Fréttablaðið - 13.01.2005, Side 78

Fréttablaðið - 13.01.2005, Side 78
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Bremerhaven. Arnarholti. Hrafninn flýgur. 46 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Útvarpsþátturinn Tvíhöfði, með þá Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr innanborðs, er að hætta. Þetta tilkynntu þeir félagar í þætt- inum í gærmorgun. „Við erum að fara að snúa okkur að öðrum vettvangi, sem myndi væntanlega vera í öðrum fjölmiðlum en útvarpi,“ segir Sigurjón Kjartansson um þessi óvæntu tíðindi í íslenskum fjöl- miðlaheimi. „Það er ekki útséð nákvæmlega hvað verður en þessi þáttur eins og við þekkjum hann er á enda runninn.“ Sigurjón segir að þátturinn hafi ekki borið sig þrátt fyrir miklar vinsældir. Þrátt fyrir að um 15 til 20 þúsund manns hafi hlustað á hann á hverjum morgni virðist sem auglýsendur hafi ekki tekið við sér. „Markaðsfræðin hefur ekki dansað í sama takti og það sem við höfum verið að bjóða upp á. Það eru engar sérstakar skýr- ingar á þessu. Það hefur bara gengið illa að selja auglýsingar í þáttinn,“ segir hann en bætir því við að hann og Jón hafi fullan hug á að starfa saman áfram. Að sögn Jóns er ein af ástæðum fyrir aug- lýsingaskortinum sú að þeir fé- lagar hafi ekki verið sérlega fyrir- tækjavænir í gegnum tíðina. „Við höfum viljað halda okkar sjálf- stæði og ekki farið í beinar útsend- ingar í bílaumboð eða kjammsað á snakki eða súkkulaði í þættinum eins og víða er gert. Það bitnar bara á dagskrárgerðinni.“ Tvíhöfði hóf göngu sína sum- arið 1996 og var samfleytt í loftinu sem morgunþáttur á árunum 1998 til 2002. Þá tóku þeir félagar sér frí þar til þátturinn byrjaði aftur fyrir tæpu ári síðan. Nú er hann sem sagt að renna sitt skeið á enda á nýjan leik og verður síðasti þátt- urinn líklega í næstu viku. Aðspurðir játa þeir báðir að söknuður sé að Tvíhöfðanum. „Ég sakna þess sannarlega að gera þetta eins og við gerðum þetta á daglegum „basis“. Þetta er samt tregablandin gleði. Það er líka mjög spennandi að huga að öðrum hlutum og ég er dauðfeginn að fá að prófa að mæta í vinnuna klukkan níu eins og flestir aðrir,“ segir Sigurjón og Jón bætir við: „Það er náttúrlega þykk sorg yfir því að hætta en maður verður líka að sætta sig við að þetta gengur ekki.“ Hvorugur þeirra vill gefa upp hvað þeir taki sér fyrir hendur næst en sjónvarpið telst þó vera líklegur kostur. Sigurjón byrjar væntanlega að leika í nýrri þátta- röð af Svínasúpunni á næstunni, sem yrði sýnd á Stöð 2 næsta haust og hugsanlega verður Jón þar með í för. freyr@frettabladid.is Það er alrangt að Kate Winslet hafi verið á næturklúbbi í Reykja- vík um helgina. Hún hefur aldrei komið til Íslands og var í Los Ang- eles með fjölskyldu sinni á laugardaginn var,“ segir Sara Keene hjá fyrirtæk- inu Premier PR í London en fyrirtækið sér um öll almannatengsl fyrir Winslet. Dyraverðir á skemmtistaðnum Rex töldu sig hafa borið kennsl á Winslet á laugardagskvöld og að þeirra sögn var hún glæsileg en lét lítið fyrir sér fara. DV og Fréttablaðið sögðu frá þessu meinta Íslands- djammi Titanic- leikkonunnar og birtust þær fréttir einnig á vefmiðlinum Vísi.is og bárust þannig inn á borð Söru, sem varð að bregðast skjótt við og bera fréttirnar til baka. „Daily Mail hérna á Englandi hringdi í okkur og vildi fá staðfestingu á fréttum frá Ís- landi um að frú Winslet hefði verið á nætur- klúbbi í Reykjavík í fylgd annars manns en eig- i n m a n n s h e n n a r. V i ð u r ð - um að senda tilkynningu út á alla fjölmiðla í Bretlandi og láta vita að þessi frétt væri ekki á rökum reist.“ Sara segir að það geti verið vont að eiga við það þegar svona fréttir eru prentaðar þar sem þær fari eins og eldur í sinu út um allan heim með tilkomu netsins. „Þetta kemur sér vitaskuld mjög illa fyrir frú Winslet, sem er ham- ingjusamlega gift kona,“ segir Sara og bætir því við að það væri verðugt verkefni að hafa uppi á tvífara Winslet sem afvegaleiddi dyraverði Rex og tvö íslensk dag- blöð. Sé hún jafn lík Winslet og ætla megi gætu henni opnast ein- hverjar dyr í Hollywood. ■ Winslet á tvífara í Reykjavík ÚTVARPSSTJÖRNUR HÆTTA Í LOFTINU: SNÚA SÉR AÐ ÖÐRUM VETTVANGI Tvíhöfði á enda runninn 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ...fær Hrafn Gunnlaugsson fyrir að leggjast í metnaðarfulla DVD- útgáfu af kvikmyndinni Hrafninn flýgur. Diskurinn, sem verður tal- settur á nokkur tungumál, kemur út um páska. HRÓSIÐ AÐ MÍNU SKAPI STEFNIR GUNNARSSON, SÖNGVARI Í LADA SPORT TÓNLISTIN Tónlist hefur alltaf verið mjög stór partur af mínu lífi og til dæm- is byrjaði ég víst að syngja áður en ég byrjaði að tala. Það var lagið Don’t Worry, Be Happy, sem reyndar á mjög vel við mig vegna þess að ég er mjög rólegur strákur. Annars hef ég verið að hlusta mikið á diskinn Relationship of Command með hinni merku en látnu At the Drive-In og Betty Takes a Ride með snillingunum í íslenska bandinu Ísidór, og svo alltaf smá Ensími með. BÓKIN Ég hef aldrei verið mikið í því að lesa en þó eitthvað. Þegar ég les bók þarf ég að vita, áður en ég byrja, að hún sé áhugaverð og almennt góð. Seinast las ég ljóðabókina Blá fiðrildi eftir Leonard Cohen í þýðingu Guðmundar Sæmundssonar, en Cohen samdi einmitt lagið Hallelujah sem varð hvað vinsælast í flutningi Jeffs Buckley. BÍÓMYNDIN Ég fór með kærustunni á nýju Stuðmannamyndina í síðustu viku. Það var alveg hreint prýðisskemmtun. Annars finnst mér flest bíóhús á landinu óþægileg og vil heldur liggja heima með vinum eða fjölskyldunni yfir góðri grín- mynd. BORGIN Þar sem ég hef aldrei farið út fyrir landsins steina ætla ég bara að nefna fæðingarstaðinn minn; Vest- mannaeyjar. Pabbi býr þar enn með sinni fjölskyldu og mér þykir ótrúlega gott að kíkja þangað við og við til að slappa af og ná mér niður af stressinu í „stórborginni“. BÚÐIN Ég er tiltölulega nýbúinn að upp- götva búðina Illgresi á Laugaveginum þar sem fást hreint ótrúlega flott föt á nánast ekki neitt. Svo eru vitaskuld tón- listarbúðirnar algjörlega ómissandi; eins og 12 Tónar og Geisladiskabúð Valda. Eins og flestir Íslendingar er ég ekkert of hrifinn af Skífunni vegna ótrúlega hás vöruverðs. VERKEFNIÐ Við strákarnir í Lada Sport erum byrjaðir að semja á fullu fyrir nýja plötu sem, ef allt gengur að óskum, á að verða fjölbreyttari, þéttari, vandaðri og bara betri en platan okkar Personal Humour sem kom út í septermber og fékk þrátt fyrir allt frábærar viðtökur. Ég vil nota tækifærið, fyrir hönd okkar allra, og þakka innilega fyrir okkur. Blá fiðrildi, Vestmannaeyjar, Illgresi og hamingjan KATE WINSLET Þessi fræga leikkona var víst ekki að tjútta á Rex um helgina. Tvífari hennar hefur þó líklega verið á staðnum og fjölmiðlafulltrúi Winslet gæti vel hugsað sér að fá að kynnast þeirri konu betur. – hefur þú séð DV í dag? -Loðin tíska í vetur -Fitness- drottning -Flott í rækt- inni TÍMARITIÐ MAGASÍN FYLGIR DV Í DAG 2. TÖLUBLAÐ 3. ÁRGANGUR – FIMMTUD AGURINN 13. JANÚAR Guðrún Ingadansar af ástríðu Læknaðist af kvíðanum með hjálp minnistaflna Loðin tíska í vetur Sjóðheitir pelsar FLOTT Vertu í ræktinni Börnin hjá pabba Reynslusaga forsjárlausrar móður FREYJA FITNESSDROTTNING OPNAR FATASKÁPINN[ ] MAGASÍN 20tips fyrir fallegt hár Heilsurækt og námskeið á nýju ári TVÍHÖFÐI Þátturinn Tvíhöfði er að hætta. Þetta tilkynntu þeir félagar Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr í gærmorgun. » FA S T U R » PUNKTUR Lárétt: 2 hróp, 6 hvíldi, 8 sláa, 9 lengst frá, 11 tveir eins, 12 brothætt, 14 stóran fugl, 16 í röð, 17 tímabili, 18 beisk, 20 frá, 21 sáðland. Lóðrétt: 1 fánýtt skraut, 3 rykkorn, 4 andleg flatneskja, 5 háttur, 7 kærleiksþurfi, 10 eins um ö, 13 veitingastaður, 15 ganga, 16 frysta, 19 ending. Lausn. Lárétt: 2kall,6lá,8ráa,9yst,11gg,12stökk, 14strút,16íj,17ári,18súr, 20af, 21akur. Lóðrétt: 1glys,3ar, 4lágkúra,5lag,7ástsjúk, 10töt,13krá,15tifa,16ísa,19ru.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.