Tíminn - 02.03.1975, Side 32

Tíminn - 02.03.1975, Side 32
32 TÍMINN Sunnudagur 2. marz 1975 Á BÆNUM Ingólfur Davíðsson DÝRIN — Snotra var vinsælust hundanna. Hún var litil vexti, svartflekkótt, með hvitan dil á skottinu Dugleg i smalamensku og ágæt að hafa með til að verja tún og engjar. Ef henni virtist einhver i krakkahópnum kúga hina i leik, átti hún það til að stökkva á hann og kútvelta honum hvað eftir annað og jafnvel halda honum niðri um stund. En aldrei beit hún. Snotru þóttu mjög góðar pönnukökur. Ef verið var að baka kom hún inn i eldhús, settist hjá eldastúlkunni og horfði ýmist á hana eða pönnukökurnar. Var henni þá venjulega gefin kaka. Yrði einhver bið á þvi lagði hún aðra fram- löppina ofurhægt á fót stúlkunnar til að vekja Frá Stóru-Hámundarstööum. Til hægri er húsið, þar sem guli kisi hékk á mæninum á framlöppunum. athygli á sér. Sykur þótti henni lika góður. Við lét- um stundum mola detta og var Snotra ekki sein aö gripa þá í kjaftinn og bryðja. Ekki var laust við að hún stuggaði börnum frá klettum, ef henni virtust þau vera komin of nærri brúninni. Þegar pabbi var ung- lingur og stóð yfir fé á beit á vetrum átti hann hund, sem Lappi hét (mórauður með hvitar lappir). Ef pabbi gekk um og stoppaði, kom Lappi stundum og lagðist ofan á fæturna á honum. Hélt vist að pabba væri kalt á fótun- um og vildi verma hann. Brattavalla-Kjói var langstærstur og - sterkastur allra hunda i sveitinni, enda heima- ríkur mjög. Tikur voru þar á bænum og sóttu aðkomhundar til þeirra að venju. En Kjói varði. Hann bylti þeim undir sig og beit svo flestir stukku hræddir heim aftur. Einn lét sig þó ekki og kom aftur og aftur, átti þó heima i öðrum enda sveitarinnar. Loks bar þó Kjói hærri hlut i áflogunum og stökkti hinum á flótta — og ekki nóg með það, heldur rak Kjói hann alveg heim til sín. Sást til þeirra af bæjunum. Móri hljóp og hljóp og Kjói alltaf rétt á eftir honum alla leið. Þetta var nærri eins og sagt var um Gretti og Gisla i Grettissögu! Skuggi var fenginn á heimilið sem hvolpur og leiddist fyrst. Vildi hann alltaf vera með fólkinu, enda var þá um tima enginn annar hundur á bænum. Þetta var að sumarlagi og fólkið mikið úti við hey- skapinn, en kom heim að borða. Skuggi vissi að hann mátti ekki koma inn i baðstofu, en þegar farið var að borða þar inni, opnaði Skuggi hurðina með trýninu, settist framan við dyrnar, en hafði hausinn i gættinni, svo hann gæti séö fólkið. Tveir kettir voru þá á heimilinu, annar hvitur en hinn svartur. Skuggi leyfði hvita kisa að éta úr dallinum með sér, og stundum lágu þeir saman i bæli. En svarta kisa vildi hann ekki sjá og beit hann frá dallin- um, og hrakti frá sér. Mikið var hlegið að gráa kisa. Hann vildi DAN BARRY Geiri, þeir koma J Þeir bera hvitt flagg, Z' Keisari okkar'-i^ / Keisarinn • nær þessi siður Callgula býður "í mun taka uftnr Hi Rnmvpriav V vkkur velkomin, Jþið ámóti sendiboðar guðýr^T lVkkur i anna i U Vhöll sinni. k til baka! '^\aftur til Rómverja?Vykkur velkomin, Jþið CALIGULA' ^Þetta leiðirY*ó, Geiri, / jjj Vif cirorfí Írai J ti1 vandræða. þetta er stóif Vitskerti kei: Framhald ... Þessir svikarar. Það er enginn guð hærra settur \\en Caligula! J

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.