Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 6
6 15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR BAGDAD, AP Í það minnsta 27 fórust í tveimur sprengjuárásum í norð- anverðu Írak í gær. Þá hafa fundist lík 24 manna sem bersýnilega höfðu verið teknir af lífi. Mjög öflug sprengja sprakk í vegkanti fyrir utan banka í borg- inni Kirkuk í gærmorgun. 22 Írak- ar fórust í tilræðinu og 81 særðist alvarlega. Stærstur hluti fórnar- lambanna voru gamalmenni sem voru að ná í lífeyrinn sinn í bankan- um og börn sem seldu ýmiss konar varning á göngubrú fyrir utan bygginguna. „Ég kom hingað til að taka út peninga og ég tók afastrákinn minn með mér,“ sagði sjötugur örvinglaður öldungur. Barnið slas- aðist þó ekki mikið. Al Kaída í Írak lýsti tilræðinu strax á hendur sér í yfirlýsingu á netinu í gær. Nokkru sunnar í landinu, í bæn- um Kan'an, ók maður bíl hlöðnum sprengiefnum á eftirlitsstöð síð- degis. Fimm hermenn biðu þegar bana og tveir slösuðust. Ekki er vit- að hverjir þar voru að verki. Lík 24 manna sem fundust síðla mánudags voru flutt til Bagdad í gær. Sumir mannanna höfðu verið hálshöggnir á meðan aðrir höfðu verið skotnir í höfuðið. Talið er að þessir ógæfusömu menn hafi unnið það sér eitt til sakar að hafa flutt birgðir til bandaríska hernámsliðs- ins. ■ VIÐSKIPTI „Mér finnst þetta spenn- andi tækifæri. Ég hef trú á að ég geti nýtt starfsreynslu mína úr Fjármálaeftirlitinu í verkefnum Samkeppniseftirlitsins,“ segir Páll Gunnar Pálsson, sem ráðinn hefur verið forstjóri Samkeppnis- eftirlitsins frá og með 1. júlí næst- komandi. Hann hefur verið for- stjóri Fjármálaeftirlitsins í rúm sex ár eða frá því að sú stofnun var stofnuð. Hann segist því hafa reynslu af því að byggja upp eftir- litsstofnun sem komi að gagni í nýju starfi. Páll segir fjármálastofnanir stóra þátttakendur á samkeppnis- markaði, bæði sem eigendur og fjármögnunaraðila. „Reynslan úr Fjármálaeftirlitinu nýtist til að fylgjast með þessu. Í þessum um- breytingum öllum hafa gömul eignartengsl verið rofin og önnur komið í staðinn. Það má kannski sjá merki þess að nýir aðilar séu að vefa sinn eigin vef. Eignarhald fyrirtækja er að verða flóknara og eitt af hlutverkum Samkeppn- iseftirlitsins er að fylgjast með því. Þetta er sameiginlegt áhuga- mál Fjármálaeftirlits og Sam- keppniseftirlits,“ segir Páll. – bg Falli› ver›ur hátt og skellurinn har›ur N‡veri› birti Hagstofa Íslands gögn sem s‡na a› einkaneysla landsmanna hefur aukist um rúm níu prósent á fyrsta ársfjór›ungi mi›a› vi› ári› á›ur. Ólafur Darri Andrason hagfræ›ingur ASÍ segir í fréttavi›tali a› flenslan sé áhyggjuefni. EFNAHAGSMÁL „Tímasetning skatta- lækkana ríkisstjórnarinnar er kolröng. Menn vissu að það væri von á ofhitnun í hagkerfinu og það að lækka skatta kallar á niður- skurð í ríkisútgjöldum. Þetta hafa Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabankinn og OECD sagt. Aft- ur á móti hefur ríkistjórnin ekki tekið mark á okkur hagfræðing- unum og segir að skattalækkan- irnar séu ekki þensluhvetjandi vegna þess að þær séu vinnu- hvetjandi“, segir Ólafur Darri Andrason hagfræðingur Alþýðu- sambandsins. „Við erum með mestu atvinnu- þátttöku af öllum þeim þjóðum sem við berum okkur saman við og ef við ætlum að taka við upp- sveiflu þá eru það krakkar sem ættu að vera í framhaldsskólum sem yrði sá hópur sem yrði lokk- aður út á vinnumarkaðinn. Þegar svo kemur að niðursveiflu árið 2007 eða 2008 situr þessi hópur eftir með sárt ennið, við höfum talið að þetta sé alveg galin ráð- stöfun“, bætir Ólafur Darri við. Samkvæmt þjóðhagsreikning- um Hagstofunnar fyrir fyrsta árs- fjórðung ársins 2005 hefur einka- neysla vaxið um 9,4 prósent, sem er hraðasti vöxtur í fimm ár. Að- spurður um hvort skattalækk- unaráform ríkisstjórnarinnar séu neysluhvetjandi og þar með verð- bólguhvetjandi segir Ólafur Darri: „Ef við horfum bara á töl- urnar núna þá er einkaneysla að aukast mun meira en kaupmáttur. Ég geri ráð fyrir að það sem skýri þetta að mestum hluta sé aukin skuldsetning. Nú hafa menn betri aðgang að hagkvæmu lánsfé en áður. Það sem gerist við þessar aðstæður er að Seðlabankinn sem er einn á verðbólguvaktinni hækkar vexti. Undir venjulegum kringumstæðum mundu vaxta- hækkanir slá á þenslu því pening- ar yrðu einfaldlega dýrari og fólk myndi síður taka skammtímalán. Nú aftur á móti tekur fólk upp undir 40 ára neyslulán, vaxtamun- ur við útlönd eykst og þetta slær ekki á verðbólguna heldur frestar henni. Seðlabankinn kappkostar núna að styrkja krónuna sem þýð- ir að fallið verður hærra og skell- urinn harðari.“ oddur@frettabladid.is Írönsku kosningarnar: Rafsanjani viss um sigur TEHERAN, AP Talsverðar líkur eru á að enginn frambjóðandi fái hrein- an meirihluta í fyrstu umferð írönsku forsetakosninganna sem fram fara 17. júní. Því er búist við að kjósa þurfi aftur í næstu viku á milli þeirra tveggja efstu. Slíkt hefur aldrei gerst áður í Íran. Hashemi Rafsanjani, fyrrver- andi forseti, er sigurviss enda benda skoðanakannanir til að hann fái flest atkvæði. Um- bótasinninn Mostafa Moin og harðlínumaðurinn Mohammad Bagher Qalibaf fylgja hins vegar fast á eftir. Búist er við að aðeins muni 55 prósent kjósenda neyta atkvæðis- réttar síns og er það talið gagnast harðlínumönnum vel. ■ Bensínverð enn á uppleið: Öll félögin hækka ver› NEYTENDUR Öll olíufélögin hafa nú hækkað verð á eldsneyti síðustu tvo dagana en Esso reið á vaðið í gærmorgun og hækkaði verð á bensíni og dísilolíu um eina krónu. Skeljungur og Olís fylgdu í kjölfarið og skömmu síðar breyttu sjálfsafgreiðslufélögin verðinu hjá sér. Er lítri af 95 okt- ana bensíni nú víðast seldur á 106,20 krónur á þeim stöðvum og munar afar litlu á þeim og hinum reglubundnu þjónustustöðvum þar sem algengt sjálfsafgreiðslu- verð er 107,70 á höfuðborgar- svæðinu. -aöe RÁÐHERRA GAGNRÝNDUR Erna Solberg, ráðherra innflytjenda- mála í norsku ríkisstjórninni, sætir nú harkalegri gagnrýni fyr- ir að hafa sett Osmund Kaldheim flokksbróður sinn – hvítan karl- mann – yfir nýja stofnun sem að- stoða á innflytjendur við að að- lagast norsku samfélagi. Solberg staðhæfir að maðurinn hafi verið sá hæfasti til að gegna stöðunni. MUNCH-SAFNIÐ OPNAÐ Á NÝ Eftir að hafa verið lokað í tæpt ár verður Munch-safnið í Osló opn- að á nýjan leik á föstudaginn. Í ágúst síðastliðnum gengu tveir menn inn í safnið um hábjartan dag og stálu þaðan myndunum Ópinu og Madonnu og síðan hefur ekkert til þeirra spurst. Safnið hefur verið lokað síðan þá. Færri nautgripir: Lágu kjötver›i um a› kenna LANDBÚNAÐUR Nautgripum á Ís- landi fækkaði um 2,1 prósent á síðasta ári eða um tæplega fjórt- ánhundruð. Í árslok 2004 voru 64.639 nautgripir á landinu miðað við 66.033 árið áður. Þetta kemur fram í nýrri samantekt sem unnin var af Bændasamtökum Íslands fyrir Landssamband kúabænda. Mest fækkun varð í flokki geldneyta því margir kúabændur hættu að setja kálfa til lífs árið 2003 þegar sláturverð á nauta- kjöti lækkaði mikið. Nú hefur kjötverð aftur hækkað og virðist sem nautgripum sé aftur að fjölga. ■ Kólera í Afganistan: Faraldur í uppsiglingu KABÚL, AP Yfir tvö þúsund manns hafa greinst með kóleru í Kabúl, höfuðborg Afganistans, undan- farnar vikur og segja erlendir heilbrigðisstarfsmenn að faraldur sé við það að brjótast út verði ekk- ert að gert. Yfirvöld vísa þessu áhyggjum hins vegar á bug og segja að að- eins sé um slæma magakveisu að ræða. Kólera er alvarlegur hitabeltis- sjúkdómur sem smitast einkum með menguðu vatni. Kólerusjúk- lingar fá jafnan heiftarlegan nið- urgang sem leiðir til ofþornunar sem að lokum getur dregið fólk til dauða. ■ NOREGUR Er nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni? SPURNING DAGSINS Í DAG: Var eðlilegt af Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra að kynna sjálfur skýrslu ríkis- endurskoðanda? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 39,05% 60,95% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN SÁR EN Á LÍFI Fjölmargir eldri borgarar sem voru að ná í lífeyri sinn lentu í sprengingunni. M YN D /A P 27 fórust í sprengjuárásum gærdagsins í Írak: Börn og gamalmenni voru fórnarlömbin M YN D /A P M YN D /A P PÁLL GUNNAR PÁLSSON Páll Gunnar Páls- son lögfræðingur tekur við nýrri eftirlits- stofnun 1. júlí næstkomandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R Páll Gunnar nýr forstjóri Samkeppniseftirlits: Eignarhald fyrirtækja a› ver›a flóknara 2005 13 06 91 2001 2002 2003 2004 95 02 7 97 90 0 10 68 38 11 65 59 EINKANEYSLA Á FYRSTA ÁRS- FJÓRÐUNGI UNDANFARIN ÁR (tölur í milljónum króna) ÓLAFUR DARRI ANDRASON Skattalækkanir auka kaupmátt en þó ekki næstum jafn mikið og einkaneysla hefur aukist. Ólafur Darri vill meina að tímasetning skattalækk- ana sé röng því þær séu þensluhvetjandi. SIGURVISS Hashemi Rafsanjani (annar frá hægri) er kampakátur enda býst hann við að sigra í kosningunum. HLÚÐ AÐ SMITUÐUM Hjúkrunarkona í Kabúl hlynnir konum sem óttast er að séu smitaðar. Talið er að yfir tvö þúsund manns hafi sýkst af kóleru að undanförnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.