Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 30
Björgvin Guðmundsson skrifar Náðst hafði samkomulag um það, á milli Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs Group, og Þórðar Más Jóhannessonar, forstjóra Straums fjár- festingarbanka, í maí síðast liðnum að Straumur myndi selja hlut sinn í Íslandsbanka til nýs eignar- haldsfélags samkvæmt heimildum Markaðarins. Karl Wernersson, stjórnarmaður í Íslandsbanka og annar stærsti hluthafinn á eftir Straumi, átti að eiga meirihluta í nýja félaginu. Jón Ásgeir og fleiri áttu að eiga minnihluta og var FL Group, undir for- ystu Hannesar Smárasonar, nefnt í því samhengi. Þessu neita Straumsmenn staðfastlega. Þeir segja ekkert samkomulag hafa verið í gildi. Við- ræður Þórðar Más og Jóns Ásgeirs hefðu vissulega farið fram en þegar rætt var um sölu á bréfum Straums hefði svarið alltaf verið neikvætt. Þetta hafi ekki einu sinni verið rætt í stjórn Straums. Það var samt með fullvissu fyrir því, að þetta samkomulag gilti, að Karl Wernersson ákvað að upplýsa sína nánustu samstarfsmenn um þessi áform. Fer hann því á fund Steinunnar Jónsdóttur, sem situr með honum í stjórn Íslandsbanka, ásamt stjórnarmönnunum Einari Sveinssyni og Jóni Snorrasyni. Samkvæmt heimildum Markaðarins var markmið fundarins einungis að setja Steinunni inn í málið en ekki falast eftir fjögurra prósenta hlut hennar í Íslandsbanka. Viðmælendur Markaðarins segja að viðbrögð Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, föður Steinunn- ar, hefðu verið harkaleg þegar hann frétti af efni fundarins daginn eftir. Tengja flestir það við að Hannes Smárason, sem er fyrrverandi eiginmaður Steinunnar, hafi verið nefndur í þessu sambandi. Í kjölfarið gerist tvennt; Steinunn ákveður að selja hlut sinn í Íslandsbanka og hætt er við sölu Straums á hlut sínum í Íslandsbanka. Straumi og Einari Sveinssyni, stjórnarformanni Íslandsbanka, var boðið að kaupa hlut Steinunnar. Ákveðið var að hann breytti ekki valdahlutföllum í bankanum og því ekki réttlætanlegt að borga yfir- verð fyrir fjögur prósent í Íslandsbanka. Þetta var sunnudaginn 5. júní. Eftir það var hluturinn seldur Burðarási, sem lýtur stjórn Landsbankamanna, fyr- ir 7,3 milljarða króna 8. júní. Sjá fréttaskýringu bls. 10 Vika Frá áramótum Actavis -4% 2% Atorka -1% 1% Bakkavör 0% 46% Burðarás -1% 22% Flaga Group -7% -25% FL GROUP 8% 58% Íslandsbanki 1% 21% Kaupþing Bank -1% 19% Kögun -2% 28% Landsbankinn 2% 38% Marel 0% 14% Og fjarskipti 1% 27% Samherji 0% 9% Straumur 3% 29% Össur 1% 2% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is Hagvöxtur var á fyrsta ársfjórð- ungi 2,9 prósent og er það minnsti hagvöxtur sem mælst hefur á einum ársfjórðungi frá árinu 2002, segir á vef greining- ardeildar Íslandsbanka. Hagvöxturinn er lítill í saman- burði við spár fyrir árið, en Seðlabankinn spáði 6,6 prósent hagvexti og fjármálaráðuneytið 5,5 prósent. Ingólfur Bender, for- stöðumaður greiningardeildar Ís- landsbanka, segir að ljóst sé að endurskoða þurfi hagvaxtarspár í ljósi þessara talna: „Þetta er vís- bending um hægari hagvöxt en þessar spár gerðu ráð fyrir“. Hann segir tölurnar sýna hið mikla ójafnvægi sem sé í hag- kerfinu: „Viðskiptahallinn er í sögulegum hæðum og eftirspurn innanlands mikil. Hátt gengi krónunnar gerir það svo að verk- um að samdráttur er í þeim greinum sem eiga sitt undir er- lendri eftirspurn. Það er mikið ójafnvægi í hagkerfinu“. Dregið hefur úr hagvexti frá síðasta fjórðungi ársins 2004 þegar hann reyndist 4,2 prósent, en mestur reyndist hann í fyrra sjö prósent á þriðja ársfjórð- ungi. - jsk Sendinefnd Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins segir frammistöðu ís- lenska hagkerfisins eftirtektar- verða, kom þetta fram í áliti Bens Hunt formanns nefndarinnar. Nefndin hefur dvalið hér á landi undanfarna daga og átt fundi með fulltrúum stjórnvalda og atvinnu- lífs. Hagstjórn Seðlabankans var hrósað og stefnu ríkisstjórnarinn- ar, sem sögð var hafa lagt grunn- inn að stöðugum hagvexti. Nefnd- in taldi áhrif stóriðjufram- kvæmda í heildina jákvæð en framkvæmdir hefðu þó stuðlað að ójafnvægi í hagkerfinu. Nefndin taldi að meginmarkmið stjórn- valda ætti að vera að koma á efna- hagslegum stöðugleika. Til þess væri þörf á meira aðhaldi en fælist í fjárlögum ársins 2005. Lagði nefndin til að skatta- lækkunum yrði slegið á frest og að reynt yrði að halda aftur af neyslu þar til stóriðjufram- kvæmdum væri lokið. -jsk Bræðurnir Ormsson hafa fest kaup á heildsölunni Vörukaup. Vörukaup hafa sérhæft sig í aukahlutum fyrir kælikerfi og er stærsta fyrirtæki landsins á þeim markaði. Gunnar Örn Kristjánsson, stjórnarformaður Bræðranna Ormsson, staðfestir að fyrirtæk- ið hafi fest kaup á Vörukaupum. Hann segir þó að ekki verði gerð- ar neinar róttækar breytingar á rekstrinum: „Rögnvald Erlings- son sem við keyptum Vörukaup af verður framkvæmdastjóri. Fyrirtækið er vel rekið og engin ástæða til breytinga“. Kaupverð fæst ekki upp gefið. -jsk Bræðurnir Ormsson kaupa Bræðurnir Ormsson hafa keypt Vörukaup, sem versla með aukahluti í kælikerfi. Er það stærsta sinnar tegundar á landinu. Kaupverð trúnaðarmál. Lítill hagvöxtur Hagvöxtur á Íslandi er langt undir væntingum. Sér- fræðingur segir að endurskoða þurfi hagvaxtarspár. Hagkerfið í góðu lagi Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur frammi- stöðu hagkerfisins eftirtektarverða. Engu að síður valdi stóriðjuframkvæmdir sveiflum í hagkerfinu. Vilja viðbótargögn vegna sölu Símans Fjárfestar fái aukadag í gagnaherbergi. Greiða fyrir Eimskip Avion Group lýkur við að fjár- magna kaupin á Eimskipafélagi Íslands í dag. Í kaupsamningnum var gerður fyrirvari um að fjár- mögnunin takist innan fjórtán daga. Magnús Stephensen, yfir- maður fjárfestatengsla hjá Avion, segir að þetta muni ganga eftir. Avion greiðir 12,7 milljarða króna með peningum fyrir hlut Burðarás í félaginu og 8,9 millj- arða með hlutabréfum í Avion Group. Síðari hlutinn skal greið- ast eigi seinna en í janúar á næsta ári þegar Avion verður skráð á markað – gangi allt eftir. – bg Verið er að skoða það innan einkavæðingarnefndar að gefa þeim tólf aðilum, sem eiga þess kost að skila inn bindandi kauptilboði í Símann, að fá að- gang að svokölluðu gagnaher- bergi Símans einn dag í viðbót í lok ferilsins sem nú stendur yfir. Í þessu herbergi eru skrár með mikilvægum upplýsingum úr rekstri Símans sem hver fjár- festahópur fær aðgang að í fimm daga. Fyrstu þrír hóparnir voru alla síðustu viku að yfir- fara þessi gögn og nú eru aðrir þrír hópar þar að störfum. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir að þessi viðbótardagur geti komið til eftir að þessu ferli er lokið og hóparnir hafi átt viðtöl við fram- kvæmdastjórateymi Símans. Þá hafi menn tækifæri til að tékka af gögn sem þeir þegar hafa afl- að sér. Einnig sé hugsanlegt að viðbótargögn verði lögð fram, eins og áreiðanleikakönnun sem fyrirtækið Landwell vann fyrir Símann. Hafa fjárfestar meðal annars kallað eftir þeirri skýrslu. Jón segir ekki rétt að skila inn viðbótargögnum á þessu stigi því allir bjóðendur verði að sitja við sama borð. – bg BJARNI ÁRMANNSSON OG EINAR SVEINSSON Bjarni keypti stóran hlut af Jóni Helga Guðmundssyni í Íslandsbanka. Dóttir Jóns, Steinunn Jónsdóttir, bauð Einari Sveinssyni að kaupa sinn hlut síð- ar en menn töldu ekki nauðsynlegt að borga yfirverð fyrir fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka. Fr ét ta bl að ið /P je tu r SENDINEFND ALÞJÓÐAGJALDEYRIS- SJÓÐSINS Hrósaði Seðlabankanum og rík- isstjórninni. Leggur þó til að skattalækkun- um verði slegið á frest þar til stóriðjufram- kvæmdum lýkur. Bauðst hlutur Steinunnar Stjórnarformanni Íslandsbanka bauðst að kaupa fjögurra prósenta hlut Steinunnar Jónsdóttur í Íslandsbanka. Ekki var gengið að tilboðinu og seldi hún þá Burðarási hlutinn. HÖFÐABORG FJÁRFESTA Ráðgjafar fjár- festa dvelja í húsi ríkissáttasemjara í Borgar- túni við að yfirfara gögn Símans. FERÐAMENN Í REYKJAVÍK Ójafnvægi er í hagkerfinu og gerir hátt gengi krónunnar það að verkum að samdráttur er í þeim at- vinnugreinum sem eiga sitt undir erlendri eftirspurn. BRÆÐURNIR ORMSSON Hafa keypt heildsöluna Vörukaup en hyggjast ekki gera neinar róttækar breyt- ingar á rekstrinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.