúbador spilar á Nelly's cafe til
styrktar fórnarlömbunum í Asíu.
■ ■ SAMKOMUR
Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga,
10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudaga
Miðasölusími 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA
- UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI -
Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið
- kynning á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins
Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA
STÓRA SVIÐ
HÍBÝLI VINDANNA
leikgerð Bjarna Jónssonar á vesturfara-
sögu Böðvars Guðmundssonar
Lau 15/1 kl 20 - rauð kort - UPPSELT
Su 16/1 kl 20 - græn kort - UPPSELT
Fö 21/1 kl 20 - blá kort - UPPSELT
Lau 22/1 kl 20 - UPPSELT
Fim 27/1 kl 20 - Aukasýning
Lau 29/1 kl 20 - UPPSELT, Su 30/1 kl 20
Fi 3/2 kl 20 - UPPSELT
Lau 5/2 kl. 20, Sun 6/2 kl 20
Fö 11/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20
HÉRI HÉRASON
e. Coline Serreau
Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20, Fö 28/1 kl 20
LÍNA LANGSOKKUR
e. Astrid Lindgren
Su 16/1 kl 14, Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14,
Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14 Síðustu sýningar
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN
Fjölskyldusýning
THE MATCH, ÆFING Í PARADÍS, BOLTI
Lau, 15/1 kl 14, Lau 22/1 kl 14
k
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ
BELGÍSKA KONGÓ
e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Fö 14/1 kl 20 - UPPSELT, Su 16/1 kl 20
Fi 20/1 kl 10, Su 23/1 kl 20
Su 30/1 Sýningum lýkur í febrúar
AUSA eftir Lee Hall og
STÓLARNIR eftir Ionesco
Í samstarfi við LA
Í kvöld kl 20, Lau 15/1 kl 20
Síðustu sýningar á Stólunum
SVIK
eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA
Fö 14/1 kl 20, Fi 20/1 kl 20, Fö 4/2 kl 20
SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR
eftir Agnar Jón Egilsson
Í samstarfi við TÓBÍAS
Frumsýning Su 16/1 kl 20 - UPPSELT
Lau 22/1 kl 20, Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20
ATH: Bönnuð yngri en 12 ára
Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna
Frumsýning 11. feb. kl.20.00 – UPPSELT – 2. sýning 13.feb. kl. 19.00
3. sýning 18.feb. kl 20.00 – 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – FÁAR SÝNINGAR
Námskeið um Toscu og Puccini hjá Endurmenntun Háskóla Íslands
Skráning í síma: 525 4444 – endurmenntun@hi.is
Miðasala á netinu: www. opera.is
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Banki allra landsmanna
Atlantshafsbandalagið er vinnu-
heiti á nýjum djasskvartett, sem
skipaður er þeim Jóel Pálssyni á
saxófón, Agnari Má Magnússyni á
píanó, Gunnlaugi Guðmundssyni
á kontrabassa og Einari Scheving
á trommur. Þeir félagar ætla að
flytja frumsamda tónlist á Hótel
Borg í kvöld.
Kvartettinn er reyndar ekki
alveg nýr af nálinni, því hann kom
fram á djasshátíð Reykjavíkur
í haust og fékk þá afar góðar
viðtökur.
„Þeir Gunnlaugur og Einar
fluttu úr landi fyrir nokkuð mörg-
um árum, þannig að við eigum
svolítið erfitt með að koma sam-
an,“ segir Jóel Pálsson.
„En það hefur verið smá að-
dragandi að þessum tónleikum.
Við ætlum að flytja nýja músík
eftir okkur alla sem við höfum
verið að semja fyrir þetta verk-
efni.“
Jóel segir þá hafa kynnst fyrst
í MH þegar þeir voru að stíga sín
fyrstu spor í djassgeiranum.
Aðeins þessir einu tónleikar
eru áætlaðir að þessu sinni, en
þeir félagar eru að vinna að
upptökum þessa dagana sem
væntanlegar eru á geisladisk
síðar á árinu. ■
Pétur Gunnarsson rithöfundur
kemur fram með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands á tónleikum í Há-
skólabíói í kvöld. Pétur les þar
valda kafla úr Passíusálmum
Hallgríms Péturssonar á milli
þátta í verki Haydns um Sjö síð-
ustu orð Krists á krossinum.
„Það sem við erum að gera er
þannig í raun og veru hliðstætt
við fyrsta flutning á verkinu,“
segir Pétur. „Þá var þetta flutt
þannig að á milli þáttanna var
lesið viðeigandi orð Krists og
síðan var lagt út af því í stuttri
predikun.“
Verk Haydns var frumflutt í
dómkirkjunni í Cádiz í Andalúsíu
árið 1786. Haydn stóð þá á hátindi
ferils síns og hafði fengið pöntun
frá kirkjunni um röð hljómsveit-
arverka sem byggðu á síðustu
orðum Krists á krossinum. Verkið
átti að flytja í rökkvaðri kirkju
sem eins konar „passíu“ í dymbil-
viku.
Í Passíusálmunum orti Hall-
grímur Péturssonar meðal annars
út af sjö orðum Krists á krossin-
um. Hallgrímur helgar heilan
sálm hverju orði, en allt of langt
yrði að lesa heilan Passíusálm á
milli þátta í verkinu.
„Ég hef valið úr hverjum sálmi
það sem er hvað dæmigerðast
fyrir viðkomandi orð Krists.“
Hljómsveitarstjóri á þessum
tónleikum verður Ilan Volkov, en
auk verksins eftir Haydn verður
flutt verk eftir György Ligeti sem
nefnist San Francisco Polyphony.
Pétur Gunnarsson hefur ekki
áður komið fram með sinfóníu-
hljómsveit, og segist ekki hafa
átt von á að það gerðist nokkurn
tímann.
„Þetta var hugmynd sem þeir
fengu hjá Sinfóníunni og nefndu
við mig. Ég var svolítið hugsi yfir
þessu fyrst í stað en svo fannst
mér mjög uppörvandi að sjá að
þetta hefði verið svona þegar
Haydn var sjálfur við stjórn-
völinn.“
Pétur hefur bæði lesið sér til
um verkið og hlustað á það í
sunginni útgáfu þar sem kór syng-
ur orð Krists á krossinum við tón-
listina.
„Þetta er mjög fallegt verk og
kraftmikið. Svo endar það í ham-
förum, einhvers konar jarð-
skjálfta í lokatrukkinum enda
rifnaði tjaldið og himinninn
myrkvaðist og jörðin skalf þegar
Kristur gaf upp öndina.“ ■
Jarðskjálfti í Háskólabíói
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ Tónleikar á Borginni í kvöld og plata væntanleg á árinu.
Atlantshafsbanda-
lagið djassar
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
10 11 12 13 4 15 16
Fimmtudagur
JANÚAR
PÉTUR GUNNARSSON Les úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á milli þátta í verki Haydns um Sjö síðustu orð Krists á krossinum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA