Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 73
MIÐVIKUDAGUR 15. júní 2005 29 Michael Essien, miðjumaðurinneftirsótti hjá Lyon, er nú sterk- lega orðaður við Chel- sea. Félagið hans Eið Smára virðist vera fremst í kapp- hlaupinu um leik- manninn sem stendur, en Manchester United og Juventus hafa einnig átt í viðræðum umboðsmann leik- mannsins. Essien hef- ur leikið frábærlega með Lyon síðustu ár, en liðið hefur orðið franskur meistari fjögur ár í röð. Luis Figo, leikmaður Real Madrider nú sterklega orðaður við för frá félaginu, en arabíska liðið Al Rayyan hefur nú þegar lýst yfir áhuga á því að fá leikmanninn til sín. Liverpool er einnig sagt hafa áhuga á því að fá leikmanninn til sín, en Rafael Benitez er víst mikill áðdáandi leikmannsins. Figo missti sæti sitt í byrj- unarliði Real Ma- drid til Michael Owen undir lok tímabilsins og hef- ur verið óánægður með stöðu sína hjá félagi sínu. Kelvin Davis er genginn til liðsvið Sunderland fyrir rúma eina milljón punda. Davis, sem áður var markvörður hjá Ipswich, var ánægð- ur með félagsskiptin. „Þetta er stór dagur fyrir mig. Ég hef alltaf stefnt að því að fara í úrvalsdeildina en ég vildi vera viss um að fara í rétta lið- ið. Ég talaði oft við stjóra liðsins áður en ég ákvað mig og leist vel á allt hjá félaginu. Það er vonandi skemmtilegur tími framundan hjá mér og vonandi tekst okkur að halda okkur í deildinni.“ Park Ji-sung, Kínverjinn sem leik-ur með PSV Eindhoven, en hefur verið orðaður við Manchester United að undanförnu, segist ekki vera viss um hvernig mál sín standa, en vonar að málin skýrist fljótlega. „Ég veit ekki hvernig þetta fer, en vonandi tekst félögun- um að ná samkomulagi um þessi félagsskipti því mér finnst vera kominn tími til þess að skipta um félag og prófa eitthvað nýtt. Manchester United er náttúrulega frábært félag og þangað vil ég fara.“ Jamaíkabúinn Asafa Powell bættií fyrradag heimsmetið í hundrað metra hlaupi um einn hundraðasta úr sekúndu, á móti á Ólympíuleik- vanginum í Aþenu. Tími Asafa var 9,77 sekúndur, einu skúndubroti betri en tími Tim Montgomerys frá Bandaríkjunum. Asafa hafði fyrr á þessu tímabili lýst því yfir að hann gæti slegið metið og var ánægður í leikslok. „Þetta kom mér ekkert á óvart. Ég vissi að ég gæti þetta.“ Kakha Kaladze, Georgíumaður-inn sem leikur með AC Milan, segist vera á leiðinni til Chel- sea. „Ég fer til Moskvu á morgun til þess að kom- ast að því hvað Chel- sea vilja borga fyrir mig,“ sagði Kaladze við ítalska fjölmiðla í gær. Chelsea leitar nú logandi ljósi að vinstri bakverði, þar sem Wayne Bridge er eini leikmaður- inn í þeirri stöðu hjá fé- laginu. Hann er nú að ná sér eftir fótbrot sem hann varð fyrir í vetur. El Hadji Diouf, leikmaður Liver-pool, sem var í láni hjá Bolton Wanderes á síðustu leiktíð, segist tilbúinn til þess að ganga til liðs við lánsfélag sitt. „Ég hef áhuga á því að skrifa undir fjögurra ára samning við Bolton og ætla mér að gera það sem allra fyrst. Ég á þessu félagi mikið að þakka, og ég virði Sam Allerdyce mikið fyrir það starf sem hann hefur unnið hjá félaginu.“ ÚR SPORTINU Hollendingurinn Robin van Persie: Ásaka›ur um nau›gun FÓTBOLTI Hollenski sóknarmaður- inn Robin van Persie var í fyrra- dag handtekinn vegna nauðgunar- máls sem kom upp á sunnudag í heimaborg hans, Rotterdam. Van Persie lék sína fyrstu landsleiki með hollenska liðinu í síðustu viku, gegn Rúmenum og Finnum en hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í síðar- nefnda leiknum. Hollensk yfirvöld hafa ekki gefið út neinar nánari staðreyndir um málið en það er hægt að halda van Persie í gæsluvarðhaldi í þrjá daga án kæru. Van Persie var í fyrrasumar keyptur frá Feyenoord til Arsenal fyrir 2,75 milljónir punda. Honum gekk ágætlega á sínu fyrsta tíma- bii með Arsenal sem varð enskur bikarmeistari og í 2. sæti í deild- inni. Hann skoraði 10 mörk á tíma- bilinu, þar af tvö gegn Blackburn í undanúrslitum bikarkeppninnar. Arsenal vann svo úrslitaleikinn gegn Manchester United í víta- spyrnukeppni þar sem van Persie var einn þeirra sem skoraði fyrir Arsenal. Talsmenn félagsins höfðu ekk- ert um málið að segja að svo stöddu en þetta er ekki í fyrsta skipti á ferlinum sem hinn efnilegi Van Persie kemst í blöðin vegna neikvæðra frétta. - esá ROBIN VAN PERSIE Er hér í baráttunni með Arsenal gegn Neil Clement, leikmanni WBA. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.